Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 75
74
Oft lá leiðin út á strönd. Stundum stálumst við Höskuldur bróðir minn
út eldsnemma, áður en heimilisfókið vaknaði. Angandi þarinn, öldugjálfur
og einstaka fuglahljóð var það sem mætti okkur þegar við komum út, með
eitthvað matarkyns úr búrinu í posa, fullir af spenningi yfir hvað við fórum
að finna á rekanum. Þegar við gleymdum að taka eitthvað með okkur
úr búrinu, voru kríuegg tekin og soðin í heitu vatninu sem kraumaði í
klettasprungum í klettunum fyrir sunnan pollvíkina. Ein og ein rófa, úr
garðinum hjá Axel í Akurvíkinni, hvarf niður um þegar eggin hjá kríunni
voru orðin stropuð.
Þá einhver á hinum bæjunum fór í kaupstaðarferð, var maður stundum
svo heppinn að sleppa með. Þá var siður að kaupa karamellur í brúnan
bréfpoka, helst allar tegundir; svartar, hvítar, dökkbrúnar og ljósbrúnar
angandi karamellur, vafðar inn í marglitan og fallegan pappír. Brúni bréf-
pokinn með karamellunum var svo geymdur á góðum stað, kannski í einni
klettasprungu niðri í fjöru, og ein og ein karamella tekin í vasann þegar
mikið stóð til og enginn var nærstaddur. Svoleiðis gat karamellupokinn
enst lengi.
Annað sem nauðsynlegt var að kaupa, þegar farið var í kaupstaðarferð,
var vasahnífur. Að vera án vasahnífs var alveg ómögulegt, hníflaus maður
er handalaus maður, sögðu karlarnir á Gjögri, það fannst okkur Hössa orð
að sönnu. Vasahnífurinn var notaður til alls; tálga tré, skera snærisspotta,
skera beitu og gera að aflanum sem fenginn var á bryggjunni. Þegar hverfi-
steinninn fór að snúast hjá Axel eða Valdimar vorum við oft fljótir að taka
upp vasahnífinn og fáa hann hvesstan.
Oft skárum við okkur á vasahnífnum, þó voru þeir aldrei teknir af okkur.
Með tímanum lærðum við að handfara vasahnífinn. Stundum misstum við
dýrgripinn, gleymdum honum sennilega einhvers staðar úti, eða misstum
hann úr vasanum, þá við vorum að leika okkur. Svenna fósturpabba fannst
oft heldur stutt milli vasahnífakaupa. Adolf eða Kobbi voru þá stundum
spurðir um aðstoð, og oftast fengum við svoleiðis gamlan eða nýjan vasa-
hníf.
Það sem okkur Höskuldi þótti mest spennandi var að fá að fara með
þeim fullorðnu á skytterí. Að stíma um á báti og skjóta fugl og sel, eða
ganga út með fjöru og skjóta sel og mink, var ekki amalegt.
Ein veiðiferð er mér sérstaklega fersk í minni. Þetta var einn sumardag,