Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 99
98
Hvatinn að stofnun Kaupfélags Bitrufjarðar
Spyrja má hver hafi verið aðalhvatinn að stofnun Kaupfélags Bitrufjarðar
1942.
Hér framar hefur verið rætt um samvinnustefnuna og hvernig hún
höfðaði til strjálbýlisins, þar sem bændur sáu möguleika á að byggja upp
verslun í félagi við aðra í skjóli Sambands íslenskra samvinnufélaga og
tryggja með þeim hætti öruggari verslun, betra verð og vöruúrval sem
hentaði hverju svæði fyrir sig.
En það var fleira sem ýtti á að byggja upp verslun heima í héraði undir
stjórn heimamanna. Landbúnaðurinn, þá fyrst og fremst sauðfjárræktin,
hafði frá því á seinni hluta 19. aldar samfara fólksfjölgun og ört vaxandi
þéttbýlismyndun verið að þróast úr sjálfsþurftarbúskap í markaðsbúskap,
þar sem fólk í þéttbýli var viðskiptaaðilinn. Þessari þróun fylgdu mögu-
leikar á að auka við sauðfjárræktina um leið og hún kallaði á trygga öflun
nauðsynlegra aðfanga og örugga afsetningu afurða. Samvinnuhreyfingin,
með kaupfélögin í broddi fylkingar, höfðu afl til að mæta þessum nýju
þörfum á félagslegum nótum, með því að skaffa aðföng á skikkanlegu verði
og taka við og annast dreifingu, vinnslu og sölu afurða.
Í Óspakseyrarhreppi eins og annars staðar stóðu menn frammi fyrir
þessum veruleika og þörfinni á að bregðast við svo að bændurnir þar í
sveit sætu ekki slippir eftir í þróuninni, sem átti sér stað um allt land. Vega-
samband frá Reykjavík og öðrum þéttbýlisstöðum á þeirri leið var að vísu
ekki komið lengra en til Guðlaugsvíkur, en menn voru bjartsýnir á að ekki
liði langur tími þar til lagður yrði vegur yfir Stikuháls til Óspakseyrar og í
framhaldinu áfram yfir Ennisháls og um Kollafjörð þar sem hann tengdist
veginum yfir Steinadalsheiði og áfram til Hólmavíkur.
Strax á fyrsta starfsári kaupfélagsins 1942, var samið við bændur í
Guðlaugsvík um að fá að slátra í fjárhúsi þar á bæ. Það var auðsótt mál og
þetta fyrsta haust var slátrað þar 1450 kindum. Kjötið var flutt til Reykja-
víkur með bílum, en gærurnar til Óspakseyrar til söltunar. Telja má að
stofnun Kaupfélags Bitrufjarðar, 1942, sé tímamótaár í sögu Óspakseyrar-
hrepps. Kaupfélagið starfaði undir stjórn bænda úr sveitinni, sá íbúunum
fyrir nauðsynlegri vöru til búreksturs og heimilis og annaðist afsetningu
afurðanna.
Næstu þrjú árin var sami háttur hafður á, slátrað var í Guðlaugsvík,