Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 157
156
bæjum í Víkurdal og Bakkadal og í Kvíslaseli. Það voru æði margir bæir í
hreppnum sem til skamms tíma var búið á og börn á þeim bæjum þurftu
að sjálfsögðu á skólavist að halda sem önnur börn.
Á hreppsfundi í Bæjarhreppi sumarið 1924 var eftirfarandi fræðslu-
samþykkt gerð:
Fræðslusamþykkt fyrir Bæjarhreppsfræðsluhérað
í Strandasýslu
1. grein
Bæjarhreppur skal vera eitt fræðsluhérað út af fyrir sig.
2. grein
Í fræðsluhéraðinu skal vera farskóli, er starfi að því að fullnægja fyrir-
mælum um fræðslu barna. Skólastaði skal velja þar sem húsakynni eru
best og hentugust og aðbúð öll, að því er ætla má, í besta lagi.
3. grein
Meðan ekki er til í fræðsluhéraðinu skólahús eða aðrir fastir kennslu-
staðir, fer barnafræðslan fram með þeim hætti, að á hverju hausti
ákveður fræðslunefndin hæfilega marga kennslustaði eftir atvikum og
ástæðum. Nemendunum er svo skipt milli kennslustaða, og skal þá, eftir
því sem unnt er, láta þau börnin vera saman á hverjum stað, sem eru á
líku reki, eða líku þekkingarstigi.
4. grein
Inntöku í skólann fá öll þau börn í fræðsluhéraðinu, sem eru á aldrinum
10 til 14 ára, ef þau fullnægja hinum lögmæltu kröfum um fræðslu barna
á þeim aldri, og eru eigi haldin neinum næmum sjúkdómum, er öðrum
börnum geti verið mein af.
5. grein
Ef sérstök atvik eru fyrir hendi má fræðslunefnd, í samráði við kenn-
ara, veita yngri börnum en 10 ára inntöku í skólann og sömuleiðis ein-
staka barni úr öðrum hreppum, en greiða verða framfærendur þeirra