Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 87

Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 87
86 Upphaf verslunar á Óspakseyri Methúsalem Jóhannsson (1874–1941) ættaður af Svalbarðsströnd í Eyjafirði, gerðist bóndi og kaupmaður á Óspakseyri 1912 -1915 þegar hann keypti jörðina af Marinó Hafstein sýslumanni. Árið 1915 dó konan hans Sigrún Sörensdóttir, sem varð til þess að Methúsalem flutti til Reykja- víkur með börnin sín Óla Vernharð, Sören Hólm, Helgu, Fríði og Regínu Sigurlaugu, þar sem hann bjó um árabil, en flutti síðar þaðan til útlanda og dó þar. Sigurgeir Ásgeirsson fæddist á Heydalsá 1871, sonur hjónanna Ásgeirs Sigurðssonar og konu hans Guðrúnar Sakaríasdóttur. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Heydalsá þar til hann var sendur til náms í Möðruvalla- skóla í Eyjafirði þar sem hann lauk námi eftir tveggja vetra skólavist.15 Í Möðruvallaskólanum kynntist hann skólahaldi og rekstri skóla, sem kom honum vel síðar í starfi sínu við Heydalsárskóla. En það sem skipti kannski mestu máli fyrir seinni tímann var að í Möðruvallaskóla kynntist hann samvinnuhreyfingunni og hugmyndafræði kaupfélaganna16. Þar var lögð áhersla á kennslu í verslunarfræðum á grundvelli samvinnuhugsjónarinnar samhliða öðrum fræðum, til dæmis á sviði náttúrufræða. Alla þessa þekk- ingu flutti hann með sér heim í hérað og varð hún síðar mikilvægur leiðar- steinn við stofnun Kaupfélags Bitrufjarðar eins og síðar verður rakið. 15 Árið 1880 var stofnaður gagnfræðaskóli á Möðruvöllum, sem var undanfari Menntaskólans á Akureyri og eru afmæli M.A. miðuð við stofnun Möðruvallaskóla. Á tímum skólans bjuggu á Möðruvöllum margir merkismenn sem unnu mikilvægt brautryðjendastarf í skólamálum og á sviði náttúruvísinda. Möðruvallaskóli var þó einungis starfræktur í 22 ár því þegar skólahúsið brann árið 1902, var skólinn fluttur til Akureyrar og hét fyrst Gagnfræðaskóli Akureyrar en varð seinna að menntaskóla, þeim fyrsta sem stofnaður var á eftir Menntaskólanum í Reykjavík. 16 Ingvar Gíslason; Tíminn Sunnudagsblað 4. mars 1962, 2. tölublað, bls. 41: „Einkum er það ein verzlunargrein, sem gagnfræðaskólinn norðlenzki hefir lagt til mikið lið og mikla starfskrafta, sem hún hefði án efa eigi getað án verið, og það er samvinnustefnan. Einn hinna merkustu prestvígðra manna á voru landi (Þorsteinn Briem — tilgáta mín. I.G.) lét eitt sinn svo um mælt við mig, að hann hefði fyrst séð það, þá er hann kynntist Eyjafirði og högum bænda þar, hvílíkt gagn Möðruvallaskóli hefði unnið. Fyrir tilverknað hans höfðu sveitirnar nægilcga færan mannafla til að annast þau störf og þá umsýslu, er hinn mikli kaupfélagsskapur héraðisins þarfnaðist.“ Samvinnumenn mættu minnast þessara orða Sigurðar Guðmundssonar, og kann að vera, að það verði einn þáttur í samvinnusögu Íslands, ef hún verður einhvern tíma rituð, að kanna enn nánar, hver sé hlutur Möðruvallaskóla í gengi samvinnuhreyfingarinnar hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.