Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 57
56
Rétt er það, að úthafsveiðarnar eru í það heila tekið á margvíslegan
hátt mikilvægar, þó er ef mér skjátlast ekki, mitt hugboð það, að
almenningur meti þær yfirleitt ekki svo. Landbúnaðurinn hefir,
aftur á móti, á öllum tímum, unnið afrek og verið öruggasti atvinnu-
vegurinn hér á landi, sem rekja má til hinnar miklu starfshæfni og
starfsvilja fólks, sérstaklega á þeim tímum þegar mikill og almennur
skortur er á vinnufólki.
Í þessu tilliti er ekki um ódýrar úthafsveiðar að ræða, þar sem hér
er um þilskip að ræða, og veiðarnar styrktar með umtalsverðum
fjármunum. Að því viðbættu, er kunnugt að sjómennirnir sem lengi
hafa starfað á þessum skipum leggjast af og til í leti utan þess tíma
sem skipin eru gerð út.
Vegna framanritaðs mætti það þóknast hr. sýslumanninum, að gera
ofangreindum mönnum grein fyrir hversu mikils ég met fram-
kvæmdir þeirra og að ég óski þeim innilega alls hins besta í þeirra
framkvæmdum, þó ég geti ekki orðið við bón þeirra. Samt sem
áður er rétt að vekja athygli þeirra, sem manna í bændastétt á, að þeir
eiga samkvæmt konunglegri reglugerð dagsettri 20. mars 1789, rétt á
byggingastyrk fyrir skipið, 5 rd. [ríkisdali] silfurs fyrir hverja „com-
mercelest“, sem sækja skal um hjá hinu konunglega rentukammeri,
þegar þeir hafa fengið mælibréf skipsins afhent.9
Skrifstofa Vesturamtsins á Íslandi 10. mars 1833
Thorsteinsson
Ekki höfðu þeir þremenningarnir erindi sem erfiði í þessari bón sinni. Það
er ljóst að embættismennirnir voru hræddir við að lausung meðal fólksins
mundi aukast og þeir jafnvel missa tökin á lýðnum. Athyglisverð er afstaða
amtmannsins til atvinnuveganna. Ekki finnast neinar heimildir um við-
brögð eigendanna, annað en að þeir héldu ótrauðir áfram við að undirbúa
skipið til veiða. Að þessu sögðu skal þess getið að Magnús hreppstjóri
á Finnbogastöðum, sem undirritaði fyrsta bréfið ásamt þeim Grími og
Magnúsi hefur þar með hætt þátttöku í fyrirtækinu því nafn hans kemur
hvergi fram í sambandi við þetta mál eftir það. Það eru einungis Grímur
Alexíusson og Magnús Einarsson, sem undirrita öll skjöl þessu viðkomandi
9 ÞÍ / B 0005 / 1832-1835