Strandapósturinn - 01.06.2021, Blaðsíða 140
139
Þá stoppaði á skipstjórunum skriðið,
í skyndi höfðu fundið töfra miðið,
en þar var fyrir utan leyfða línu,
„á lóðamörkin skorti agnar pínu“.
Grasbolla þar girnilegan líta,
gaman væri þetta skjól að nýta,
finna það, sem flestir vilja kanna,
fá að njóta þess, er klerkar banna.
Til Hólmavíkur haldið var í hvelli
hart var keyrt, með feikna véla skelli.
Hreppsnefndinni hópað var þar saman,
hér var ekki á ferðinni stundar gaman.
Beðið var um bollann grasa fríða
svo betur mætti sumum þarna líða.
„Velkomið“, þau voru nefndar svörin
við viljum bæta og laga allra kjörin.
Gústi fór af stað, að ná í staura
staðhæfði að þyrfti ei neina aura,
kom svo aftur fljótt með fullan bílinn,
fengsæll er hann Gústi og ekki vílinn.
Nú eigum við, þann yndis-fríða bolla
þar íþrótt megum stunda, ljúfa og holla.
Þökk sé Gústa og góðum skipstjóronum
þeir gleymast ekki hressum Stranda sonum.
Nú skal þegar víkja að öðru efni,
allir hinir gengu varla í svefni.
Með berserksgang, svo engu þarna eiri
allra fyrstu stunguna, tók Geiri.
Hópurinn þá heillaskál nam drekka
hlýnaði þá vel í brjósti rekka,
að því búnu gengið var að grafa
gekk það vel, og ei varð neinn til tafa.