Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
nt
vi
llu
r.
He
im
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
lík
A
h
ð
ð
b
Hvítu þorpin
sl
ík
u.
30. apríl í 9 nætur
Gönguferð
595 1000 www.heimsferdir.is
Verð frá kr.
299.900
usti Hafsteinsson
rir
va
ra
um
pr
e
a
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála hefur hafnað kröfum Arn-
arlax og nokkurra náttúruverndar-
samtaka um að ógilda ákvarðanir
Matvælastofnunar og Umhverfis-
stofnunar um útgáfu rekstrar- og
starfsleyfa til handa Háafelli ehf.
fyrir kynslóðaskipt laxeldi í sjókví-
um í Ísafjarðardjúpi. Arnarlax
krafðist þess jafnframt að lagt yrði
fyrir stofnanirnar að afgreiða um-
sóknir um rekstrar- og starfsleyfi
fyrir eldið í þeirri tímaröð sem fram-
kvæmdaraðilar skiluðu mats-
skýrslum sínum inn til Skipulags-
stofnunar.
Málið á rætur sínar að rekja til
lagabreytinga árið 2019. Þá var skipt
um fyrirkomulag leyfisveitinga fyrir
sjókvíaeldi. Lögin gera ráð fyrir að
umsóknir um rekstrarleyfi fyrir
sjókvíar á svæðum sem metin hafa
verið til burðarþols myndu halda
gildi sínu þrátt fyrir ákvæði um nýtt
kerfi. Gerð var sú krafa að umsóknir
héldu aðeins gildi sínu að mati á um-
hverfisáhrifum væri lokið fyrir gild-
istöku eða lögð hefði verið fram
frummatsskýrsla.
Arnarlax fær ekkert
Aðeins eru til úthlutunar nú 12
þúsund tonn sem er hámarkið vegna
áhættumats Hafrannsóknastofnun-
ar. Matvælastofnun forgangsraðaði
umsóknum eftir því hvenær umsókn-
irnar væru fullgiltar í meðförum
Skipulagsstofnunar. Háafell, dóttur-
félag HG á Ísafirði, var fyrst í röð-
inni og fékk á síðasta ári leyfi fyrir
þeim 6.800 tonnum sem fyrirtækið
sótti um. Arctic Fish er annað í röð-
inni og átti að fá 5.200 af þeim 8 þús-
und tonnum sem fyrirtækið sótti um.
Arnarlax fær ekkert af þeim 10 þús-
und tonnum sem sótt var um. Fyrir-
tækið getur aftur á móti alið ófrjóan
lax í Djúpinu, ef það svo kýs. Fjórða
fyrirtækið, Hábrún, komst ekki að
borðinu.
Úrskurðarnefndin taldi að ekki
væru þeir form- eða efnisannmarkar
á undirbúningi eða meðferð ákvarð-
ana Matvælastofnunar eða Um-
hverfisstofnunar að ógildingu varð-
aði og var kröfum Arnarlax því
hafnað.
Væntanlega geta stofnanirnar nú
afgreitt umsókn Arctic Fish. Háafell
hefur undirbúið sjóeldi á laxi og set-
ur út fyrstu laxaseiðin í vor. Er það
liður í að skipta úr regnbogasilungi
yfir í lax. helgi@mbl.is
Háafell heldur eldisleyfum
sínum í Ísafjarðardjúpi
- Úrskurðarnefnd hafnar kröfum Arnarlax um ógildingu
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Andlát hafa verið tíð á dvalar- og
hjúkrunarheimilum að undanförnu,
eins og sést af
andlátstilkynn-
ingum. Á sumum
þessara heimila
hafa komið upp
Covid-19-smit.
Pálmi V. Jónsson,
yfirlæknir á öldr-
unarlækninga-
deild Landspítala
og prófessor í
öldrunarlækning-
um við Háskóla
Íslands, var spurður hvort andlát
eldra fólks hafi verið óvenjutíð und-
anfarið og hvort rekja megi mörg
þeirra til Covid-19-sýkinga?
„Ég er ekki með nákvæma tölfræði
við höndina en það virðist vera aukin
tíðni andláta þessa dagana. Ég hef
heldur ekki upplýsingar um dánaror-
sakir,“ segir Pálmi í skriflegu svari.
„Ég tel mikil líkindi fyrir því að kór-
ónuveiran sé nú að verki og valdi
þessari aukningu í ár. Þá er einnig
nokkuð líklegt, að mínu mati, að dán-
artíðnin sé heldur meiri en í meðalári,
þar sem sóttvarnir hafa verið miklar í
tvö ár og fólk haldið sér til hlés. Nú er
hins vegar dregið úr sóttvörnum al-
mennt talað og smit í samfélaginu í
hæstu hæðum. Þá er það svo að bæði
gestir og gangandi og einnig starfs-
fólk á sjúkrastofnunum veikist. Öll-
um þessu sýkingum fylgir ákveðinn
tími í byrjun veikinda, þar sem fólk
er talsvert smitandi en einkennalaust
eða lítið og sá tími getur verið hættu-
legur viðkvæmu fólki.
Þetta skýrist að sjálfsögðu þegar
frá líður en ekki er ólíklegt að bæði
veikindi og dánartíðni hafi hliðrast
til. Þá mun einnig sjást hvort heild-
artíðni per ár að meðaltali eða per
fimm ár verði umfram það sem búast
má við út frá spálíkönum.“
Pálmi tók það fram að það séu æv-
inlega ákveðnar sveiflur í dánartíðni,
en þegar heilt ár er skoðað, þá sé
fjöldi þeirra sem fellur frá æði svip-
aður frá ári til árs.
„Í gegnum árin er aukning í veik-
indum og dánartíðni að jafnaði ann-
ars vegar í byrjun vetrar og hins veg-
ar um vetrarlok. Almennt talað eru
tengingar andláta við faraldra sem
ganga, hvort heldur það er t.d. influ-
enza, RS-veira eða humanmetap-
neumoveira sem valda öndunarfæra-
sýkingum eða t.d. noroveira, sem
veldur meltingarfærasýkingum. Það
sem gerist er að þeir sem eru við-
kvæmastir á hverjum tíma geta fallið
frá af þessum orsökum. Þannig verða
þessar sýkingar oft kornið sem fyllir
mælinn hjá þeim sem bera langvinna
sjúkdóma, svo sem Alzheimer-sjúk-
dóm, lokastigskrabbamein, eða
hjarta- eða öndunarbilun, svo að
dæmi sé nefnd.“
Hjúkrunarrýmum úthlutað
Pálmi er formaður færni- og
heilsumatsnefndar en starfsmenn
hennar leggja mat á umsóknir um
dvöl á dvalar- og hjúkrunarheimilum
og tilnefna einstaklinga í mestri þörf
þegar hjúkrunarrými opnast. Eru
meiri annir nú en alla jafna hjá
nefndinni við slíkar tilnefningar?
„Að öllu samanlögðu þá eru nú
fleiri einstaklingar að fá úthlutað
dvöl á hjúkrunarrými en endranær.
Undanfarið hefur sá fjöldi einstak-
linga sem bíður hjúkrunarheimilis-
dvalar verið tæplega 300 manns en í
dag er fjöldinn í kringum 220,“ segir
Pálmi.
Mörg andlát eldra fólks undanfarið
- Líklegt að kórónuveiran valdi fleiri dauðsföllum - Biðlisti eftir hjúkrunarrými styttri en oft áður
Pálmi V.
Jónsson
Ljósmynd/Colourbox
Aldrað fólk Faraldrar fjölga oft
dauðsföllum í viðkvæmum hópum.
Kona á tíræðisaldri sem var
með kórónuveirusýkingu (Co-
vid-19) lést á Landspítalanum í
fyrradag, 15. mars. Þá höfðu
alls 52 dáið á spítalanum vegna
sjúkdómsins.
Í gær höfðu alls 87 látist hér
á landi í kórónuveirufaraldr-
inum frá 28. febrúar 2020 sam-
kvæmt vefnum covid.is. Þá
höfðu bæst við fjögur andlát frá
því í fyrradag þegar þau voru 83
talsins.
Andlát sem hlutfall af smit-
uðum eru hlutfallslega flest í
hópi 90 ára og eldri eða 3,49%
og svo í aldurshópnum 80-89
ára eða 2,32%. Í hópi 70-79 ára
er hlutfallið 0,35%.
87 látnir
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR
Gul viðvörun er um meira og minna
allt land í dag og veður leiðinlegt. Á
höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi
er gert ráð fyrir snjókomu og suð-
austanhvassviðri og gæti vindhraði
farið í 20 m/s í borginni en allt að
25 m/s á Suðurlandi og víða um
land. Búast má við lélegu skyggni
og versnandi akstursskilyrðum.
Áttin snýst til suðvestanáttar með
morgninum og lægir þá aðeins
vind. Á Suðurlandi er einnig mikil
snjókoma og verður vindhraðinn
meiri og allt að 25 m/s í nótt og
hugsanlegur éljagangur, en lægir
aðeins þegar áttin snýst í suðvestur
og vindhraði þá áætlaður allt að 20
m/s. Segja má að svipað veður
verði um allt land og snjókoma get-
ur orðið að éljagangi þegar verst
lætur. Akstursskilyrði eru ekki góð
og skyggni lélegt. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kuldinn fer vel um grýlukertin á Grettisgötu
Leiðinda-
veður um
allt land