Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 nt vi llu r. He im sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á lík A h ð ð b Hvítu þorpin sl ík u. 30. apríl í 9 nætur Gönguferð 595 1000 www.heimsferdir.is Verð frá kr. 299.900 usti Hafsteinsson rir va ra um pr e a Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hefur hafnað kröfum Arn- arlax og nokkurra náttúruverndar- samtaka um að ógilda ákvarðanir Matvælastofnunar og Umhverfis- stofnunar um útgáfu rekstrar- og starfsleyfa til handa Háafelli ehf. fyrir kynslóðaskipt laxeldi í sjókví- um í Ísafjarðardjúpi. Arnarlax krafðist þess jafnframt að lagt yrði fyrir stofnanirnar að afgreiða um- sóknir um rekstrar- og starfsleyfi fyrir eldið í þeirri tímaröð sem fram- kvæmdaraðilar skiluðu mats- skýrslum sínum inn til Skipulags- stofnunar. Málið á rætur sínar að rekja til lagabreytinga árið 2019. Þá var skipt um fyrirkomulag leyfisveitinga fyrir sjókvíaeldi. Lögin gera ráð fyrir að umsóknir um rekstrarleyfi fyrir sjókvíar á svæðum sem metin hafa verið til burðarþols myndu halda gildi sínu þrátt fyrir ákvæði um nýtt kerfi. Gerð var sú krafa að umsóknir héldu aðeins gildi sínu að mati á um- hverfisáhrifum væri lokið fyrir gild- istöku eða lögð hefði verið fram frummatsskýrsla. Arnarlax fær ekkert Aðeins eru til úthlutunar nú 12 þúsund tonn sem er hámarkið vegna áhættumats Hafrannsóknastofnun- ar. Matvælastofnun forgangsraðaði umsóknum eftir því hvenær umsókn- irnar væru fullgiltar í meðförum Skipulagsstofnunar. Háafell, dóttur- félag HG á Ísafirði, var fyrst í röð- inni og fékk á síðasta ári leyfi fyrir þeim 6.800 tonnum sem fyrirtækið sótti um. Arctic Fish er annað í röð- inni og átti að fá 5.200 af þeim 8 þús- und tonnum sem fyrirtækið sótti um. Arnarlax fær ekkert af þeim 10 þús- und tonnum sem sótt var um. Fyrir- tækið getur aftur á móti alið ófrjóan lax í Djúpinu, ef það svo kýs. Fjórða fyrirtækið, Hábrún, komst ekki að borðinu. Úrskurðarnefndin taldi að ekki væru þeir form- eða efnisannmarkar á undirbúningi eða meðferð ákvarð- ana Matvælastofnunar eða Um- hverfisstofnunar að ógildingu varð- aði og var kröfum Arnarlax því hafnað. Væntanlega geta stofnanirnar nú afgreitt umsókn Arctic Fish. Háafell hefur undirbúið sjóeldi á laxi og set- ur út fyrstu laxaseiðin í vor. Er það liður í að skipta úr regnbogasilungi yfir í lax. helgi@mbl.is Háafell heldur eldisleyfum sínum í Ísafjarðardjúpi - Úrskurðarnefnd hafnar kröfum Arnarlax um ógildingu Guðni Einarsson gudni@mbl.is Andlát hafa verið tíð á dvalar- og hjúkrunarheimilum að undanförnu, eins og sést af andlátstilkynn- ingum. Á sumum þessara heimila hafa komið upp Covid-19-smit. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldr- unarlækninga- deild Landspítala og prófessor í öldrunarlækning- um við Háskóla Íslands, var spurður hvort andlát eldra fólks hafi verið óvenjutíð und- anfarið og hvort rekja megi mörg þeirra til Covid-19-sýkinga? „Ég er ekki með nákvæma tölfræði við höndina en það virðist vera aukin tíðni andláta þessa dagana. Ég hef heldur ekki upplýsingar um dánaror- sakir,“ segir Pálmi í skriflegu svari. „Ég tel mikil líkindi fyrir því að kór- ónuveiran sé nú að verki og valdi þessari aukningu í ár. Þá er einnig nokkuð líklegt, að mínu mati, að dán- artíðnin sé heldur meiri en í meðalári, þar sem sóttvarnir hafa verið miklar í tvö ár og fólk haldið sér til hlés. Nú er hins vegar dregið úr sóttvörnum al- mennt talað og smit í samfélaginu í hæstu hæðum. Þá er það svo að bæði gestir og gangandi og einnig starfs- fólk á sjúkrastofnunum veikist. Öll- um þessu sýkingum fylgir ákveðinn tími í byrjun veikinda, þar sem fólk er talsvert smitandi en einkennalaust eða lítið og sá tími getur verið hættu- legur viðkvæmu fólki. Þetta skýrist að sjálfsögðu þegar frá líður en ekki er ólíklegt að bæði veikindi og dánartíðni hafi hliðrast til. Þá mun einnig sjást hvort heild- artíðni per ár að meðaltali eða per fimm ár verði umfram það sem búast má við út frá spálíkönum.“ Pálmi tók það fram að það séu æv- inlega ákveðnar sveiflur í dánartíðni, en þegar heilt ár er skoðað, þá sé fjöldi þeirra sem fellur frá æði svip- aður frá ári til árs. „Í gegnum árin er aukning í veik- indum og dánartíðni að jafnaði ann- ars vegar í byrjun vetrar og hins veg- ar um vetrarlok. Almennt talað eru tengingar andláta við faraldra sem ganga, hvort heldur það er t.d. influ- enza, RS-veira eða humanmetap- neumoveira sem valda öndunarfæra- sýkingum eða t.d. noroveira, sem veldur meltingarfærasýkingum. Það sem gerist er að þeir sem eru við- kvæmastir á hverjum tíma geta fallið frá af þessum orsökum. Þannig verða þessar sýkingar oft kornið sem fyllir mælinn hjá þeim sem bera langvinna sjúkdóma, svo sem Alzheimer-sjúk- dóm, lokastigskrabbamein, eða hjarta- eða öndunarbilun, svo að dæmi sé nefnd.“ Hjúkrunarrýmum úthlutað Pálmi er formaður færni- og heilsumatsnefndar en starfsmenn hennar leggja mat á umsóknir um dvöl á dvalar- og hjúkrunarheimilum og tilnefna einstaklinga í mestri þörf þegar hjúkrunarrými opnast. Eru meiri annir nú en alla jafna hjá nefndinni við slíkar tilnefningar? „Að öllu samanlögðu þá eru nú fleiri einstaklingar að fá úthlutað dvöl á hjúkrunarrými en endranær. Undanfarið hefur sá fjöldi einstak- linga sem bíður hjúkrunarheimilis- dvalar verið tæplega 300 manns en í dag er fjöldinn í kringum 220,“ segir Pálmi. Mörg andlát eldra fólks undanfarið - Líklegt að kórónuveiran valdi fleiri dauðsföllum - Biðlisti eftir hjúkrunarrými styttri en oft áður Pálmi V. Jónsson Ljósmynd/Colourbox Aldrað fólk Faraldrar fjölga oft dauðsföllum í viðkvæmum hópum. Kona á tíræðisaldri sem var með kórónuveirusýkingu (Co- vid-19) lést á Landspítalanum í fyrradag, 15. mars. Þá höfðu alls 52 dáið á spítalanum vegna sjúkdómsins. Í gær höfðu alls 87 látist hér á landi í kórónuveirufaraldr- inum frá 28. febrúar 2020 sam- kvæmt vefnum covid.is. Þá höfðu bæst við fjögur andlát frá því í fyrradag þegar þau voru 83 talsins. Andlát sem hlutfall af smit- uðum eru hlutfallslega flest í hópi 90 ára og eldri eða 3,49% og svo í aldurshópnum 80-89 ára eða 2,32%. Í hópi 70-79 ára er hlutfallið 0,35%. 87 látnir KÓRÓNUVEIRUFARALDUR Gul viðvörun er um meira og minna allt land í dag og veður leiðinlegt. Á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi er gert ráð fyrir snjókomu og suð- austanhvassviðri og gæti vindhraði farið í 20 m/s í borginni en allt að 25 m/s á Suðurlandi og víða um land. Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Áttin snýst til suðvestanáttar með morgninum og lægir þá aðeins vind. Á Suðurlandi er einnig mikil snjókoma og verður vindhraðinn meiri og allt að 25 m/s í nótt og hugsanlegur éljagangur, en lægir aðeins þegar áttin snýst í suðvestur og vindhraði þá áætlaður allt að 20 m/s. Segja má að svipað veður verði um allt land og snjókoma get- ur orðið að éljagangi þegar verst lætur. Akstursskilyrði eru ekki góð og skyggni lélegt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kuldinn fer vel um grýlukertin á Grettisgötu Leiðinda- veður um allt land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.