Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 45
www.danco.is
Heildsöludreifing
Decoris 2022 vorlínan komin í hús
Vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is
Úti Partyljós glær
450 cm. 10 L.
Pottasett Adam Round
55/42/31 cm
Strá vöndur, 3 teg. 65 cm
Munkar Svargráir 3 teg. 39 cm
Pottasett Cody
30 cm, 24 cm
Pottur Mr&Mrs.
Cream 18 cm
Planta Fern
60 cm
Hengiplöntur
10x43 cm - 2 teg.
Blómapottur
Fílar 2 teg.
27 cm
Ljónastytta
38x34x80 cm
Eldstæði
70x70x31 cm
Hengistóll
Bast
95x195 cm
Hortensía
Bleik
35 cm
Luktasett
nat/blk
61/44 cm
Marmaraborð
Dr.Green 65x41 cm
UMRÆÐAN
45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
Með álagningu fast-
eignagjalda sveitarfé-
laga er reynt að blanda
saman skilvirkri skatt-
heimtu og sanngjarnri.
Mælt er fyrir um þessi
opinberu gjöld í lögum.
Meginreglan er sú að
allir fasteignareig-
endur greiða þessi
gjöld að fullu. Elli- og
örorkulífeyrisþegar
hins vegar geta fengið þessi gjöld
felld niður eða fengið af þeim afslátt.
Þessi undantekning á við um þá elli-
og örorkulífeyrisþega sem búa í eig-
in húsnæði og hafa lágar tekjur.
Hvert sveitarfélag hefur svigrúm
innan ramma laga til að ákveða þau
tekjumörk sem skera úr um hvenær
gjöldin eru alfarið felld niður og hve-
nær tekjur elli- og örorkulífeyr-
isþegans eru orðnar það háar að
enginn afsláttur sé veittur af gjöld-
unum.
Hví er Reykjavíkur eftirbátur
nágrannasveitarfélaganna?
Þegar rýnt er í tölur frá sveit-
arfélögum höfuðborgarsvæðisins,
um niðurfellingu fasteignagjalda og
afslætti frá þeim, kem-
ur í ljós að Reykjavík-
urborg stendur lakast
að vígi. Sem dæmi falla
þessi gjöld í ár alfarið
niður í Reykjavík hjá
einstaklingi þegar við-
komandi hefur með-
altalsmánaðartekjur á
ársgrundvelli upp að
kr. 379.667 en í Hafn-
arfirði er sambærileg
fjárhæð kr. 529.167.
Hjá samsköttuðum ein-
staklingum eru tekju-
mörkin á þennan mælikvarða í
Reykjavík kr. 529.167 en kr. 677.083
í Hafnarfirði. Sé tekið meðaltal af
sveitarfélögunum sex á höfuðborg-
arsvæðinu eru kjörin í Reykjavík
með tilliti til niðurfellingar fast-
eignagjalda annars vegar 81,4% af
meðaltalinu (einstaklingar) og hins
vegar 87,6% (samskattaðir ein-
staklingar).
Með öðrum orðum: af sveit-
arfélögunum sex á höfuðborg-
arsvæðinu koma fasteignagjöld
Reykjavíkurborgar minnst til móts
við elli- og örorkulífeyrisþega sem
hafa lágar tekjur og búa í eigin hús-
næði. Svona hefur þetta verið um
langt árabil. Hvers vegna?
Í fararbroddi í stað
þess að reka lestina
Fyrir tiltekinn hóp elli- og örorku-
lífeyrisþega geta fasteignagjöld í
Reykjavík valdið búsifjum, ekki síst
fyrir þá eldri borgara sem misst
hafa maka og eiga erfitt með að afla
sér viðbótartekna. Í krafti stærðar
Reykjavíkurborgar á að koma sem
ríkulegast til móts við fasteignareig-
endur í hópi elli- og örorkulífeyr-
isþega. Í þessum efnum, sem og öðr-
um, á borgin að vera í fararbroddi en
ekki reka lestina.
Breytinga er þörf. Það tryggjum
við í borgarstjórnarkosningunum í
vor með góðum árangri Sjálfstæð-
isflokksins.
Reykjavík rekur lestina
Eftir Helga Áss
Grétarsson
» Í Reykjavík á að
gera vel við eig-
endur íbúðarhúsnæðis
í hópi elli- og örorkulíf-
eyrisþega. Borgin á þar
að vera í fararbroddi
en ekki reka lestina.
Helgi Áss Grétarsson
Höfundur óskar eftir stuðningi
í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
helgigretarsson@gmail.com
Á hvaða leið er höf-
uðborgin Reykjavík?
Eftir því sem ég hef
séð úr fjarska þá er
hún á uppleið, en ekki
þeirri uppleið sem ég
hefði viljað sjá.
Það hafa verið rifin
hús sem jafnvel eru
friðuð. Með breyttu
skipulagi, sem hefur
verið sveigt í valdi pen-
inga gráðugra byggingarverkataka,
geta þeir byggt sín háhýsi og makað
krókinn. Hvers vegna dettur engum
af þessum verktökum í hug að
byggja eitthvað fyrir fólk sem hefur
skoðanir á hvað það vill
varðandi útlit, um-
hverfi, leikvelli, þjón-
ustu og fjölskylduvænt
umhverfi en þurfa ekki
að kaupa íbúðir í blokk-
um með flötum þökum
sem jafnvel leka af því
að framboð er ekki á
öðru húsnæði? Hefur
jafnvel flutt inn í hálf-
kláruð hús að utan með
ófrágenginni lóð enda
verktakinn of upptek-
inn við að selja fleiri
eignir.
Verslanir og önnur fyrirtæki hafa
verið flæmd í burtu vegna skertrar
aðkomu og hækkunar á fast-
eignagjöldum. Hvað er mikið af
verslunarhúsnæði tómt og/eða til
sölu í dag?
Ummæli kaupmanns sem flutti af
Laugaveginum, Bolla Kristinssonar:
„Ég gæti trúað því að allt að 70 dug-
legir kaupmenn hefðu flutt sig eða
orðið gjaldþrota eftir að Dagur B.
tók þessa vondu ákvörðun.“
Eitt frægasta hús Reykjavíkur,
Bankastræti 2, Bernhöftsbakarí
byggt 1834, átti að víkja fyrir ein-
hverju nýrra; almenningur, arki-
tektar og sjálfboðaliðar tóku saman
höndum og forðuðu því frá niðurrifi.
Richard Nixon kom í heimsókn
stuttu eftir að Torfan var máluð og
dáðist að því hvað gömlum húsum
væri vel við haldið (Torfan). Eru
þeir sem eru í skipulagsnefnd á
aukalaunum hjá verktökum? Nú á
dögum fer flest fram á Facebook,
skoðanaskipti sem annað sem fólki
er kært um og vill ræða. Síða var
stofnuð til þess að geta tjáð sig um
byggingar í höfuðborginni og er álit
margra að borgin sé búin að glata
þeim sjarma sem hún hafði og orðin
ansi kuldaleg fyrir margar sakir. Oft
er ráðist á arkitekta; þeir hanna fyr-
ir þá sem hafa peningavaldið og
borga verk þeirra. Einstaka hús og
byggingar falla mjög vel að um-
hverfinu og er það vel.
Gamli bærinn er á hröðu und-
anhaldi fyrir gráum kössum. Hvað
þarf til þess að yfirvöld vakni upp af
ljótum draumi og hugsi eitthvað um
álit og vilja almennings um hvernig
hann vill hafa borgina?
Það er of seint að byrgja brunninn
eftir að barnið er fallið ofan í!
Þolir Reykjavík annað kjörtímabil
með Dag B. í forystu?
https://www.facebook.com/groups/
arkitekturuppreisnin
Ég bara spyr?
Er Reykjavík að deyja vegna peningagræðgi?
Eftir Ásgeir
Ásgeirsson »Er það álit margra
að borgin sé búin að
glata þeim sjarma sem
hún hafði og orðin ansi
kuldaleg fyrir margar
sakir.
Ásgeir Ásgeirsson
Höfundur er rafsuðukarl, grafískur
hönnuður, skiltagerðarmaður, tré-
smiður, módelsmiður og frí-
stundaarkitekt.
DifferentCreations@gmail.com
Ég – eða öllu heldur
kristin trú og kirkja
(sem ég mæli nú með) –
fékk ekki háa einkunn í
spjalli sem ég átti við
kunningja einn um dag-
inn: Kristin trú, eins og
öll trú, sagði hann, er
bara fyrir þræla! Kirkj-
an heldur að hún hafi
einhvers konar einka-
leyfi á sannleikanum og
að allir verði að trúa því sem hún og
þú trúir. Þú mátt ekki trúa neinu
öðru. Þvílíkur þrældómur. Hvernig
gerir svoleiðis sannleikur nokkurn
frjálsan? Það er ekkert eitt satt!
Jamm, það er það. Er það þá satt?
Á það þá líka við um þína „trú“ og
þann „sannleika“ sem þú gengur út
frá, hefði ég getað spurt.
Var það ekki Foucault sem sagði
að sannleikurinn væri fyrirbæri
þessa heims sem væri haldið uppi í
krafti allskonar skilmála, þvingana og
takmarkana, ekki síst til þess að
tryggja að valdið héldist í höndum
þeirra sem vilja fara með valdið og til
þess að halda hinum svo í skefjum í
krafti þess valds. Margir taka undir
eitthvað í þeim dúr.
Það er vissulega oft raunin að fólk
taki „sannleikann“ í sína þjónustu,
með eigin hagsmuni fyrir augum og á
kostnað annarra. En það á auðvitað
ekki við um trúað fólk frekar en ann-
að fólk. Maðurinn er eins og hann er á
öllum tímum.
En rök Foucaults og félaga ganga
ekki upp enda verður sannleiks-
hugtakinu ekki ýtt til hliðar svona auð-
veldlega. Eins og C.S. Lewis minnir á í
einni bóka sinna mundi maður annars
sitja í ómögulegri súpu:
„Þú getur ekki haldið áfram að ,út-
skýra burt́ út í hið óendanlega. Þú
kæmist á endanum að því að þú værir
búinn að útskýra útskýringuna sjálfa
burt. Þú getur ekki endalaust ,séð í
gegnum‘ hluti. Tilgangurinn með því
að sjá í gegnum hluti er sá að sjá eitt-
hvað annað í gegnum þá. Það er gott
að glugginn er gagnsær vegna þess að
gatan eða garðurinn handan hans er
það ekki. En hvað ef þú sæir í gegnum
garðinn líka? … Heimur sem væri að
öllu leyti gagnsær mundi vera ósýni-
legur heimur. Að ,sjá í gegnuḿallt er
það sama og að sjá ekki neitt.“
Sá sem segir að allt tilkall til sann-
leika sé valdasýki getur ekki undan-
skilið sína eigin staðhæfingu. Sá sem
segir að sannleikurinn með stóru essi
sé ekki til vill engu að síður meina,
býst ég við, að sú staðhæfing (skoðun,
trú eða lífsskoðun eða hvað þú vilt
kalla það) sé sönn og þar með stað-
hæfing sem ég og aðrir eigum að
beygja okkur fyrir. Ef tekið er undir
með Freud (læriföður Foucaults) um
að allar staðhæfingar um trú sem
gera tilkall til þess að vera sannar
(svo sem staðhæfingin að Guð sé til
o.s.frv.) sé ekkert annað en sál-
fræðileg flækjuleið
mannsins til að takast á
við eigin sektarkennd
og angist frammi fyrir
lífinu og eigin dauðleika
(o.frv.) þá á það auðvit-
að líka við um staðhæf-
ingar Freuds um trú.
Sumsé: Að sjá í gegnum
allt er það sama og að
sjá ekki neitt. Ósam-
kvæmnin er augljós.
Það eru til margar út-
gáfur af Freud og Fou-
cault í okkar íslenska
samfélagi sem tefla fram málflutningi
sínum sem sannleika (jafnvel heil-
ögum sannleika) um leið og þeir hafna
eða afneita (meðvitað eða ómeðvitað)
tilvist sannleikans sem slíks – oftar en
ekki til að ryðja úr vegi því sem fellur
ekki að skoðunum þeirra.
Svo spurningin er ekki hvort eitt-
hvað sé raunverulega satt, í hlut-
lægum skilningi (þ.e. satt fyrir alla),
heldur hvað! Eins og ég sagði við
kunningja minn: Annað hvort er Guð
til eða ekki! Annað hvort hefur þú
sem guðleysingi rétt fyrir þér í
grundvallaratriðum eða ég sem
guðstrúarmaður. Það er engin milli-
vegur þar. Og ég hafði mikinn áhuga
á að spinna umræðuna áfram og
bauð kunningja mínum upp á það,
þ.e. spurninguna um Guð og hvort til
til væru skynsamlegar ástæður til að
ætla að hann væri til. Hann hafði
hins vegar ekki áhuga á því.
Það minnti mig á það sem Chester-
ton gamli sagði eitt sinn:
„Hinn nýi uppreisnarmaður er efa-
hyggjumaður sem treystir engu …
og þess vegna getur hann aldrei verið
sannur byltingarmaður, því öll and-
mæli og sérhver afneitun fela í sér
siðferðiskenningu af einum toga eða
öðrum. Nútímamaðurinn sem er í
uppreisn er því í raun orðinn vita
gagnslaus sem uppreisnarmaður.
Með því að rísa upp gegn öllu hefur
hann misst réttinn til að rísa upp
gegn nokkru. Það er til hugsun sem
stöðvar hugsun og það er eina hugs-
unin sem ætti að stöðva.“
Það mælist í öllu falli misjafnlega
vel fyrir, í samfélagi sem í sívaxandi
mæli aðhyllist afstæðishyggju (þar
sem litið er svo á að staðhæfing verði
sönn við það að einhver velji að trúa
henni), að tala fyrir sannleika sem sé í
eðli sínu hlutlægur, þ.e. sé ekki breyti-
legur frá einum til annars eða frá hópi
til hóps, heldur eitthvað sem við upp-
götvum fremur en að skapa eða búa til
sjálf, og að það sé einfaldlega hvernig
veruleikanum er í raun og veru háttað
sem gerir satt að sönnu.
Eftir Gunnar
Jóhannesson
» Sá sem segir að allt
tilkall til sannleika
sé valdasýki getur ekki
undanskilið sína eigin
staðhæfingu.
Gunnar Jóhannesson
Höfundur er prestur.
Sannleikanum verð-
ur ekki ýtt til hliðar