Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 62
HANDBOLTI Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Samningur Guðmundar Guðmunds- sonar, þjálfara íslenska karlalands- liðsins í handknattleik, rennur sitt skeið í sumar. Áhugi er fyrir áfram- haldandi samstarfi af hálfu bæði Guðmundar og Handknattleiks- sambands Íslands, HSÍ. „Það er bara allt í góðu ferli. Það er áhugi hjá mér að halda áfram og áhugi hjá HSÍ að halda samstarfinu áfram. Viðræðurnar eru í gangi og svo sjáum við hver niðurstaðan verð- ur,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu lands- liðsins í Framhúsi í hádeginu á þriðjudag, spurður um stöðuna á viðræðum um nýjan samning. Ómetanleg æfingavika Íslenska karlalandsliðið æfir um þessar mundir hér á landi þrátt fyrir að eiga ekki leik fyrir höndum í marsmánuði. Þar sem landsleikjahlé stendur nú yfir gat Guðmundur hins vegar kallað alla sína sterkustu leik- menn til æfinga í eina viku hér á landi. Það er hann himinlifandi með. „Það er bara alveg ómetanlegt. Við erum náttúrlega að fara yfir EM að hluta til. Við erum að fara yfir það sem við vorum að gera og bæta og minna okkur á það sem virkaði, að halda áfram að vinna með það. Það er rosalega mikilvægt að fá svona æfingaviku því strákarnir taka mjög vel á því hérna. Við nýtum þessa viku eins vel og við getum,“ sagði Guðmundur einnig. _ Nánar var rætt við Guðmund á: mbl.is/sport/handbolti. Ljósmynd/Szilvia Micheller Þjálfari Guðmundur hefur stýrt landsliðinu frá árinu 2018. Viðræður um nýjan samning í góðu ferli 62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Meistaradeild karla 16-liða úrslit, seinni leikir: Juventus – Villarreal ............................. (0:0) Lille – Chelsea........................................ (0:0) _ Leikjunum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. England Brighton – Tottenham........................... (0:1) Arsenal – Liverpool ............................... (0:0) _ Leikjunum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Staðan fyrir leiki gærdagsins: Manch. City 29 22 4 3 68:18 70 Liverpool 28 20 6 2 73:20 66 Chelsea 28 17 8 3 57:19 59 Arsenal 26 16 3 7 43:29 51 Manch. Utd 29 14 8 7 48:40 50 West Ham 29 14 6 9 48:36 48 Wolves 29 14 4 11 29:23 46 Tottenham 27 14 3 10 42:35 45 Aston Villa 28 11 3 14 41:39 36 Southampton 29 8 11 10 36:45 35 Crystal Palace 29 7 13 9 39:38 34 Leicester 26 9 6 11 40:45 33 Brighton 28 7 12 9 26:34 33 Newcastle 28 7 10 11 32:48 31 Brentford 29 8 6 15 32:45 30 Leeds 29 6 8 15 31:65 26 Everton 26 6 4 16 28:47 22 Watford 29 6 4 19 29:55 22 Burnley 27 3 12 12 22:38 21 Norwich City 29 4 5 20 18:63 17 West Ham – Manchester United ......... (0:0) - Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham. _ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Þýskaland Sand – Wolfsburg .................................... 1:2 - Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki í leik- mannahóp Wolfsburg vegna meiðsla. Staðan: Wolfsburg 16 13 2 1 47:12 41 Bayern München 16 13 1 2 58:10 40 E. Frankfurt 16 11 1 4 34:17 34 Turbine Potsdam 16 10 3 3 46:21 33 Hoffenheim 16 9 4 3 42:24 31 Leverkusen 16 6 3 7 26:31 21 Freiburg 16 6 2 8 27:28 20 Köln 16 4 4 8 17:39 16 Essen 16 3 3 10 18:28 12 Werder Bremen 16 3 3 10 7:40 12 Sand 16 2 2 12 10:31 8 Carl Zeiss Jena 16 1 2 13 7:58 5 Ítalía B-deild: Ascoli – Pisa ............................................. 2:0 - Hjörtur Hermannsson lék fyrstu 56 mín- úturnar með Pisa. Perugia – SPAL....................................... 1:1 - Mikael Egill Ellertsson var ekki í leik- mannahópi SPAL. C-deild: Messina – Catanzaro ............................... 2:3 - Bjarki Steinn Bjarkason lék fyrstu 65 mínúturnar með Catanzaro. Trento – Virtus Verona .......................... 1:1 - Emil Hallfreðsson lék fyrstu 87 mínút- urnar með Virtus Verona. 4.$--3795.$ Olísdeild kvenna ÍBV – KA/Þór .................................... frestað Staðan: Fram 15 11 1 3 405:356 23 Valur 16 11 0 5 433:362 22 KA/Þór 14 9 1 4 385:362 19 Haukar 16 8 1 7 440:419 17 ÍBV 12 7 0 5 332:306 14 Stjarnan 15 7 0 8 385:388 14 HK 15 4 1 10 343:388 9 Afturelding 15 0 0 15 337:479 0 Danmörk Horsens – Ringköbing ........................ 24:22 - Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 16 skot í marki Ringköbing. Skanderborg – Viborg........................ 23:27 - Steinunn Hansdóttir skoraði tvö mörk fyrir Skanderborg. Noregur Fredrikstad – Oppsal .......................... 24:21 - Birta Rún Grétarsdóttir var ekki í leik- mannahóp Oppsal. Undankeppni HM karla Umspil, 1. umferð, fyrri leikir: Grikkland – Bosnía............................... 24:17 Ísrael – Litháen .................................... 28:24 Ítalía – Slóvenía .................................... 28:29 Slóvakía – Belgía .................................. 28:26 %$.62)0-# Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson var valinn í lið 21. um- ferðar efstu deildar franska hand- boltans en hann átti góðan leik fyr- ir Aix og skoraði sjö mörk úr tíu skotum í 33:27-sigri gegn Limoges á útivelli síðastliðinn föstudag. Þetta er í annað skipti sem Kristján er valinn í lið umferðarinnar af for- ráðamönnum deildarinnar. Krist- ján Örn gekk til liðs við franska fé- lagið frá ÍBV árið 2020 en AIX er með 31 stig í þriðja sæti deild- arinnar, 9 stigum minna en topplið París SG. Skaraði fram úr í Frakklandi AFP 7 Kristján Örn fór mikinn fyrir AIX gegn Limoges á föstudaginn. Knattspyrnukonan Sóley Guð- mundsdóttir er komin aftur til Ís- lands eftir dvöl í Portúgal og mun hún leika með Stjörnunni á kom- andi keppnistímabili í efstu deild. Sóley hefur að undanförnu verið að láni hjá Damaisense í Portúgal en hún kom til Stjörnunnar frá upp- eldisfélagi sínu ÍBV árið 2019. Varnarmaðurinn á 164 leiki að baki í efstu deild þar sem hún hefur skorað þrjú mörk. Hún lék tíu leiki með Stjörnunni á síðustu leiktíð þegar liðið hafnaði í fjórða sæti úr- valsdeildarinnar með 27 stig. Morgunblaðið/Eggert Skalli Sóley er mætt aftur í Garða- bæinn eftir dvöl í Portúgal. Snýr aftur í Garðabæinn Handknattleiksmaðurinn Darri Ar- onsson hefur gert þriggja ára samn- ing við franska félagið Ivry, en félag- ið er staðsett í höfuðborginni París. Darri var kallaður upp í lands- liðshóp Íslands á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar eftir forföll á miðju móti og lék gegn Króatíu og Svartfjallalandi. Hinn 23 ára gamli Darri hefur verið í stóru hlutverki hjá Haukum undanfarin ár og verið á meðal bestu leikmanna liðsins í vörn og sókn. Ivry féll úr efstu deild Frakklands á síðustu leiktíð en er nú með ellefu stiga forskot á toppi B-deildarinnar og á góðri leið með að fara aftur upp í deild þeirra bestu. Liðið hefur unn- ið 21 af 22 leikjum í deildinni og að- eins tapað einum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 3 Stórskyttan Darri Aronsson er uppalinn hjá Haukum í Hafnarfirði en hann skrifaði undir þriggja ára samning við B-deildarlið Ivry í Frakklandi. Frá Haukum til frönsku höfuðborgarinnar taflinu aftur við. Staðan að loknum þriðja leikhluta 60:62. Í fjórða leikhluta var því allt í járnum þar sem liðin skiptust á að ná naumri forystu. Stjarnan var þremur stigum yfir, 82:79, þegar 8,3 sekúndur voru eftir á leikklukkunni. Í næstu sókn setti Jaka Brodnik niður þriggja stiga körfu fyrir Keflavík og jafnaði metin í 82:82. Enn var 6,1 sekúnda eftir af leikn- um en lokasókn Stjörnunnar rann út í sandinn. Því þurfti að grípa til framleng- ingar. Í henni byrjaði Keflavík mun betur og voru 88:93 yfir þegar mín- úta var eftir. Stjarnan svaraði hins vegar með tveimur þristum frá Gunnari Ólafssyni og Robert Tur- ner. Staðan orðin 94:93 og nokkrar sekúndur eftir. Lokasókn Keflavík- ur klikkaði hins vegar og Stjarnan fékk tvö vítaskot í kjölfarið. David Gabrovsek skoraði úr öðru þeirra og tryggði nauman tveggja stiga sigur. Eins og úrslitin gefa til kynna hefði leikurinn getað fallið hvoru megin sem var. Bæði lið léku afar vel, sér í lagi í vörninni framan af og þá fór báðum liðum að ganga betur í sókninni síðari hluta leiksins. Afar lítið bar á milli en Stjarnan reyndist hlutskarpari og tekur því þátt í enn einum úrslitaleiknum. Þar mætir liðið annaðhvort Þór frá Þorláks- höfn eða Val, en sá leikur var nýhaf- inn þegar blaðið fór í prentun. Stjarnan í úrslit fjórða árið í röð Morgunblaðið/Arnþór Sókn Garðbæingurinn David Gabrovsek sækir að Keflvíkingnum Jaka Brodnik í Smáranum í Kópavogi í undanúrslitum VÍS-bikarsins í gær. - Lagði Keflavík í framlengdum leik Í SMÁRANUM Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Stjarnan tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitaleik bikarkeppni karla í körfuknattleik, VÍS-bikarsins, með mögnuðum 95:93-sigri á Keflavík. Leikurinn var sannkallaður spennu- tryllir þar sem framlengingu þurfti til þess að knýja fram úrslit. Karla- lið Stjörnunnar er því komið í úrslit bikarkeppninnar fjórða árið í röð. Árin 2019 og 2020 unnu Garðbæing- ar bikarmeistaratitilinn en á síðasta ári laut liðið í lægra haldi fyrir Njarðvík. Keflvíkingar hófu leikinn ögn bet- ur og leiddu með fjórum stigum að loknum fyrsta leikhluta, 19:23. Stjörnumenn sneru taflinu hins veg- ar við sér í vil í öðrum leikhluta þar sem tæplega fjögurra mínútna kafli án þess að skora reyndist Keflvík- ingum erfiður. Staðan í hálfleik 41:36, Stjörnunni í vil. Áfram voru sveiflur í leiknum og Keflavík sneri Í blaðinu í gær var rangt farið með þegar sagt var að um fyrsta titil kvennaliðs Ármanns í meist- araflokki í körfuknattleik væri að ræða þegar liðið tryggði sér sigur í 1. deildinni. Hið rétta er að liðið hef- ur áður orðið Íslandsmeistari, 1954. 1959 og 1960. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Ekki sá fyrsti hjá Ármenningum LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.