Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 72
www.husgagnahollin.is
Sími: 558 1100
*Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar
með fyrirvara um prentvillur.
20%
af völdumvörum
Gildir til og með 28. mars
GAIN Borðstofustóll, grátt sléttflauel.
28.990 kr.
Nú 23.192 kr.
husgagnahollin.is/hollin-min/
í glæsilegu tímariti Húsgagnahallarinnar
Fáðu innblástur
15%
AF ÖLLUM GLÖSUM
20%
AF ÖLLUM BRETTUM
OG VÖLDUM KERTUM
Um 200 listamenn koma að flutningi tónverksins Þýsk
sálumessa eftir Johannes Brahms, eins af öndvegis-
verkum trúarlegrar tónlistar á 19. öld, á tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld.
Auk hljómsveitarinnar taka Mótettukórinn og Söng-
sveitin Fílharmónía þátt í flutningnum auk einsöngv-
aranna Emily Pogorelc og Jóhanns Kristinssonar. Tón-
sprotanum sveiflar franski hljómsveitarstjórinn
Bertrand de Billy, aðalgestastjórnandi Sinfóníu-
hljómsveitarinnar. Á tónleikunum verður einnig flutt
Les Offrandes oubliées eftir Olivier Messiaen.
Um 200 tónlistarmenn flytja Þýska
sálumessu eftir Brahms í Hörpu
skráðar í Hólminum dag hvern.
„Samfelldar mælingar ná lengst í
Stykkishólmi en við eigum eldri
mælingar, allt frá 1749, en þær eru
stopular.“
Það hefur margoft sýnt sig að erf-
itt getur reynst að spá um veðrið
innan skamms, hvað þá eftir nokkra
daga, en með aukinni tækni og
framförum á þessu sviði hafa spár
gjarnan reynst ótrúlega nákvæmar
mörgum til happs. „Framfarir í veð-
urspám hafa verið mjög miklar,“
leggur Kristín áherslu á og vísar
sérstaklega til líkanreikninga. „Við
erum með miklu betri tól og tæki en
áður þekktist til að vinna með.“
Veðurfarslegar heimildir frá fyrri
öldum nýtast vel í nútímanum, ekki
síst þegar verið er að meta loftslags-
breytingar. „Þá skiptir mjög miklu
máli að hafa eldri mælingar til þess
að sjá hvort veðurfar hafi breyst,
hvort það sé að hlýna, hvort úrkoma
sé að aukast og svo framvegis,“ seg-
ir Kristín. Þessar upplýsingar séu
lykillinn að vitneskju um breyt-
ingar. „Það er mjög mikilvægt að
hafa samfelldar, langar tímaraðir.“ Í
gögnum, sem ná aftur til ársins
1830, komi til dæmis fram að síðan
hafi hlýnað um 0,77 gráður á öld og
að hlýnunin hafi verið áköf undan-
farna áratugi. Þegar hún er spurð
um spána næstu daga stendur ekki
á svarinu: „Þú verður að spyrja veð-
urfræðingana á spádeildinni – ég
horfi bara aftur á bak!“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Margar sagnir eru til af veður-
glöggu fólki, sem sagt hefur fyrir
um veðrið með því að líta til fjalla
eða hafs. Spá þess hefur oft reynst
býsna nákvæm og þekkingin hefur
flust frá kynslóð til kynslóðar í ald-
anna rás. Minnið getur samt verið
gloppótt og þá er gott að hafa stað-
reyndir til að bera sig saman við. Á
þeim byggir Kristín Björg Ólafs-
dóttir, sérfræðingur á sviði veður-
farsrannsókna hjá Veðurstofu Ís-
lands.
Tilviljun réð því að Kristín fór út
á þessa veðurbraut. „Ég er menntuð
sem jarðfræðingur frá Háskóla Ís-
lands og þegar kom að sérhæfingu
fannst mér áhugaverðast að fara í
fornveðurfarsrannsóknir; skoða veð-
urfarið allt frá því fyrir þúsundum
ára. Þegar ég svo fór að leita mér að
vinnu 2016 lenti ég í þessu hjá Veð-
urstofunni og það hefur verið mjög
gaman.“
Kristín er tveggja barna móðir og
hefur nóg að gera við heimilishaldið
en hún gætir þess líka að hugsa vel
um sjálfa sig. „Ég fer reglulega á
crossfitæfingar á morgnana áður en
ég fer í vinnuna,“ segir hún og bætir
við að hún hafi gaman af því að vera
úti í náttúrunni og ekki síst í fjall-
göngum. „Ég hef líka tekið þátt í
götuhlaupum og var svolítið í þeim
þegar takamarkanirnar voru sem
mestar vegna covid og hvergi mátti
koma inn.“
Mælingar og veðursaga
Veður er eilíft umræðuefni, ekki
síst til sjávar og sveita, en „sérfræð-
ingarnir“ leynast ekki síður á möl-
inni. „Veðrið hefur áhrif á alla dags
daglega og gaman er að skoða það
út frá sögulegu samhengi og vera
með mælingar á bak við sig,“ segir
Kristín. Hún bætir við að þegar
fólki finnist eitthvað mjög óvenju-
legt í veðurfarinu megi gjarnan
finna hliðstæðu í veðursögunni.
„Veðurminnið okkar er lélegt og það
sýnir nauðsyn þess að hafa gögnin
til að við séum ekki alltaf að finna
upp hjólið.“
Árni Thorlacius kaupmaður, út-
gerðarmaður og bóndi í Stykkis-
hólmi hóf veðurathuganir í nóv-
ember 1845 og síðan hafa þær verið
Horfir bara aftur á bak
- Fornveðurfarsrannsóknir heilla Kristínu Björgu Ólafsdóttur
Morgunblaðið/Eggert
Á Veðurstofunni Kristín Björg Ólafsdóttir veðurfræðingur.
FIMMTUDAGUR 17. MARS 76. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Hannes Þór Halldórsson, leikjahæsti markvörður í sögu
íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur lagt
hanskana á hilluna, 37 ára að aldri. Hannes lék 77 A-
landsleiki á árunum 2011 til ársins 2021 en hann var í
lykilhlutverki með íslenska liðinu á Evrópumótinu 2016
í Frakklandi og heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið
2018. »63
Hanskarnir á hilluna hjá Hannesi
ÍÞRÓTTIR MENNING