Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 57
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
Það er nú einu
sinni þannig að þeg-
ar stutt er í vorið
fyllist maður bjart-
sýni. Telur sér jafn-
vel trú um það að lífið blasi við því
sem á sér ekki lífs von. Einstak-
lingur sem glímir við sjúkdóm
sem hann veit að muni færa hann
á annað tilverustig, neitar því að
það sé að fara að gerast. Þannig
var það með afa Skúla, hann vildi
ekki trúa því að svo væri komið
fyrir húsi sálar hans. Afi var vél-
fræðingur og vissi það að lengi
mátti halda hlutum gangandi þó
svo að gangverkið væri farið að
daprast. Eygði því von um að fá
að lifa enn eitt vorið og fá að líta
langafadrenginn augum sem
fæddist fáum dögum eftir að hann
kvaddi sitt jarðneska líf. Skúli afi
var skemmtilegur karl, hafði frá
mörgu að segja en hafði líka gam-
an af því að heyra hvað við bræð-
ur værum að bralla hverju sinni.
Fylgdist með okkur í daglegu lífi
og starfi. Hann naut þess að taka
spjall við okkur hvort sem það var
með heimsóknum til hans og
ömmu eða símtali við hann. Það
var alltaf gott að koma í Smára-
rimann þar sem afi tók alltaf stolt-
ur á móti okkur með faðmlagi og
gríni. Amma var alltaf með eitt-
hvað upp á að bjóða með kaffinu.
Afi Skúli var mikill húmoristi.
Hafði einstakt lag á að snúa öllu
uppí grín og fá mann til að hlæja,
en amma ranghvolfdi augunum
yfir hans misgóðu bröndurum. Afi
var golfari og naut sín vel á þeim
velli. Hans síðasta ferð með
ömmu var til Spánar í haust til að
spila golf og njóta lífsins í góðum
félagsskap. Eftir heimkomuna fór
meinið að verða honum þyngra
með hverjum deginum. Afi var
hörkunagli, sama hversu kvalinn
hann var og dagurinn búinn að
vera þungur, þá bar hann sig allt-
af vel. Hann reyndi að láta mann
Skúli Sigurðsson
✝
Skúli Sigurðs-
son fæddist 25.
mars 1938. Hann
lést 2. mars 2022.
Skúli var jarð-
sunginn 16. mars
2022.
trúa því að ekkert
væri að honum, við
værum bara að hitt-
ast eins og venjulega
þegar komið var í
heimsókn til hans.
Hann hafði engan
áhuga á því að verið
væri að kenna í
brjósti um hann.
Það er kveðju-
stund, Skúli Sig-
urðsson er farinn að
spila golf á þeim völlum sem eru
okkur sem óskrifað blað, þar sem
dýrðin og morgunljóminn eru
endalaus. Hafi hann þakklæti fyr-
ir allar góðu stundirnar sem við
áttum með honum og minning-
arnar sem við eigum í huga okkar
um hann og með honum. Elsku
amma Anna. Við munum líta til
með þér og reyna eftir bestu getu
að styrkja þig í sorginni.
Theodór Hrannar og
Halldór Gústaf Guð-
mundssynir.
Fallinn er frá góður vinur okk-
ar Skúli Sigurðsson. Lífsbókinni
hans var lokað, slökkt á kertinu
eftir hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm. Við héldum alltaf að
hann yrði allra karla elstur því
hann var mjög þrekmikill og
hugsaði vel um heilsuna, stundaði
útivist, fékk sér sundsprett á
morgnana og spilaði golf bæði hér
heima og erlendis. En maðurinn
með ljáinn gleymir engum. Bar-
áttan var hörð, Anna stóð eins og
klettur við hlið hans með dyggri
aðstoð barnanna.
Vinátta okkar spannaði meira
en hálfa öld og hófst þegar hann
kvæntist bestu vinkonu okkar
henni Önnu Dýrfjörð. Það var
hans gæfuspor. Hann sá hana
fyrst á Siglufirði þar sem hún sat í
sólbaði fyrir utan hárgreiðslustof-
una sína og hugsaði með sér að
þessari konu þyrfti hann að kynn-
ast. Og það tókst. Hann varð ást-
fanginn af bæði henni og Siglu-
firði. Hann elskaði Stykkishólm
þar sem hann dvaldi sem barn á
sumrin hjá ömmu sinni og afa. Við
urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að
dvelja með þeim hjónum eina
helgi í Stykkishólmi þar sem
Skúli var leiðsögumaður og
fræddi okkur um söguna, örnefn-
in, fólkið sem byggði bæinn og líf-
ið í Hólminum þegar hann var
barn.
Það er af miklu að taka úr
brunni minninganna. Skúla var
margt til lista lagt og fær í sínu
fagi til sjós og lands. Hann var
dugnaðarforkur, ekki maður
kyrrsetu og þurfti alltaf að hafa
eitthvað fyrir stafni. Skúli var
mikil félagsvera, ræktaði vináttu
við gamla skólafélaga og sam-
starfsmenn. Hann var gestrisinn
með eindæmum. Það var alltaf
gott að leita til Skúla og Önnu.
Í mörg ár héldum við saman
upp á síðasta vetrardag, borðuð-
um góðan mat og nutum þess að
vera til. Við ferðuðumst einnig
heilmikið um landið okkar fagra,
mörg sumur var farið í óvissu-
ferðir sem frúrnar skipulögðu.
Lagt var af stað út í óvissuna og
áfangastaðirnir ekki af verri end-
anum, Hellnar á Snæfellsnesi,
Hunkubakkar, Fjörður og þar er
ekki allt upptalið. Oftast leigðum
við sumarhús, slógum upp stór-
veislum og við grillið var Skúli
fremstur meðal jafningja.
Á svipuðum tíma eignuðumst
við sumarbústaði og þar með
sameiginleg áhugamál. Það
treysti enn vináttuböndin að eiga
saman góðar stundir í sveitinni og
kom sér vel að það var stutt á milli
og mikið um skreppur.
Í nokkur ár áttu Skúli og Anna
hús á Spáni og nutu þess vel. Þau
tóku virkan þátt í félagi sumar-
húsaeigenda, ferðalögum, golfi og
spilamennsku. Við áttum þess
kost að dvelja hjá þeim og áttum
dýrðardaga þar sem stjanað var
við okkur á allan máta.
Skúli var afskaplega stefnu-
fastur maður sem stóð fast á sín-
um skoðunum. Í pólitík vorum við
á öndverðum meiði og tókumst oft
hressilega á um menn og málefni.
En allt endaði í bróðerni því í
hjarta okkar vorum við sammála.
Við erum þakklát fyrir þá gæfu
að hafa átt Skúla að vini og fengið
að deila með honum gleði og sorg.
Andspænis dauðanum mega orð
sín lítils, þó er huggun harmi gegn
að minningin um einstakan mann
lifir. Við þökkum samfylgdina.
Vertu Guði falinn.
Elsku Anna, Stella, Skúli,
Signý og fjölskyldur, góður Guð
styrki ykkur í sorginni.
Gréta og Hörður.
Það er sumarið 1998 og okkur
vantar vélstjóra á Helgafellið. Til
mín kemur um borð í spjall rauð-
birkinn reffilegur maður í bláum
smekkbuxum sem segist vera að
sækja um pláss.
Við spjöllum saman góða stund
og ég fékk að vita ýmislegt um
hans feril og fyrri störf. Hann
hafði fengist við ýmislegt um dag-
ana en þurfti nú að finna sér nýja
vinnu rúmlega sextugur.
Hann fær þetta pláss og við
siglum svo saman næstu árin, en
þarna hefst vinátta sem haldist
hefur til þessa dags og aldrei bor-
ið skugga á.
Skúli var mikil félagsvera sem
við skipsfélagar hans fengum
fljótlega notið góðs af, hann var
duglegur að skapa tækifæri til að
hittast utan vinnunnar þar sem
við gátum deilt tíma með fjöl-
skyldum okkar.
Sem félagsvera átti hann sér
margar hliðar, hann var góður
golfari, takk fyrir að kynna mig
fyrir þeirri göfugu íþrótt. Bridge-
spilari góður og tók lengi þátt í
gjöfulu starfi Lionshreyfingar-
innar á Íslandi.
Hann tók einnig þátt í bæjar-
pólitík í Kópavogi sem sjálfstæð-
ismaður af hugsjón.
Um hans félagsmálaferil og
stjórnmálastarf eru aðrir færari
að fjalla.
Fljótlega kynntist ég hans
góðu konu Önnu sem hefur deilt
með honum lífinu í blíðu og stríðu.
Þau stofnuðu ung heimili og
eignuðust börn sem þau ólu upp
af ást og alúð.
En mér eru efst í huga árin
sem við sigldum saman, þú hafðir
góða nærveru og jákvæð áhrif á
umhverfi þitt og féllst vel inn í
þann góða hóp sem myndaði
áhöfn Helgafells þessi ár.
Við ræddum oft málin, lands-
mál, heimsmál, lífið og tilveruna
og þau samtöl gáfu lífinu gildi.
Einnig rifjast upp heimsókn
okkar Stínu til Spánar 2012 þar
sem við eyddum saman yndisleg-
um stundum.
Að lokum: Kæri vinur, takk
fyrir samveruna allar okkar
stundir.
Elsku Anna börn og barna-
börn, innilegar samúðarkveðjur.
Trausti Ingólfsson,
Kristín Árnadóttir.
Þegar ég flutti í Kópavog 1967
leið ekki á löngu áður en sjálf-
stæðismenn í bænum höfðu sam-
band við mig og vildu bjóða mig
velkominn í sinn hóp. Var það
ekki torsótt og hafa kynnin staðið
síðan þá.
Þarna voru frændur mínir
margir og gamlir vinir og svo
venjulegir fyrirmenn eins og í
bæjarfélögum gengur og gerist.
Einn maður mér óþekktur
vakti athygli mína. Fyrirmann-
legur og greinilega innarlega sem
koppur í búri hjá íhaldinu eins og
þeir Rikki Björgvins, Árni Örn-
ólfs, Bragi Mikk, Axel þingmaður,
Palli Ásthildar og hún sjálf, Krist-
inn Kristinsson og fleiri úrvals-
menn.
Þessi maður var Skúli Sigurðs-
son vélfræðingur.
Allir þessir menn urðu vinir
mínir í áranna rás.
Íhaldið átti lengi vel undir högg
að sækja í Kópavogi, vinstrið var
firnasterkt með Guðmund Odds-
son og Valþór Hlöðvers í forystu.
Lengi vel fannst manni baráttan
erfið eða vonlaus og við værum
dæmdir til stjórnarandstöðu um
aldur og ævi.
Svo á endanum tókst það loks-
ins 1978 að Sigurður Geirdal og
Gunnar I. Birgisson rufu kyrr-
stöðuna. Þá breyttist margt á
næstu áratugum og það var aftur
orðið gaman að vera í pólitík.
Tíminn leið og ég hætti afskipt-
um af bæjarpólitíkinni upp úr síð-
ustu aldamótum. Dætur okkar
Skúla fóru hins vegar að skipta
sér af málum til þessa dags, þær
Signý S., hans dóttir, og mín, hún
Karen Elísabet.
Lítið samband var milli okkar
Skúla þessi ár þar til við rekumst
saman á krabbameinsdeildinni á
Landspítalanum. Ég er lagður
inn snemma á þessu ári og í næsta
rúmi er maður sem ég þekki, sem
er Skúli Sigurðsson. Hann er þá
með lengra gengið mein en ég og
hann segir mér að hann eigi að
fara á líknardeildina næst. Við
eigum margar góðar samræðu-
stundir þarna. Og við erum
íhaldsmenn af gamla skólanum
báðir. Þar hefur ekkert breyst.
Það kemur svo að því snemma í
febrúar að Skúli er ferðbúinn og
við kveðjumst á ganginum.
Hvað segjum við þá segi ég?
„Segjum við ekki bara: Áfram Ís-
land!“ segir Skúli og glottir við.
Hann er sami íhaldsmaðurinn
og hann hefur alltaf verið.
Sosum líklega eins og ég.
Þar skilja okkar leiðir og nú
hefur hann kvatt okkur.
Nýir menn eru komnir fram og
ný baráttumál komin á oddinn.
Þannig er pólitíkin ekki öðru-
vísi en lífið sjálft. Liðin hjá fyrr en
þig varir.
Ég á aðeins góðar minningar
um Skúla Sigurðsson, sjálfstæð-
ismann úr Kópavogi, sem ég hitti
þar fyrst fyrir meira en hálfri öld.
Tíminn flýgur en íhaldið hefur
verið þar óslitið við stjórn síðustu
þrjá áratugina.
Vonum það besta fyrir framtíð-
ina.
Halldór Jónsson.
Kveðja frá Lionsklúbbi Kópa-
vogs
Skúli gekk í klúbbinn 1971 og
hafði því starfað af miklum dugn-
aði fyrir Lionshreyfinguna í yfir
50 ár. Hann var gjaldkeri klúbbs-
ins 1973-74, formaður 1983-84 og
ritari 2006-07. Auk þess hafði
hann gengt formennsku í hinum
ýmsu nefndum klúbbsins gegnum
árin. Árið sem hann var formaður
varð klúbburinn 25 ára og starf-
semi hans afar þrótt mikil. Það ár
beitti klúbburinn sér fyrir stofnun
Medic Alert á Íslandi, gaf út af-
mælisblað, hélt hátíð fyrir Nor-
ræna byggingardaginn og gaf út
fyrsta bindi af Sögu Kópavogs.
Hátíðin fyrir Norræna bygging-
ardaginn var upphafið af mörgum
hátíðum og samkomum sem
klúbburinn hélt fyrir fyrirtæki og
félagasamtök næstu árin, ýmist
einn eða í samvinnu við hina
Lionsklúbbana í Kópavogi.
Skúli var einstaklega góður fé-
lagi; glaður í viðmóti, tillögugóður
og framkvæmdasamur. Slíkur
maður er styrkur öllum fé-
lagssamtökum. Það er með sökn-
uði og virðingu sem við kveðjum
hann og sendum Önnu konu hans
og öðrum vandamönnum innileg-
ar samúðarkveðjur.
Davíð Gíslason.
Mamma. Mögu-
lega er þetta orð
gildishlaðnasta orð
íslenskrar tungu.
Mamma er konan
sem fæddi mig og ól; konan sem
kenndi mér að lesa og skrifa;
konan sem saumaði fötin mín í
æsku og breiddi yfir mig áður
en ég sofnaði. Mamma er konan
sem gekk alltaf á milli þegar
ágreiningur reis umfram það
sem eðlilegt mátti telja; konan
sem stóð alltaf með sínum og
var til staðar þegar á þurfti að
halda. Allt þetta var mamma og
svo miklu meira til. Nú er
mamma fallin frá.
Ég mun seint gleyma því
augnabliki þegar mér var til-
kynnt um andlát mömmu. Um
leið og tilkynningin var eitthvað
svo óraunveruleg og fráleit, kom
á sama tíma upp í hugann ólýs-
anlegt þakklæti fyrir allt sem
hún hafði gert og fyrir það sem
hún hafði verið. Þá komu líka
upp í hugann ýmis brosleg atvik
sem skipta máli að rifja upp á
slíkum stundum. Þrátt fyrir allt
framangreint eru mömmur
María
Friðriksdóttir
✝
María Friðriks-
dóttir (Dúlla)
fæddist 1. mars
1943. Hún lést 18.
febrúar 2022.
Útför Maríu fór
fram 12. mars 2022.
nefnilega ekki alveg
fullkomnar, þó eng-
inn komist nær því
en þær. Til að
mynda gleymist
seint þegar mamma
fór í bæinn, þ.e.
þegar ég var 7 ára
gamall og hafði far-
ið í dagsferð með
pabba á sjóinn, til
að kaupa fótbolta-
búning knatt-
spyrnufélagsins Týs í Vest-
mannaeyjum á peyjann. Mamma
var ekki meira inni í þessum fót-
boltaheimi en svo að hún keypti
búning stórliðs Arsenal í Lond-
on, saumaði á hann Týsmerkið
og klippti niður lak svo að hún
gæti útbúið töluna sjö með striki
og saumað á bak búningsins,
eins og hún hafði séð í sjónvarpi.
Þannig tókst henni að sameina
bæjarliðið í Eyjum stórliði Ars-
enal – með góðum hug einum
saman. Búninginn bar ég svo
með stolti í mörg ár þar til
frændi minni vélaði hann út úr
mér.
Mömmu verður ekki minnst
án þess að nefna pabba. Pabbi
var jafnan mikið á sjónum með-
an við systkinin vorum að alast
upp. Þrátt fyrir miklar fjarvistir
voru þau oftast nefnd saman
þegar verið var að tala um ann-
að þeirra, þ.e. Dúlla og Beddi.
Þau voru einstaklega samrýnd
og studdu hvort annað í því sem
þau tóku sér fyrir hendur. Þau
héldu saman til Eyja árið 1964 í
því skyni að taka þar eina vetr-
arvertíð. Það má segja að þeirri
vetrarvertíð sé nú loks farsæl-
lega lokið hjá báðum. Það var
mömmu mikið áfall þegar pabbi
féll frá fyrir fáeinum árum. Hún
lét þau orð stundum falla að
henni fyndist sem hann hefði að-
eins farið á sjóinn og kæmi fljót-
lega aftur í land. Þrátt fyrir að
óhætt sé að segja að dauðinn
komi manni alltaf á óvart þá var
mamma í raun og veru tilbúin til
að fara þegar kallið kom.
Í dag kveðjum við þá konu
sem markaði mig meira í mínum
uppvexti en aðrir samferða-
menn. Hún má vera stolt af því
lífi sem hún lifði og því sem hún
skilur eftir sig. Það er stundum
sagt að þá fyrst verði maður
fullorðinn að gengnum báðum
foreldrum.
Farðu í friði mamma; þú ert
svo sannarlega búin að skila
þínu og ég bið fyrir kveðjur til
pabba því ég veit að þú hlakkar
mikið til að hitta hann á nýjum
stað.
Þinn
Lúðvík Bergvinsson (Lúlli).
Elsku amma Dúlla, ég á svo
erfitt með að trúa því að þú sért
ekki lengur hérna hjá okkur. Þú
varst einstök og besta amma í
heimi. Hver einasta minning er
mér svo dýrmæt og ég er svo
þakklát fyrir að hafa haft þig.
Ég á eftir að sakna þess að
heyra röddina þína en ég var svo
heppin að við vorum bestu vin-
konur og spjölluðum alltaf mjög
mikið saman.
Við áttum skemmtilegt mynd-
símtal og mikið af símtölum rétt
áður en þú kvaddir þennan
heim. En í myndsímtalinu
fékkstu að sjá uppáhaldslan-
gömmubarnið þitt sem þú varst
svo stolt af. Þú varst svo ánægð
þegar þú fékkst titilinn að vera
orðin langamma og sérstaklega
þegar litla MB eins og þú sagðir
alltaf, fékk nafnið sitt. Þú varst
líka voða montin þegar þú náðir
að láta Valla halda með Totten-
ham og hringdir alltaf í hann
eða mig þegar þeir voru búnir
að spila. Þeirra símtala eigum
við eftir að sakna mikið, þau
voru líka svo skemmtileg og
fyndin. Ég og Valli fórum líka að
heimsækja Skálar og fengum að
heyra sögurnar frá þér þegar þú
varst lítil og hvernig lífið var þá.
Einu sinni spurði ég þig hverju
þú hefðir viljað mennta þig í og
þú svaraðir fatahönnuður, enda
eru allir sammála því að þú
varst góð í að prjóna og sauma.
Þú varst líka frábær í eldhúsinu
og það var alltaf til eitthvað gott
að borða hjá þér. Ég veit líka
ekki hversu oft ég kom með vin-
konur mínar með mér í heim-
sókn enda voru allir velkomnir á
Illugagötuna. En heimsóknanna
á Illugagötuna á ég sko eftir að
sakna enda á ég fullt af minn-
ingum þaðan. Ég gæti talið
endalaust upp góðar minningar
um þig og við fjölskyldan eigum
eftir að minnast þín mikið.
Flestar sögurnar um þig fá alla
til þess að hlæja eða brosa því
þú varst bara þannig karakter.
Síðustu árin þín voru þér erf-
ið og þér fannst ekki gaman að
þurfa að vera með göngugrind.
En ég veit að það er friður hjá
þér núna og þú ert loksins kom-
in til afa. Ég á eftir að sakna þín
mikið og ég mun hugsa til þín á
hverjum degi. Þú átt alltaf stór-
an stað í hjarta mínu og ég mun
aldrei gleyma hvað ég átti góða
ömmu.
Takk fyrir allt amma mín.
Sofðu rótt.
Þín
María.
Allt er í heiminum hverfullt,
og það sem einu sinni var sjálf-
sagt er einn daginn horfið á
braut. Í marga áratugi fannst
mér ekkert eðlilegra, þegar ég
fór til Eyja, en að gista hjá
Bedda og Dúllu. Nú eru þau
bæði farin til annarra heim-
kynna og nú verður ekki oftar
gist á Illugagötunni. Þar var
vissulega oft glatt á hjalla enda
húsráðendur miklir höfðingjar
heim að sækja. Ég minnist Dúllu
mágkonu minnar með mikilli
hlýju og með okkur var alltaf
mikil og góð vinátta. Það er svo
margs að minnast sem gaman
væri að nefna og í minningunni
er svo ótalmargt sem kemur upp
í hugann. Það sem mig langar
m.a. að nefna er að Dúlla stund-
aði nám við Húsmæðraskólann á
Laugalandi í Eyjafirði og sá
skóli reyndist henni vel, því hún
var afbragðs kokkur. Það kom
sér vel fyrir mig þegar ég var
kokkur hjá Bedda og þurfti að fá
leiðbeiningar um matseldina.
Maður fékk ekki betri brauð-
tertur og salöt en hjá Dúllu og
það gat maður auðveldlega not-
fært sér í kokkaríinu á sjónum.
Það vita allir sem hafa verið á
sjó, að sá kokkur sem ekki eldar
góðan mat, verður ekki lengi í
starfi. Annað sem ég tók strax
eftir var hve hún kunni mikið af
textum. Það var sérstaklega
gaman að vera með þeim hjón-
um á Þjóðhátíð, því eins og allir
vita er þar mikið sungið og þar
naut Dúlla sín vel. Mér fannst
sama hvaða lag var sungið alltaf
kunni Dúlla textana og gilti þá
einu hvort þeir voru eftir þá
Árna úr Eyjum, Ása í Bæ eða
aðra snillinga. Beddi og Dúlla
höfðu bæði mjög gaman af söng
og tóku virkan þátt í kórastarfi
eldri borgara, auk þess sem þau
komu oft fram með vinum sínum
á hinum ýmsu skemmtunum.
Sem tíður gestur á Illugagöt-
unni tók ég eftir því hve strák-
arnir hans Halla sóttu mikið til
ömmu sinnar, ekki bara vegna
þess að hún eldaði góðan mat,
heldur líka vegna félagsskapar-
ins og námsins. Það hefur
örugglega verið gott að eiga
ömmu sem var alltaf heima og
nennti að hjálpa litlum stubbum
með heimanámið. Við fráfall
Dúllu mágkonu minnar þyrlast
upp óteljandi margar góðar
minningar sem ég geymi með
mér. Ég vil umfram allt þakka
henni fyrir allt sem hún gerði
fyrir mig í gegnum áratugina,
fyrir matinn og gistinguna, en
umfram allt fyrir umhyggjuna
og hlýjuna sem hún sýndi mér
alla tíð. Við Sóley sendum fjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guðmundur Oddsson.