Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 « Nanna Kristín Tryggvadóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Hús- heildar ehf. og Byggingarfélagsins Hyrnu. Nanna Kristín hefur þegar hafið störf en hún tekur við starfinu af Ólafi Ragnarssyni sem mun áfram starfa hjá fyrirtækinu við ýmis verkefni þess. Húsheild festi nýlega kaup á Bygging- arfélaginu Hyrnu. Meðal verkefna fyr- irtækjanna eru stækkun flugstöðvar- innar og byggingin fjölbýlishúsa á Akur- eyri, gerð þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi, gestastofu á Kirkjubæjar- klaustri, smíði tveggja brúa á Snæfells- nesi auk fjölda annarra verkefna. Nanna Kristín hefur starfað hjá Landsbankanum frá 2009, fyrst á fyrirtækjasviði og sem aðstoðarmaður bankastjóra undanfarin fimm ár. Hún lauk B.Sc.-gráðu í rekstrarverkfræði frá HR 2010 og meistaragráðu í rekstrar- verkfræði frá Duke-háskóla í Norður- Karólínu 2011. Hún er jafnframt með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Nanna Kristín til Húsheildar og Hyrnu Nanna Kristín Tryggvadóttir 17. mars 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 131.65 Sterlingspund 172.15 Kanadadalur 102.63 Dönsk króna 19.446 Norsk króna 14.692 Sænsk króna 13.747 Svissn. franki 140.19 Japanskt jen 1.1159 SDR 181.72 Evra 144.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 175.0015 « Óskar Magnús- son lögmaður mun á aðalfundi Eim- skips í dag taka sæti í stjórn félags- ins í stað Baldvins Þorsteinssonar, frá- farandi stjórnar- formanns. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins tekur Óskar við sem stjórnar- formaður Eimskips að aðalfundi loknum. Hann er vel kunnugur málefnum félags- ins en hann hefur ýmist setið í stjórn eða varastjórn þess sl. þrjú ár og unnið náið með forstjóra þess, Vilhelm Þorsteins- syni, og fráfarandi stjórnarformanni. Eins og áður hefur verið greint frá mun Baldvin taka sæti í varastjórn og hafa þeir Óskar því sætaskipti. Að öðru leyti verður stjórn félagsins óbreytt. Auk Óskars eru Guðrún Blöndal, Lárus L. Blöndal, Margrét Guðmunds- dóttir og Ólöf Hildur Pálsdóttir tilnefnd í stjórn. Jóhanna á Bergi er ásamt Bald- vini tilnefnd í varastjórn. Þær Margrét og Ólöf Hildur komu inn í stjórn félagsins í fyrra, en aðrir hafa setið lengur. Óskar verður stjórnar- formaður Eimskips Óskar Magnússon STUTT Þetta var meðal þess sem kom fram í riti fjármálastöðugleika- nefndar Seðlabankans sem birt var í gær. Fram kemur í ritinu að van- skil fyrirtækja drógust saman á síð- asta ári. Vanskil séu sem fyrr mest í ferðaþjónustutengdri starfsemi. Mat nefndarinnar er að jákvæð þró- un í vanskilum og gjaldþrotum sé til marks um árangur af stuðnings- aðgerðum stjórnvalda og mikinn viðnámsþrótt fyrirtækja við upphaf faraldursins. Skuldavandi sem mörg ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir er þó enn óleystur. Staðan er ólík en gisti- staðir, afþreyingar- og hópferða- fyrirtæki virðast einna helst þurfa á endurskipulagningu skulda að halda. Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði lít- illega á síðasta ári sé litið til gjald- þrota allra skráðra fyrirtækja. Sé aðeins litið til þeirra fyrirtækja sem voru virk á fyrra ári má hins vegar sjá að gjaldþrotum hefur fækkað nær stöðugt frá miðju ári 2020 eða um það leyti sem stuðningsaðgerðir vegna heimsfaraldurs voru komnar vel af stað. Minni vanskil fyrirtækja - Skuldavandi ferðaþjónustufyrirtækja þó enn óleystur Hagkerfi Seðlabankastjóri kynnti rit fjármálastöðugleikanefndar í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.