Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 1
%" ! $! ! #$##
#&%(&$
Verkefnastjóri í áætlunargerð
Nýr Landspítali ohf. (NLSH) óskar ef
tir að ráða reynslumikinn einstakling til að sinna
verkefnastjórnun á sviði áætlunargerðar.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og
Dagbjört Una Helgadóttir (dagbjort@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 29. mars 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg
starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Allar umsóknir eru trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega.
• Þróun og vinnslu áætlana fyrir þróunar-, hönnunar- og
byggingarverkefni NLSH
• Fjárhags- og gagnagreiningar verkefna á vegum NLSH
• Skráningu verkefna í áætlunargerðarhugbúnað
• Uppbyggingu gagnagrunna
• Frum- og áhættumat hönnunar- og framkvæmdaverkefna
• Vinnslu verkefnaáætlana fyrir stærri framkvæmda- og
umbreytingaverkefni
• Stuðning við áætlanagerð annarra fagsviða NLSH
• Utanumhald kostnaðarbanka
Við leitum að aðila til að annast m.a.:
Nýr Landspítali ohf. (NLSH) tekur m
.a. þátt í verkefnastjórn á þróunar-, hönnunar- og framkvæmdaverkefnum vegna
húsnæðis Landspítala Háskólasjúkrahúss sem og uppbyggingu nýbygginga, gatnagerðar og lóðar við nýjan Landspítala
við Hringbraut. Félagið, sem er að fullu í eigu ríkisins, er í samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila m.a. stjórnvöld,
Landspítalann, Framkvæmdasýsluna-Ríkiseignir, Háskóla Íslands, sjúklingasamtök, Reykjavíkurborg og Ríkiskaup. Fjöldi
ráðgjafa starfar fyrir og með NLSH. Nánari upplýsingar um NLSH má finna á www.nlsh.is.
• Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s. verk- eða
tæknifræði, verkefnastjórnun, arkitektúr, hag
- eða
viðskiptafræði
• Reynslu af áætlunargerð, tíma- og fjárhagslegri
stýringu verkefna
• Reynslu af greiningarvinnu og tölfræðilegri úrvinnslu
• Þekkingu á kostnaðargreiningu og spálíkönum
• Reynslu á sviði framkvæmda og/eða fasteignaþróunar
• Þekkingu á opinberri stjórnsýslu og þátttöku í gæða-
og verkefnastjórnun (kostur)
• Góða hæfni í mannlegum samskiptum og hæfni til
þátttöku í öflugu teymi
Mikilvægt er að viðkomandi hafi:
RÁÐNINGAR
Starfsmenn eru lykill
að árangri allra fyrirtækja.
*!,%2+$!213/
*+"*' )(**
$,#**&
F I M M T U D A G U R 1 7. M A R S 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 64. tölublað . 110. árgangur .
Bæonne-skinka
1.199KR/KG
ÁÐUR: 1.999 KR/KG
Grísabógsneiðar
Alabama
829KR/KG
ÁÐUR: 1.279 KR/KG
Nautagúllas
1.799KR/KG
ÁÐUR: 2.999 KR/KG
40%
AFSLÁTTUR
35%
AFSLÁTTUR
40%
AFSLÁTTUR
&*(%'# .*($, !-+)/"+ MARS
FRÁBÆR TILBOÐ
Í NÆSTU NETTÓ
ATVINNU-
BLAÐ MORG-
UNBLAÐSINS RAKEL OG GARÐAR
BEINT FRÁ HJARTANU 6412 SÍÐUR
_ Töluverðir möguleikar eru til að
auka orkuöflun í landinu, til að
mæta þörfum vegna orkuskipta í
samgöngum og aukinni eftirspurn
eftir grænni orku. Ekki eru þó
mörg verkefni að skila orku á allra
næstu árum því það tekur tíma að
undirbúa og byggja virkjanir.
Einu nýju virkjanirnar sem kom-
ast í gagnið á þessu og næsta ári
eru Þverárvirkjun, sem er smá-
virkjun í Vopnafirði, og stækkun
Reykjanesvirkjunar. Ekki er von til
að aðrar virkjanir, sem eitthvað
kveður að, komist í gagnið fyrr en
eftir fjögur til tíu ár.
Stórtækustu áformin eru í vind-
orkunni. Stóru vindorkufyrirtækin
segjast geta reist fjóra vindorku-
garða, hvort félag, með 500-600
MW í uppsettu afli á næstu 4-5 ár-
um. Er það meira en felst í áform-
um Landsvirkjunar fyrir næstu 5-
10 ár. »24
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vindrafstöð Mikil vinna hefur verið lögð í
undirbúning vindorkugarða víða um land.
Á annað þúsund
megavött úr vindi
_ Nýta þarf endurskoðunarákvæði
og knýja á um gagngera endur-
skoðun höfuðborgarsáttmálans, að
mati allra frambjóðenda í annað
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
Friðjón R. Friðjónsson, Marta
Guðjónsdóttir, Þorkell Sig-
urlaugsson og Kjartan Magnússon
gefa öll kost á sér og eru gestir
Stefáns Einars Stefánssonar og
Karítasar Ríkharðsdóttur í Dag-
málum.
Þar er farið yfir skipulags- og
samgöngumál ásamt fjármálum
borgarinnar og mörgu öðru. Próf-
kjör flokksins fer fram um
helgina. »20
Vilja taka upp höf-
uðborgarsáttmála
Karlotta Líf Sumarliðadóttir
karlottalif@mbl.is
Úkraínsk stjórnvöld fullyrtu síðdeg-
is í gær að rússneski herinn hefði
gert umfangsmikla sprengjuárás á
leikhús í Maríupol, þar sem allt að
1.200 saklausir borgarar hefðu fund-
ið sér skjól. Leikhúsið er gjörónýtt
en ekki er vitað hversu margir létust
í árásinni. Á blaðamannafundi Joe
Bidens Bandaríkjaforseta skömmu
síðar sagði forsetinn að Vladimír
Pútín Rússlandsforseti væri stríðs-
glæpamaður.
Minna var um sprengingar Rússa
í Kænugarði í gær en undanfarna
daga og segir Óskar Hallgrímsson,
ljósmyndari sem búsettur er í borg-
inni, að her Úkraínu hafi gert gagn-
árásir í nokkrum borgum.
„Það er búið að vera frekar rólegt í
dag miðað við síðustu tvo daga, í gær
og fyrradag voru þvílík læti í borg-
inni en í dag erum við kannski búin
að heyra svona tvær-þrjár spreng-
ingar,“ sagði Óskar þegar Morgun-
blaðið ræddi við hann í gærkvöldi.
Hann segir gagnárásir úkraínska
hersins vera mikilvægt skref.
„Í stað þess að vera í vörn eru þeir
farnir að reyna að vinna landsvæði
til baka á fullu. Mig grunar að gagn-
árásirnar í dag hafi gengið mjög vel
því ég veit að hersveitir Rússa á
þessum svæðum eru svakalega illa
búnar,“ segir Óskar. Þær séu matar-
og bensínlausar og mjög líklegt að
aðgerðir gangi vel. „Úkraínumenn
eru farnir að snúa við stríðinu eins
og mig grunaði að þeir myndu gera
núna á næstu dögum.“
Reyna að snúa við stríðinu
- Skjólstaður hundraða borgara eyðilagður í sprengjuárás, fullyrða Úkraínumenn
AFP
Sól rís Reykur stígur upp að morgni gærdagsins eftir sprengjuárásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Sókn Rússa að borginni virðist hafa staðnæmst.
AFP
Borg Hjólreiðamaður fer fram hjá hermönnum við eftirlitsstöð í Kænugarði. MStríð í Evrópu »4, 36