Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
✝
Svavar Berg
Pálsson fædd-
ist 4. apríl 1940 á
Ísafirði. Hann lést
á Landspítalanum
4. mars 2022.
Foreldrar hans
voru Páll Jónsson,
f. á Ingvörum í
Svarfaðardal 1.
október 1884, d.
27. apríl 1971, og
Lovísa Þorláks-
dóttir, f. á Barði í Fljótum í
Skagafirði 1. apríl 1900, d. 28.
júlí 1995. Auk Svavars eign-
uðust hjónin þrjá aðra drengi
sem allir létust ungir, þá Mar-
inó Þór, f. 30. apríl 1923, d. 18.
október 1925, Marinó Þór, f.
29. október 1926, d. 30. maí
1927, og Svavar Berg, f. 20
nóvember 1928, d. 20. nóvem-
ber 1936.
Faðir Svavars stundaði lengi
verslunarrekstur á Ísafirði en
fjölskyldan fluttist til Reykja-
víkur þegar Svavar var sex ára
gamall og fjárfesti í íbúð í
blokk í Eskihlíð. Sem barn lék
Svavar sér í grennd við Öskju-
hlíð og flugvöllinn og ákvað
snemma að verða flugmaður.
Hann gekk í Kennarabarna-
bræðrum á árunum 1963-65 og
gekk síðar í Dómkórinn í
Reykjavík og Óratóríukór
Dómkirkjunnar og söng í þeim
kórum, ásamt konu sinni Kol-
brúnu, á árunum 1970-79.
Svavar söng einnig í Óperu-
kórnum á sviði bæði hérlendis
og erlendis, til ársins 1996.
Hann gekk í Oddfellowstúku
nr. 11, Þorgeir, árið 1964, var
þar tvö ár sem gjaldkeri og 45
ár sem orgelleikari. Í stúkunni
var gott sönglíf og söng Svavar
með kórum stúkunnar þar til
hann dró sig formlega í hlé frá
söng árið 2009.
Fyrri kona Svavars var
Ágústa Birna Árnadóttir, f. 13.
júlí 1941. Börn Svavars og
Ágústu eru Lovísa Sigrún, f.
16. september 1962, gift Ant-
oni Antonssyni, og Bjarni, f.
30. ágúst 1965, giftur Herdísi
Wöhler.
Seinni kona Svavars er Kol-
brún Arngrímsdóttir, f. 19.
desember 1944 á Akureyri en
ólst upp á Dalvík. Svavar og
Kolbrún giftust hinn 25. des-
ember 1969. Börn Svavars og
Kolbrúnar eru Silja, f. 2. nóv-
ember 1971, gift Arnari Hall-
dórssyni, og Sif, f. 2. nóvember
1975, gift Björgvini Brynjólfs-
syni. Barnabörn Svavars eru
fjórtán talsins og barna-
barnabörnin sjö.
Útför Svavars fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 17.
mars 2022, klukkan 13.
skólann, í Gagn-
fræðaskóla Aust-
urbæjar og Hér-
aðsskólann á Núpi
í Dýrafirði. Hann
lauk bóklegu at-
vinnuflugmanns-
prófi árið 1959 en
réðst sem sumar-
maður til Land-
mælinga Íslands
sumarið 1960 með
það að markmiði
að afla fjár til að ljúka
flugnáminu. Sumarstarfið ent-
ist til ársloka 2005 en þá lét
Svavar af störfum fyrir aldurs
sakir, sem kortagerðarmaður
og deildarstjóri hjá LMÍ. Starf-
ið dró Svavar oft út fyrir land-
steinana, oftast til Svíþjóðar og
Írlands en einnig til kortagerð-
arstofnunar bandaríska varn-
armálaráðuneytisins í Wash-
ington DC. Einnig starfaði
Svavar við öflun gagna á vett-
vangi í Surtseyjargosinu árið
1963 og gosinu í Heimaey árið
1973.
Svavar var mikill áhugamað-
ur um tónlist en hann söng og
spilaði eftir eyranu á hljóðfæri,
gjarnan á píanó og orgel. Hann
söng með Karlakórnum Fóst-
Elsku besti Svavar minn. Þú
varst stóra ástin í lífi mínu, besti
vinur og öryggi mitt. Þú stóðst
alltaf mér við hlið. Ég á erfitt með
að skrifa til þín elskan mín því
tárin hrynja hvert af öðru á blað-
ið.
Ég minnist ljúfu stundanna
okkar í söng og gleði. Þar varst
þú í essinu þínu og hrókur alls
fagnaðar. Þú varst hvers manns
hugljúfi og alls staðar vel metinn.
Saman sungum við í Dómkórnum
hjá vini okkar Ragnari Björns-
syni. Seinna lágu leiðir okkar á
óperusviðið. Ég fór í Þjóðleikhús-
kórinn, en þú í Óperukórinn og
þar naust þú þín til fulls. Líf okk-
ar var í raun eitt stórt ævintýr.
Þrátt fyrir veikindin sem
skyggðu oft á gleðina stóðst þú
alltaf keikur upp og lést fátt aftra
þér í dagsins önn.
Þú varst dásamlegur faðir og
börnin okkar öll fjögur, Lovísa,
Bjarni, Silja og Sif, elskuðu þig og
dáðu. Minningar eru margar og
góðar og varla hægt að telja þær
upp, en þær mun ég geyma sem
fjársjóð minn. Síðustu árin áttum
við góðar stundir við sjóinn. Þær
voru ófáar gönguferðirnar okkar
við Skarfabakkann, horfðum á
sjóinn ýmist sléttan eða gáraðan
og Esjan blasti við í öllu sínu
veldi. Þar leið okkur vel.
Ég kveð þig með miklum sökn-
uði og trega elsku Svavar minn og
þakka þér fyrir allt og allt.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgrímsson)
Þín
Kolbrún.
Elskulegur faðir minn Svavar
Berg Pálsson er farinn í sína
hinstu ferð. Eftir sitja margar
yndislegar minningar sem gott er
að ylja sér við. Mér, sem lítilli
stelpu, fannst hann svo sætur,
hann var með svo fallega rithönd,
söng svo fallega og spilaði á orgel
svo fallega. Ég man eftir að hafa
farið með honum í Dómkirkjuna
til að hlusta á hann spila. Mér
fannst hann svo ótrúlega flottur.
Hann gat meira að segja spilað
Attikattinóa fyrir mig án þess að
þekkja það, ég þurfti bara að
syngja það fyrir hann einu sinni!
Pabbi var alltaf fallegur og ynd-
islegur maður. Hann hélt áfram
að syngja og spila honum og öðr-
um til mikillar gleði. Hann talaði
alltaf fallega við og um aðra og
brosti sínu breiðasta.
Elsku pabbi takk fyrir allt og
allt.
Lovísa Sigrún.
Afi Svavar.
Elsku Svavar okkar. Hvíldu í
friði, það var yndislegt að fá að
kynnast þér, þvílíkur ljúflingur
sem þú varst, fallegur, jákvæður
og duglegur. Nú ertu kominn á
betri stað þar sem örugglega er
tekið vel á móti þér.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Elsku pabbi, tengdó, afi og
langafi, góða ferð.
Takk fyrir allt og allt.
Bjarni Svavarsson og
fjölskylda.
Elsku fallegi pabbi. Minninga-
brotin hrannast upp og ég er orðin
litla stelpan þín aftur.
Ferðalögin okkar um malar-
vegi landsins. Sæng og koddi aftur
í og keyrt í skjóli nætur svo við Sif
gætum sofið af okkur ógleðina.
Footloose í kassettutækinu, A-
hliðin alla leiðina til Dalvíkur.
Dómkórinn, Óperukórinn og
tónlistin öll. Elskaðir að syngja og
spila á píanóið. Þú komst eitt
kvöldið heim af æfingu úr Ís-
lensku Óperunni með permanent.
Stund sem ég gleymi aldrei. Eða
þegar þú braust litlu tá þegar
varst að flýta þér í stígvélin milli
atriða. Harkaðir af þér auðvitað.
Þú varst svo glæsilegur í kjól-
fötunum á leið á Oddfellowfundi.
Sem organisti stúkunnar mættir
þú alltaf aðeins fyrr til að hita ör-
lítið upp fyrir orgelleik kvöldsins.
Eitt situr í mér. Það var þegar
brúna kjötbollusósan slettist á
fínu hvítu kjólskyrtuna. Mamma
náði að töfra hana hvíta aftur í
tæka tíð.
Að fá að koma með þér í vinn-
una hjá Landmælingum. Drauga-
lega myrkraherbergið með öllum
negatívunum sem hengdar voru
upp á snúru. Upphleypt landakort
og langir listar af örnefnum lands-
ins. Gaskútar með slöngu og
penna á enda til skyggingar á hól-
um og hæðum. Það var ævintýri.
Sjarmörinn þú, sem heillaðir
alla og fékkst til að brosa og líða
vel. Komst okkur alltaf til að
hlæja.
Brosið og kímnin í augunum,
glettin tilsvör, jákvæðnin og
æðruleysið gegnum allar þínar
baráttur. Aldrei styggðaryrði um
nokkurn mann. Einstakur.
Þú deildir visku þinni, þolin-
mæði og ást til Adda og afa-
barnanna þinna og þau elska þig
mikið.
Þú ert mín fyrirmynd í lífinu.
Takk fyrir allt og allt elsku
pabbi. Ég sakna þín.
Silja.
Elsku yndislegi og fallegi pabbi
minn.
Það eru svo mörg orð sem
koma upp í hugann þegar ég
hugsa um þig og samveruna með
þér í gegnum lífið. Eitt það sem
sterkast kemur fram er stolt. Ég
var svo stolt af þér. Þú varst svo
mikil fyrirmynd og hafðir alltaf
svörin við öllu. Auðvitað gastu tal-
ið upp ótrúlegustu örnefni lands-
ins og staðsett þau enda búinn að
stúdera og teikna Íslandskort
meirihluta ævinnar. Landafræði-
kunnáttan var einmitt eitthvað
sem við systur grínuðumst mikið
með að hefði hlaupið yfir ættliði
hjá okkur, enda vandræðalega illa
áttaðar um landið.
Þú snertir marga og áttir ein-
staklega gott með að kynnast
fólki. Þegar maður minntist á það
með stolti af vera dóttir þín við þá
sem þig þekktu sá maður bros og
hlýju birtast í augunum á viðkom-
andi við tilhugsunina um ykkar
vináttu. Þú bjóst yfir einstakri út-
geislun og ég elskaði húmorinn
þinn. Þú fékkst mig alltaf til að
hlæja. Þér tókst alltaf að sjá
spaugilegar hliðar á öllum málum
og þú fórst svo yndislega pent og
lúmskt með grínið.
Tónlistin var stór hluti af þínu
lífi og eru stundirnar í óperunni
ógleymanlegar. Að fá að fylgjast
með þér og hinu listafólkinu um-
breytast í sígauna, hefðarfólk og
æðstupresta var svo heillandi. Ég
man að þegar ég horfði á þig spila
á píanó þá dáðist ég svo að hönd-
unum þínum og varð mjög upp
með mér ef mínum var líkt við þín-
ar.
Ekki nóg með að hafa tónlistina
meðfædda í þér heldur gastu mál-
að svo fallega og skrifað ljóð sem
við getum nú ornað okkur og
skemmt við að lesa. Alltaf stutt í
húmorinn, þar sem annars staðar.
Þú verður alltaf í huga mér og
ég mun halda minningunni um
þig, þinni seiglu og lífsspeki á lofti
með sögum af þér fyrir afkomend-
ur þína.
Takk fyrir allt elsku pabbi
minn, ég elska þig.
Sif.
Það var mikill heiður og lífsfyll-
ing að fá að verða Svavari sam-
ferða um árabil. Þessi glaðværi
tónlistarunnandi deildi af örlæti
skemmtilegum og ógleymanleg-
um stundum. Ég sé hann fyrir
mér við hljóðfærið þar sem hann
töfraði fram tónlist og söng sem
gladdi og snerti alla. Mér þótti af-
ar vænt um hann, og allt spjallið
sem við áttum um heima og geima.
Takk minn kæri mágur fyrir
allar góðu minningarnar sem ég á
um þig og gefa lífinu fallegan lit og
blæbrigði.
Anna Kristín.
Það myndast skörð í okkar fá-
mennu þjóð þegar einstaklingur
fellur frá, og þau hafa af fleiri
ástæðum verið mörg á undanförn-
um árum. Eitt þeirra er andlát
vinar okkar Svavars Bergs Páls-
sonar sem jarðsettur er í dag. Það
kom raunar ekki að öllu á óvart
eftir þau alvarlegu veikindi sem
hann varð fyrir í lífi sínu. Samt
gekk hann ævinlega við fót tein-
réttur og óbugaður eins og ekkert
hefði í skorist.
Nær alla starfsævi sína starfaði
Svavar hjá Landmælingum Ís-
lands, síðar deildarstjóri og út-
gáfustjóri kortadeildar. Starfið
fólst í gerð teikninga nýrra Ís-
landskorta og lagfæringa og leið-
réttinga á kortum af Íslandi sem
Danir höfðu gert af landinu. Þeir
afhentu okkur Íslendingum kortin
á sjöunda áratugnum. Þarna var
mikið verk að vinna og að því vann
Svavar ásamt starfsmönnum á
stofnuninni. Svavar hafði afar
haga hönd og vann sína vinnu svo
listilega að eftir var tekið.
Svavar lærði landmælingar og
kortagerð undir handleiðslu
Ágústs Böðvarssonar, þess mikla
snillings og höfðingja, sem stjórn-
aði og þróaði starfsemi Landmæl-
inga Íslands um langt árabil.
Svavar sótti sér frekari þekkingar
í kortagerð og framförum á þessu
sviði í Bandaríkjunum og víðar.
Við, sem þessi orð skrifum, vor-
um um áratuga skeið bræður
Svavars í Oddfellow-stúkunni nr.
11, Þorgeiri. Hann gekk í stúkuna
árið 1965, og í starfi hennar kom
hann á ríkan hátt og vel við sögu,
fyrst og fremst með tónlistarflutn-
ingi í stúkunni, en þar var hann
organisti í nær fimmtíu ár. Strax á
fyrstu árum stúkunnar kom í ljós
að þar voru margir góðir söng-
menn sem tóku lagið eftir fundi,
og þá var líflegt að safnast saman
við undirleik Svavars.
Síðar var myndaður blandaður
kór í stúkunni, sem nefndur var
OPUS 12, þar sem söngelskar eig-
inkonur bræðra tóku þátt. Þar
áttu m.a. sæti sönghjónin Kolbrún
og Svavar Berg. Kórinn gat sér
gott orð og fór víða. Var honum
m.a. boðið að syngja á kóramóti á
jólaföstu í sjálfri Vínarborg árið
2006.
Fyrir löng og framúrskarandi
störf í þágu Þorgeirs var Svavar
Berg sæmdur heiðursmerki stúk-
unnar og síðar Oddfellow-regl-
unnar.
Við og eiginkonur okkar, Inga
Lára og Sirrý, söknum góðs vinar
og sendum Kollu og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur.
Ingvi Þ. Þorsteinsson,
Ásgeir Guðmundsson.
Svavar Berg
Pálsson
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Ástkær unnusti, sonur, bróðir og
tengdasonur okkar,
EGILL ÓLI HELGASON,
varð bráðkvaddur á heimili sínu 11. mars.
Útför verður tilkynnt síðar.
Anna Mjöll Aðalsteinsdóttir Clausen
Helgi Sveinbjörnsson Rannveig Góa Helgadóttir
Ívar Örn Helgason Gunnur Ösp Jónsdóttir
Ása Clausen Aðalsteinn Bragason
Elsku konan mín, dóttir, móðir okkar, systir
og amma,
GUÐRÚN S. RÓBERTSDÓTTIR,
Flétturima 15, Reykjavík,
lést í Reykjavík mánudaginn 21. febrúar.
Útför hennar fór fram frá
Grafarvogskirkju föstudaginn 11. mars.
Innilegar þakkir fyrir ómetanlega samúð, hlýju og stuðning.
Í minningu hennar er bent á neyðarsöfnun fyrir Úkraínu,
raudikrossinn.is.
Jón Haukur Brynjólfsson
Bára Guðrún Sigurðardóttir
Bára Ösp Kristgeirsdóttir
Baldrún Karitas Jóhannsdóttir
Sigrún Gabríela Lövdal
Margrét Björk Jónsdóttir
Stefanía Thorarensen
Rúnar Þór Báruson
Sonja Bárudóttir
Bjarni Freyr Báruson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður, sonur okkar,
tengdasonur, barnabarn, bróðir, frændi
og vinur,
ÖLVIR FREYR GUÐMUNDSSON
kerfisstjóri,
lést 25. desember 2021 í Chicago.
Minningarathöfn verður í Langholtskirkju 19. mars klukkan 14.
Minningarathöfnin er opin öllum þeim sem vilja minnast hans og
sýna samhug. Innilegar þakkir til allra þeirra sem hafa sýnt
okkur kærleik og stuðning. Ljúfar minningar munu ávallt lifa í
hjarta okkar um yndislegan dreng.
Blóm og kransar afþökkuð.
Streymi frá athöfninni: https://laef.is/olvir-freyr/
Minningaíða:
https://minningar.is/.../olvir-freyr-gudmundsson-1990...
Amy Marie Duncker
Guðrún Gyða Ölvisdóttir Guðmundur Unnar Agnarsson
aðrir aðstandendur og vinir
Ástkær eiginmaður minn,
KRISTJÁN ÁSBERGSSON,
rafeindavirki frá Ísafirði,
lést á hjúkrunarheiminu Ísafold
laugardaginn 12. apríl. Útförin fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn
21. mars klukkan 15.
Bergþóra Sigurðardóttir
og aðrir ástvinir