Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 54
✝ Bjarni Th. Mat- hiesen bruna- vörður fæddist 12. janúar 1940 í Hafn- arfirði. Hann lést á líknardeild Land- spítalans á Landa- koti 9. mars 2022. Foreldrar hans voru hjónin Theó- dór Árni Mathiesen læknir frá Hafnar- firði, f. 12. mars 1907, d. 18. janúar 1957, og Júl- íana Sigríður Mathiesen frá Keflavík, f. 25. september 1909, d. 2. janúar 1995. Systur Bjarna eru Inga Th. Mathiesen, f. 29. ágúst 1937, d. 17. febrúar 1985, og Sigríður Th. Mathiesen, f. 6. mars 1946. Bjarni lætur eftir sig eigin- konu sína, Ruth Guðjónsdóttur fyrrverandi bankastarfsmann, fyrstu árin sem rafvirki hjá Ormsson. Árið 1964 hóf Bjarni störf hjá Slökkviliðinu í Reykja- vík, þar sem hann var bruna- vörður, sinnti sjúkraflutningum og var eldvarnaeftirlitsmaður allt til ársins 2007. Samhliða störfum sínum hjá Slökkviliðinu vann Bjarni í Steypustöðinni, Hilti og Ármannsfelli, ásamt því að taka túra á togurum og milli- landaskipum. Eftir að Bjarni hætti í Slökkviliðinu sökum ald- urs vann hann hjá Pennanum og Te & kaffi sem rafvirki. Bjarni var mikill félagsmála- maður. Hann var formaður Kiw- anis-klúbbsins Geysis í Mosfells- sveit árin 1981 – 1982 og for- maður Hestamannafélagsins Harðar árin 1987 – 1990. Hann átti veg og vanda af því að hestamannafélagið Hörður hélt í fyrsta sinn Íslandsmót í hesta- íþróttum, með tilheyrandi upp- byggingu nýs félagssvæðis Harðar á Varmárbökkum árið 1988. Útför Bjarna fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 17. mars 2022, klukkan 13. þau giftu sig í Hall- grímskirkju 3. júní 1961. Börn þeirra eru Arna Sigríður Mathiesen arkitekt, maki Eyjólfur Kjal- ar Emilsson, Guð- jón Þór Mathiesen viðskiptafræðing- ur, maki Auðný Vil- hjálmsdóttir, og Theódóra Mathie- sen viðskiptafræð- ingur, maki Arnór Þorkell Gunnarsson. Barnabörn þeirra eru Kristín Anna Eyjólfsdóttir, Úlfur Kjalar Eyjólfsson, Theo- dór Árni Mathiesen, Sigríður Erla Mathiesen, Aron Bjarni Arnórsson og Arnór Alex Arn- órsson. Að loknu gagnfræðaprófi hóf Bjarni nám í rafvirkjun í Iðn- skólanum í Reykjavík og vann Elsku pabbi, margs er að minnast og brölluðum við ýmis- legt saman í gegnum árin. Skíðin, hestarnir og allt umstangið í kringum þá. Ég minnist þess sér- staklega þegar þú og mamma voruð að byrja uppbygginguna í Borgarfirðinum, þið voruð komin með hjólhýsið á lóðina og þurfti þá að gera pall í kringum bústað- inn. Man eftir ferðinni þegar þú keyptir efnið í pallinn, timbrið og fúavörnina, festir á eina af þeim fjölmörgu kerrum sem þú smíð- aðir. Þú sendir mömmu af stað á jeppanum með kerruna í eftir- dragi. Við fórum ríðandi úr Mos- fellssveitinni á Þingvelli, yfir Leggjabrjót og niður í Hvalfjörð- inn. Þá var haldið yfir Síldar- mannagötur og áttum við að koma niður í Skorradal. Ekki vildi betur til en að við villtumst í þoku. Þar þurftum við að vaða mýrar og litlu munaði að við kæmumst ekki á leiðarenda. Á meðan var mamma búin að keyra um Skorradalinn með kerruna í eftirdragi að leita að okkur. Við komumst á leiðarenda og slupp- um við að fúaverja pallinn, þar sem fúavarinn hafði sprungið og pallaefnið var orðið gagnvarið fyrir lífstíð. Þetta er nú bara ein af þeim sögum þar sem þú fórst örlítið fram úr þér. Þegar við vor- um með hestana í sumarbeit við Skálatún var oft farið eftir vinnu í útreiðartúra. Eitt skiptið þegar við fórum að ná í hestana spark- aði einn klárinn í olnbogann á mér. Ég kveinkaði mér en eins og svo oft sagðir þú „þetta grær áð- ur en þú giftir þig“. Það var svo ekki fyrr en viku síðar sem þú fórst með mig upp á slysó, inn á bak við eins og gerðist stundum, kom þá í ljós að ég var „bara“ handleggsbrotinn. Þetta var eins og þú varst, ekki að þvælast á spítala nema eitthvað almenni- legt væri að. Þau ófáu skipti sem þú fórst með okkur vinina upp í Skálafell til þess að gista í KR-skálanum þurfti að kalla til vini til að koma að aðstoða við að draga okkur upp úr sköflum á leiðinni. Eitt hef ég lært af þér elsku pabbi „þetta reddast“ eins og þú sagðir svo oft. Ekki má gleyma skíðaferðun- um til Austurríkis. Þar sem þú eins og höfðingi renndir þér niður brekkurnar með okkur mömmu frá morgni til kvölds. Að loknum góðum skíðadegi dróstu mömmu fram á dansgólfið á Park hótel í Sölden og svifuð þið um gólfið eins og englar. Það er ekki hægt að ljúka þessu nema að minnast á hvað þér þótti gaman að keyra, akandi um á Súkkunni hvert á land sem er. Sú saga kemur upp í hugann þegar þú birtist á Skógum hjá okkur fjölskyldunni í sumar. Þú komast akandi í hlað á nýja bíln- um eins og herforingi, við spil- uðum og borðuðum góðan mat. Morguninn eftir hélstu ferðinni áfram austur á Kirkjubæjar- klaustur og hittir hann Loft á Strönd. Þú ókst svo sem leið lá niður í Meðalland til að skoða gamla bæinn á Strönd. Við vorum búnir að tala um að þú myndir stoppa hjá okkur á leiðinni til baka, en þegar mig var farið að lengja eftir þér hringdi ég í þig. Það stóð ekki á svarinu, „ég var svo niðursokkinn í aksturinn að ég gleymdi bara að beygja“. Þetta lýsir þér svo vel, aksturinn átti hug þinn allan. Elsku pabbi, mikið á ég eftir að sakna þín. Þinn sonur, Guðjón Þór Mathiesen. Í dag kveð ég elsku ljúfa tengdaföður minn og langar mig með nokkrum orðum að minnast hans Bjarna, þá fyrst og fremst að þakka fyrir tímann okkar sam- an. Ég sá hann fyrst árið 1989 þegar ég og Guðjón byrjuðum að stinga saman nefjum. Bjarni var stór og mikill maður en um leið mjúkur bangsi með stórt hjarta. Sannkallað ljúfmenni með hjart- að á réttum stað og ætíð reiðubú- inn að hjálpa. Bjarni var einkar ósérhlífinn og nutum við hjónin góðs af því í gegnum árin. Góður vitnisburður um það var öll sú að- stoð sem hann veitti okkur þegar við gerðum upp húsið okkar á Grettisgötunni. Um leið og hann kláraði vinnudaginn var hann mættur til okkar með bros á vör, þó að hann væri oft uppgefinn eftir langan vinnudag. Bjarni unni sér afar vel í hesthúsinu og í sumarbústaðnum og þar fannst honum best að vera, eins og kóngur í ríki sínu. Börnin okkar, Theo og Sigga, elskuðu að koma til ömmu og afa í Bjarnabæ, þar sem afi var í essinu sínu. Labbaði hann oft á tíðum, fattur í baki og með ístruna út í loftið, um land- areignina og sýndi okkur nýjasta afraksturinn í skógræktinni, afar stoltur. Í seinni tíð átti ég það til að skamma karlinn fyrir að hugsa ekki nógu vel um sig, röflaði í honum um hollt mataræði og mikilvægi hreyfingar. Ég veit að honum fannst þetta kvabb í mér ekkert sérstaklega skemmtilegt en hann maldaði aldrei í móinn, hlustaði bara og brosti, svona var hann Bjarni minn. Afi Bjarni er nú fallinn frá og verður lífið tómlegt án hans. Elsku Bjarni, megir þú hvíla í friði, þín tengdadóttir, Auðný. Bjarni Th. Mathiesen, eða afi minn, er hreint út sagt einstakur maður. Hann er einhver dugleg- asti og krúttlegasti karl sem ég hef hitt á lífsleiðinni og sama hversu oft hann var sleginn niður kom hann alltaf til baka jákvæð- ur og glaður. Alltaf til í að hjálpa, sama hvort það var að hlaupa inn í eld og bjarga mannslífum eða svo lítið sem að skutla manni á æfingar. Bjarni Math er ekki bara afi, pabbi eða eiginmaður, hann er hetja og fyrirmynd sem allir gætu nýtt sér. Hvíldu í friði nafni. Dinga-linga-ling. Þinn afastrákur Aron Bjarni Arnórsson. Í dag kveðjum við okkar ást- kæra afa Bjarna. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hversu mikið hann afi gaf af sér. Af hon- um skein risavaxið bros sem ylj- aði okkur inn að beini. Hann var okkur afar náinn og hann gerði allt til að rækta sambandið við okkur til þess að hann gæti átt okkur að þegar líða tæki á ævina. Sumarbústaðaferðirnar með afa og ömmu eru okkur afar minnisstæðar. Við vöknuðum eldsnemma við vekjaraklukkuna til að fara með afa út að fána- stöng að flagga. Fáninn var vel samanbrotinn og langan tíma tók að kenna okkur tilheyrandi fána- hnúta. Sama hversu lengi við vorum að baksa við hnútana var hann ekkert annað er þolinmæð- in uppmáluð. Þegar búið var að flagga gat dagurinn hafist með öllum þeim ævintýrum sem fylgdu sveitinni. Í dag kveðjum við afa okkar með söknuði. Maðurinn sem hélt í húmorinn allt fram að síðasta andardrætti hefur fengið hvíld- ina sína. Hlýjar minningar um hann munu lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Þín afabörn, Theodór Árni og Sigríður Erla. Bjarni Th. Mathiesen kvaddi þessa tilvist þann 9. mars sl. Er þar genginn einn af litríkari mönnum sem starfað hafa hjá slökkviliðinu okkar. Við kölluðum hann alltaf Bjarna Matt, þennan tignarlega herramann sem hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur í upphafi árs 1964, þá rétt að verða 24 ára gamall. Starfsævi hans lauk hjá arftakanum, Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins, árið 2007. Fyrstu áratugina var hann í varðliðinu þar sem hann starfaði við slökkvistörf og sjúkraflutn- inga en færði sig svo yfir í eld- varnaeftirlitið og vann við for- varnir og eftirlit fram að starfslokum. Bjarni var ósérhlífinn og helj- armenni til vinnu og gekk af krafti fram í störfum sínum, svo mjög að samstarfsmenn höfðu oft á orði að hann hefði níu líf eins og kötturinn. Ekki nóg með það, heldur þótti þeim oft á þau gengið og eflaust hefur honum verið úthlutað mun fleiri lífum en kettinum – eða hann verið fædd- ur undir heillastjörnu. Hann var ekkert sérstaklega nýjungagjarn, hann Bjarni Matt. Þ.e.a.s. hann sá ekki tilgang í að breyta því sem gott þótti og hafði alltaf virkað og lét í sér heyra ef honum fannst nýtt verklag eða búnaður óþarfa pjatt eða drasl. Engu að síður vann hann ötul- lega að framgangi liðsins og bar hag þess ætíð fyrir brjósti. Bjarni Matt var mikill karakt- er, ákveðinn og fastur fyrir og lét aldrei vaða yfir sig. Hann hafði sterkar skoðanir á flestu og var ófeiminn við að koma þeim á framfæri. Hann var líka mikill vinur vina sinna og stóð þétt við hlið og að baki félögum sínum. Hann var duglegur að sækja samkomur eldri slökkviliðs- manna eftir að starfsferlinum lauk og líta við hjá okkur í kaffi á meðan heilsa hans leyfði. Nú hefur Bjarni Matt, vinur okkar og vinnufélagi, lokið sínum úthlutuðu lífum í þessari tilvist og lokað þreyttum augunum í hinsta sinn hérna megin. Við þökkum honum samfylgdina og vottum aðstandendum hans og vinum okkar dýpstu samúð. F.h. samstarfsfólks hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins, Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Bjarni Th. Mathiesen 54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR, lést á líknardeildinni í Kópavogi 8. mars. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju 24. mars klukkan 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildarinnar. Hannes Erlendsson Sirrý Hannesdóttir David Þór Hlinason Bjarni Hannesson Hafdís Dögg Bragadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN DANÍELSDÓTTIR sjúkraliði, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða að morgni 14. mars. Útför Guðrúnar fer fram frá Akraneskirkju 25. mars klukkan 13. Innilegar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir einstaka umönnun og hlýju. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Guðlaug Sigrún Sigurjónsd. Halldór Ólafsson Drífa Björnsdóttir Daníel Vigfúss. Ólafsson Alina Anisko Íris Mjöll Ólafsdóttir Ólafur Danivalsson Ástkær systir, móðir, tengdamóðir, mágkona og amma, GUNNLAUG SVERRISDÓTTIR læknaritari, áður Dalalandi 12, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu á Sléttuvegi í Reykjavík fimmtudaginn 10. mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 29. mars klukkan 13. Guðlaug Sverrisdóttir Magnús Einarsson Gústaf Sigurðsson Candra Farida Simanjuntak Sverrir Sigurðsson Auður Daníelsdóttir Gunnar Már Sigurðsson Árni Sigurðsson Elín Kristín Guðmundsdóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA KJARTANSDÓTTIR, Gullsmára 9, áður Kílhrauni á Skeiðum, lést sunnudaginn 13. mars. Útförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 18. mars klukkan 11. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartaheill. Valgarður Sigurðsson Fanney Sigurðardóttir Birgir Einarsson Kjartan Pétur Sigurðsson Heng Shi Dröfn Sigurðardóttir Guðmundur Þorsteinsson Kolbrún Sigurðardóttir Jón Þór Guðmundsson Þórður Jóhann Guðmunds. Vala Hrönn Bjarkadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ANNA SÓLMUNDSDÓTTIR, Vesturási 43, lést laugardaginn 12. mars. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 24. mars klukkan 15. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Parkinsonsamtökin. Geir Geirsson Guðjón Geirsson Kjartan Orri Geirsson S. Kolbrún Indriðadóttir Herbert Geirsson Þóra Rós Guðbrandsdóttir og ömmubörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.