Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um Sundabraut í nýlegum pistli á mbl.is. Hann nefnir að yfir- gnæfandi meirihluti landsmanna styðji framkvæmdina og að fáir séu henni andsnúnir, til dæmis aðeins 9% Reykvíkinga. - - - Þrátt fyrir þetta og þá staðreynd að Sundabraut hefur verið áformuð í ára- tugi er hún enn að- eins á hugmyndastigi og ekki einu sinni bú- ið að ákveða hvernig hún verði lögð. - - - Eins og Sigurður Már bendir á er skýringin mikil andstaða meirihlut- ans í borginni, líklega mest hjá Píröt- um, segir hann. Nýlega hafi Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, til dæmis sett fram hugleiðingar, þar sem hún hafi sagt Sundabraut vera „umferðaraukandi aðgerð“ og hafa „neikvæð áhrif á á fjölda hjólreiða- ferða og ferða með almennings- samgöngum“. - - - Sigurður Már rifjar einnig upp fund sem hann var staddur á ásamt Hjálmari Sveinssyni, borg- arfulltrúa Samfylkingar, sem talaði þar gegn Sundabraut. Meðal rök- semda var að með brautinni yrðu „umferðartafir á Sæbraut. – Að um- ferðarbætur skapi bara nýjar um- ferðartafir!“ - - - Meirihlutinn í borginni er þegar búinn að útiloka hagkvæmasta kostinn fyrir brautina og hefur öll tækifæri til að þvælast áfram fyrir öðrum kostum sem eiga eftir að koma upp í þeirri vinnu sem fram undan er við að hanna Sundabraut. Engin ástæða er til að efast um að það verði gert að óbreyttum meiri- hluta. Dóra Björt Guðjónsdóttir Meirihluti með en meirihluti á móti STAKSTEINAR Hjálmar Sveinsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 „Það er alltaf best þegar okkur tekst að ræða málin og finna sameiginlegar leiðir. Það gerum við t.d. þegar kjarasamningalotan hefst. Það er alltaf betra þegar samskiptin eru góð,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og 1. varaforseti Alþýðusambands Ís- lands (ASÍ). Hann var spurður út í ágreining Drífu Snædal, forseta ASÍ, og Ragnars Þórs Ingólfs- sonar, formanns VR og 2. varafor- seta ASÍ. Drífa skrifaði grein, Átökin í verkalýðshreyfingunni, sem birtist á fréttavefnum Vísi í gærmorgun. Þar gagnrýnir hún framgöngu Ragnars Þórs gagnvart ASÍ og er Drífa er ósátt við hana. Kristján segir að sér sýnist þau Drífu og Ragnar Þór greina á um áherslur og vinnubrögð sem beitt hefur verið. En hvernig metur Kristján stöðuna á vinnumarkaði og í verkalýðshreyfingunni? „Mér sýnist atvinnustigið vera nokkuð gott, svona heilt yfir. Það er nóg af verkefnum, sérstaklega ef maður horfir til greina okkar iðn- aðarmanna. Þar er atvinnustigið mjög gott,“ sagði Kristján. „Ég sé ekki annað en að það sé fínasta staða fyrir gerð kjarasamninga í haust og næsta vetur. Rekstur fyrirtækja virðist almennt vera með miklum ágætum. Eins og fram hefur kom- ið hafa stjórn- endur fyrirtækja verið að hækka laun sín verulega mikið á síðustu mánuðum. Það er vísbending um að staða fyrirtækjanna sé mjög góð. Það hjálpar þegar við komum að samningaborðinu til að semja um launahækkanir.“ Kristján segir að stríðið í Úkra- ínu varpi vissulega skugga og valdi óvissu um framtíðina. Taka þurfi höndum saman til að aðstoða flótta- fólkið frá Úkraínu. En er þrýstingur á Kristján að bjóða sig fram sem forseta ASÍ? „Það hefur verið komið að máli við mig, en ég hef ekki tekið neina ákvörðun um slíkt. Ég er tals- maður þess að við vinnum saman að lausn mála og eflum samstöð- una. Verkefnið núna er að jafna þann ágreining sem er til staðar í hreyfingunni og halda áfram.“ gud- ni@mbl.is Forseta og 2. vara- forseta ASÍ greinir á - 1. varaforseti ASÍ talar fyrir sáttum Kristján Þórður Snæbjarnarson Skráð hegningarlagabrot á höfuð- borgarsvæðinu voru 524 í febrúar og fækkaði þeim á milli mánaða, sam- kvæmt mánaðarskýrslu lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir febrúar 2022. Þjófnaðartilkynningum og til- kynningum um innbrot fækkaði á milli mánaða. Það sem af er árinu hafa borist um 20% færri tilkynn- ingar um innbrot en að meðaltali á sama tímabili undanfarin þrjú ár. Alls bárust 87 tilkynningar um of- beldisbrot og fækkaði þeim á milli mánaða. Tilkynningum um heimilis- ofbeldi fækkaði úr 71 tilkynningu í janúar í 52 í febrúar. Í febrúar bárust átta beiðnir um leit að börnum og ungmennum og fækkaði þeim á milli mánaða. Til- kynningum um eignaspjöll fækkaði en tilkynningum um nytjastuld á vélknúnum ökutækjum fjölgaði. Skráðum fíkniefnabrotum fækk- aði milli mánaða og voru tvö stór- felld fíkniefnabrot skráð í febrúar. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrif- um ávana- og fíkniefna fækkaði á milli mánaða en tilkynningum þar sem grunur var á um ölvun við akst- ur fjölgaði. Það sem af er ári hafa verið skráð um 33 prósent færri um- ferðarlagabrot á höfuðborgarsvæð- inu en að meðaltali á sama tíma síð- ustu þrjú ár á undan . gudni@mbl.is Þjófnuðum og innbrotum fækkaði - Færri hegningarlagabrot tilkynnt á höfuðborgarsvæðinu í febrúar en janúar Morgunblaðið/APK Lögreglan Tilkynningum um ýmis brot fækkaði milli mánaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.