Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
má reikna með að rússneskar afurð-
ir hafi einnig orðið fyrir álitshnekki
meðal neytenda á vestrænum mörk-
uðum vegna innrásarinnar í Úkra-
ínu. Margt verður til þess að verð á
hvítfiski muni fara hækkandi.
Frá því gripið var til fyrrnefndra
aðgerða leið ekki á löngu þar til fjöl-
miðlar í Bretlandi fóru að spyrja
hvort fiskur og franskar kynni að
hækka í verði vegna tollahækkana. Í
svari samtaka breskra fisksteiking-
armanna (National Federation of
Fish Friers) við fyrirspurn frétta-
stofu ITV segir að verðhækkanir á
fiski í Bretlandi séu „óumflýj-
anlegar“. Innflutningstakmarkanir í
Bandaríkjunum munu leiða til þess
að bandarískir kaupendur munu í
auknum mæli sækja í afurðir frá Ís-
landi og Noregi og þessi aukna eft-
irspurn mun leiða til verðhækkana.
Andrew Crook, forseti samtaka
breskra fisksteikingarmanna, sagði
samtökin engu að síður styðja að-
gerðirnar og að mikilvægt væri að
„beita Rússland eins miklum þrýst-
ingi og við getum“.
Skortur á fiski getur haft víðtæk
áhrif ekki síst á vinnslur og var á
þriðjudag fullyrt í Intrafish að „ef
rússneskar sjávarafurðir eru fjar-
lægðar frá Bretlandi og ESB mun
það hafa gríðarlega alvarlegar af-
leiðingar fyrir birgðakeðjur. […]
Bæði ESB og Bretland eru mjög
háð rússneskum hvítfiskinnflutningi
og, þar sem Bandaríkin bönnuðu
viðskipti í síðustu viku, er óvissa í
greininni rík af öllu talinu um refsi-
aðgerðir og efnahagsaðgerðir.“
Stórbætt staða Íslendinga
Samkeppnisstaða hvítfisks frá Ís-
landi er með þessu stórbætt með til-
liti til aukinnar eftispurnar og auk-
inna tekna. Hins vegar hefur
olíuverð hækkað mikið að und-
anförnu með tilheyrandi kostnaði
fyrir útgerðirnar og verð mun lík-
lega haldast hátt enda hefur Joe Bi-
den, forseta Bandaríkjanna, enn
ekki tekist að sannfæra Sádi-Arabíu
og aðra olíuframleiðendur um að
auka framleiðsluna.
Háu verði á hvítfiski fylgir einnig
áhætta þar sem hátt verð í lengri
tíma getur hvatt neytendur til að
leita í ódýrari matvæli, sem getur
haft langvarandi afleiðingar fyrir
greinina alla.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Grásleppuveiðar hefjast á sunnudag og eru
blendnar tilfinningar gagnvart vertíð ársins enda
mikil óvissa um verð og hefur Landssamband
smábátaeigenda (LS) óskað eftir því að heimilt
verði að fleygja hveljunni og hirða aðeins hrognin.
Endanleg ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar
vegna vertíðarinanr liggur ekki fyrir en ráðlagt
upphafsaflamark í grásleppu á fiskveiðiárinu er
3.174 tonn. Í fyrra nam ráðlagt heildaraflamark
9.040 tonnum en í byrjun þeirr-
ar vertíðar var upphafs-
aflamark 1.634 tonn. Sé breyt-
ing á upphafsaflamarki milli
ára einhver vísbending gætu
útgefnar veiðiheimildir verið
miklar.
„Í fyrra var mokveiði en
færri stunduðu veiðarnar en
árið 2020. Helsta ástæðan var
verðhrun, verð sem í boði var
freistaði ekki. Margir þeirra
sem létu sig hafa það sögðust auka veiðina um
100%, þannig gætu þeir réttlætt að taka þátt í ver-
tíðinni. Sú mikla veiði sem vertíðin skilaði – rúmar
14 þúsund tunnur – svarar markaðurinn nú með
áhugaleysi fyrir kaupum og hvað þá að verðhækk-
un sé í kortunum,“ svarar Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri LS, spurður um komandi vertíð.
Hann segir jafnframt „afar litlar líkur á að
hægt verði að selja frosna grásleppu til Kína og
hefur LS af þeim sökum óskað eftir undanþágu að
skylt verði að koma með grásleppuna í land“.
Efasemdir um ágæti vertíðarinnar
Örn
Pálsson
RAFHJÓL
MÓTVINDUR?
Ekkert mál.
Við eigum rafhjólið fyrir þig
Faxafen 8 - www.orninn.is
ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Fiskistofa vekur athygli á mikilvægi
þess að sleppa lífvænlegum hlýra í
tilkynningu á vef stofnunarinnar.
Hlýrastofninn við Ísland stendur
höllum fæti og hefur verið á und-
anhaldi allt frá árinu 1996.
Samkvæmt aflaupplýsingum á vef
stofnunarinnar hefur frá upphafi
fiskveiðiársins 1. september 2021
þar til dagsins í dag verið landað rétt
rúmu 571 tonni af hlýra en það er
194 tonnum umfram ráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar.
„Hlýri er tegund sem á undir
högg að sækja, stofninn er lítill og
var hlýrinn af þeim sökum settur í
aflamark, til að koma í veg fyrir of-
veiði á honum. Því er afar mikilvægt
að útgerðir nýti heimild til slepp-
ingar lífvænlegs hlýra og skrái í afla-
dagbók,“ segir í tilkynningu Fiski-
stofu.
Í kjölfar fundar sérfræðinga Haf-
rannsóknastofnunar og útgerð-
armanna árið 2020 var ákveðið að
leita heimildar til að sleppa lífvæn-
legum hlýra og fékkst sú heimild 14.
desember sama ár. Frumathugun
HAfrannsóknastofnunar hafði sýnt
að „hlýri sem veiddur var í botn-
vörpu virtist þola 1-2 tíma í móttöku
eða á færibandi áður en honum var
sleppt“.
Hlýri um-
fram ráðgjöf
- Hvattir til að sleppa