Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Lifandi píanótónlist öll kvöld Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000 Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Þær Signý og Helga hafa lagt áherslu á að þróa jákvæðar og skemmtilegar sögur í kringum Tuli- pop-heiminn, sem hafa nú litið dags- ins ljós í nýju teiknimyndaþáttaröð- inni „Ævintýri Tulipop“, auk þess sem gefnar hafa verið út tvær mynd- skreyttar barnabækur í bókaröðinni „Sögur frá Tulipop“. Tulipop- sögurnar fjalla um fjölbreytileikann og vináttuna á ævintýraeyju, en þar eru í forgrunni aðalpersónurnar fjór- ar: loðni og vinalegi Freddi, sveppa- systkinin Búi og Gló, litríka Maddý, en auk þeirra kemur vitri öldung- urinn Herra Barri (sem er tré) reglu- lega við sögu. Þau eru öll ólík bæði í útliti og skapgerð. Á Tulipop eru kvenpersónur sterkar og staðal- ímyndir ekki til. Enginn er fullkom- inn, allir hafa sína kosti og galla en það sem mestu máli skiptir er kær- leikurinn og vináttan. Allar sögur sem gerast á Tulipop eru fullar af fjöri, óvæntum og fyndnum uppá- komum og við fylgjumst með vin- unum læra um lífið og tilveruna, hvert annað og síðast en ekki eyjuna. Að sögn Signýjar hefur það verið draumur í mörg ár að fara í samstarf við Nóa-Síríus og gera Tulipop- páskaegg. „Eins og flestir Íslend- ingar er ég alin upp við að fá Nóa- páskaegg um páskana og ég man hvað mér þótti gaman að fá að velja mér Strumpaegg. Það var svo fyrir sirka tveimur árum að leiðir lágu saman með markaðsteymi Nóa- Síríusar og við fórum að ræða mögu- leika á samstarfi. Hugmyndin að Tulipop-páskaeggjum kviknaði fljótt og teymið hjá Nóa var spennt að styðja við íslenskt hugvit og hönnun og skreyta eggin sín með Tulipop- fígúrum,“ segir Signý og bætir við að þetta hafi verið einstaklega skemmtilegt samstarf. „Teymið hjá Nóa-Síríusi hefur verið frábært í sam- starfi og ég vona að við ger- um fleiri skemmtileg verk- efni í framtíðinni. Það er líka svo gaman að sjá hvað eggin eru vinsæl hjá krökk- unum en þau rjúka beinlínis út úr verslunum og mér skilst að ákveðnar tegundir séu við það að seljast upp þannig að það er um að gera að hafa hraðann á og tryggja sér eintak.“ Eins og Signý vitnaði í hér að ofan þá nutu Strumpaeggin mikilla vinsælda og margir sem söfnuðu fígúr- unum. Allar fjórar að- alpersónurnar í Tuli- pop-heiminum eru fáanlegar á eggjunum, en það eru sveppa- systkinin Búi og Gló, auk Fredda og Maddýj- ar. Signý segir að þeim hafi fundist mikilvægt að hafa allar aðalpersónurnar í boði til að sýna breidd æv- intýraheimsins en líka svo allir gætu valið sinn uppáhalds- karakter. Í boði eru þrjár tegundir af eggjum, þ.e. mjólkursúkkul- aðiegg í stærð 3 og stærð 4, og svo dökkt egg nr. 4 sem er veg- an og hentar þeim sem eru með mjólkuróþol. Viðtökurnar hafa verið einstaklega góðar og því má fastlega gera ráð fyrir að Tuli- pop-eggin verði einnig fáanleg á næsta ári og þá kannski með öðrum fígúrum ofan á. Verður hægt að safna fígúrunum „Fígúrurnar eru úr plasti en hug- myndin er að þær séu eigulegar og safnanlegar. Sjálf hef ég frá barns- aldri haft gaman af því að safna skemmtilegum fígúrum og stilli slík- um fígúrum enn upp í hillu heima hjá mér. Vonandi eiga Tulipop x Nóa- Síríusar-fígúrurnar eftir að lifa lengi á íslenskum heimilum og gleðja þá sem hafa gaman af því að umkringja sig skemmtilegum ævintýra- persónum, segir Signý en óhætt er að segja að Tulipop-heiminum hafi vaxið fiskur um hrygg á undan- förnum árum. Spennandi tímar fram undan „Það er margt spennandi á döfinni en það urðu hjá okkur stórtíðindi fyrr á þessu ári þegar við lukum framleiðslu á okkar fyrstu stóru teiknimyndaþáttaröð og var hún heimsfrumsýnd í Sjónvarpi Símans Premium 1. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða eina metnaðarfyllstu ís- lensku teiknimyndaþáttaröð fyrir börn sem framleidd hefur verið um árabil og er gaman að segja frá því að hún er að fá algjört metáhorf hjá Símanum en áhorfið hefur farið fram úr björtustu vonum. Þáttaröðin er nú að byrja ferðalag sitt um heiminn en næst mun hún verða sýnd á norsku hjá NRK í Noregi, á finnsku hjá YLE í Finnlandi, auk þess að vera á leið til Mið-Austurlanda, Kanada og Suður-Afríku svo dæmi séu tekin. Samhliða þessu erum við að vinna í spennandi verkefnum sem snúa að því að koma Tulipop-hugverkinu á markað í gegnum fjölbreytta miðla, svo sem bækur, varning, leiki og svo mætti lengi telja,“ segir Signý að lok- um og við bendum þeim á, sem vilja næla sér í egg, að hafa hraðar hendur enda nokkuð ljóst að eggin verða uppseld fyrir páska. Tulipop-teiknimyndaþáttaröðin „Ævintýri Tulipop“ er nú aðgengileg í Sjónvarpi Símans Premium, og nálgast má Tulipop-barnabækurnar og fallegu og nytsamlegu Tulipop gjafavörurnar í verslunum um allt land og í vefverslun Tulipop (www.tulipop.is). Tulipop x Nói-Síríus hittir í mark Vinsælt Ævintýraheimur Tulipop hefur notið mikilla vinsælda víða um heim enda einstaklega vel heppnaður. Íslensk hugverk Signý Kolbeins- dóttir hann- aði Tulipop- heiminn og á fyrir- tækið ásamt Helgu Árna- dóttur. Vinsæl egg Tulipop- eggin hafa mælst vel fyrir enda aðdáendur Tulipop fjöldamargir hér á landi. Fyrirtækið Tulipop var stofnað af Signýju Kolbeinsdóttur og Helgu Árnadóttur árið 2010 með það að markmiði að búa til séríslenskan ævintýraheim byggðan á teikningum Signýjar. Síðan þá hefur Tulipop-heimurinn og persónurnar sem þar búa verið í stöðugri þróun og notið vaxandi hylli barna og fullorðinna á Íslandi sem og erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.