Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þegar grannt er skoðað eru töluverð- ir möguleikar til að auka orkuöflun í landinu, til að mæta þörfum vegna orkuskipta í samgöngum og aukinni eftirspurn eftir grænni orku. Ekki eru þó mörg verkefni að skila orku á allra næstu árum því það tekur tíma að undirbúa og byggja virkjanir. Þá eru ýmsar hindranir í kerfinu sem tefja fyrir. Einu nýju virkjanirnar sem komast í gagnið á þessu og næsta ári eru Þverárvirkjun sem er smávirkjun í Vopnafirði og stækkun Reykjanes- virkjunar. Ekki er von til að aðrar virkjanir, sem eitthvað kveður að, komist í gagnið fyrr en eftir fjögur til tíu ár. Hindranirnar felast í seinvirku leyfisveitingaferli, því stoppi sem rammaáætlun er í og óvissu um um- gjörð nýtingar vindorku. Ljóst er að vindorkugarðar gætu komið með mikla orku á samkeppnishæfu verði á næstu árum, ef niðurstaða fæst um hvar megi byggja slíkar virkjanir. Kynnt hefur verið frumvarp til breyt- ingar á lögum um rammaáætlun. Nái það fram að ganga þarf stækkun á starfandi virkjun ekki að fara í gegn- um rammaáætlun, ef hún fer fram á þegar röskuðu svæði. Getur þetta flýtt uppbyggingu á vissum stöðum, án þess að það bitni á umhverfinu. Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skilaði nýlega skýrslu þar sem fram kom að þörf væri á að tvöfalda orkuframleiðslu hér á landi til að standa undir orku- skiptum og áframhaldandi hagvexti. Það samsvarar því að byggja þurfi eina rúmlega 100 MW virkjun á ári. Leitað var til helstu orkufyrirtækja um hvaða möguleika þau telja sig hafa til að taka þátt í þessu, á næstu fimm til tíu árum. Hvammur og Þeistareykir Hvammsvirkjun, 95 MW virkjun í neðri hluta Þjórsár, er það orkuöfl- unarverkefni Landsvirkjunar sem virðist komið lengst í undirbúningi. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að vonast er til að hægt verði að hefja framkvæmdir á virkjunarstað fyrir lok þessa árs og að virkjunin verði gangsett á árinu 2027. Stækkun jarð- gufuvirkjunarinnar á Þeistareykjum um 50-60 MW er einnig komin langt í undirbúningi og gæti komist í gagnið 4-5 árum eftir að ákveðið verður að virkja. Þriðja verkefnið er að reisa þrjár litlar aflstöðvar á veituleið Blönduvirkjunar, samtals 30-35 MW. Með því yrði nýtt betur fallið frá Blöndulóni og niður undir Blöndu- stöð. Það verkefni er í bið vegna tak- markana í flutningskerfi raforku. Landsvirkjun er einnig með augun á vindorkunni og hefur gert áætlanir um Blöndulund við Blönduvirkjun og Búrfellslund við Búrfellsvirkjun. Hvort verkefni fyrir sig verður með 100-120 MW uppsett afl. Blöndu- lundur er í nýtingarflokki í tillögum verkefnisstjórnar 3. áfanga ramma- áætlunar sem enn eru óafgreiddar á Alþingi. Það verkefni er hins vegar undir sömu sök selt og stækkun Blönduvirkjunar, ekki er hægt að koma rafmagninu á markað. Búrfells- lundur fór í biðflokk rammaáætlunar og þrátt fyrir að verkefnið hafi verið endurhannað með tilliti til athuga- semda sem fram komu á fyrri stigum losnaði hann ekki úr herkvínni í fyrstu tillögum 4. rammaáætlunar. Vert er að nefna til viðbótar afl- aukningarverkefni Landsvirkjunar. Aflstöðvar fyrirtækisins eru keyrðar nánast á uppsettu afli. Það skapar erfiðleika, ekki síst vegna þess að sveiflur í notkun eru að aukast. Landsvirkjun er með áform um að auka aflið í stöðvunum í Tungnaá um 100 MW, í fyrsta áfanga, en það mun litlu bæta við orkuna eða aðeins um 5- 10 gígawattstundum. Þetta stærsta orkufyrirtæki landsins vinnur vita- skuld að fjölda annarra orkukosta þar sem bæði er litið til skemmri tíma og lengri. Reykjanes og Svartsengi HS orka er að stækka Reykjanes- virkjun um 30 megawött og er stefnt að því að orkan þaðan komi inn á raf- orkukerfið eftir ár. Samkvæmt upp- lýsingum Tómasar Más Sigurðssonar forstjóra er stækkun jarðvarma- stöðvarinnar í Svartsengi næst á dag- skrá. Öll leyfi eru fyrir hendi til að stækka hana um 22 MW, upp í 85 MW, og gæti viðbótin komist í gagnið í byrjun árs 2025. „Við teljum okkur geta stækkað Svartsengi mun meira, eða allt upp í 105 MW, en eins og lög- in eru í dag þyrftum við að leggja þá stækkun fyrir rammaáætlun,“ segir Tómas Már í svari. HS orka á auk þess í nýtingaráætl- un rammaáætlunar Sveifluháls og Sandháls í Krýsuvík. Ef samkomulag næst við landeigandann, Hafnar- fjarðarbæ, verður farið í tilraunabor- anir fyrir áfangaskipta 100 MW jarð- varmavirkjun. Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður við- skiptaþróunar, bendir á að auk raf- orkuframleiðslunnar sé möguleiki á að ná allt að 200 MW af varma sem gæti nýst til að stórauka afhending- aröryggi á heitu vatni á höfuðborg- arsvæðinu. Þá er í tillögum verkefnastjórnar rammaáætlunar 3 gert ráð fyrir Austurengjum í nýtingarflokk sem talinn er álitlegur kostur. ON ekki með nýjar virkjanir Orka náttúrunnar er ekki með áætlanir um nýjar virkjanafram- kvæmdir á sínum orkvinnslusvæðum. Fyrirsjáanleg aukning er í orkuöflun Orku náttúrunnar á næstu árum með aukinni framleiðslu á heitu vatni í Nesjavallavirkjun og Hellisheiðar- virkjun. Í tillögum að rammaáætlun eru þrír kostir á svæðinu í nýting- arflokki, Hverahlíð II, Þverárdalur og Meitillinn. Samkvæmt upplýsing- um frá fyrirtækinu er nauðsynlegt fyrir Orku náttúrunnar að nýta þessi svæði til að svara aukinni eftirspurn eftir heitu vatni á höfuðborgarsvæð- inu og til þess að viðhalda fram- leiðslugetu rafmagns í virkjunum. Stækka Djúpadalsvirkjun Fallorka sem er dótturfélag Norð- urorku er að undirbúa kaup á viðbót- arvél fyrir Djúpadalsvirkjun. Mun hún auka aflgetu að vetri um 12% og árlega orkugetu um 7%. Djúpadals- virkjun er lítil þannig að á bak við 7% aukningu orkugetu er ekki mikil orka en viðbótin gæti verið komin fljótt í gagnið eða eftir rúmt ár. Fallorka er með rannsóknarleyfi vegna mikillar stækkunar Djúpadals- virkjunar, eða um 2-7 MW. Unnið er að ýmsum rannsóknum en talið raun- hæft að viðbótin gæti verið tilbúin eftir fimm til sex ár, ef vel gengur. Andri Teitsson framkvæmdastjóri bendir á að vatnsmiðlun nýju virkj- unarinnar myndi síðan nýtast þeim tveimur virkjunum sem þegar eru starfandi neðar í ánni. Vilja Hólmsárvirkjun Orkusalan, dótturfélag Rarik, er að skoða möguleika á virkjun vatns- afls og vinds ásamt möguleikum á afl- aukningu starfandi virkjana. Þá er fyrirtækið með fjölmörg rannsóknar- leyfi. Hólmsárvirkjun sem er 65 MW virkjun með miðlun við Atley hafnaði í biðflokki rammaáætlunar. Ágrein- ingur var í verkefnastjórn um þessa niðurstöðu og hefur Orkusalan lagt mikla áherslu á að fá þessu breytt og að virkjunin fari í nýtingarflokk. Til- lagan er nú til umfjöllunar á Alþingi og Magnús Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Orkusölunnar, bindur vonir við að virkjunin fái brautar- gengi. Orkusalan vinnur einnig að undir- búningi allt að 9,9 MW vindorkuvers við Lagarfossvirkjun á Héraði. Hamarsvirkjun fyrir austan Arctic Hydro, sem rekur Hóls- virkjun í Fnjóskadal og er að byggja Þverárvirkjun í Vopnafirði, er að undirbúa fleiri virkjanir. Stærsta verkefnið sem er í bígerð er Hamars- virkjun í Hamarsdal í Múlaþingi. Það yrði allt að 60 MW vatnsaflsvirkjun sem myndi fæða orku inn á tengivirki Landsnets við Teigarhorn. Verkefnið var til umfjöllunar í rammaáætlun. Skírnir Sigurbjörnsson fram- kvæmdastjóri bindur miklar vonir við að verkefnið verði sett í nýtingar- flokk. Bendir á að ekkert verkefni á Austurlandi sé í nýtingu. Ef allt gangi upp ætti að vera hægt að gang- setja Hamarsvirkjun eftir 6 til 8 ár. Arctic Hydro hefur hafið umhverf- ismatsferli vegna Geitdalsárvirkjunar í Múlaþingi. Hún verður allt að 9,9 MW vatnsaflsvirkjun og á að geta haf- ið framleiðslu eftir 4 til 6 ár. Er þetta virkjun með stýranlega orku, eins og fyrirhuguð Hamarsvirkjun, og bendir Skírnir á að það sé nauðsynlegt að hafa samhliða frekari uppbyggingu vindorkuvera og rennslisvirkjana. Miðast við afhendingaröryggi Orkubú Vestfjarða hefur á undan- förnum árum farið yfir möguleika til virkjunar á Vestfjörðum. Hafa meira en tíu valkostir verið skoðaðir, allt frá einu megawatti í uppsettu afli og upp í 30 MW. Úr þessu hefur verið vinsað enda margir kostir reynst óhag- kvæmir, miðað við núverandi orku- verð, og því verið lagðir til hliðar í bili. Meðal þeirra er Tröllárvirkjun sem tengist Glámu-hálendinu og Vattardal í Reykhólahreppi þótt hún hafi hlotið náð fyrir augum verkefnisstjórnar 4. áfanga rammaáætlunar. Elías Jónat- ansson orkubússtjóri segir að síðustu árin hafi verið lögð aukin áhersla á valkosti sem hefðu afgerandi áhrif á afhendaröryggi svæðanna. Tveir orkukostir eru sérstaklega til skoðun- ar nú, að hans sögn. Annar er Kvísl- artunguvirkjun í Steingrímsfirði, 9,7 MW. Orkubúið hefur rannsóknarleyfi og yrði virkjunin mikilvægt innlegg í að bæta afhendingaröryggi á Strönd- um. Elías telur raunhæft að koma virkjuninni í rekstur innan 5-7 ára, miðað við að leyfisferli gangi eðlilega fyrir sig. Þá er Orkubúið með 20-30 MW Vatnsfjarðarvirkjun til skoðunar, eins og komið hefur fram, og sótt um rann- sóknarleyfi vegna hennar. Elías segir að virkjunin gæti haft afgerandi áhrif á afhendingaröryggi raforku á Vest- fjörðum þar sem hún yrði tengd inn á afhendingarstað Landsnets við Mjólká í Arnarfirði. Virkjunin er inn- an friðlands og þarf að breyta friðlýs- ingarskilmálum til þess að unnt sé að taka hana til umfjöllunar í ramma- áætlun. Orkubúið telur raunhæft að koma virkjuninni í rekstur innan tíu ára. Lítið er í spilunum næstu árin Nokkrir orkukostir næstu ára Uppsett afl Gæti verið Landsvirkjun: MW tilbúið Hvammsvirkjun 95 2027 Þeistareykjavirkjun – stækkun 50-60 2026-27 Virkjanir í Blönduveitu 30-35 Blöndulundur 100 Búrfellslundur 120 HS orka: Reykjanesvirkjun – stækkun 30 2023 Svartsengi – stækkun 22 2025 Svartsengi – frekari stækkun 20 Sveifluháls í Krýsuvík 100 Fallorka: Djúpadalsvirkjun – stækkun 0,2 2023 Djúpidalur 2-7 2027-28 Orkusalan: Hólmsárvirkjun (Atley) 65 Lagarfoss – vindur 10 Arctic Hydro: Hamarsvirkjun 60 2028-30 Þverárvirkjun 6 2022 Geitdalsárvirkjun 9,9 2025-26 Orkubú Vestfjarða: Kvíslartunguvirkjun 9,7 2027-28 Vatnsfjarðarvirkjun 20-30 2032 Zephyr Iceland,4 staðir 600 2026 Qair Iceland, 4 staðir 550 2027 24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Zephyr Iceland og Qair Iceland, stóru vindorku- fyrirtækin sem vilja ryðja sér til rúms hér á landi, eru með í undirbúningi á ýmsum stigum tugi vind- orkugarða um allt land. Engin af staðsetningum þeirra hefur þó hlotið náð fyrir augum verkefn- isstjórna rammaáætlunar. Aðeins einn kosturinn, Sólheimar í Dalabyggð sem Qair stendur fyrir, komst í biðflokk í fyrstu tillögum verkefn- isstjórnar 4. áfanga rammaáætlunar og vonast fyrirtækið til að viðbótarupplýsingar leiði till þess að hann verði færður í nýtingu. Hinir kostirnir komast ekki á blað. Nokkrir vindorkukostir annarra fyrirtækja hafa þó komist í nýtingarflokk í óafgreiddum til- lögum. Það eru Blöndulundur Landsvirkjunar, Garpsdalur í Dalabyggð sem EM orka ber fram, Alviðra á Grjóthálsi í Borgarfirði sem landeig- endur vinna að og loks Vindheimavirkjun í Hörg- árbyggð á vegum Fallorku. Síðastnefndi kost- urinn hefur hins vegar verið lagður á hilluna í bili vegna almennrar andstöðu sveitarstjórnar gegn nýtingu vindorku. Tugur staða til athugunar Zephyr Iceland telur sig hafa raunhæfa mögu- leika til koma upp aðstöðu til að nýta verulegt vindafl á næstu 5-10 árum og gæti með því mætt stórum hluta eftirspurnar eftir raforku vegna orkuskipta með umhverfisvænni orku á sam- keppnishæfu verði. Fyrirtækið er með um tug staða til athugunar. Þar af er hafið umhverfismat á fjórum stöðum og vindmælingar hafa verið gerðar í tvö ár á einum stað. Gera má ráð fyrir að uppsett afl sé í heildina nærri 600 MW. Ketill Sigurjónsson framkvæmdastjóri telur mögulegt að koma vindorkugörðunum í rekstur sumarið 2025 en tekur fram að vegna tafa sem stundum vilja verða í stjórnsýslunni megi gera ráð fyrir að raunhæfara sé að miða við sumarið 2026, í fyrsta lagi. Fyrst yrði virkjað þar sem litlar viðbótarframkvæmdir þurfi við flutningskerfið til að koma orkunni til notenda. Ketill bendir á að fljótlega þurfi að eyða óvissu um það hvaða reglur og verð muni gilda hér um jöfnunarafl. Landsvirkjun gegnir þar lykilhlut- verki vegna stórra vatnsaflsvirkjana og miðl- unarlóna. Qair með fjórar virkjanir Qair er með fjórar vindaflsvirkjanir í undirbún- ingi og verða þær tilbúnar innan fimm ára, ef leyfi fást, samkvæmt upplýsingum Tryggva Þórs Her- bertssonar framkvæmdastjóra. Uppsett afl kost- anna er samtals um 550 MW. Fyrirtækið er einnig helmingshluthafi í Hábæ ehf. sem áformar end- urreisn vindmylla í Þykkvabæ og undirbýr upp- setningu nýs vindorkugarðs þar. helgi@mbl.is Vindorkufyrirtækin bjóða fram á annað þúsund megawött - Orkufyrirtækin stór og smá eru með ýmislegt á prjónunum - Þeir sem vilja beisla vindinn eru stór- tækastir - Lítið bætist við á allra næstu árum en nýjar virkjanir gætu hafið framleiðslu eftir nokkur ár Morgunblaðið/RAX Jarðvarmavirkjun Eina verulega aukningin í orkuöflun á allra næstu árum er viðbót við Reykjanesvirkjun sem kemst í gagnið á næsta ári. Áform um orkuöflun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.