Morgunblaðið - 17.03.2022, Síða 24

Morgunblaðið - 17.03.2022, Síða 24
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þegar grannt er skoðað eru töluverð- ir möguleikar til að auka orkuöflun í landinu, til að mæta þörfum vegna orkuskipta í samgöngum og aukinni eftirspurn eftir grænni orku. Ekki eru þó mörg verkefni að skila orku á allra næstu árum því það tekur tíma að undirbúa og byggja virkjanir. Þá eru ýmsar hindranir í kerfinu sem tefja fyrir. Einu nýju virkjanirnar sem komast í gagnið á þessu og næsta ári eru Þverárvirkjun sem er smávirkjun í Vopnafirði og stækkun Reykjanes- virkjunar. Ekki er von til að aðrar virkjanir, sem eitthvað kveður að, komist í gagnið fyrr en eftir fjögur til tíu ár. Hindranirnar felast í seinvirku leyfisveitingaferli, því stoppi sem rammaáætlun er í og óvissu um um- gjörð nýtingar vindorku. Ljóst er að vindorkugarðar gætu komið með mikla orku á samkeppnishæfu verði á næstu árum, ef niðurstaða fæst um hvar megi byggja slíkar virkjanir. Kynnt hefur verið frumvarp til breyt- ingar á lögum um rammaáætlun. Nái það fram að ganga þarf stækkun á starfandi virkjun ekki að fara í gegn- um rammaáætlun, ef hún fer fram á þegar röskuðu svæði. Getur þetta flýtt uppbyggingu á vissum stöðum, án þess að það bitni á umhverfinu. Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skilaði nýlega skýrslu þar sem fram kom að þörf væri á að tvöfalda orkuframleiðslu hér á landi til að standa undir orku- skiptum og áframhaldandi hagvexti. Það samsvarar því að byggja þurfi eina rúmlega 100 MW virkjun á ári. Leitað var til helstu orkufyrirtækja um hvaða möguleika þau telja sig hafa til að taka þátt í þessu, á næstu fimm til tíu árum. Hvammur og Þeistareykir Hvammsvirkjun, 95 MW virkjun í neðri hluta Þjórsár, er það orkuöfl- unarverkefni Landsvirkjunar sem virðist komið lengst í undirbúningi. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að vonast er til að hægt verði að hefja framkvæmdir á virkjunarstað fyrir lok þessa árs og að virkjunin verði gangsett á árinu 2027. Stækkun jarð- gufuvirkjunarinnar á Þeistareykjum um 50-60 MW er einnig komin langt í undirbúningi og gæti komist í gagnið 4-5 árum eftir að ákveðið verður að virkja. Þriðja verkefnið er að reisa þrjár litlar aflstöðvar á veituleið Blönduvirkjunar, samtals 30-35 MW. Með því yrði nýtt betur fallið frá Blöndulóni og niður undir Blöndu- stöð. Það verkefni er í bið vegna tak- markana í flutningskerfi raforku. Landsvirkjun er einnig með augun á vindorkunni og hefur gert áætlanir um Blöndulund við Blönduvirkjun og Búrfellslund við Búrfellsvirkjun. Hvort verkefni fyrir sig verður með 100-120 MW uppsett afl. Blöndu- lundur er í nýtingarflokki í tillögum verkefnisstjórnar 3. áfanga ramma- áætlunar sem enn eru óafgreiddar á Alþingi. Það verkefni er hins vegar undir sömu sök selt og stækkun Blönduvirkjunar, ekki er hægt að koma rafmagninu á markað. Búrfells- lundur fór í biðflokk rammaáætlunar og þrátt fyrir að verkefnið hafi verið endurhannað með tilliti til athuga- semda sem fram komu á fyrri stigum losnaði hann ekki úr herkvínni í fyrstu tillögum 4. rammaáætlunar. Vert er að nefna til viðbótar afl- aukningarverkefni Landsvirkjunar. Aflstöðvar fyrirtækisins eru keyrðar nánast á uppsettu afli. Það skapar erfiðleika, ekki síst vegna þess að sveiflur í notkun eru að aukast. Landsvirkjun er með áform um að auka aflið í stöðvunum í Tungnaá um 100 MW, í fyrsta áfanga, en það mun litlu bæta við orkuna eða aðeins um 5- 10 gígawattstundum. Þetta stærsta orkufyrirtæki landsins vinnur vita- skuld að fjölda annarra orkukosta þar sem bæði er litið til skemmri tíma og lengri. Reykjanes og Svartsengi HS orka er að stækka Reykjanes- virkjun um 30 megawött og er stefnt að því að orkan þaðan komi inn á raf- orkukerfið eftir ár. Samkvæmt upp- lýsingum Tómasar Más Sigurðssonar forstjóra er stækkun jarðvarma- stöðvarinnar í Svartsengi næst á dag- skrá. Öll leyfi eru fyrir hendi til að stækka hana um 22 MW, upp í 85 MW, og gæti viðbótin komist í gagnið í byrjun árs 2025. „Við teljum okkur geta stækkað Svartsengi mun meira, eða allt upp í 105 MW, en eins og lög- in eru í dag þyrftum við að leggja þá stækkun fyrir rammaáætlun,“ segir Tómas Már í svari. HS orka á auk þess í nýtingaráætl- un rammaáætlunar Sveifluháls og Sandháls í Krýsuvík. Ef samkomulag næst við landeigandann, Hafnar- fjarðarbæ, verður farið í tilraunabor- anir fyrir áfangaskipta 100 MW jarð- varmavirkjun. Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður við- skiptaþróunar, bendir á að auk raf- orkuframleiðslunnar sé möguleiki á að ná allt að 200 MW af varma sem gæti nýst til að stórauka afhending- aröryggi á heitu vatni á höfuðborg- arsvæðinu. Þá er í tillögum verkefnastjórnar rammaáætlunar 3 gert ráð fyrir Austurengjum í nýtingarflokk sem talinn er álitlegur kostur. ON ekki með nýjar virkjanir Orka náttúrunnar er ekki með áætlanir um nýjar virkjanafram- kvæmdir á sínum orkvinnslusvæðum. Fyrirsjáanleg aukning er í orkuöflun Orku náttúrunnar á næstu árum með aukinni framleiðslu á heitu vatni í Nesjavallavirkjun og Hellisheiðar- virkjun. Í tillögum að rammaáætlun eru þrír kostir á svæðinu í nýting- arflokki, Hverahlíð II, Þverárdalur og Meitillinn. Samkvæmt upplýsing- um frá fyrirtækinu er nauðsynlegt fyrir Orku náttúrunnar að nýta þessi svæði til að svara aukinni eftirspurn eftir heitu vatni á höfuðborgarsvæð- inu og til þess að viðhalda fram- leiðslugetu rafmagns í virkjunum. Stækka Djúpadalsvirkjun Fallorka sem er dótturfélag Norð- urorku er að undirbúa kaup á viðbót- arvél fyrir Djúpadalsvirkjun. Mun hún auka aflgetu að vetri um 12% og árlega orkugetu um 7%. Djúpadals- virkjun er lítil þannig að á bak við 7% aukningu orkugetu er ekki mikil orka en viðbótin gæti verið komin fljótt í gagnið eða eftir rúmt ár. Fallorka er með rannsóknarleyfi vegna mikillar stækkunar Djúpadals- virkjunar, eða um 2-7 MW. Unnið er að ýmsum rannsóknum en talið raun- hæft að viðbótin gæti verið tilbúin eftir fimm til sex ár, ef vel gengur. Andri Teitsson framkvæmdastjóri bendir á að vatnsmiðlun nýju virkj- unarinnar myndi síðan nýtast þeim tveimur virkjunum sem þegar eru starfandi neðar í ánni. Vilja Hólmsárvirkjun Orkusalan, dótturfélag Rarik, er að skoða möguleika á virkjun vatns- afls og vinds ásamt möguleikum á afl- aukningu starfandi virkjana. Þá er fyrirtækið með fjölmörg rannsóknar- leyfi. Hólmsárvirkjun sem er 65 MW virkjun með miðlun við Atley hafnaði í biðflokki rammaáætlunar. Ágrein- ingur var í verkefnastjórn um þessa niðurstöðu og hefur Orkusalan lagt mikla áherslu á að fá þessu breytt og að virkjunin fari í nýtingarflokk. Til- lagan er nú til umfjöllunar á Alþingi og Magnús Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Orkusölunnar, bindur vonir við að virkjunin fái brautar- gengi. Orkusalan vinnur einnig að undir- búningi allt að 9,9 MW vindorkuvers við Lagarfossvirkjun á Héraði. Hamarsvirkjun fyrir austan Arctic Hydro, sem rekur Hóls- virkjun í Fnjóskadal og er að byggja Þverárvirkjun í Vopnafirði, er að undirbúa fleiri virkjanir. Stærsta verkefnið sem er í bígerð er Hamars- virkjun í Hamarsdal í Múlaþingi. Það yrði allt að 60 MW vatnsaflsvirkjun sem myndi fæða orku inn á tengivirki Landsnets við Teigarhorn. Verkefnið var til umfjöllunar í rammaáætlun. Skírnir Sigurbjörnsson fram- kvæmdastjóri bindur miklar vonir við að verkefnið verði sett í nýtingar- flokk. Bendir á að ekkert verkefni á Austurlandi sé í nýtingu. Ef allt gangi upp ætti að vera hægt að gang- setja Hamarsvirkjun eftir 6 til 8 ár. Arctic Hydro hefur hafið umhverf- ismatsferli vegna Geitdalsárvirkjunar í Múlaþingi. Hún verður allt að 9,9 MW vatnsaflsvirkjun og á að geta haf- ið framleiðslu eftir 4 til 6 ár. Er þetta virkjun með stýranlega orku, eins og fyrirhuguð Hamarsvirkjun, og bendir Skírnir á að það sé nauðsynlegt að hafa samhliða frekari uppbyggingu vindorkuvera og rennslisvirkjana. Miðast við afhendingaröryggi Orkubú Vestfjarða hefur á undan- förnum árum farið yfir möguleika til virkjunar á Vestfjörðum. Hafa meira en tíu valkostir verið skoðaðir, allt frá einu megawatti í uppsettu afli og upp í 30 MW. Úr þessu hefur verið vinsað enda margir kostir reynst óhag- kvæmir, miðað við núverandi orku- verð, og því verið lagðir til hliðar í bili. Meðal þeirra er Tröllárvirkjun sem tengist Glámu-hálendinu og Vattardal í Reykhólahreppi þótt hún hafi hlotið náð fyrir augum verkefnisstjórnar 4. áfanga rammaáætlunar. Elías Jónat- ansson orkubússtjóri segir að síðustu árin hafi verið lögð aukin áhersla á valkosti sem hefðu afgerandi áhrif á afhendaröryggi svæðanna. Tveir orkukostir eru sérstaklega til skoðun- ar nú, að hans sögn. Annar er Kvísl- artunguvirkjun í Steingrímsfirði, 9,7 MW. Orkubúið hefur rannsóknarleyfi og yrði virkjunin mikilvægt innlegg í að bæta afhendingaröryggi á Strönd- um. Elías telur raunhæft að koma virkjuninni í rekstur innan 5-7 ára, miðað við að leyfisferli gangi eðlilega fyrir sig. Þá er Orkubúið með 20-30 MW Vatnsfjarðarvirkjun til skoðunar, eins og komið hefur fram, og sótt um rann- sóknarleyfi vegna hennar. Elías segir að virkjunin gæti haft afgerandi áhrif á afhendingaröryggi raforku á Vest- fjörðum þar sem hún yrði tengd inn á afhendingarstað Landsnets við Mjólká í Arnarfirði. Virkjunin er inn- an friðlands og þarf að breyta friðlýs- ingarskilmálum til þess að unnt sé að taka hana til umfjöllunar í ramma- áætlun. Orkubúið telur raunhæft að koma virkjuninni í rekstur innan tíu ára. Lítið er í spilunum næstu árin Nokkrir orkukostir næstu ára Uppsett afl Gæti verið Landsvirkjun: MW tilbúið Hvammsvirkjun 95 2027 Þeistareykjavirkjun – stækkun 50-60 2026-27 Virkjanir í Blönduveitu 30-35 Blöndulundur 100 Búrfellslundur 120 HS orka: Reykjanesvirkjun – stækkun 30 2023 Svartsengi – stækkun 22 2025 Svartsengi – frekari stækkun 20 Sveifluháls í Krýsuvík 100 Fallorka: Djúpadalsvirkjun – stækkun 0,2 2023 Djúpidalur 2-7 2027-28 Orkusalan: Hólmsárvirkjun (Atley) 65 Lagarfoss – vindur 10 Arctic Hydro: Hamarsvirkjun 60 2028-30 Þverárvirkjun 6 2022 Geitdalsárvirkjun 9,9 2025-26 Orkubú Vestfjarða: Kvíslartunguvirkjun 9,7 2027-28 Vatnsfjarðarvirkjun 20-30 2032 Zephyr Iceland,4 staðir 600 2026 Qair Iceland, 4 staðir 550 2027 24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Zephyr Iceland og Qair Iceland, stóru vindorku- fyrirtækin sem vilja ryðja sér til rúms hér á landi, eru með í undirbúningi á ýmsum stigum tugi vind- orkugarða um allt land. Engin af staðsetningum þeirra hefur þó hlotið náð fyrir augum verkefn- isstjórna rammaáætlunar. Aðeins einn kosturinn, Sólheimar í Dalabyggð sem Qair stendur fyrir, komst í biðflokk í fyrstu tillögum verkefn- isstjórnar 4. áfanga rammaáætlunar og vonast fyrirtækið til að viðbótarupplýsingar leiði till þess að hann verði færður í nýtingu. Hinir kostirnir komast ekki á blað. Nokkrir vindorkukostir annarra fyrirtækja hafa þó komist í nýtingarflokk í óafgreiddum til- lögum. Það eru Blöndulundur Landsvirkjunar, Garpsdalur í Dalabyggð sem EM orka ber fram, Alviðra á Grjóthálsi í Borgarfirði sem landeig- endur vinna að og loks Vindheimavirkjun í Hörg- árbyggð á vegum Fallorku. Síðastnefndi kost- urinn hefur hins vegar verið lagður á hilluna í bili vegna almennrar andstöðu sveitarstjórnar gegn nýtingu vindorku. Tugur staða til athugunar Zephyr Iceland telur sig hafa raunhæfa mögu- leika til koma upp aðstöðu til að nýta verulegt vindafl á næstu 5-10 árum og gæti með því mætt stórum hluta eftirspurnar eftir raforku vegna orkuskipta með umhverfisvænni orku á sam- keppnishæfu verði. Fyrirtækið er með um tug staða til athugunar. Þar af er hafið umhverfismat á fjórum stöðum og vindmælingar hafa verið gerðar í tvö ár á einum stað. Gera má ráð fyrir að uppsett afl sé í heildina nærri 600 MW. Ketill Sigurjónsson framkvæmdastjóri telur mögulegt að koma vindorkugörðunum í rekstur sumarið 2025 en tekur fram að vegna tafa sem stundum vilja verða í stjórnsýslunni megi gera ráð fyrir að raunhæfara sé að miða við sumarið 2026, í fyrsta lagi. Fyrst yrði virkjað þar sem litlar viðbótarframkvæmdir þurfi við flutningskerfið til að koma orkunni til notenda. Ketill bendir á að fljótlega þurfi að eyða óvissu um það hvaða reglur og verð muni gilda hér um jöfnunarafl. Landsvirkjun gegnir þar lykilhlut- verki vegna stórra vatnsaflsvirkjana og miðl- unarlóna. Qair með fjórar virkjanir Qair er með fjórar vindaflsvirkjanir í undirbún- ingi og verða þær tilbúnar innan fimm ára, ef leyfi fást, samkvæmt upplýsingum Tryggva Þórs Her- bertssonar framkvæmdastjóra. Uppsett afl kost- anna er samtals um 550 MW. Fyrirtækið er einnig helmingshluthafi í Hábæ ehf. sem áformar end- urreisn vindmylla í Þykkvabæ og undirbýr upp- setningu nýs vindorkugarðs þar. helgi@mbl.is Vindorkufyrirtækin bjóða fram á annað þúsund megawött - Orkufyrirtækin stór og smá eru með ýmislegt á prjónunum - Þeir sem vilja beisla vindinn eru stór- tækastir - Lítið bætist við á allra næstu árum en nýjar virkjanir gætu hafið framleiðslu eftir nokkur ár Morgunblaðið/RAX Jarðvarmavirkjun Eina verulega aukningin í orkuöflun á allra næstu árum er viðbót við Reykjanesvirkjun sem kemst í gagnið á næsta ári. Áform um orkuöflun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.