Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Margrét Þóra Þórsdóttir maggath61@simnet.is „Við erum alltaf opin fyrir nýj- ungum og hér er sífellt verið að þróa eitthvað nýtt og skemmtilegt,“ segir Sigrún Hulda Jónsdóttir, skólastjóri á heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi. Undanfarið eitt og hálft ár hefur leikskólinn haldið sex land- námshænur sem börnin hjálpast að við að hugsa um á skólatíma og með foreldrum um helgar og á helgidög- um. Heilsustefna í daglegu starfi Urðarhóll er að sögn Sigrúnar fyrsti heilsuleikskóli landsins. Árið 1995 setti þáverandi leikskólastjóri, Unnur Stefánsdóttir, ásamt kenn- urum fram skólastefnu sem hafði að markmiði að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun. „Ég var svo heppin að byrja minn starfsferil hjá Unni heitinni og tók þátt í því að móta og þróa heilsustefnuna,“ segir Sigrún. Alls starfa nú 23 leikskólar um landið eftir stefnunni. „Við teljum að auka megi vellíðan barna með hollum mat, mikilli hreyf- ingu og útiveru. Sköpun er einnig góð aðferð til að fá útrás fyrir tilfinn- ingar sínar, með söng, leiklist, dansi og að skapa óhindrað úr verðlausum og opnum efnivið,“ segir Sigrún. All- ir þættir heilsustefnunnar fléttast inn í daglegt leikskólastarf, mikil áhersla er lögð á holla og góða nær- ingu og sem minnst af viðbótarfitu, -sykri eða -salti í matnum. Í hreyf- ingunni er stefnt að aukinni sam- hæfingu, jafnvægi, krafti og þori auk þess að styrkja sjálfsmynd, auðvelda samskipti og læra hugtök. Hvað sköpun varðar er í Urðarhól áhersla á að örva tjáningu og auka hugmyndaflug og sköpunargleði barnanna. Í Urðarhóli er horft til nýbreytni og þróunarstarfs. Í leik- skólanum er unnið að margvíslegum verkefnum sem til framþróunar séu í starfinu. Sigrún nefnir sem dæmi verkefnin börn og tónlist, starfa- galdur, leik að bókum, útinám og textílmennt auk sjálfbærniverkefnis sem gengur út á að halda landnáms- hænur. Það verkefni segir hún að gangi meðal annars út á að sporna gegn matarsóun, hænurnar fá af- gangsmat og þær gefa af sér egg sem nýtt eru á leikskólanum og heima um helgar og á helgidögum hjá börnunum. „Hænurnar hafa glætt starfið okkar mikið og eflt samstarf við for- eldra barnanna,“ segir hún. Hænsnahald slegið í gegn Foreldrar lögðu hönd á plóg þeg- ar hænsnakofanum var komið upp en allt starf við það var unnið í sjálf- boðaliðavinnu þeirra. Þá hafa for- eldrar komið sterkt inn í umhirðu hænsnanna um helgar og yfir helgi- daga. „Við skiptum þessu upp á milli deilda, hver deild hefur ákveðinn tíma til að hugsa um hænurnar, opna á morgnana, þrífa og taka eggin. Fyrir helgar auglýsum við eftir sjálfboðaliðum og skemmst er frá því að segja að það fyllist allt á auga- bragði, svo mikill er áhuginn. Það má segja að hænsnahaldið hafi al- gjörlega slegið í gegn og þó að við höfum haft þær þetta lengi hefur áhuginn á umhirðunni um helgar ekkert minnkað,“ segir Sigrún skólastjóri Hænur glæða skólastarf - Egg á Urðarhóli - Fyrsti heilsuleikskóli landsins er í Kópavogi - Jafnvægi, kraftur, þor og styrkari sjálfsmynd Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Búskapur Hænsnahaldið hefur algjörlega slegið í gegn meðal nemenda og foreldra,“ segir Sigrún skólastjóri . EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI215 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI95 VERKFÆRI ALVÖRU Því án verslunar er lítið að sækja. Miðbæjarfélagið í Reykjavík telur að núverandi götulokunar stefna sé glapræði enda hefur hún sannað það með skelfilegum afleiðingum. Það verður að snúa þessari öfugþróun við og gera Laugaveg aftur að þeirri glæsilegu og skemmtilegu verslunargötu sem hún var og allt iðaði af lífi. Fjölbreytt úrval verslanna af öllum stærðum og gerðum gáfu götunni líflegt og skemmtilegt yfirbragð. Við treystum Ragnhildi Öldu til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík til sigurs og verða sá leiðtogi sem flokkurinn þarf á að halda og sem borgarstjóra sem Reykjavík þarf á að halda með margfalt auknu samstarfi við íbúa borgarinnar og rekstraraðila. Þess vegna styðjum við Ragnhildi Öldu Miðbæjarfélagið í Reykjavík lýsir yfir fullum stuðningi við Ragnhildi Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18. og 19. mars næstkomandi. Ragnhildur Alda hefur leitast við að kynna sér þá grafalvarlegu stöðu sem komin er upp í verslun í miðbænum og þá sérstaklega á Laugavegi vegna götulokana, ört fækkandi bílastæða og hefts aðgengis. Ragnhildur Alda er sammála okkur um að það er sjálfsagt mál að loka götum á góðviðrisdögum um sumarið og þegar viðburðir eru sem draga að margt fólk og að götulokun á ekki einungis að vera á valdi stjórnmálamanna eða embættismanna, heldur þurfa raddir þeirra sem reka sín fyrirtæki þar, hafa sína lífsafkomu þar og skapa atvinnu þar að hafa mun meira vægi í ákvarðanatökunni. Þess vegna styðjum við Ragnhildi Öldu Í illviðri og ófærð undanfarinna vikna hefur mikið mætt á starfsfólki Vega- gerðarinanr sem svarar í upplýsinga- símann 1777. Fram kemur á vefsíðu Vegagerðar- innar að þangað sækja landsmenn mikið þegar ótíð er líkt og verið hefur undanfarnar vikur. Greint er frá því að á einum degi í lok febrúar bárust 1.649 símtöl í upp- lýsingasímann og þann sama dag svar- aði einn starfsmaður alls 375 símtölum. „Þetta var hinn 28. febrúar en þann mánuð bárust ríflega 18.000 símtöl til umferðarþjónustunnar, sem er meira en tvöfalt fleiri en í janúar sem þó voru mörg miðað við venjubundið árferði, eða rétt um 7.300. Í mars hafa nú bor- ist 4.229 símtöl þegar mánuðurinn er u.þ.b. hálfnaður,“ segir í umfjöllun um þetta á vefsíðu Vegagerðarinnar. omfr@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ófærð Á einum degi í lok febrúar bárust starfsfólki Vegagerðarinnar 1.649 símtöl í upplýsingasímann 1777. Í mars hafa nú borist 4.229 símtöl. Svaraði 375 símtöl- um á einum degi - 18 þúsund símtöl í 1777 í febrúar ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.