Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 ✝ Sigríður Þóra Helgadóttir fæddist að Helgu- söndum undir Eyja- fjöllum 3. sept- ember 1926. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Grund í Reykjavík þann 4. mars 2022. For- eldrar hennar voru hjónin Helgi Jón- asson bóndi, f. 7.5. 1894, d. 4.1. 1987, og Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16.11. 1889, d. 8.10. 1980. Þau bjuggu að Helgusöndum og síð- ar Seljalandsseli undir Eyjafjöll- um. Systkini Sigríðar voru þau Ólafur Jónas, Halldóra Guðrún, andvana fætt stúlkubarn, Guð- björg Jónína og Sigurður Guð- berg. Hálfbróðir Sigríðar, sam- feðra, var Elimar, og uppeldis- bróðir var Sigurður Sigurþórsson sem er nú einn eft- irlifenda þeirra systkina. Sigríður giftist 17.10. 1946 Herbert Jóhanni Sveinbjörns- syni frá Vestmannaeyjum, f. 9.7. 1925, d. 12.1. 1984. Foreldrar Herberts voru hjónin Svein- björn Ágúst Benónýsson, f. 8.8. 1892, og Hindrika Júlía Helga- dóttir, f. 2.7. 1894. Börn Sigríð- ar og Herberts eru: 1) Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir, f. 1992. 4) Gunnar, f. 30.5. 1958, maki Sig- rún Einarsdóttir, f. 3.7. 1961, börn: Hrund, f. 1984, maki Ólaf- ur Gylfason, f. 1986, börn: Al- mar Andri Arnarsson, f. 2008, Úlfur Logi Arnarsson, f. 2010, Bergrós Eva Ólafsdóttir, f. 2018, Hugrún Anna Ólafsdóttir, f. 2021. Kári, f. 1989, maki Juliet Nampala, f. 1986. Sigríður fluttist að Selja- landsseli með foreldrum sínum átta ára gömul. Þar vann hún öll almenn sveitastörf þar til hún var 19 ára, en þá fór hún til starfa í Vestmannaeyjum, þar sem hún kynntist eiginmanni sínum, Herbert Jóhanni Svein- björnssyni. Árið 1961 flytur Sig- ríður frá Vestmannaeyjum upp á land með börnin þegar þau Herbert skildu. Hún fer til starfa hjá Kaupfélagi Rang- æinga á Rauðalæk til að taka að sér mötuneyti kaupfélagsins þar. Árið 1965 flytur hún til Þorlákshafnar og starfar þá í mötuneyti Meitilsins hf. Þar býr hún með börnum sínum að Skál- holtsbraut 13. Árið 1980, þegar kom að því að börnin voru flogin úr hreiðrinu, ákveður Sigríður að flytja til Reykjavíkur. Strax hóf hún þá störf á Landakots- spítala og sinnti þar ýmsum störfum þar til hún fór á eft- irlaun árið 1996. Útför Sigríðar Þóru fer fram frá Garðakirkju í dag, 17. mars 2022, kl. 13. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat Helga, f. 5.10. 1946, maki Guðmundur Þ. Halldórsson, f. 3.8. 1944, börn: Henrý Berg, f. 1967, börn: a) Helga Sara, f. 1987, maki Arnar Björns- son, f. 1985, börn: Emil Aron og Adam Darri, b) Viktoría Berg, f. 1996, maki Bjarki Þór Guðmundsson, f. 1997, c) Grétar Berg, f. 2006. Victor Berg, f. 1970, maki Hildigunnur Gísladóttir, f. 1969, börn: Sóley Berg, f. 1998, maki Birkir F. Snævarsson, f. 1995, Svanhvít Berg, f. 2002. Leó Berg, f. 1977. 2) Henný Júlía, f. 14.5. 1952, maki Reynir Sigurjónsson, f. 23.6. 1951, börn: Heiður, f. 1972, börn: Gabriel Gauti Einarsson, f. 1996, Hekla Júlía Kristinsdóttir, f. 2004, Þórunn Dúna Kristins- dóttir, f. 2005, Tómas Tumi Kristinsson, f. 2008. Sigríður, f. 1981, maki Michael Erinfolami, f. 1984. 3) Ágústa Benný, f. 25.9. 1956, maki Eyþór Björgvinsson, f. 31.3. 1953, d. 22.7. 2021, börn: Eyþór Ingi, f. 1979, maki Inga R. Bachmann, f. 1980; börn: Gróa Laufey, f. 2013. Ásta, f. 1982. Finnur Már, f. 1994, maki Björg Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Ég flyt þér, móðir, þakkir þús- undfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæði mitt. Er Íslands mestu mæður verða tald- ar, þá mun það hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé þitt hús, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Takk mamma og tengda- mamma fyrir samfylgdina í gegnum lífið. Henný og Reynir. Elsku mamma, ég á þér allt að þakka. Mildin þín var skjólið og skjöldur yfir mig. Þú svæfðir unga drenginn, svo falleg og blíð, og tókst mínu svari þegar bjátaði á. Þú hvattir mig til dáða, þér fannst ég gæti allt. Það var gott veganesti fyrir ungan mann. Agi þinn og hrósið kenndi mér dug, þú gerðir til mín kröfur, ég hafði gott af því, ég vissi að innst var mildin sem móðurhjartað á, og alltaf var allt fyrirgefið, okkar beggja mál. Nú kveð ég þig mamma, takk fyrir allt. Elsku besta mamma, takk fyrir allt. Gunnar Herbertsson. Í dag er hún Sigríður Þóra tengdamóðir mín borin til graf- ar. Ég var ung að árum þegar ég kom fyrst í heimsókn með Gunnari á Skálholtsbraut í Þor- lákshöfn. Þetta var að sumar- lagi, húsið var fallegt og við það var afskaplega fallegur garður sem bar vott um mikla natni og umhyggju húsráðanda en Sig- ríður var hörkudugleg og mikill fagurkeri. Hún hafði komið sér og börnum sínum upp fallegu heimili í einbýlishúsi sem hún hafði keypt fokhelt og gert fal- legt með góðri aðstoð Sigga bróður síns og fleiri góðra manna. Sigríður var alla tíð mikið fyrir að hafa fínt í kringum sig. Hún var dugleg að ferðast til útlanda, hafði gaman af söng, og söng með kór Hrafnistu á efri árum ásamt því að hafa un- un af því að dansa og sýndi meðal annars línudans. Hún fylgdist vel með tískunni og lagði mikið upp úr því að vera vel tilhöfð. Hún hafði næmt auga fyrir fallegum fötum og spurði oft hvort maður væri í nýjum fötum og hvar hún gæti fengið svona. Þetta gerði hún allt til hinstu stundar á nítug- asta og sjötta aldursári. Sigríður var dugleg að koma börnum sínum á legg og til menntunar. Hún átti það til að vera, að mér fannst, frekar hörð og ósveigjanleg. Þegar ég ræddi þetta einhverju sinni þá sagði hún að hún hefði ekki verið svona þegar hún var yngri en hún hefði þurft að berjast fyrir sínu í gegnum lífið. Það er því umhugsunarefni fyrir okkur yngri konur að minnast þess að það var ekki sjálfgefið að ein- stæð móðir á þeim tíma sem Sigríður lifði hefði getað komið sér og sínum svo vel áfram sem raun ber vitni. Við vorum ekki alltaf sammála og stundum rök- ræddum við hlutina og þá sagði hún einhverju sinni við mig að ég væri alveg ágæt, þetta væri á við sálfræðitíma. Ég vil þakka tengdamóður minni fyrir góð kynni og sam- fylgd síðastliðin 45 ár, hvíl í friði elsku Sigríður. Þín tengdadóttir, Sigrún Einarsdóttir. Elsku amma mín. Sannkallað kjarnorkukvendi varstu kellan mín enda hefurðu lifað tímana tvenna og farið allar mögulegar fjallabaksleiðir á kortinu. Rudd- ir sannarlega brautir kvenfrels- is, sem reyndar fóru fram úr áætlunum fórnarkostnaðar, og kölluðu á hugrekki, seiglu og kalt mat þess tíma og tíðaranda. Eins og ég skutlaði þér stundum á dansiböll hér áður þá var ég að sækja mínar dömur á fyrsta dansiball ársins einmitt þegar þú smelltir á þig allra fín- ustu spariskónum og hvarfst á braut inn í ljósið og í faðm þeirra sem biðu þín spennt handan víddarinnar sem við dveljum í núna – nokkuð stór hópur og sennilega fleiri von- biðlar en þú hefur ráðið við eða kosið. Þið finnið út úr því þarna út frá. Þú þekktir jú kvenna best víddirnar og talaðir oft um þann hæfileika þinn sem þú vildir síð- ur næra, en þurftir á stundum að sinna fólki að handan sem vildi bráðnauðsynlega koma til þín, eða í gegn um þig, skila- boðum úr hinni víddinni. Eitt- hvað af þessum eiginleika hefur skilað sér til afkomenda og ég leitaði mjög oft til þín til að ráða eða ræða draumana mína, spá í bolla eða spil yfir sterku kaffi og kannski einum eða tveimur grænum More. Þú varst alltaf varfærin enda viss- irðu eflaust miklu meira en þú lést uppi þótt hreinskilni væri leynt og ljóst þitt aðalsmerki elskan. Minningarnar sem hafa skot- ið upp kollinum í aðdraganda brottfarar þinnar eru fjölmarg- ar en við höfðum jú rætt þær allflestar með Dimmsuna vapp- andi og hnusandi í kringum okkur með kleinuslef um allt andlit. – Þegar ég var í pössun hjá þér og við löbbuðum eldsnemma á morgnana í Meitilinn þar sem þú bjóst um mig í einni potta- hillunni í norðvesturhorninu og ég hélt áfram að sofa á meðan þú hófst handa. Þú varst drottn- ing í ríki þínu í Meitlinum og hafðir fullkomna stjórn á öllum körlunum, sem mér fannst lykta furðulega og haga sér einkenni- lega, en þú fullvissaðir mig um að þeir væru sárasaklausir og bestu skinn. – Þegar Sigríður systir fædd- ist og þú komst úr miðju ára- mótapartíi á Vesturgötunni hjá Sinnu og Ámunda til að passa mig – og vaktir mig svo ofur- fallega til að segja mér að ég væri orðin stóra systir, eftir að ég hafði kvartað sáran yfir því að missa af flugeldum og ára- mótabrennu á meðan móðir mín var sennilega með sjö í útvíkk- un bíðandi af stóískrí ró eftir sjúkraflutningamönnum á rauðri vakt og ljósmæðrum með stærsta hjartað. – Þegar við, nokkrum áratug- um síðar, fengum okkur smá púrt í fallegum Cambridge-an- tíkglösum við hin ýmsu tilefni á Grundinni og þú sagðir mér sögur sem ég hafði ekki heyrt áður, en yljuðu alveg heilan helling og settu hlutina í annað og rétt samhengi. Elsku hjartans Sigg’amma skvísípísí – ég veit að þú fylgist grannt með okkur inn á milli þess sem þú sinnir þínu fólki í víddinni, hefur skoðanir og skammar sjálfsagt mann, konu og annan, hafnar vonbiðlum á dansiböllum eða fylgist með nýjustu tísku þarna upp frá – er þett’ekki voða mikið hvítt, kremað eða léttdrappað? Treysti á smekkvísi þína hjart- að mitt. Takk og þar til næst elskan. Heiður Reynisdóttir. Elskuleg föðursystir mín, Sigríður Helgadóttir, hefur kvatt okkur 95 ára að aldri. Hún kveður síðust af þeim systkinum frá Seljalandsseli V- Eyjafjöllum. Á æskuárum mín- um í Þorlákshöfn bjó Sigga frænka í næstu götu við okkur en lóðirnar lágu saman. Húsið hennar og húsið okkar voru byggð á sama tíma og pabbi hjálpaði systur sinni við að koma sér fyrir, en hún var frá- skilin fjögurra barna móðir. Flutt var inn í bæði húsin um það leyti sem ég fæddist þannig að Sigga frænka varð strax stór hluti af mínu daglega lífi. Ég man vel þegar ég fékk að vera með Siggu frænku í mötuneyti Meitilsins þar sem hún vann. Þar var gott að vera og ásamt því að aðstoða við framreiðslu og umsjón matarmiða gat ég dundað mér lengi við gluggann sem sneri út að höfninni og horft á skipin koma inn eftir dagróðrana. Minningarnar eru líka margar af G-götunni en þar var alltaf glatt á hjalla, spilað, hlegið og gantast í eldhúskrókn- um. Þegar fjölskyldan hittist var oft tekinn upp gítarinn og sungið mikið og þar naut Sigga sín vel. Það var mikill samgang- ur á milli heimilanna og gott að koma til Siggu og þegar ég fór að læra á píanó var það sjálf- sagt að ég fengi að æfa mig á rafmagnsorgelið heima hjá henni. Þegar hún flutti síðan til Reykjavíkur varð það hluti af ferðinni að koma við á Háaleitisbrautinni í kaffi. Sigga hafði gaman af því að ræða stjörnumerki og við meyjurnar gátum rætt þau mál lengi vel. Við áttum þann fallega sið í tugi ára að ég hringdi í hana á afmælisdaginn hennar þann þriðja september og hún síðan aftur í mig þann tíunda. Ég á eftir að sakna þeirra símtala mikið því báða dagana voru tek- in löng símtöl um allt milli him- ins og jarðar en Sigga fylgdist alltaf vel með, hvort sem það sneri að fjölskyldunni, sam- félaginu eða pólitík. Sigga var glæsileg kona og á hátíðar- og tyllidögum klæddi hún sig upp í upphlutinn sinn og var mjög stolt af því að klæðast honum. Þegar ég fór þá leið að sauma mér búning fór ég til hennar og leyfði henni að fylgjast með framgangi vinnunnar. Þegar saumaskapnum lauk heimsótti ég hana sérstaklega á Grund til að sýna henni herlegheitin og gladdi það hana mjög. Sigga frænka átti alltaf og mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mér. Hún var ákveðin kona, hafði sterkar skoðanir og tókst á við lífið eins og það var. Það má segja að hún og systk- inin lifðu tímana tvenna, Sigga sagði mér oft sögur frá uppeld- isárum þeirra í sveitinni og því umhverfi sem þá var. Það voru ekki alltaf auðveldir tímar. Hún og pabbi höfðu sterk tengsl og þannig varð það líka hjá okkur börnunum. Ég þakka elskulegri frænku fyrir samfylgdina, um- hyggjuna og öll samtölin í gegn- um tíðina. Hvíl þú í friði elsku frænka, hafðu þökk fyrir allt. Guðlaug Sigurðardóttir. Sigríður Þóra Helgadóttir Elsku besta tamman (tengda- mamma) mín hefur kvatt okkur og feng- ið hvíldina eftir stutt veikindi. Það þarf ekki mörg orð til að lýsa henni, lítil kona með stóran kar- akter og ennþá stærra hjarta. Ást hennar til afkomenda sinna leyndi sér aldrei og það hafa verið forréttindi fyrir börnin okkar að hafa átt hana sem ömmu og okkur hin að eiga hana að. Takk fyrir allt saman, elsku Lára mín, og við sjáumst seinna. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Ómar Ragnarsson/Gísli á Uppsölum) Þín tengdadóttir, Anna María Benediktsdóttir (Maja). Látin er kær frænka mín, Lára Thorarensen, langt um aldur fram eftir stutta en snarpa bar- áttu við krabbamein. Lára, eða Lára Sigríður eins og ég nefndi hana alltaf til aðgreiningar frá öll- um Lárunum í fjölskyldunni, var dóttir Valda bróður og Hrafnhild- ar konu hans sem lést fyrir rúmu ári. Lára ólst að hluta til upp hjá móðurafa sínum og -ömmu á Eskifirði. Við Lára vorum alltaf í góðu sambandi og var mjög kært milli okkar og sakna ég þess nú að heyra ekki hláturinn hennar og ljúfa viðmótið. Ég hitti hana síð- ast nú um jólin og var hún þá hress að vanda og tók á móti okk- ur af rausnarskap eins og alltaf. Lára var hugmyndarík og fram- takssöm kona og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, hún talaði hreina íslensku formálalaust og hafði skemmtilegan húmor og dillandi hlátur. Mesta lukka Láru var að hitta Þórarin sinn bæði ung að árum og lífsglöð. Þau hófu bú- Lára Sigríður Thorarensen ✝ Lára Sigríður Thorarensen fæddist 28. sept- ember 1963. Hún lést 19. febrúar 2022. Útför Láru fór fram 3. mars 2022. skap á Eskifirði og bjuggu þar lengst framan af sínum bú- skap og tóku sér margt nýstárlegt fyrir hendur og voru óhrædd að fara nýj- ar leiðir. Þórarinn og Lára eignuðust tvo mjög efnilega drengi, þá Eirík og Magnús, sem hafa gefið þeim 11 barna- börn, sum á ská, en hjá Láru áttu þau öll sama sess og veittu henni mikla gleði. Það var sérstaklega áberandi hversu mikil glaðværð ríkti alltaf á heimilinu og þar lögðu allir sig fram um að hafa gaman og styrkja hvert annað. Þau hjón áttu svo auðvelt með að bregða á leik með drengjunum sínum og fjölskyldum þeirra og þar tóku allir þátt og lögðu sitt af mörkum. Drengirnir þeirra bera það með sér í dag að hafa verið aldir upp í mikilli ást og gleði. Þórarinn og Lára tóku sér margt fyrir hendur og oft voru dreng- irnir þeirra hafðir með í ráðum. Við hjónin áttum þau Láru og Þórarin fyrir vini og nutum gest- risni þeirra í heimsóknum okkar til Eskifjarðar á fyrri árum en tengslin urðu nánari þegar þau fluttu fyrir allmörgum árum á höfuðborgarsvæðið og vináttan styrktist. Lára var í eðli sínu lífs- glöð kona og lék allt í höndum hennar, hún var hugmyndarík og traust og vinum sínum og fjöl- skyldu góð. Samband þeirra hjóna var innilegt og gott og virtu þau hvort annað og styrktu, það var gaman að vera samvistum með þeim því alltaf var leitað að jákvæðum og skemmtilegum hlið- um samtímans. Að leiðarlokum þökkum við hjónin vináttu Láru og samveru- stundirnar og biðjum henni Guðs blessunar. Elsku Þórarinn, Eiríkur, Magnús, fjölskyldur ykkar, Valdemar faðir Láru, systkini og allir aðstandendur, við Ægir sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur fullviss þess að minning um góða konu mun lifa að eilífu. Takk fyrir allt, elsku Lára. Þín frænka, Margrét Thorarensen. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR, Aflagranda 40, lést á dvalarheimilinu Grund við Hringbraut miðvikudaginn 9. mars. Útför hennar fer fram frá Neskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 22. mars klukkan 13. Brynjólfur Á. Guðbjörnsson Sigríður S. Halldórsdóttir Gunnar Þórólfsson Jóhanna Friðgeirsdóttir Elísabet Þórólfsdóttir Meyvant Þórólfsson Rósa Guðbjartsdóttir Bjarni Þ. Þórólfsson Hrefna S. Briem barnabörn og aðrir afkomendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.