Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 20
Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Ný og metnaðarfull jöklavefsjá verður kynnt í stjörnuveri Perl- unnar sunnudaginn 20. mars. Um er að ræða vef þar sem hægt verður að nálgast mælingar og yfirlit um rann- sóknir og breytingar á íslenskum jöklum. „Þetta er í fyrsta skiptið sem þessi gögn eru tekin saman og gerð aðgengileg á einum stað,“ segir Hrafnhildur Hannesdóttir, sérfræð- ingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands og einn ritstjóra jöklavefsjárinnar, í samtali við mbl.is. Kort, mælingar, útlínur og ljósmyndir Á jöklavefsjánni verða birtar sporðamælingar og gögn um út- breiðslu og afkomu íslenskra jökla og ýmsar aðrar upplýsingar um jökl- ana. „Sjálfboðaliðar Jöklarannsókna- félags Íslands hafa séð um sporða- mælingarnar frá stofnun félagsins 1950 en á hverju hausti fara þeir á 40-50 mismunandi staði á landinu til að mæla stöðuna á hverjum sporði.“ Þar verður einnig hægt að sjá út- línur jökla á ýmsum tímum, sem dregnar hafa verið af jarðvís- indamönnum eftir loftmyndum, gervitunglamyndum, kortum og leysimælingum á yfirborði jökla en einnig raktar með GPS-mælingum og greiningu á jökulgörðum og öðr- um jarðfræðilegum ummerkjum um fyrri stöðu jökulsporðs. Mesta skrautið, að mati Hrafn- hildar, er þó ljósmyndabankinn sem verður að finna á vefsjánni, en hann hefur að geyma fjölda ljósmynda sem teknar hafa verið af íslenskum jöklum og sýna vel þær breytingar sem hafa orðið á þeim í gegnum árin. „Það eru t.d. yfirlitsmyndir sem teknar hafa verið úr flugvélum af næstum hverjum einasta jökli á Ís- landi nema þeim allra minnstu. Það er fjöldinn allur af jöklum á Íslandi sem fá enga athygli því stóru jökl- arnir fá alla athyglina. Svo eru samanburðarmyndir sem hafa annars vegar verið teknar úr lofti og hins vegar á jörðu niðri. Þessum myndum höfum við verið að safna saman á síðustu 5-10 árum en þarna erum við að reyna að koma þeim öllum saman á einn stað.“ Gögnin nýtast til frekari rannsókna Spurð segir Hrafnhildur tilgang vefsjárinnar vera að auðvelda bæði vísindasamfélaginu og almenningi að nálgast upplýsingar um jökla á Íslandi, hvort sem það er til að svala forvitni eða nýta upplýsingarnar til frekari rannsókna. Loftlagssjóður og verkefnið „Hörfandi jöklar“ á vegum umhverf- is- og auðlindaráðuneytisins styrkja smíði og rekstur jöklavefsjárinnar. Aðrir samstarfsaðilar eru Vatnajök- ulsþjóðgarður og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði. Sem fyrr sagði verður vefsjáin formlega kynnt við hátíðlega athöfn í Perlunni klukkan tvö sunnudaginn 20. mars og hvetur Hrafnhildur alla, sem hafa áhuga, til að mæta. Að kynningunni lokinni verður gestum boðið á sýninguna „Vatnið í náttúru Íslands“ og sérsýningu um sögu Jöklarannsóknafélagsins. Jöklavefsjána er að finna á is- lenskirjoklar.is. Ný jöklavefsjá lítur dagsins ljós - Sporðamælingar ásamt gögnum um útbreiðslu og afkomu íslenskra jökla birtar á nýju vefsjánni - Ljósmyndir sem teknar hafa verið af íslenskum jöklum sýna vel þær breytingar sem orðið hafa Breytingar Kort af jöklavefsjánni sýnir útlínur jökla á Íslandi á mismunandi tímum og hvernig þeir hafa breyst. 20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Karítas Ríkharðsdóttir Stefán Einar Stefánsson Allir frambjóðendur í annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru sammála um að nú- verandi útfærsla á borgarlínunni sé of dýr og taka þurfi áform um hana til algjörrar endurskoðunar. „Það kom fram í skýrslu frá danska greiningarfyrirtækinu COWI að það verða aldrei nema tólf prósent sem munu ferðast með borgarlínu en á sama tíma á að þrengja að annarri umferð,“ segir Marta Guðjónsdóttir. Friðjón R. Friðjónsson segir að efla þurfi almenningssamgöngur í borginni en segist hvorki fella sig við borgarlínu Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra né það sem hefur verið kallað borgarlína „light“. Þau tvö, ásamt Þorkeli Sig- urlaugssyni og Kjartani Magn- ússyni, eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar og Karítasar Rík- harðsdóttur í Dagmálum. Hægt að fara í útboð „Reykjavík nýtur ekki hag- kvæmni stærðarinnar. Það er hægt að bjóða út margvíslega starfsemi,“ segir Kjartan og nefnir sem dæmi hugbúnaðarhús sem reka á af borg- inni fyrir háar fjárhæðir, spurður hvar hann telur að hægt sé að skera niður í rekstri borgarinnar. „Ég held að Reykjavíkurborg sé eina sveitarfélagið á landinu sem ekki býður út sorphirðu hjá heim- ilum. Þetta er orðið mjög fátítt á Vesturlöndum,“ segir Kjartan enn frekar. Efla þurfi stjórnun Þorkell Sigurlaugsson segir að fyrst og fremst þurfi að taka til hendinni í stjórnun og skipulagi borgarinnar. „Þá er hægt að bæta þjónustu við íbúana og þjónustu við fyrirtækin,“ segir hann. Þorkell segir að hætta þurfi bruðli og hætta að taka að sér verkefni „sem átti að kosta fimmtíu milljónir, en kostar hundrað milljónir þegar upp er staðið“ og efla fjármála- stjórnun borgarinnar. Hræðist ekki uppsagnir Launakostnaðurinn er lang- stærsti liðurinn sem kallar á hag- ræðingu hjá borginni segir Friðjón. Hann segir að ekki sé einungis hægt að láta starfsmannaveltu vinna með sér heldur gæti hagræðing kallað á fækkun starfsfólks og uppsagnir. „Það verður þá bara að vera, því að það er ekkert hægt að fara inn í svona skrímsli, eins og borgin er, án þess að í alvörunni vera tilbúin til þess að taka heilu deildirnar, jú bjóða þær út og tryggja störf, en það er ekkert hægt að gera án þess að vinna á launakostnaði,“ segir Frið- jón. Hann bendir á að laun hjá borg- inni hafi hækkað um allt að tuttugu prósent á undanförum árum, langt umfram hinn almenna markað. Byrji á sjálfri sér Friðjón og Kjartan eru sammála um að borgarstjórn eigi að byrja á sjálfri sér og fækka borgarfulltrúum aftur úr tuttugu og þremur í fimm- tán. Kjartan segir að þegar fjölgunin átti sér stað við upphaf yfirstand- andi kjörtímabils hafi þau skilaboð verið send út í allar borgarstofnanir að aukning útgjalda væri í lagi. Kjartan segir að gjaldtaka sem fylgja á borgarlínunni sem hann kallar „borgarlínuskatt“ muni leggj- ast þyngra á íbúa í vesturhluta borg- arinnar. Hann hafnar alfarið slíkri skatttöku. Undir þetta tekur Marta Guðjóns- dóttir, „ég mun aldrei samþykkja slíka tolla,“ segir hún. Vill horfa til framtíðar Þorkell segir það vanta að horfa skipulagslega, rekstrarlega og stjórnunarlega til framtíðar í borg- inni. „Það er kannski ekki verið að tala um nýjar deildir, þá þyrfti að vera skipulags- og þróunarsvið inn- an Reykjavíkurborgar sem talar við fyrirtækin í borginni, sem talar við fólkið í borginni, kynnir sér málefni eldri borgara og reyni að þróa borg- ina þannig að það þjóni sem best þessum hagsmunum,“ segir Þorkell. Greina má ólíka áherslu frambjóð- endanna um hvernig hægt sé að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn geti byggt brýr til annarra flokka og leitt meirihlutasamstarf. Friðjón segist boða breytt vinnu- lag og breytta hugsun. Í því felist meðal annars gagnrýni á hvernig tókst til við meirihlutaviðræður flokksins síðast. Kjartan og Marta segja að stefna flokksins þurfi að vera skýr og hóp- ur frambjóðenda að ganga í takt. Þorkell segist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn geti ekki myndað meirihluta. Hafna hugmyndum Dags um borgarlínu Morgunblaðið/Hallur Már Dagmál Fjórir frambjóðendur sækjast eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri hans um helgina. Þau eru gestir í Dagmálum. - Fjórir bjóða sig fram í annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjvík - Taka þurfi á fjár- málastjórnun borgarinnar - Starfsmannakostnaður sérstaklega hár - Borgarlínuskattur ekki í boði 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.