Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Þegar ég sest nið- ur til að skrifa minn- ingargrein um mína ástkæru tengdamóð- ur, hana Bíbí, er svo ótalmargs að minnast. Kynni okkar hafa staðið í hartnær 30 ár og lengur en ég þekkti mína eigin móður. Bíbí kom mér á margan hátt í móðurstað enda kallaði ég hana oft mömmu án þess að vera það ljóst. Bíbí var mér mikilvæg og dýrmæt fyrir- mynd á ótalmarga vegu. Fólkið hennar var það sem skipti hana máli og ekkert annað. Hún gekk oft ansi langt í því að verja það og hlúa að því á sinn einstaka hátt. Veislurnar og veitingarnar hennar voru göldrum líkastar og engu lík- ara en að hún byggi yfir galdrastaf í eldhúsinu og það einkenndi margt annað sem hún tók sér fyrir hendur. Þegar hún hætti sem mat- ráður í Digranesskóla þurfti að ráða tvo starfsmenn til að anna starfinu sem hún hafði gegnt ein. Síðustu árin var Bíbí veik af alz- heimer sem tók þó aldrei frá henni kjarnann sem var gleði yfir að sjá fólkið sitt og mjög lengi spurði hún frétta af fólkinu sínu, jafnvel eftir að hún mundi ekki nöfn þess né heldur um hverja hún var að spyrja. Þegar kemur að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir allt, fallegt líf fallegrar konu, um- hyggju hennar, stuðning og hvatn- ingu og umfram allt alla hennar skilyrðislausu elsku í minn garð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Bíbíar verður saknað en minn- ingin um einstaka konu lifir áfram með okkur sem eftir lifum og þannig mun ég varðveita minningu hennar í mínu hjarta það sem eftir er. Steingerður Kristjánsdóttir (Gerða). Yndislega tengdamamma mín hún Bíbí er fallin frá. Hjarta mitt er fullt af sorg. Ég kynntist Bíbí á gamlárs- kvöldi og árið var 1994 þegar ég og Siggi, sonur Bíbíar og Jóa, fórum að vera saman. Mér var boðið í ára- mótapartý á Kópavogsbrautina og þetta kvöld steig ég inn í veröld Bíbíar og Jóa sem var svo hlý og Vilborg Fríður Björgvinsdóttir ✝ Vilborg Fríður Björgvins- dóttir, alltaf kölluð Bíbí, fæddist 7. október 1935. Hún lést 1. mars 2022. Útförin fór fram 16. mars 2022. notaleg og ég sakna svo heitt. Yndislegri hjónum hafði ég ekki kynnst og þau tóku mér með opnum örmum, knúsi og kossum. Heimilislífið hjá Bíbí og Jóa var ólíkt því sem ég hafði upplifað í minni æsku verandi einka- barn en heimilið þeirra var ávallt þéttsetið af vinum og vandamönn- um í mat og kaffi. Bíbí var einstak- lega gestrisin, vinamörg og hún elskaði að fá fólkið sitt í heimsókn og bjóða í mat og kaffi. Bíbí lifði fyrir barnabörnin sín og barna- barnabörnin. Þegar Viktor Snær kom í heiminn var hún stoltasta amma í heimi og var alltaf tilbúin að aðstoða okkur með hann hve- nær sem var. Líf fjölskyldunnar breyttist umtalsvert eftir fæðingu Sunnu Valdísar árið 2006 en hún fór fljótlega að veikjast alvarlega eftir fæðingu og tók það verulega á okkur öll. Dagarnir urðu að vikum á Barnaspítalanum oft og tíðum og Bíbí var alltaf boðin og búin að hjálpa til með Viktor á meðan við Siggi vorum á spítalanum með Sunnu. Styrkurinn og stuðningur- inn frá elsku Bíbí var ómetanlegur þegar við Siggi vorum við það að bugast með elsku Sunnu. Hún gaf okkur alltaf góð ráð og kom til okk- ar á spítalann óbeðin með mat og annað sem okkur vanhagaði um. Bíbí var ekki einungis tengda- mamma mín heldur einnig yndis- leg vinkona sem ég gat ávallt leitað til. Hún studdi okkur Sigga í einu og öllu og var alltaf reiðubúin að rétta fram hjálparhönd. Ég mun aldrei gleyma ljúffengu frönsku súkkulaðitertunum sem hún og Gerða mágkona bökuðu fyrir 100 manna brúðkaupsveislu okkar Sigga árið 2003 og síðan er þessi uppskrift notuð óspart á okkar heimili. Ekki má gleyma innpökk- un á fallegu jólakortunum og merkimiðunum sem við seldum til styrktar Sunnu og AHC-samtök- unum fyrir hver jól í sex ár. Öll sú innpökkun kom frá elsku Bíbí. Söknuður eftir hjartans Bíbí er mikill en ég veit að henni líður vel núna hjá Jóa sínum og að hún fylg- ist með okkur öllum frá hlýja Sum- arlandinu. Hjartans þakkir fyrir allar dásamlegu stundirnar okkar sam- an, elsku Bíbí mín. Þín alltaf, Ragga. Ragnheiður Erla Hjaltadóttir. Elsku amma. Nú er kominn tími til að kveðja þig, er þú ferð í þína síðustu ferð, til fundar við afa Jóa. Þegar ég hugsa til baka yfir stund- irnar okkar saman verður mér fyrst og fremst hugsað til hlýjunn- ar og kærleikans sem þú gafst af þér. Sama hvernig stóð á varstu alltaf tilbúin til þess að taka á móti manni með breiðu brosi. Það var ávallt gott að koma í heimsókn, drekka kaffi saman (eða te), spjalla um heima og geima, eða einungis til þess að vera og njóta stundar- innar. Frá því að ég fæddist varst þú til staðar fyrir mig. Fyrst sem guð- móðir, og, eftir því sem árin liðu, sem trúnaðarvinur. Frá því að ég fæddist sástu til þess að ég sæi ekkert og ég vissi að ég gæti alltaf leitað til þín. Á þessum síðustu og verstu gerðir þú þitt allra besta til þess að láta þínu fólki líða vel. Ég hef alltaf dáðst að hógværð þinni og góðmennsku sem þú hefur svo sannarlega stimplað inn hjá mér. Amma mín, þú hafðir svo mikil áhrif á fólkið í kringum þig. Þín verður sárt saknað úr þessum heimi. Ég er ævinlega þakklátur fyrir að hafa kynnst þér, og fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Ég vona að þessi hvíld veiti þér langþráða líkn, og að þú hittir afa Jóa á ykkar auðnustað. Jóhannes Bjarki Bjarkason. Elsku fallega amma Bíbí, nú er komið að kveðjustund. Það er svo gott að ylja sér við minningarnar í Kópavogslaug og bakaríinu á móti, fílatalningarnar, veislurnar. Það var alltaf veisla að koma í heimsókn til þín og hlusta á sögurnar þínar. Þú varst svo góð amma, alveg svona ekta amma, og þegar stelp- urnar komu í heiminn þá varstu líka besta langamman. Þær minn- ast þín svo fallega, og muna hvað þú varst alltaf mjúk og hlý og góð. Takk fyrir allt og allt elsku amma mín. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Þangað til næst elsku amma Bíbí, Ellen. Elsku amma mín, ég sakna þín. Það var svo gaman að dansa við ykkur afa við þetta lag: Komdu nú með inn í álfanna heim þar sem ekkert er eins og það sýnist. Þar takast á öflin úr veröldum tveim og örlítill tannálfur týnist. Og við svífum úr heimi í heim ekkert fær okkur nú stöðvað. Og við svífum úr heimi í heim viltu’ ekki koma með mér? Ferðumst á snjóhvítum svan yfir fjöll og syngjum um það sem við sjáum. Berjumst við dreka og dökkálfa og tröll sem dveljast í hellinum háum. Og við svífum úr heimi í heim ekkert fær okkur nú stöðvað. Og við svífum úr heimi í heim viltu’ ekki koma með mér? (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson) Þín alltaf, Sunna Valdís. Látin er eldri systir mín eftir langa baráttu við hinn illvíga sjúk- dóm alzheimer, en þessi sjúkdóm- ur gerði fyrst vart við sig fyrir um fimm árum. Eiginmaður hennar, Jóhannes Sigurðsson, varð sama sjúkdómi að bráð nokkru fyrr. Hún gekk ávallt undir nafninu Bíbí og alla tíð var mjög gott samband okkar á milli enda var hún einstak- lega blíð og góð kona. Það var ekki svo sjaldan á æskuárum okkar að við systkinin leituðum til hennar og gátum alltaf treyst á góðar lausnir og hjálpsemi frá hennar hendi. Hún var bara unglingur þegar faðir okkar dó og varð hún ásamt móður okkar að taka á sig ábyrgð sem fyrirvinna fjölskyld- unnar svo mamma gæti greitt af lánum og framfleytt fjölskyldunni. Til dæmis man ég að hún var bara 13 ára í vinnu hjá Allianz í Skerja- firðinum. Ef eitthvert okkar van- hagaði um eitthvað setti Bíbí sig alltaf aftast í röðina og lét okkur hin njóta. Ég man að fljótlega fór hún að vinna í litlu bakaríi á Hverf- isgötunni og það var ekki svo sjald- an að ég og strákagemlingarnir úr fótboltanum heimsóttum hana þangað og fengum þá vínarbrauðs- enda sem var nú aldeilis vinsælt. Einnig vann hún um tíma í verslun Kron og stundaði einnig eigin verslunarrekstur með litla búð við Óðinstorgið þar sem hún seldi sæl- gæti og fleira. Þessa verslun rak hún í nokkur ár. Bíbí eignaðist fimm börn með eiginmanni sínum og komust þau öll vel til manns og urðu góðir og nýtir þjóðfélagsþegnar og eru öll lifandi. Börn þeirra og barnabörn hændust mjög að Bíbí og hugsaði hún fyrst og síðast um þau og inn- rætti og kenndi þeim góða siði. Þá hugsaði hún einnig sérstaklega vel um eiginmanninn þegar hann þurfti að berjast við sín veikindi sem stóðu yfir í mörg ár. Ég heimsótti bæði Jóa og Bíbí reglulega í þeirra veikindum og það vildi svo til að ég heimsótti þau bæði nokkrum dögum áður en þau kvöddu þennan heim og þegar ég kvaddi Jóa á sínum tíma í hinsta sinn sagði ég við hann: „Manstu þegar við duttum í það saman að þá sungum við alltaf „What am I living for“?“ og kom þá sælubros yfir andlit hans. Bíbí hvíslaði svo einhverju að honum og seinna spurði ég hana hverju hún hefði hvíslað og sagði hún mér að hún hefði hvíslað að honum: „Jói minn - þegar ég kem yfir um til þín þá förum við í langan göngutúr,“ og við það kom annað sælubros á andlit Jóa heitins. Samband þeirra Jóa byrjaði á unga aldri og bar aldrei skugga á það hjónaband enda var skapgerð þeirra mjög lík. Þau tóku veikindum sínum af miklu æðruleysi og kvörtuðu aldr- ei, en nú hafa þau bæði losnað við þessi veikindi og njóta vonandi samveru á nýjan leik í sumarland- inu. Ég og fjölskylda mín kveðjum Bíbí systur með miklum söknuði og ég mun alltaf minnast hennar fyrir allt það góða sem hún hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég og fjölskylda mín sendum eftirlifandi börnum og ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þinn bróðir, Birgir Hólm Björgvinsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANNES STEINGRÍMSSON, Víðilundi 24, er lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 3. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. mars klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að hafa samband við Oddfellowstúkuna nr. 2, Sjöfn, á Akureyri. Svavar Hannesson Steingrímur Hannesson Erla Elísabet Sigurðardóttir afa- og langafabörn Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN JÓHANN ÞÓRÐARSON, bóndi og kaupmaður, Innri-Múla, Barðaströnd, lést á Hrafnistu Hafnarfirði miðviku- daginn 9. mars. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 7. apríl klukkan 15. Kristín Hauksdóttir Sigríður Sveinsdóttir Þorkell Arnarsson Þórður Sveinsson Silja Björg Ísafoldardóttir Jóna Jóhanna Sveinsdóttir Barði Sveinsson Haukur Þór Sveinsson Guðrún Pétursdóttir Þórólfur Sveinsson Þorgerður Sævarsdóttir Hörður Sveinsson Ólafía Línberg Jensdóttir Ásgeir Sveinsson Birna Friðbjört Hannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR BJARNASON pípulagningameistari, lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar fimmtudaginn 10. mars. Útför hans fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 26. mars klukkan 14. Streymt verður frá útförinni. Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat. Svala Júlía Ólafsdóttir Gunnar Áki Halldórsson Sigrún Sara Gunnarsdóttir Ólafur Þór Gunnarsson Ástkær móðir okkar, amma og langamma, HAFÞÓRA BERGSTEINSDÓTTIR, lést föstudaginn 11. mars á Landspítalanum. Útförin verður auglýst síðar. Kolbrún Stefánsdóttir Valdís Stefánsdóttir Valdimar Stefánsson barnabörn og aðrir afkomendur Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN JÓNA BÁRÐARDÓTTIR húsmóðir, Sléttuvegi 17, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 15. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Bárður Marteinn Níelsson Karen Níelsdóttir Ástkær faðir minn og bróðir, GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON frá Indriðastöðum í Skorradal, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést á heimili sínu 24. febrúar. Útförin hefur farið fram. Hafdís Gylfadóttir Guðlaug Ágústa Sigurðardóttir Sveinn Sigurðsson Elsku frændi okkar, JÓHANNES HELGASON, hagleiksmaður og bóndi, Brenniborg, Skagafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki sunnudaginn 6. mars. Útförin fer fram frá Víðimýrarkirkju laugardaginn 19. mars klukkan 14. Útförinni verður útvarpað á FM 107,2. María Bergþórsdóttir Helgi Bergþórsson Kristín Bergþórsdóttir Ingibjörg Halldóra Bergþórsdóttir Guðmundur Örvar Bergþórsson Rúnar Þór Bergþórsson Haukur Þór Adólfsson Guðrún Ingibjörg Adólfsdóttir Helga Adólfsdóttir Sigurlaug Anna Adólfsdóttir og fjölskyldur okkar Við þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar ástkærrar móður, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, SIGURLÍNU JÓHANNSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Guðný Einarsdóttir Robert Pearson Guðrún Margrét Einarsdóttir Guðni Einarsson Guðfinna Helgadóttir Sigurmundur Gísli Einarsson Unnur Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.