Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Reykjavíkurborg hef- ur safnað skuldum linnulítið í aldarfjórðung og eru þær nú komnar yfir 403 milljarða króna. Það þýðir að borgin hef- ur skuldsett hvern íbúa sinn um rúmar þrjár milljónir og hverja fjög- urra manna fjölskyldu um rúmar 12 milljónir. Samkvæmt fjárhags- áætlun vinstri bræð- ingsins í borgarstjórn verður haldið áfram að safna skuldum út næsta kjörtímabil eða til ársloka 2025. Skuldahlutfall (skuldir á móti tekjum) er langhæst hjá Reykjavík- urborg, samanborið við nágranna- sveitarfélögin og fer hratt versn- andi eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Hafnarfjarðarbær, sem var í afar slæmri skuldastöðu árið 2014, hefur stórbætt stöðu sína. Reykja- víkurborg stendur hins vegar verst að vígi hvað þetta varðar. Hún er í skammarkróki skuldanna. Skuldir í dag eru skattur á morgun Skuldahlutfall borgarinnar fór úr 104% í 201% á nokkrum árum. Erf- itt er að ímynda sér í hvaða veru- leika þeir stjórnmálamenn lifa, sem halda því fram að slíkur rekstur sé í lagi og koma þar að auki stöðugt með hugmyndir að nýjum útgjalda- verkefnum sem þeir vilja að al- menningur borgi fyrir með frekari skattheimtu. Skuldir borg- arinnar halda áfram að hækka á þessu ári og verða um 424 milljarðar í desember samkvæmt áætl- unum. Borgarstjóri virðist trúa því að hægt sé að safna skuldum endalaust og velta vandanum yfir á komandi kyn- slóðir. Slík fjár- málastefna er ábyrgðarlaus en á tímum ört hækkandi vaxta er hún beinlínis hættuleg. Komandi kosningabarátta á því ekki að vera keppni milli frambjóð- enda um örari eyðslu skattfjár held- ur hvernig ný borgarstjórn geti náð tökum á útgjöldum og stöðvað skuldasöfnunina. Nýr meirihluti undir forystu Sjálfstæðisflokksins þarf að takast á við fjárhagsvand- ann af fullri einurð í stað þess að af- neita honum eins og núverandi borgarstjóri gerir. Eftir Kjartan Magnússon » Borgarstjóri virðist trúa því að hægt sé að safna skuldum enda- laust og velta vandanum yfir á komandi kyn- slóðir. Kjartan Magnússon Höfundur óskar eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 18.-19. marz. Reykjavík í skammarkróki skuldanna Á undaförnum miss- erum hafa borgaryfir- völd staðið í ströngu við að selja ríki, sveit- arfélögum og almenn- ingi hugmyndir sínar um Borgarlínu. Það er vel þess virði að skoða þá sölumennsku sem stundum minnir á sölu- brask fremur en heið- arlegar upplýsingar. Í helstu kynningu borgaryfirvalda á Borgarlínu er bent á að íbúum höf- uðborgarsvæðisins fjölgi hratt og verði orðnir um 300.000 árið 2040. Síðan er fullyrt að ef ferðavenjur haldist óbreyttar „munu umferðar- tafir aukast verulega á þeim tíma, jafnvel þótt fjárfest verði umtalsvert í innviðum fyrir bílaumferð“. Þess vegna verði að fjárfesta í Borgarlínu. Ökutæki og ökuskírteini Við þetta er ýmislegt að athuga: Í fyrsta lagi er hér verið að nýta sér þá staðreynd, og jafnframt að þegja yfir henni, að umferð fólks- bíla jókst hlutfallslega mun hraðar á höfuð- borgarsvæðinu á ár- unum frá 1960 og fram yfir aldamót, heldur en hún hefur gert síðastlið- inn áratug. Skýringin er sú að á fyrra tíma- bilinu fjölgaði öku- skírteinum og fólksbif- reiðum í veldisvexti, vegna bætts efnahags almennings, en á síðara tímabilinu er bílaeign orðin meiri en fjöldi ökuskírteina og þá eykst umferð einungis með hlið- sjón af fólksfjölgun, því enginn ekur tveimur ökutækjum í einu. Flestir líta hins vegar svo á að umferð- arþunginn aukist enn með sömu hröðun og áður og endi því innan skamms með ósköpum. Það er mis- skilningur. Umferðarþungi og yfirvöld Umferðarþunginn hefur hins veg- ar aukist mjög sl. áratug, ekki vegna fjölgunar fólksbifreiða, heldur vegna þess ásetnings borgaryfirvalda, að skapa umferðartafir. Það hefur verið gert með því að sinna ekki viðhaldi og eðlilegri uppbyggingu stofn- brautakerfisins, með löngu úreltum umferðarljósum, með þrengingu tengibrauta og með því að stöðva framgang Sundabrautar. Dæmi um slíkan ásetning eru tvær ljósastýrðar gangbrautir á Miklubraut, þar sem einn gangandi vegfarandi stöðvar marga tugi bifreiða u.þ.b. 100-200 sinnum á sólarhring. Undirgöng eða göngubrýr á þessum stöðum myndu borga sig upp á skömmum tíma. En öllum þessum umferðartöfum er ætl- að að þreyta almenning og fá hann til að „prófa eitthvað nýtt“ með Borg- arlínu. Í Morgunblaðsgrein Ragnars Árnasonar, prófessors emeritus í þjóðhagfræði, haustið 2020, telur hann að þjóðhagslegur kostnaður af umferðartöfum á höfuðborgarsvæð- inu undanfarin ár, sé líklega yfir 100 milljónir króna á hverjum virkum degi og yfir 30 milljarðar króna á ári. Við þennan tafakostnað bætist svo mjög aukin loftmengun. Þetta láta borgaryfirvöld yfir okkur ganga svo við samþykkjum frekar hugmyndir þeirra um Borgarlínu. Samgöngubylting og óbreyttar ferðavenjur Skoðum aftur kynninguna á Borg- arlínu: „Haldist ferðavenjur óbreytt- ar munu umferðartafir aukast veru- lega á þeim tíma, jafnvel þótt fjárfest verði umtalsvert í innviðum fyrir bíla- umferð.“ Ef eitthvað er hins vegar víst um umferðarþróun næstu 18 ár- in, er það sú staðreynd að ferðavenj- ur munu alls ekki haldast óbreyttar. Orkuskipti á ökutækjum verða þá að mestu um garð gengin, sjálfstjórnun ökutækja verður langt komin, víð- tækari og þróaðri tölvuvæðing mun í mjög vaxandi mæli besta ökuleiðir, umferðarstýringu og nýtingu öku- ferða og róttækar breytingar munu verða á gerð ökutækja, m.a. með fjölda nýrra fisfarartækja. Enn eru ekki fyrirséðar allar þær afleiðingar sem þessar tækniframfarir hafa í för með sér. En eitt er þó víst að þær munu allar stuðla að því að auka um- ferðarflæði og umferðaröryggi. Á sama tíma og þessi bylting held- ur innreið sína eru borgaryfirvöld að reyna að selja okkur 19. aldar hug- myndir um samgöngumáta. Sam- göngumáta sem á að gera að meg- inforsendu fyrir nýrri íbúðabyggð og þjónustukjörnum í borginni. Sam- göngumáta sem mun auka umferð- artafir, og sem enginn veit hvað muni kosta né hver eigi að reka. Við sem erum á móti Borgarlínu erum ekki gamaldags. Það eru hin sósíalísku borgaryfirvöld sem eru gamaldags. Þau neita að taka mið af hreyfiafli sögunnar. Þau neita að taka mið af hinum frjálsa markaði og tækninýjungum hans. Eftir Mörtu Guð- jónsdóttur » Ferðavenjur munu ekki haldast óbreyttar. Orkuskipti á ökutækjum verða þá að mestu um garð gengin og sjálfstjórnun öku- tækja verður langt kom- in. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarlínan er óraunhæf og gamaldags Fram undan er próf- kjör hjá Sjálfstæð- isflokknum í Reykja- vík. Við það tilefni gefst sjálfstæð- ismönnum tækifæri til að velja sigurstrang- legan framboðslista fyrir komandi borg- arstjórnarkosningar. Ég óska eftir skýru umboði frá flokks- mönnum til að leiða listann til sigurs í vor. Ákall á breytingar Það má skynja áþreifanlegt ákall á breytingar í borginni. Reykjavík hefur verið stýrt með vinstri hend- inni um tæplega þrátíu ára skeið, með örstuttum hléum. Það er löngu tímabært binda enda á áralanga eyðimerkurgöngu Sjálfstæðisflokks- ins í borginni. Fjármál borgarinnar eru óreiðu- kennd. Skuldir hækka kjörtímabil eftir kjörtímabil. Starfsmönnum borgarinnar fjölgaði um 20% á kjör- tímabilinu þrátt fyrir viðvarandi manneklu á leikskólum og und- irmönnun við snjómokstur og sorp- hirðu. Innviðir borgarinnar liggja víða undir skemmdum og standast ekki nútímakröfur – ekki síst skólahúsnæði, leikskólahúsnæði og íþróttamannvirki. Út- svarsgreiðslur borg- arbúa virðast fyrst og fremst fóðra kerfi sem í auknum mæli snúast um kerfin sjálf. Það hefur gleymst að fólkið á ekki að þjóna kerfinu – heldur kerfið fólkinu. Nú verður að taka í handbremsuna og ná fram nauðsynlegum breytingum í borginni. Við þurfum að ná utan um fjármál borgarinnar. Minnka yfirbyggingu, selja eignir utan kjarnaþjónustu og lækka skuldir. Útsvari borgarbúa þarf að beina í réttan farveg – í að byggja upp nauðsynlega innviði og sinna lögbundinni grunnþjónustu. Binda þarf enda á óráðsíuna í Reykjavík. Við þurfum Reykjavík sem virkar Við þurfum að binda enda á eyði- merkurgöngu Sjálfstæðisflokksins í borginni. Við þurfum að svara ákalli borgarbúa á breytingar. Við þurfum að skapa hér frjálsa og réttláta höf- uðborg sem byggð er á jöfnum tæki- færum, takmörkuðum opinberum afskiptum og sanngjörnum álögum – og við þurfum að tala einum rómi um þá mikilvægu staðreynd að ef fólk vill breytingar í þessari borg er að- eins eitt hreyfiafl sem skynsamlegt verður að kjósa – og það er Sjálf- stæðisflokkurinn. Staðan í borgarpólitíkinni er um margt áhugaverð, og Sjálfstæð- isflokkurinn gæti verið í lykilstöðu í vor. En stjórnmál eru ekki einleikur. Við þurfum að velja okkur leiðtoga sem ekki aðeins getur átt í fullu tré við sitjandi borgarstjóra heldur get- ur einnig leitt flokkinn til samstarfs við aðra flokka í borgarstjórn. Fram undan eru krefjandi en skemmtilegir tímar – í mikilvægum kosningum. Ég óska eftir ykkar stuðningi og skýru umboði til að leiða öflugan og samstilltan hóp sjálfstæðismanna til áhrifa í borg- inni í vor. Tími Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er kominn Eftir Hildi Björnsdóttir Hildur Björnsdóttir »Ég óska eftir ykkar stuðningi til að leiða öflugan og samstilltan hóp sjálfstæðismanna til sigurs í borgarstjórn- arkosningunum í vor. Höfundur gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. hildurb@reykjavik.is Innsigling Fyrsta skemmtiferðaskipið kom til Akureyrar í gær og síðan verður siglt til Reykjavíkur á morgun. Þorgeir Baldursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.