Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
lokunarsvæði og kerfisbundinni
fækkun bílastæða mun ganga af allri
almennri verslun dauðri.
Það voru því okkur mikil vonbrigði
þegar Hildur Björnsdóttir ein
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
greiddi atkvæði með Degi B og
meirihlutanum um heilsárs lokun
Laugavegar og neðri hluta
Skólavörðustígs, ásamt umtalsverðri
fækkun bílastæða. Þar var hún ekki
að þjóna vilja kjósenda sinna og vilja
meirihluta kjósenda
Sjálfstæðisflokksins.
Björgum Laugavegi
Aðgerðarhópurinn Björgum Miðbænum
Bolli Kristinsson
Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Laugavegur og
Bankastræti, frá Hlemmi og að Þingholtsstræti, og neðri hluti
Skólavörðustígs verði gerður að göngugötu allt árið um kring?
Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Laugavegur og
Bankastræti, frá Hlemmi og að Þingholtsstræti, og neðri hluti
Skólavörðustígs verði gerður að göngugötu allt árið um kring?
Værir þú líklegri eða ólíklegri til að heimsækja
miðborg Reykjavíkur ef áðurnefndar götur yrðu
gerðar að göngugötu allt árið um kring?
Afstaða þeirra er kusu Sjálfstæðisflokkinn Íbúar - höfuðborgarsvæðið Íbúar - höfuðborgarsvæðið
Hildur Björnsdóttir ein
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
greiddi atkvæði með Degi B og
meirihlutanum um heilsárs lokun
Laugavegar fyrir fjölskyldubílnum.
Afgerandi meirihluti
Sjálfstæðismanna í Reykjavík er á
móti lokun Laugavegar og neðri
hluta Skólavörðustígs fyrir bílum
samkvæmt könnun sem Maskína
gerði fyrir Miðbæjarfélagið í
Reykjavík (mars 2020/sjá
skýringarmyndir). Þar kemur einnig
fram að meirihluti íbúa sem tóku
afstöðu á höfuðborgarsvæðinu er
andvígur lokun og enn fleiri telja
ólíklegra að þeir heimsæki
Verslanir sem enn eru á Laugavegi og
hafa líka opnað annarsstaðar svo sem
í Kringlu, Smáralind eða öðrum
stöðum, upplifa stöðugan samdrátt á
Laugavegi og mikla aukningu á
hinum stöðunum. Fólkið fer þangað!
Í átta ár höfum við barist gegn
götulokunum og ekki verið á okkur
hlustað hvað þá talað við okkur. Eina
sem við upplifum er valdhroki og
yfirgangur af hálfu meirihlutans. Nú
er komið að ögurstund um framtíð
verslunar á Laugavegi og neðri hluta
Skólavörðustígs fyrir hinn almenna
Íslending. Áframhaldandi heilsárs
lokunarstefna með enn stærra
miðborgina ef götunum er lokað
(þess skal einnig getið að afgerandi
meirihluti kjósenda Framsóknar-
flokksins, Miðflokksins og Flokks
fólksins eru andvígir
heilsársgötulokunum).
Þetta eru ekki ný sannindi fyrir okkur.
Kaupmenn sjá það á algjöru hruni í
sölutölum og ört fækkandi íslenskum
viðskiptavinum sem kjósa að fara
annað þar sem aðgengi er gott og næg
bílastæði. Af þessum sökum hefur
mikill fjöldi verslana yfirgefið, má
segja flúið, Laugaveg og flutt annað.
Við það eitt lifnar búðin við og gömlu
góðu viðskiptavinirnir koma til baka.
Hlynnt(ur)
41.1%
Í meðallagi
14.7%
Andvíg(ur)
44.2%
Hlynnt(ur)
24.9%
Í meðallagi
10.3% Andvíg(ur)
64.8%
Líklegri
27%
Hvorki né/ myndi engu breyta
37,4%
Ólíklegri
35,6%
Ein mesta sérstaða
okkar norðlægu höf-
uðborgar er bað-
ströndin í Nauthólsvík
þar sem Reykjavíkur-
búar þráast við að hita
upp Norður-Atlants-
hafið, þeim til mikillar
yndisaukningar sem
uppgötvað hafa dá-
semdina. Ylströndin,
þetta frábæra framtak sem ráðist var
í á tímum Ingibjargar Sólrúnar, hef-
ur skapað hér grunn að nýrri tegund
heilsubótar sem nýtur sífellt meiri
vinsælda meðal höfuðborgarbúa og
hefur verið öðrum sveitarfélögum
fyrirmynd til eftirbreytni samanber
Guðlaugu á Akranesi.
Undraverð upplifun
Það hefur sýnt sig að iðkendur sjó-
sunds og sjóbaða hafa fundið þar
lausn við alls kyns kvillum og mörg
dæmi um að reglulegar heimsóknir í
sjóinn slái svo mikið á bólgur og verki
að fólk hafi getað minnkað verulega
eða jafnvel sleppt lyfjum sem áður
reyndust þeim nauðsynlegt haldreipi
til að þrauka daginn. Þá hefur iðk-
unin reynst mikilvæg við úrvinnslu
andlegra áskorana, en þeir sem hafa
orðið fyrir stórum áföllum finna fyrir
áberandi ávinningi og svo eru ein-
staklega gleðileg dæmi um að sjó-
sundið hafi reynst árangursríkt tól
við að takast á við fíknivanda.
Vannýtt tækifæri
Aðsókn að ylströndinni hefur
margfaldast svo mjög undanfarin ár
að aðstaðan er löngu búin að
sprengja utan af sér og færri ná að
njóta en vilja. Það er
augljós samfélagslegur
ávinningur að því að
bregðast við þeirri stöðu
og skýtur skökku við að
ekki finnist nægt fjár-
magn til svara ákalli um
aukinn þjónustutíma.
Það ætti að vera fljót-
reiknað að finna út að sú
fjárfesting mun alltaf
skila sér margfalt til
samfélagsins með
bættri lýðheilsu. SJÓR,
félag sjósund- og sjóbaðsiðkenda í
Reykjavík, sem undirrituð gegnir
formennsku fyrir, hefur undanfarin
fimm ár ítrekað sent frá sér ályktanir
og ábendingar og rætt við ráðamenn
borgarinnar um úrbætur en árang-
urinn lætur á sér standa. Fyrir ári
var loks stofnuð nefnd um gagngera
endurskoðun á allri þjónustunni og
samþykkt að hefja gjaldtöku á sumr-
in sem aldrei varð þó og síðan hefur
lítið gerst og ekkert að frétta.
Lausnir í sjónmáli
Stjórn SJÓR hefur bent borgar-
yfirvöldum á allnokkrar leiðir til úr-
bóta, sumar sem grípa mætti til strax
í dag og allar mjög auðveldar í fram-
kvæmd ef viljinn er fyrir hendi.
Í fyrsta lagi þarf að rýmka þjón-
ustutíma, til þess þarf einungis að
ráða í viðbótarstöðugildi. Þjónustu-
tíma hefur verið breytt á undan-
förnum árum án alls samráðs við
neytendur og algjörlega á skjön við
almenna skynsemi. Það er t.d. lokað á
sunnudögum og óskiljanlegt að ein
vinsælasta aðstaða til tómstunda-
iðkunar í borginni sé ekki opin þá
daga sem borgarbúar eiga flestir frí
til tómstunda! Það þarf líka að lengja
afgreiðslutíma á kvöldin, sérstaklega
á sumrin þegar birtu og sólar nýtur
langt fram á nótt.
Í öðru lagi þarf að taka upp réttlát-
ari gjaldtöku en öfugt við það sem
eðlilegt þykir borga borgarbúar sem
sækja aðstöðuna reglulega allt árið
meira en ferðamenn sem flykkjast að
á sumrin. Því þar er rukkað á veturna
en ekki sumrin. Ástæðan er sú að
borgaryfirvöld vilja fylgja þeirri sam-
evrópsku stefnu að aðstaða til strand-
baða sé gestum að kostnaðarlausu.
Við í stjórn SJÓR höfum ítrekað bent
á þá lausn að uppsetning einfaldra
útiklefa myndi leysa bæði þennan
vanda og plássleysið sem veldur á
stundum vandræðalegri nánd í nú-
verandi aðstöðu þegar það er rass við
rass í hverri athöfn.
Það er svo efni í aðra grein að tala
um saurgerlamengun við strand-
lengjuna í Reykjavík og metnaðar-
leysi borgaryfirvalda við að leysa það
mál.
Hér liggja tækifæri fyrir borgar-
yfirvöld til að hlusta á óskir okkar,
auka vellíðan borgarbúa og fikra okk-
ur í leiðinni nær heimsmarkmiðum
Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra
þróun svo Reykjavíkurborg geti orð-
ið að framúrskarandi borg meðal
borga.
Eftir Herdísi Önnu
Þorvaldsdóttur » Það ætti að vera
fljótreiknað að finna
út að sú fjárfesting mun
alltaf skila sér margfalt
til samfélagsins með
bættri lýðheilsu.
Höfundur er formaður SJÓR, Sjó-
sunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur,
og frambjóðandi í 4. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Tómstundaperla í höfuðborg
Á morgun og laug-
ardaginn munu sjálf-
stæðismenn í borginni
ganga til kjörklefanna.
Loksins er komið að
prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Reykja-
vík. Mikið hefur verið
fjallað um komandi
prófkjör undanfarnar
vikur og ljóst að marg-
ir bíða spenntir eftir
úrslitum þess. Margir
frambærilegir einstaklingar sækjast
eftir sæti á lista og ánægjulegt er að
sjá bæði kunnugleg andlit og ný.
Eitt framboð stendur þó upp úr,
framboð Ragnhildar Öldu Vilhjálms-
dóttur í oddvitasætið.
Mér er enn þá minnisstætt þegar
ég hitti Ragnhildi Öldu, betur þekkt
sem Alda, í fyrsta sinn. Það var í
Sjávarklasanum, árið var 2016. Ég
hafði ákveðið að bjóða mig fram til
formennsku í Heimdalli. Þannig var
staðan að það bráðvantaði meðfram-
bjóðanda, varaformannsefni, og tím-
inn var naumur. Ég þurfti að treysta
á að ég gæti sannfært hana um að
taka við hlutverkinu og koma með
mér í þetta strembna verkefni. Frá
því að hún gekk inn vissi ég að heið-
urinn væri minn, að fá að fara í fram-
boð með henni. Þarna mætti inn sól-
argeisli og heillaði alla upp úr
skónum.
Frá því þetta var höfum við unnið
mikið saman. Alda er einhver dug-
legasta manneskja sem ég hef hitt.
Hún brennur fyrir samfélaginu, hef-
ur mikla þekkingu á
mönnum og málefnum
og vill láta gott af sér
leiða. Hún er útsjón-
arsöm, réttlát, klár og
skynsöm. En á sama
tíma djörf. Það útskýrir
þann mikla stuðning
sem hún hefur og þá
djörfung að þora að
taka þennan slag. Og
það er það sem Sjálf-
stæðisflokkurinn þarf,
það sem Reykjavík
þarf.
Húsnæðismál og samgöngumál
eru augljóslega brýnustu verkefnin
fram undan. Við þeim vandamálum
þurfum við útsjónarsamar, skyn-
samar, en á sama tíma djarfar lausn-
ir. Ég treysti engum betur en Ragn-
hildi Öldu til að leysa þennan vanda
og leiða sameinaða sjálfstæðismenn
til sigurs í vor. Standa undir nafni og
vera Alda breytinga.
Rétt eins og ég treysti Öldu þá,
sem ég sé ekki eftir, ætla ég að
treysta Öldu núna í borginni. Ég
styð Ragnhildi Öldu í oddvitasæti
sjálfstæðismanna í Reykjavík og
vona að aðrir geri slíkt hið sama.
Hún er það sem
sem Reykjavík þarf
Eftir Albert
Guðmundsson
Albert
Guðmundsson
ȃg treysti engum
betur en Ragnhildi
Öldu til að leiða samein-
aða sjálfstæðismenn til
sigurs í vor.
Höfundur er fyrrverandi formaður
Heimdallar og varaþingmaður.