Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
✝
Theódór Ing-
ólfsson fæddist
í Reykjavík 9. apríl
1930. Hann lést 16.
desember 2021.
Foreldrar hans
voru Ingólfur
Gíslason læknir, f.
14. okt. 1902, d.
1981 og kona hans
Ellen Sigurð-
ardóttir, f. 26. apríl
1906, d. 1989.
Systkini Theódórs: Margrét, f.
2. júní 1931, d. 1986, Steinunn,
f. 8. mars 1937, d. 2005 og Gísli,
f. 13. okt. 1942.
Theódór kvæntist 1954 Önnu
Sigríði Valgarðsdóttur, f. 13.
okt. 1936. Börn þeirra eru: 1)
Anna Dóra, f. 7. júní 1954, börn
hennar: Yannick Víkingur, f.
21. ág. 1978, Gwennalle, f. 6.
nóv. 1984, sonur
hennar: Raphaël, f.
23. des. 2009, og
Ísól, f. 12. des.
1990. 2) Gísli, f. 9.
nóv. 1958 og 3)
Óskar, f. 4. des.
1961.
Theódór ólst
upp á Djúpavogi til
15 ára aldurs. Þá
flutti fjölskyldan til
Reykjavíkur. Hann
lærði prentiðn, síðan vann hann
í prentsmiðjunni Eddu, Blaða-
prenti og síðan í Odda og hafði
bætt við sig offsetprenti og síð-
an bókbandi.
Hann hafði mikinn áhuga á
bókum og safnaði góðu bóka-
safni.
Útför hans fór fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira.
Drottinn minn
gefi dauðum ró,
en hinum líkn er lifa.
(Úr Sólarljóðum)
Ótal margar barna- og fullorð-
insminningar koma í huga minn á
þessari kveðjustund. Sterka hönd-
in þín, sem leiddi mig sem barn,
því margt fór ég með þér. Þér að
þakka að ég las mikið frá barns-
aldri, en þú áttir stórkostlegt
bókasafn og fannst oft handa mér
bækur, sem ég hef lesið aftur og
aftur. Síðast er við sáumst á Ís-
landi gafstu mér allt safnið eftir
Guðrúnu frá Lundi, sem ég hafði
afar gaman af að lesa. Þær bækur
minntu mig á sveitalífið í Fljóts-
hlíðinni, þar sem ég var barn á
sumrin. Ég var ekki nema 5 ára
þegar mér var treyst til að færa
þér nestið þitt niður í Eddu, þar
sem þú vannst. Stundum stoppaði
ég svo lengi að á endanum þekkti
ég orðið alla sem unnu með þér.
Síðan fylgdir þú mér út úr portinu
frá Eddunni, því ég var frekar
myrkfælin. Svo hljóp ég á harða-
spretti upp á Bergstaðastræti 14.
Á föstudögum tókstu mig með í
Pöntunarfélagið og það var reglu-
lega skemmtilegt. Þú virtist aldrei
þreyttur á að leika við mig er ég
var lítil. Seinna meir fórum við í
gönguferðir saman og ég hljóp, því
þú gekkst svo hratt. Tónlistin, sem
þú hlustaðir á sem ungur maður,
varð líka mín tónlist. Þú kveiktir á
neistanum með tónlistinni eins og
eftir Chopin og Lizt og marga
fleiri. Ég man sérstaklega eftir
fyrstu sögunni sem ég samdi, en
hún hét Kaktusinn og kom seinna
út í Morgunblaðinu. Mér fannst þú
alltaf vera stoltur af mér og þakka
ég þér fyrir það veganesti út í lífið.
Þegar þú hættir að vinna fórstu í
málaratíma og málaðir bæði
vatnslita- og olíumálverk. Ég á
nokkur uppi á vegg hjá mér, sem
mér þykir afar vænt um, og þar er
m.a. mynd af húsinu í Papey.
Ég byrjaði sjálf að mála 1997 og
þú hvattir mig mikið. Ef þú varst
ekki ánægður með einhverja
mynd þá léstu mig svo sannarlega
vita af því. Þú varst pabbinn sem
aldrei hækkaði röddina á mig.
Enda man ég ekki eftir því að þú
hafir nokkurn tímann hækkað
röddina. Þú varst einstaklega dug-
legur að vinna og ekki hafa það
verið margir dagar sem þú varst
frá vinnu, enda stálhraustur. Ég
man einnig að á veturna varstu
sjaldan kappklæddur og oft í næl-
onskyrtu eins og var í tísku á þeim
tíma og bara í úlpu, því þér virtist
aldrei vera kalt. Þú bast inn bækur
handa mér, meðan sjónin leyfði, og
við töluðum saman í síma og á
Skype undir það síðasta.
Þú vissir hvað mér þótti vænt
um þig, enda var ég margsinnis
búin að segja þér það. Ekkert var
ósagt okkar á milli. Ég sakna þín
og harma að síðustu vikurnar sem
þú lifðir voru erfiðar fyrir þig og
okkur, sem eftir stöndum.
Eins og segir í Opinberunar-
bókinni, 21: 3-4:
Ég heyrði raust mikla frá há-
sætinu, er sagði: „Sjá, tjaldbúð
Guðs er meðal mannanna, og hann
mun búa hjá þeim og þeir munu
vera fólk hans, og Guð sjálfur mun
vera hjá þeim. Og hann mun þerra
hvert tár af augum þeirra, og
dauðinn mun ekki framar vera til.
Hvorki harmur né kvöl er framar
til.“
Þín dóttir,
Anna Dóra.
Theódór
Ingólfsson
Þegar eitt ljós
slokknar þá kviknar
nýtt ljós í hjartanu
sem sýnir það sem
oft hefur gleymst í amstri dagsins.
Við erum svo mikið það sem við
höfum umgengist frá okkar barn-
æsku og við kennum frá okkur
ómeðvitað til næstu kynslóðar bæði
með okkar orðum og gjörðum,
amma var engin undantekning þar
á.
Amma var með mínum augum
séð afar flott kona með hárfínan
smekk og góð gildi sem ég nú á full-
orðinsárum met mikils og ber sjálf
með mér.
Frá bæði ömmu og afa lærði ég
listina að lifa, fékk að vera ég sjálf
og rannsaka heiminn með forvitni
og barns augum. Mörg voru ferða-
Kristín
Bjarnadóttir
✝
Kristín Bjarna-
dóttir fæddist
17. september
1933. Hún lést 4.
mars 2022.
Útför Kristínar
fór fram 16. mars
2022.
lögin með þeim báð-
um bæði hér heima
og erlendis sem alltaf
voru skemmtileg og
fræðandi með við-
komu í Jólahúsinu á
Akureyri og ferð til
Rómar á Ítalíu.
Mikilvægi góðra
fyrirmynda lærði ég
líka frá henni ömmu
minni og minnist ég
þá vel ferðar til Ak-
ureyrar þar sem mig langaði að
kaupa bol með myndum af leikur-
um frá mjög vinsælli sjónvarps-
þáttaröð sem hét Baywatch. Eftir
mikla málamiðlun og ræðu frá
henni ömmu fékk ég að fjárfesta
vasapeningnum mínum í bol með
mynd af Hobie framan á þar sem
Pamela Anderson var að ömmu
minnar mati engan veginn góð fyr-
irmynd fyrir ungar konur eins og
mig. Þar hafði hún amma mín alveg
hárrétt fyrir sér. Það myndi gleðja
hana að vita að í dag eru það Mar-
grét Danadrottning og Hillary
Clinton sem eru meiri fyrirmyndir
og teknar fram yfir Hollywood.
Já, hún amma mín sá í gegnum
skrautið og plastfílterinn sem
Hollywood setti fyrir framan okkur
og gaf ekkert eftir þegar kom að
góðum fyrirmyndum. Hún bar sín
gildi skörp í skúffunni og vissi hvað
hún vildi að eftir lægi hjá stelpu-
hnátu eins og mér þegar kom að
góðum kvenmannsfyrirmyndum.
Í gegnum árin áttum við mörg
góð samtöl og þeirra á ég eftir að
sakna mikið.
Vera mín erlendis setti strik í
reikninginn og sáumst við þar af
leiðandi ekki eins oft og við gjarnan
hefðum viljað en hún er hjá mér í
anda og nú kenni ég frá mér það
góða sem hún amma mín kenndi
mér til næstu kynslóðar. Við erum
nefnilega öll kennarar og fyrir-
myndir með ábyrgð að bera til
næsta manns.
Ég á eftir að sakna þín, elsku
amma, og takk fyrir þessa ferð sem
nú er á enda. Hérna í Kaupmanna-
höfn mun minning þín ávallt geym-
ast í hlýjum hjörtum. Megi friður
og ljós geyma þig.
Til þín.
Eftir langa ferð og lífsins strauma
nú landið kveður og gamla drauma.
Með bros á vör og ljós í hjarta
ég þakka þér og lífið bjarta.
Með ást og virðingu,
Ásgerður Eir Jónasdóttir.
✝
Ingveldur Haf-
dís Guðmunds-
dóttir fæddist í
Keflavík 23. desem-
ber 1923. Hún lést á
Hrafnistu, Nesvöll-
um í Reykjanesbæ 6.
mars 2022.
Foreldrar henn-
ar: Sigurðína Ingi-
björg Jóramsdóttir,
f. 1903, d. 1975, og
Guðmundur Júlíus
Magnússon, f. 1897, d. 1975.
Systkini Ingveldar: Sigurður
Breiðfjörð, f. 1922, d. 1996, Ingvar
Guðmundur, f. 1928, d. 2021,
Svanhildur, f. 1933, Jórunn, f.
1941, og Guðrún, f. 1945.
Eiginmaður Ingveldar var Sig-
hvatur Jón Gíslason, f. 1920, d.
2001. Foreldrar hans: Steinunn
Stefanía Steinsdóttir, f. 1895, d.
1944, og Gísli Sighvatsson, f. 1889,
d. 1981. Ingveldur og Sighvatur
bjuggu öll sín búskaparár í Kefla-
vík og lengst af á Suðurgötu 49
þar í bæ. Börn þeirra: 1) Gísli
Steinar, f. 1943. K. Ólöf Steinunn
Ólafsdóttir, f. 1949. Dætur þeirra:
a) Inga Sif, f. 1968. M. Sigurþór
Þórarinsson, f. 1966. Börn þeirra:
Sigurþór Ingi og Ólöf Jóhanna.
Fyrir átti Inga Sif soninn Gísla
dóttir, f. 1979. Börn þeirra: Ingi
Þór, Steinunn Ástrós, Viktor Logi
og Eva Dís. c) Guðlaug Sunna, f.
1979. M. Bjarni Sæmundsson, f.
1977. Börn þeirra: Elín, Brynjar
og Sæmundur. Fyrir átti Bjarni
soninn Breka. 4) Guðmundur Óm-
ar, f. 1958. K. Kristín Haralds-
dóttir, f. 1958, d. 2008. Börn
þeirra: a) Haraldur Freyr, f. 1981.
K. Freyja Sigurðardóttir, f. 1981.
Börn þeirra: Aron Freyr, Emil
Gauti og Kristín. Fyrir átti Freyja
soninn Jökul Mána Jakobsson. b)
Bryndís, f. 1988. M. Róbert Örn
Ólafsson, f. 1992. Börn þeirra:
Ólafur Kári og Guðmundur Helgi.
c) Íris, f. 1990. M. Ingvar Jónsson,
f. 1989. Börn þeirra: Kristín og
Elvar. Sambýliskona Guðmundar
Ómars er Erna Reynaldsdóttir, f.
1965.
Ingveldur Hafdís lauk hefð-
bundnu grunnnámi við barna- og
unglingaskólann í Keflavík.
Skólaárið 1940-41 stundaði hún
nám við Héraðsskólann á Laug-
arvatni. Á miðjum aldri hóf hún
störf við Heilbrigðisstofnun Suð-
urnesja og fljótlega í framhaldi af
því lauk hún sjúkraliðanámi. Hún
starfaði við þá stofnun til starfs-
loka eða í liðlega þrjátíu ár. Hún
kom talsvert að félagsmálum. Var
um árabil virk í starfi Kvenfélags
Keflavíkur og í Suðurnesjadeild
Sjúkraliðafélags Íslands.
Útför hennar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 17. mars
2022, og hefst athöfnin klukkan
13.
Steinar Sverrisson.
b) Ólöf, f. 1969. M.
Björn S. Stefánsson,
f. 1968. Börn þeirra:
Stefán Ingi og Rakel
Dís. K. Stefáns Inga
er Signý Antonsdótt-
ir. Börn þeirra: Hel-
ena og Björn Fann-
ar. M. Rakelar er
Kristófer Krist-
jánsson, barn þeirra:
Klara Sif. c) Helga
Hafdís, f. 1975. M. Styrmir Freyr
Böðvarsson, f. 1971. Synir þeirra:
Ólafur Ingi og Birgir Þór. 2) Sig-
rún, f. 1945. M. Karl Georg Magn-
ússon, f. 1949. Börn þeirra: a)
Hilmar Þór, f. 1973. K. Halldóra
Hálfdánardóttir, f. 1974. Börn
þeirra: Diljá, Hálfdán og Darri. b)
Ingveldur Hafdís, f. 1976. M. Hlöð-
ver Geir Tómasson, f. 1976. Börn
hennar: Orri og Sóldís. c) Guðlaug
Björk, f. 1977. M. Birgir Guðfinns-
son, f. 1972. Börn þeirra: Karl
Ísak og Sigrún María. 3) Steinunn,
f. 1950. M. Gunnar Þórarinsson, f.
1949. Börn þeirra: a) Guðni Þór, f.
1971. K. Guðrún Pálsdóttir, f.
1975. Börn þeirra: Árni Þór, Hall-
dór Daði, Gunnar Páll og Hanna
Steinunn. b) Sighvatur Ingi, f.
1975. K. Þóra Kristín Sveins-
Kær móðir okkar, Ingveldur
Hafdís, er látin og komið að
kveðjustund. Með henni er gengin
mikilhæf og góð kona sem með
breytni sinni ávann sér virðingu og
vináttu samferðamanna og vænt-
umþykju afkomenda sinna. Heimili
okkar stóð við Suðurgötuna í
Keflavík og þar ólumst við systk-
inin upp við ástríki foreldra okkar.
Faðir okkar vann lengst af vakta-
vinnu og var okkur eftirlátur um
flest og kom það því fremur í hlut
móður okkar að fylgja uppeldinu
eftir og lífsspeki þeirra beggja. Að
sinna bæri námi og störfum af
samviskusemi og trúmennsku. Að
vera heiðarleg í framgöngu við
samferðamenn og umburðarlynd í
samskiptum við náungann með
þeim fyrirvara þó að ekki væri
gengið á okkar hlut. Móðir okkar
var heimavinnandi meðan við
systkinin vorum að vaxa úr grasi
en á miðjum aldri hóf hún umönn-
unarstörf við Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja og lauk í framhaldi af
því sjúkraliðanámi. Þar starfaði
hún til sjötugs og var virt og vinsæl
á vinnustað og naut þar mannkosta
sinna sem fólust í dugnaði og sam-
viskusemi. Félagslyndi og þörfin
fyrir samskipti við annað fólk var
rík í fari móður okkar. Hún var
ættrækin og gerði sér far um að
viðhalda góðum tengslum við ætt-
menni sín. Hún hafði yndi af því að
spjalla um menn og málefni, las
mikið og fylgdist vel með öllum
hræringum í þjóðlífinu. Og iðulega
ræddi hún um æskuár sín í Kefla-
vík. Það var ekki auður í garði á
æskuheimili hennar fremur en al-
mennt var á alþýðuheimilum á
kreppuárunum kringum 1930.
Lífsbaráttan var erfið á þeim árum
og óhóf og munaður framandi hug-
tök en þrátt fyrir ýmsa erfiðleika
sem við var að glíma var heiðríkja
yfir minningum hennar frá æsku-
árunum. Hún gat verið þykkju-
þung ef henni var misboðið en oft-
ast var það ljúfmennskan, þægilegt
viðmót og umhyggjan fyrir sínum
nánustu sem var mest áberandi í
fari hennar. Hún fylgdist náið með
afkomendum sínum, hvatti þá til
dáða og gladdist með hverjum góð-
um áfanga sem þeir náðu í leik,
námi og starfi. Hún hafði yndi af
hvers konar handverki og var á
langri ævi afkastamikil á því sviði
og nutu hennar nánustu góðs af
listilega gerðum hlutum hennar
hvort heldur voru flíkur eða
skrautmunir sem hún gaf af örlæti
sínu. Eftir lát föður okkar árið 2001
hélt móðir okkar heimili enn um
sinn en síðustu ár ævinnar dvaldi
hún fyrst á hjúkrunarheimilinu
Garðvangi og síðar á Nesvöllum í
Reykjanesbæ og undi hag sínum
vel á báðum stöðum. Smám saman
hin síðustu ár þvarr líkamlegur
þróttur og þurfti hún á stuðningi
starfsfólksins að halda og sá stuðn-
ingur var veittur af alúð og kost-
gæfni og fyrir það þökkum við
systkinin af alhug.
Farsælli og langri ævi er lokið.
Með söknuði kveðjum við móður
okkar en umfram allt með þakk-
læti fyrir allt sem hún var okkur.
Minningin um stolta kjarnakonu
og ættmóður sem bjó yfir andleg-
um styrk, fádæma vinnusemi og
elsku til allra þeirra sem stóðu
henni næst mun í heiðri höfð hjá af-
komendum hennar um ókomin ár.
Blessuð sé minning hennar.
Gísli Steinar, Sigrún, Stein-
unn og Guðmundur Ómar.
Í dag kveðjum við ömmu í Kefla-
vík sem okkur þótti svo vænt um
alla tíð. Við systur ólumst upp í
Neskaupstað en fengum okkar
gæðatíma á sumrin með ömmu og
afa í Keflavík en þar eyddi fjöl-
skyldan öllum sínum sumarfríum.
Það var tilhlökkunarefni þegar sá
tími ársins kom. Síðar kusum við
systur að fara í Fjölbraut Suður-
nesja og vorum þau árin til heimils
hjá ömmu og afa og eigum ljúfar
minningar frá þeim tíma. Gæska
þeirra og umhyggja fer okkur seint
úr minni. Oft áttum við samtöl við
ömmu um lífið og tilveruna. Hún
hafði sterkar skoðanir og stundum
var fjör á heimilinu þegar frænd-
fólk kom í heimsókn og þjóðfélags-
mál bar á góma. Amma var kven-
skörungur og við minnumst
hennar sem konu sem gekk í öll
verk hvort heldur sneri að viðhaldi
á fallega húsinu þeirra, vinnu í
garðinum og svo var hún húsmóðir
eins og þær gerast bestar. Amma
var mikil handverkskona og feng-
um við og börnin okkar að njóta
þess. Elsku hjartans amma, við
viljum þakka þér fyrir alla þá elsku
sem þú sýndir okkur systrum og
fjölskyldum okkar.
Þínar sonardætur,
Inga Sif, Ólöf (Lóló)
og Helga Hafdís.
Nú hefur hún elskulega systir
okkar Inga kvatt þennan heim og
haldið í sumarlandið, eftir langa og
farsæla ævi. Minningarnar hrann-
ast upp, mikið var nú gott að sitja
með henni við borðið góða í nota-
lega herberginu hennar að Nes-
völlum og horfa yfir til Keflavíkur,
spjalla um gömlu dagana og um
daginn og veginn, þá var það oft
sem hún horfði út og sagði „mikið
lifandis ósköp er af bílunum“.
Inga gat verið gamansöm og
hnyttin í svörum og sagði umbúða-
laust álit sitt á hlutum og málefn-
um. Nú síðla janúarmánaðar hitt-
um við vel á hana, þar sem við
gátum spjallað og hún tekið þátt í
umræðunum þó svo hún lægi fyrir.
Þegar við kvöddum hana sögðum
við í gamni, þú verður nú búin að
baka þegar við komum næst, og
hún svaraði „æ, ég held ég nenni
því ekki“.
Við systkinin vorum sex, öll
fædd í Keflavík, bjuggum lengst af
á Kirkjuvegi 28 og þar hóf Inga
systir sinn búskap í kjallaranum,
með manni sínum Sighvati Gísla-
syni. Þar fæddust börnin þeirra,
Gísli og Sigrún, en þau voru á svip-
uðum aldri og við yngri systur
Ingu.
Inga og Sighvatur fluttu í eigið
hús að Suðurgötu 49 í Keflavík og
mikið fannst okkur systrunum
gaman að heimsækja þau upp á
hæð, en það þótti drjúgur spotti að
fara í þá daga. Börn Ingu og Sig-
hvatar urðu fjögur, í hópinn bætt-
ust Steinunn og Guðmundur. Mikil
tengsl eru á milli fjölskyldna okkar,
á árum áður héldum við sameig-
inlegar jólaskemmtanir og fórum í
sumarútilegur.
Lífið hjá Ingu var ekki alltaf
dans á rósum, hún fékk mörg verk-
efni að gíma við á sinni löngu ævi,
en hún stóð alltaf sína plikt.
Hún fór í sjúkraliðanám þegar
hún var um fimmtugt og vann sem
sjúkraliði á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja, allt til starfsloka. Inga
var virk í félagi sjúkraliða og bar
hlýjan hug til þeirra sem hún
kynntist tengt námi og starfi.
Inga systir var ein af fyrstu íbú-
um sem fluttu inn á Hjúkrunar-
heimilið á Nesvöllum, hún hafði oft
orð á því hvað allir væru þar góðir
við hana og hvað henni liði þarna
vel. Nú erum við þrjár systurnar
eftir af systkinahópnum, en Sig-
urður bróðir lést 31. janúar 1996 og
Ingvar lést 13. nóvember 2021.
Kæra systir, það var fátt sem þú
nenntir ekki að gera, enda var
margt sem lífið bauð upp á. Þú
kenndir okkur að takast á við lífið
af æðruleysi, þrautseigju og vænt-
umþykju. Covid var öllum erfitt,
ekki síst þeim sem bjuggu á hjúkr-
unarheimilum, með takmarkaðar
heimsóknir ættingja og vina, þú
smitaðist af Covid í febrúar sl., það
fór illa með þrek þitt. En nú sjáum
við þig frjálsa og geislandi glaða,
vitum að það er vel tekið á móti þér
af Sighvati, mömmu, pabba,
bræðrum okkar og ömmu.
Sendum Gísla, Sigrúnu, Stein-
unni, Guðmundi og fjölskyldum
innilegar samúðarkveðjur.
Svanhildur, Jórunn,
Guðrún og fjölskyldur.
Ingveldur Hafdís
Guðmundsdóttir