Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Stríðið hefur verið mér mikið áfall
en mér finnst mjög fallegt hvernig
Íslendingar nálgast það með því að
vilja hlúa að fólkinu sem er fórnar-
lömb þess. Það skiptir öllu máli að
missa ekki vonina og kærleikann,“
segir Alexandra Chernyshova tón-
listarkona.
Mikil friðarmessa og styrktar-
tónleikar verða haldnir í Bústaða-
kirkju á sunnudaginn næsta klukkan
13. Alexandra, sem er sópran, kemur
þar fram ásamt einvalaliði tónlist-
arfólks. Tekið verður við frjálsum
framlögum til Hjálparstarfs kirkj-
unnar og mun fjármagnið renna
óskipt til fólks á flótta undan stríðs-
átökum í Úkraínu.
Alexandra er fædd og uppalin í
Kænugarði en hefur verið búsett á
Íslandi síðan 2003 og á íslenskan
mann og börn með honum. „Ég er
fædd í Kænugarði og kláraði tónlist-
arskóla þar. Áður en ég fylgdi hjarta
mínu og flutti til Íslands var ég fast-
ráðin við óperuna í Kænugarði í tvö
ár,“ segir söngkonan sem hefur verið
búsett víða um land, til að mynda á
Bakkafirði, Skagafirði og í Keflavík.
Árið 2013 söng hún úkraínsk þjóðlög
fyrir Íslendinga undir yfirskriftinni
Stúlka frá Kænugarði og nutu tón-
leikarnir mikillar hylli.
Hún segir í samtali við Morgun-
blaðið að innrás Rússa í Úkraínu hafi
verið sér áfall. Það sé sér mjög
ánægjulegt að taka þátt í styrktar-
tónleikunum á sunnudaginn. „Þetta
er friðarmessa til styrktar flóttafólki.
Það er hluti af þessum kærleika sem
þörf er á. Við megum ekki gleyma því
að við erum öll manneskjur.“
Alexandra á vini og ættingja í
Úkraínu og hefur verið í sambandi
við þá eftir innrásina. „Þau eru ekki
að flýja úr landi. Þau eru á öruggum
stað og vonast til að geta komist aft-
ur til síns heima. Þetta fólk vill bara
fá að vinna og búa á sínum heima-
slóðum.“
Á tónleikunum í Bústaðakirkju
mun þjóðsöngur Úkraínu óma ásamt
miskunnarbæn frá Úkraínu, bæn
Bortnyanskis og fleiri tónlistarperla.
Séra María Guðrúnar Ágústsdóttir
leiðir stundina með prestum og
starfsfólki Bústaðakirkju og Grens-
áskirkju en Sveinn Rúnar Sigurðs-
son læknir flytur ávarp. Alexandra
kemur fram ásamt Ragnheiði Grön-
dal, Guðmundi Péturssyni, Diddú,
Grétu Hergils, Jóhanni Friðgeiri
Valdimarssyni og Matthíasi Stef-
ánssyni. Kammerkór Bústaðakirkju
syngur jafnframt undir stjórn Jón-
asar Þóris.
Alexandra syngur fyrir
flóttafólkið frá Úkraínu
- Friðarmessa og tónleikar - Á vini og ættingja í Úkraínu
Morgunblaðið/Eggert
Söngur Alexandra Chernyshova og Jónas Þórir undirbjuggu styrktartónleikana í Bústaðakirkju í gær.
SÓL Á KANARÍ OG TENERIFE
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 UU.IS
KANARÍ
22. - 29. MARS - 7 DAGAR
CORDIAL GREEN 3*
VERÐ FRÁ 120.500 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
TENERIFE
21. - 28. MARS - 7 DAGAR
SPRING HOTEL BITACORA 4*
VERÐ FRÁ 135.500 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
HÁLFT
FÆÐI
Ríkislögreglustjóri undirbýr nú
mögulega þátttöku íslenskra lög-
reglumanna í stöðuliði Landamæra-
og strandgæslustofnunar Evrópu –
FRONTEX. Stofnunin hefur á und-
anförnum vikum sent 257 fulltrúa til
aðstoðar á landamærum Póllands,
Slóvakíu, Rúmeníu og Moldóvíu við
Úkraínu. Gert er ráð fyrir að allt að
3.000 landamæraverðir og aðrir sér-
hæfðir starfsmenn verði sendir að
auki til aðstoðar á landamærunum.
Þetta kemur fram í stöðuskýrslu
landamærasviðs ríkislögreglustjóra
vegna stríðsátaka í Úkraínu og
komu einstaklinga til Íslands sem
sækja um alþjóðlega vernd. Skýrsl-
an kom út í gær.
Samhæfingarstjórn almanna-
varna hefur verið virkjuð vegna
komu flóttamanna til Íslands og
fundar annan hvern dag. Í henni
sitja fulltrúar frá félagsmálaráðu-
neytinu, Útlendingastofnun, landa-
mærasviði ríkislögregusjóra og al-
mannavarnardeild. Gert er ráð fyrir
að fleiri hagsmunaaðilar verði kall-
aðir til starfa í samhæfingarstjórn-
inni á næstu vikum.
Að sögn Útlendingastofnunar eru
öll búsetuúrræði hjá sveitarfélögum,
sem stofnunin er með samninga við,
fullnýtt. Í þjónustu hjá Útlendinga-
stofnun eru 649 einstaklingar. Þar af
eru 107 með tengsl við Úkraínu.
Einstaklingar í þjónustu hjá Útlend-
ingastofnun og sveitarfélögunum
eru alls 1.011.
Frá ársbyrjun til og með 16. mars
hefur 531 einstaklingur sótt um al-
þjóðlega vernd hér á landi. Þar af
höfðu 238 tengsl við Úkraínu. Næst-
flestir, eða 175, voru með tengsl við
Venesúela. Umsækjendurnir frá síð-
ustu áramótum skiptust á alls 23 rík-
isföng. gudni@mbl.is
Íslendingar gæti
landamæranna
- FRONTEX sendir sérhæfða starfs-
menn að landamærum Úkraínu
AFP/FERENC ISZA
Búdapest Flóttamaður faðmar vin
við komuna til Ungverjalands.
Stríð í Evrópu
Stuðningur við Úkraínu og efling
sameiginlegra varna Atlantshafs-
bandalagsins voru efst á baugi í
ávörpum og umræðum á fundi
varnarmálaráðherra Atlantshafs-
bandalagsins sem fram fór í Bruss-
el í gær. Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir utanríkisráðherra sat
fundinn fyrir hönd Íslands.
„Bandalagsríkin eru sammála
um að úkraínska þjóðin sýni ein-
stakt baráttuþrek og hugrekki við
hryllilegar aðstæður. Við styðjum
öll við Úkraínu og það er einhugur
um að efla þann stuðning enn frek-
ar,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu
eftir fundinn í tilkynningu utanrík-
isráðuneytisins. „Ég lýsti á fund-
inum stuðningi íslensku þjóðarinn-
ar og vilja Íslands til að styðja enn
frekar við Úkraínu og úkraínsku
þjóðina. Þá ljáði ég máls á mik-
ilvægi þess að hugað sé að vörnum
gegn kynbundnu ofbeldi sem er ein
af mörgum hryllilegum birtingar-
myndum stríðsátaka og neyðar-
ástands,“ segir hún.
Oleksii Reznikov, varnarmála-
ráðherra Úkraínu, ávarpaði fund-
inn. Greindi hann frá alvarlegri
stöðu mála í Úkraínu og aðgerðum
úkraínska hersins í kjölfar innrás-
arinnar sem hófst 24. febrúar sl.
Varnarmálaráðherrar Finnlands,
Svíþjóðar og Georgíu sátu einnig
fund ráðherranna í gær, ásamt full-
trúa Evrópusambandsins.
Atlantshafsbandalagið hefur
aukið viðbúnað sinn vegna innrásar
Rússlands í Úkraínu, einkum í
bandalagsríkjunum í austri. Var
ákveðið á fundinum að móta til-
lögur um eflingu sameiginlegra
varna bandalagsins til framtíðar og
verða þær lagðar fyrir fundi varn-
armálaráðherra bandalagsins í
júní.
„Hin ólöglega og óforsvaranlega
innrás Rússlands í Úkraínu hefur
gjörbreytt mati bandalagsþjóða á
umhverfi öryggis- og varnarmála.
Um þessar mundir fer alls staðar í
álfunni fram endurmat á varnarvið-
bragði í ljósi þessara grafalvarlegu
stöðu. Þetta er dapurleg þróun sem
við verðum þó að horfast í augu við
af yfirvegun og raunsæi. Viðbún-
aður og varnargeta bandalagsins
munu þurfa að taka mið af því,“
segir utanríkisráðherra.
Vilja styðja enn
frekar við Úkraínu
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Ráðherrar Ákveðið var að móta tillögur um eflingu sameiginlegra varna.
- Ræddu sameiginlegar varnir NATO