Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Stríðið hefur verið mér mikið áfall en mér finnst mjög fallegt hvernig Íslendingar nálgast það með því að vilja hlúa að fólkinu sem er fórnar- lömb þess. Það skiptir öllu máli að missa ekki vonina og kærleikann,“ segir Alexandra Chernyshova tón- listarkona. Mikil friðarmessa og styrktar- tónleikar verða haldnir í Bústaða- kirkju á sunnudaginn næsta klukkan 13. Alexandra, sem er sópran, kemur þar fram ásamt einvalaliði tónlist- arfólks. Tekið verður við frjálsum framlögum til Hjálparstarfs kirkj- unnar og mun fjármagnið renna óskipt til fólks á flótta undan stríðs- átökum í Úkraínu. Alexandra er fædd og uppalin í Kænugarði en hefur verið búsett á Íslandi síðan 2003 og á íslenskan mann og börn með honum. „Ég er fædd í Kænugarði og kláraði tónlist- arskóla þar. Áður en ég fylgdi hjarta mínu og flutti til Íslands var ég fast- ráðin við óperuna í Kænugarði í tvö ár,“ segir söngkonan sem hefur verið búsett víða um land, til að mynda á Bakkafirði, Skagafirði og í Keflavík. Árið 2013 söng hún úkraínsk þjóðlög fyrir Íslendinga undir yfirskriftinni Stúlka frá Kænugarði og nutu tón- leikarnir mikillar hylli. Hún segir í samtali við Morgun- blaðið að innrás Rússa í Úkraínu hafi verið sér áfall. Það sé sér mjög ánægjulegt að taka þátt í styrktar- tónleikunum á sunnudaginn. „Þetta er friðarmessa til styrktar flóttafólki. Það er hluti af þessum kærleika sem þörf er á. Við megum ekki gleyma því að við erum öll manneskjur.“ Alexandra á vini og ættingja í Úkraínu og hefur verið í sambandi við þá eftir innrásina. „Þau eru ekki að flýja úr landi. Þau eru á öruggum stað og vonast til að geta komist aft- ur til síns heima. Þetta fólk vill bara fá að vinna og búa á sínum heima- slóðum.“ Á tónleikunum í Bústaðakirkju mun þjóðsöngur Úkraínu óma ásamt miskunnarbæn frá Úkraínu, bæn Bortnyanskis og fleiri tónlistarperla. Séra María Guðrúnar Ágústsdóttir leiðir stundina með prestum og starfsfólki Bústaðakirkju og Grens- áskirkju en Sveinn Rúnar Sigurðs- son læknir flytur ávarp. Alexandra kemur fram ásamt Ragnheiði Grön- dal, Guðmundi Péturssyni, Diddú, Grétu Hergils, Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni og Matthíasi Stef- ánssyni. Kammerkór Bústaðakirkju syngur jafnframt undir stjórn Jón- asar Þóris. Alexandra syngur fyrir flóttafólkið frá Úkraínu - Friðarmessa og tónleikar - Á vini og ættingja í Úkraínu Morgunblaðið/Eggert Söngur Alexandra Chernyshova og Jónas Þórir undirbjuggu styrktartónleikana í Bústaðakirkju í gær. SÓL Á KANARÍ OG TENERIFE ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 UU.IS KANARÍ 22. - 29. MARS - 7 DAGAR CORDIAL GREEN 3* VERÐ FRÁ 120.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA TENERIFE 21. - 28. MARS - 7 DAGAR SPRING HOTEL BITACORA 4* VERÐ FRÁ 135.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN HÁLFT FÆÐI Ríkislögreglustjóri undirbýr nú mögulega þátttöku íslenskra lög- reglumanna í stöðuliði Landamæra- og strandgæslustofnunar Evrópu – FRONTEX. Stofnunin hefur á und- anförnum vikum sent 257 fulltrúa til aðstoðar á landamærum Póllands, Slóvakíu, Rúmeníu og Moldóvíu við Úkraínu. Gert er ráð fyrir að allt að 3.000 landamæraverðir og aðrir sér- hæfðir starfsmenn verði sendir að auki til aðstoðar á landamærunum. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra vegna stríðsátaka í Úkraínu og komu einstaklinga til Íslands sem sækja um alþjóðlega vernd. Skýrsl- an kom út í gær. Samhæfingarstjórn almanna- varna hefur verið virkjuð vegna komu flóttamanna til Íslands og fundar annan hvern dag. Í henni sitja fulltrúar frá félagsmálaráðu- neytinu, Útlendingastofnun, landa- mærasviði ríkislögregusjóra og al- mannavarnardeild. Gert er ráð fyrir að fleiri hagsmunaaðilar verði kall- aðir til starfa í samhæfingarstjórn- inni á næstu vikum. Að sögn Útlendingastofnunar eru öll búsetuúrræði hjá sveitarfélögum, sem stofnunin er með samninga við, fullnýtt. Í þjónustu hjá Útlendinga- stofnun eru 649 einstaklingar. Þar af eru 107 með tengsl við Úkraínu. Einstaklingar í þjónustu hjá Útlend- ingastofnun og sveitarfélögunum eru alls 1.011. Frá ársbyrjun til og með 16. mars hefur 531 einstaklingur sótt um al- þjóðlega vernd hér á landi. Þar af höfðu 238 tengsl við Úkraínu. Næst- flestir, eða 175, voru með tengsl við Venesúela. Umsækjendurnir frá síð- ustu áramótum skiptust á alls 23 rík- isföng. gudni@mbl.is Íslendingar gæti landamæranna - FRONTEX sendir sérhæfða starfs- menn að landamærum Úkraínu AFP/FERENC ISZA Búdapest Flóttamaður faðmar vin við komuna til Ungverjalands. Stríð í Evrópu Stuðningur við Úkraínu og efling sameiginlegra varna Atlantshafs- bandalagsins voru efst á baugi í ávörpum og umræðum á fundi varnarmálaráðherra Atlantshafs- bandalagsins sem fram fór í Bruss- el í gær. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sat fundinn fyrir hönd Íslands. „Bandalagsríkin eru sammála um að úkraínska þjóðin sýni ein- stakt baráttuþrek og hugrekki við hryllilegar aðstæður. Við styðjum öll við Úkraínu og það er einhugur um að efla þann stuðning enn frek- ar,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu eftir fundinn í tilkynningu utanrík- isráðuneytisins. „Ég lýsti á fund- inum stuðningi íslensku þjóðarinn- ar og vilja Íslands til að styðja enn frekar við Úkraínu og úkraínsku þjóðina. Þá ljáði ég máls á mik- ilvægi þess að hugað sé að vörnum gegn kynbundnu ofbeldi sem er ein af mörgum hryllilegum birtingar- myndum stríðsátaka og neyðar- ástands,“ segir hún. Oleksii Reznikov, varnarmála- ráðherra Úkraínu, ávarpaði fund- inn. Greindi hann frá alvarlegri stöðu mála í Úkraínu og aðgerðum úkraínska hersins í kjölfar innrás- arinnar sem hófst 24. febrúar sl. Varnarmálaráðherrar Finnlands, Svíþjóðar og Georgíu sátu einnig fund ráðherranna í gær, ásamt full- trúa Evrópusambandsins. Atlantshafsbandalagið hefur aukið viðbúnað sinn vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, einkum í bandalagsríkjunum í austri. Var ákveðið á fundinum að móta til- lögur um eflingu sameiginlegra varna bandalagsins til framtíðar og verða þær lagðar fyrir fundi varn- armálaráðherra bandalagsins í júní. „Hin ólöglega og óforsvaranlega innrás Rússlands í Úkraínu hefur gjörbreytt mati bandalagsþjóða á umhverfi öryggis- og varnarmála. Um þessar mundir fer alls staðar í álfunni fram endurmat á varnarvið- bragði í ljósi þessara grafalvarlegu stöðu. Þetta er dapurleg þróun sem við verðum þó að horfast í augu við af yfirvegun og raunsæi. Viðbún- aður og varnargeta bandalagsins munu þurfa að taka mið af því,“ segir utanríkisráðherra. Vilja styðja enn frekar við Úkraínu Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið Ráðherrar Ákveðið var að móta tillögur um eflingu sameiginlegra varna. - Ræddu sameiginlegar varnir NATO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.