Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
Athyglisvert
var að sjá
viðbrögð frá
verkalýðshreyfing-
unni við orðum for-
manns Samtaka
iðnaðarins á dögunum. Sam-
tökin héldu iðnþing og í
tengslum við það sagði Árni
Sigurjónsson, formaður sam-
takanna, að óraunhæft væri að
bæta kaupmátt á næstu miss-
erum. Þetta kom fram þegar
hann var spurður út í svigrúm
íslenskra fyrirtækja til að
greiða hagvaxtarauka 1. maí
næstkomandi og í kjölfarið að
hækka laun með nýjum kjara-
samningum, þegar núgildandi
samningar renna út í haust.
Árni sagði Samtök iðnaðar-
ins styðja það að staðið yrði við
að greiða hagvaxtaraukann, en
sagði svo: „Hins vegar höfum
við verið afdráttarlaus í við-
ræðum okkar við verkalýðs-
hreyfinguna að hækkun launa
við þessar aðstæður sé óskyn-
samleg og muni rýra frekar en
auka kaupmátt. Seðlabanki Ís-
lands hefur talað með nákvæm-
lega sama hætti. Það eru kjara-
viðræður fram undan.
Atvinnurekendur munu að
sjálfsögðu taka tillit til hag-
vaxtarauka í komandi kjara-
samningum. Það eyðir enginn
sömu krónunni tvisvar.“
Ekki þarf djúpan skilning á
efnahagslegum veruleika eða
mikla þekkingu á atburðum síð-
ustu missera og því stríði sem
nú geisar til að sjá að formaður
Samtaka iðnaðarins hefur lög
að mæla. Vart þarf að rifja það
upp að heimurinn hefur í rúm
tvö ár tekist á við farsótt sem
hefur lamað efna-
hagslíf bæði hér og
erlendis og ekki
þarf heldur að
benda á að hvorki
Ísland né önnur
ríki hafa náð sér af því mikla
áfalli. Og það þarf varla heldur
að benda á þá hörmulegu stað-
reynd að rétt þegar tekið var
að rofa til hvað veiruna varðar
þá tók forseti Rússlands upp á
því að ráðast inn í Úkraínu með
þeim efnahagslegu afleiðingum
sem allir horfa upp á í fréttum
síðastliðnar tæpar þrjár vikur
meðal annars með stórlega
hækkuðu hrávöruverði.
Fyrirtækin fá augljóslega
skell af þessum sökum og hér á
Íslandi bætist hann ofan á þær
miklu kostnaðarhækkanir sem
ítrekaðar og miklar launa-
hækkanir liðinna ára hafa haft í
för með sér, að viðbættum hag-
vaxtaraukanum svokallaða,
sem engar forsendur voru fyr-
ir. Eðlilegast hefði verið að
semja um að hætta við þá
hækkun, sem aðeins kemur til
vegna þess að við samn-
ingagerðina á sínum tíma datt
engum í hug að heimurinn gæti
lent í veirufaraldri sem lamaði
efnahagskerfi heimsins, hvað
þá að þeim faraldri yrði fylgt
eftir með stríði sem einnig tæki
mikinn efnahagslegan toll.
Verkalýðshreyfingin hafnaði
því að sýna þá sanngirni að
taka tillit til aðstæðna, en hún
getur ekki búist við að í kjara-
samningunum sem í hönd fara
verði samið án tillits til að-
stæðna. Það væri engum til
góðs, allra síst almennu launa-
fólki.
Kjarasamningar eru
ekki gerðir í efna-
hagslegu tómarúmi}
Aðstæður verða að ráða
Óli Björn Kára-
son, formaður
þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins,
benti á það í grein
hér í blaðinu í gær
að nú vildi Sam-
fylkingin end-
urtaka leikinn frá því fyrir
rúmum áratug. Þá reið efna-
hagskreppan yfir heiminn og
íslensku bankarnir féllu og
Samfylkingin reyndi að nota
tækifærið til að þröngva Ís-
landi inn í Evrópusambandið.
Nú er það innrásin í Úkra-
ínu sem Samfylkingin, og
systurflokkurinn, reynir að
nota til að rökstyðja aðild að
ESB. Þessi viðleitni er þó í
senn ósmekkleg og öfugsnúin,
því eins og Óli Björn bendir á
hefur aðild að Evrópusam-
bandinu ekkert með varnir að
gera og bendir hann á þá stað-
reynd að innan ESB-ríkjanna
Svíþjóðar og Finnlands sé nú
mikill stuðningur við aðild að
Atlantshafsbandalaginu. Sá
vilji kæmi ekki
fram teldi almenn-
ingur í þessum
löndum að ESB
tryggði varnir
landanna.
Óli Björn bendir
á að „[k]æruleysi
og barnaskapur forysturíkja
Evrópusambandsins í varn-
armálum á síðustu áratugum
hefur opinberast með afger-
andi hætti eftir innrásina í
Úkraínu. Sambandið hefur
hvorki hernaðarlega burði né
pólitískt þrek til að tryggja
varnir aðildarlanda. Öryggi
Evrópu og þar með Evrópu-
sambandsins byggist á öflugu
varnarsamstarfi Atlantshafs-
bandalagsins.“
Systurflokkarnir hafa báðir
kosið að setja ESB-aðild
„rækilega“ á dagskrá eftir
innrásina í Úkraínu. Þó að það
sé smekklaust geta kjósendur
þó verið þakklátir fyrir að
flokkarnir skuli báðir afhjúpa
sig með þessum hætti.
Það fer ekki vel á því
hjá Viðreisn og Sam-
fylkingu að misnota
innrásina í Úkraínu í
pólitískum tilgangi}
Systurflokkar afhjúpa sig
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
B
reytingarnar á Stjórn-
arráðinu sem ákveðnar
voru í kjölfar myndunar
ríkisstjórnarinnar í nóv-
ember sl., með stofnun tveggja nýrra
ráðuneyta og tilfærslum málefna,
stofnana og starfsmanna, eru um-
fangsmiklar. Fjármála- og efnahags-
ráðherra hefur nú lagt fram á Alþingi
frumvarp til fjáraukalaga fyrir yfir-
standandi ár um tilflutning fjárheim-
ilda á milli ráðuneyta vegna þessara
breytinga. Það gefur mynd af um-
fangi þessara breytinga. Samtals fel-
ur frumvarpið í sér millifærslur fjár-
heimilda milli ráðuneyta upp á
rúmlega 120 milljarða króna.
Hér er þó ekki verið að leggja til
aukin útgjöld ríkissjóðs, heldur lög-
festingu tilfærslna á fjárheimildum,
sem færast með málefnum og stofn-
unum á milli ráðuneytanna. Þar veg-
ur hvað þyngst að rúmlega 57 millj-
arða króna fjárheimildir á háskóla-
stigi færast til hins nýja háskóla-,
iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis,
að mestu frá mennta- og menningar-
málaráðuneytinu. Fjárheimildir nýs
menningar- og viðskiptaráðuneytis
verða samtals 28 milljarðar kr. og
heimildir upp á 2,3 milljarða kr. sem
tilheyra málefnasviðinu ferðaþjón-
usta eru fluttar frá atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytinu til menning-
ar- og viðskiptaráðuneytisins svo
dæmi séu tekin.
Með frumvarpinu ganga líka til
baka nokkrar breytingar sem búið
var að samþykkja í fjárlögum. Ákveð-
ið var að flytja umboðsmann barna
aftur til forsætisráðuneytis frá
mennta- og menningarmálaráðuneyti
og Landmælingar og úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála eru flutt-
ar á nýjan leik til umhverfis- og auð-
lindaráðuneytis frá samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytinu.
Embættismenn sem hafna
eiga rétt á að fara á eftirlaun
Fram kom við afgreiðslu fjár-
laga ársins 2022 undir lok seinasta
árs að kostnaðurinn við breyting-
arnar á Stjórnarráðinu og stofnun
nýrra ráðuneyta myndi hlaupa á
nokkrum hundruðum milljóna. Við
afgreiðslu fjárlaga var áætlað að
heildarkostnaður við stofnun tveggja
nýrra ráðuneyta gæti orðið um 505
milljónir fyrsta árið og var samþykkt
450 milljóna kr. fjárheimild í fjárlög-
unum vegna þessa.
Ekki liggja fyrir tölur um
hversu margir starfsmenn eru fluttir
til milli ráðuneyta við þessar breyt-
ingar á stjórnarráðinu og hverjir hafa
hafnað flutningi. Samkvæmt upplýs-
ingum sem fengust um þessi mál í
fjármálaráðuneytinu hefur það ekki
formlega aðkomu að því hvernig ein-
stök ráðuneyti bregðast við gagnvart
starfsfólkinu í tengslum við þessa til-
flutninga. Við flutning stjórnarmál-
efna þurfi að fara í nákvæma grein-
ingu á því hvaða starfsmenn sinna
eingöngu því stjórnarmálefni sem
flutt er og hverjir sinna því að hluta
með öðru.
„Í öllum tilvikum, þar sem við-
komandi sinnir því 100%, ber að
bjóða starfsmanni/embættismanni að
sinna sínum viðfangsefnum áfram í
því ráðuneyti sem viðkomandi stjórn-
armálefni er flutt til,“ segir í svari
ráðueytisins við fyrirspurn Morg-
unblaðsins. Þá þarf að gefa starfs-
manni svigrúm til að svara og ef hann
segir já er málið afgreitt og hann
flyst í viðkomandi ráðuneyti. „Ef
hann segir nei koma til mismunandi
úrræði eftir því hvort um embættis-
mann er að ræða eða starfsmann.
Hafni embættismaður flutningi á
hann, samkvæmt 4. mgr. 20. gr. laga
nr. 33/1944, Stjórnarskrá lýðveldisins
Íslands, skilyrðislausan rétt til að
fara á lögmælt eftirlaun það sem eftir
lifir skipunartíma hans. Hafni starfs-
maður flutningi þarf það ráðuneyti
sem stjórnarmálefnið flyst frá (og
þar þá búið að leggja starfið niður), út
frá meginreglunni að beita vægasta
úrræði sem kostur er, að meta hvort
það geti fengið honum önnur verkefni
og ef það er ekki hægt þá þarf það
ráðuneyti formlega að segja viðkom-
andi upp eða, ef hann á biðlaunarétt,
að tilkynna honum að starf hans hafi
verið lagt niður og hann eigi rétt á
biðlaunum,“ segir í svarinu.
Breytingarnar á Stjórnarráðinu
eru margvíslegar og flóknar í fram-
kvæmd, í sumum tilvikum færist að-
eins hluti málefna og verkefna á milli
ráðuneyta og stofnanir á milli mál-
efnasviða og flokka. Sömu sögu er að
segja af tilflutningi starfsmanna, sem
sinna sumir aðeins að hluta til til-
teknu málefni sem færist milli ráðu-
neyta og vinna jafnframt að öðrum
verkefnum. Þá þarf að meta hvort
flytja eigi starfsmanninn eða hann
verði kyrr og er bent á í svari ráðu-
neytisins að sú staða geti komið upp
að þorri verkefna flytjist í mismun-
andi ráðuneyti en ekki sé sjálfgefið að
hann flytjist með neinu þeirra „og þá
þarf að fara í mat á því hvort hægt sé
að fela honum önnur verkefni eða
hvort líta verði svo á að starf hans sé
lagt niður og honum sagt upp eða
honum greidd biðlaun“.
120 milljarða fjár-
heimildir færðar til
Morgunblaðið/Eggert
Stjórnarráðið Nýja fjáraukalagafrumvarpið endurspeglar þær viðamiklu
breytingar og fjárheimildir sem fluttar hafa verið á milli ráðuneyta.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
L
iðin vika hefur ekki verið hagfelld
borgarlínudraumum borgarstjór-
ans í Reykjavík. Útfærsla Borg-
arlínunnar úr Samgöngusáttmála
höfuðborgarsvæðisins sem sam-
þykktur var í september 2019 hefur sætt mikilli
gagnrýni af hálfu þeirra sem nú bjóða fram
krafta sína til sveitarstjórna á höfuðborg-
arsvæðinu. Eðlilega. Fjórir af fimm bæj-
arstjórum á höfuðborgarsvæðinu sem sam-
þykktu sáttmálann á sínum tíma hafa ákveðið
að víkja af hinu pólitíska sviði á sama tíma og
eru því straumhvörf væntanleg í þessum mál-
um.
Uppbygging Borgarlínunnar hefur hingað til
verið á sjálfsstýringu og markmiðið verið að
uppfylla villtustu drauma borgarstjórans, með
stuðningi Sjálfstæðisflokksins, en að mestum
hluta á kostnað ríkissjóðs. Þetta virðingarleysi gagnvart
fjármunum fólks í landinu er ótrúlegt og nú eru æ fleiri að
vakna gagnvart óráðsíunni og því tengslarofi við raunveru-
leikann sem felst í áætlunum um Borgarlínu.
Í Dagmálaþætti Morgunblaðsins 10. mars sl. kom fram
afstaða nýs oddvita sjálfstæðismanna í Kópavogi sem er
allrar athygli verð. Af orðum hennar er ljóst að ekki verður
haldið áfram á núverandi braut, braut borgarstjórans í
Reykjavík með nokkrar vinnandi hendur Sjálfstæð-
isflokksins að ýta vagninum áfram.
Í gær, 16. mars, mættu svo oddvitaefni Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík í Dagmál og tjáðu sig með þeim
hætti að ljóst má vera að lausn borgarstjórans í Reykjavík
og nálgun hans á borgarlínuframkvæmdir
njóta ekki stuðnings oddvitaefna flokksins.
Í millitíðinni, 15. mars sl., hafði fram-
kvæmdastjóri Betri samgangna ohf. mætt í
Dagmál og upplýst að tímalínan varðandi upp-
byggingu Borgarlínu væri nú þegar farin að
hliðrast verulega og áætlanirnar hafi verið
óraunhæfar frá upphafi. Enn er til dæmis beðið
eftir rekstraráætlun og með öllu óvíst hvenær
hún lítur dagsins ljós.
Þessi staða skapar dýrmætt tækifæri. Það er
nefnilega önnur leið til að stórbæta almenn-
ingssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu – hún er
miklu ódýrari en borgarlínuleið borgarstjórans
í Reykjavík og þrengir ekki með sama hætti að
annarri umferð. Flest erum við fylgjandi góð-
um almenningssamgöngum á meðan fæst okk-
ar eru fylgjandi því einelti sem fjölskyldubíllinn
og ríkissjóður hafa orðið fyrir í þeim hugmyndum sem unn-
ið hefur verið að í tengslum við Borgarlínu.
Það er ekki of seint að breyta um kúrs þegar kemur að
bættum almenningssamgöngum. Velja leið „léttari“ Borg-
arlínu sem skilar svipuðum gæðum en fyrir mun minni
pening og er ekki á kostnað fjölskyldubílsins – virða fólkið
sem býr í borginni og þess val á ferðamátum. Þeir sem
borga skattinn sem fer í þessa uppbyggingu munu þakka
þeim fulltrúum sem standa í lappirnar gegn fjáraustri og
velja raunhæfar leiðir í stað skýjaborga Dags Bergþór-
usonar Eggertssonar. bergthorola@althingi.is
Bergþór
Ólason
Pistill
Dauði „þungu“ Borgarlínunnar
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen