Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Svanhildur Eiríksdóttir Suðurnesjabær Margrét I. Ásgeirsdóttir er nýráðin forstöðumaður safna í Suð- urnesjabæ, en þar undir falla bóka- safn og byggðasafn. Hún hefur lengi starfað að safnamálum, var m.a. for- stöðumaður Bókasafns Árborgar um langt árabil, tók þátt í menningar- og safnamálum á Suðurlandi ásamt því að starfa í Norræna húsinu. Eins og alltaf þegar nýtt fólk kemur að, er hún uppfull af góðum hugmyndum fyrir bæjarfélagið. Margrét hefur bú- ið í Suðurnesjabæ á undanförnum ár- um. „Þegar ég sá þetta starf auglýst, var ég ekki lengi að sækja um enda fellur starfið vel að menntun minni í bókasafnsfræði og þjóðfræði og þeirri starfsreynslu sem ég hef aflað mér í gegnum 30 ára starfsferil minn,“ segir Margrét. Framleiða m.a. snyrtivörur, mat, bjór og konfekt Það heyrist strax á Margréti að hún er hrifin af því fjölbreytta starfi sem þrífst í bæjarfélaginu. „Hér eru svo margir að gera skemmtilega hluti, það er verið að framleiða snyrtivörur, mat, bjór, konfekt og súkkulaðibombur. Svo verð ég að nefna glæsilega uppgerða menning- arhúsið Sjólyst þar sem Una Guð- mundsdóttir, völva Suðurnesja, bjó. Þá er alltaf mikið menningarlíf í kringum Hvalsneskirkju, það eru reglulegir jazztónleikar hjá Jazzfj- elaginu í hæsta gæðaflokki og ég verð að benda á frábært einkasafn Ásgeirs Hjálmarssonar í Garði sem einmitt er upphafsmaður Byggða- safnsins á Garðskaga.“ Margrét segist leggja mikla áherslu á að íbúar, bæði í Garði og Sandgerði, viti að safnið er þeirra og hugsi til safnsins varðandi varðveislu muna og skjala sem eiga sögu í byggðalaginu. Þetta eigi við um íbúa jafnt sem félagasamtök og fyrirtæki fyrr og nú. „Þannig getur safnið varðveitt sögu svæðisins og sam- félagsins og varpað ljósi á líf og starf Suðurnesjamanna á hinum ýmsu tímum.“ Sýning um verslun Þorláks Benediktssonar opnar í maí Byggðasafnið á Garðskaga hefur verið lokað vegna viðhalds og breyt- inga á sýningum en stefnt er að opn- un aftur í byrjun maí. Þar er skemmtilegt verkefni í bígerð. „Upp- byggingarsjóður Suðurnesja styrkti safnið myndarlega svo við gætum sett upp innréttingu sem var í Verzl- un Þorláks Benediktssonar sem rek- in var í Akurhúsum á árunum 1921- 1972. Sett verður upp verslunarsýn- ing í tengslum við uppsetninguna. Í safninu er fyrir einstakt vélasafn Guðna Ingimundarsonar, Guðna á trukknum, sem á engan sinn líka. Stefnan er að koma á reglulegum skólaheimsóknum ásamt því að bjóða upp á fræðsluviðburði fyrir alla ald- urshópa.“ Margrét nefnir að byggðasafnið hafi sett færslu á Facebook-síðu sína í kjölfar fjörlegra umræðna um Ver- búðina og óskað eftir munum úr dag- lega lífinu og frá félags- og atvinnulífi íbúa fram yfir aldamótin síðustu. „Tímabilið er skemmtilegt enda tölvutæknin að hefja innreið sína og ýmislegt að gerast í verslun og þjón- ustu í Garði og Sandgerði.“ Allir íbúar eiga rétt á ókeypis bókasafnskorti Í Bókasafni Suðurnesjabæjar er stórt verkefni fram undan, innleiðing nýs landskerfis fyrir bókasöfn. Ann- ars er safnið hefðbundið bókasafn með þjónustu við alla íbúa sem og stofnanir eins og dagdvöl aldraðra og leikskóla sveitarfélagsins. „Þar er allt að fara af stað aftur eftir Covid og ýmsir viðburðir fram- undan. Ég verð að geta þess í lokin að allir íbúar sveitarfélagsins eiga rétt á ókeypis bókasafnskorti og það er um að gera að notfæra sér það. Bókasöfn eru alltaf notalegur staður að vera á og sækja sér bæði félagsskap og lestrarefni,“ segir Margrét að lokum. „Margir að gera skemmtilega hluti“ - Byggðasafnið á Garðskaga opnar á ný eftir viðhald - Nýráðinn forstöðumaður uppfull af góðum hugmyndum Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Við safnið Byggðasafnið á Garðskaga hefur verið lokað vegna viðhalds. Safnið verður opnað í maí með nýrri athygl- isverðri sýningu. Báturinn Hólmsteinn sem stendur við Byggðasafnið er kominn í bláan búning í tilefni mottumars. Á uppáhaldsstaðnum Margrét I. Ásgeirsdóttir forstöðumaður safna og Björk Garðarsdóttir bókasafnsvörður í Bókasafni Suðurnesjabæjar. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nauðsynlegt er að vinnu við skipu- lag á fyrirhuguðum nýbygg- ingasvæðum í Kópavogi ljúki á næstu mánuðum, svo rjúfa megi þá kyrrstöðu sem nú er á húsnæð- ismarkaði í bæn- um. Þetta segir Vilhjálmur Ein- arsson, löggildur fasteignasali hjá Eignaborg. Hann var annar eigandi fyrirtæksins fram á síðari ár, hefur starfað við sölu fasteigna í alls 45 ár og sérstaklega sinnt Kópavoginum. Seldist á engri stundu „Í dag eru um 500 íbúðir á höf- uðborgarsvæðinu, sérbýli og fjöl- býliseignir, á söluskrá. Fjöldi þeirra sem sinna fasteignasölu á svæðinu er svipaður og því verður svolítið sérstakt ástand á markaðnum,“ seg- ir Vilhjálmur. „Þegar framboð af eignum í sölu er lítið rýkur verðið líka upp vegna eftirspurnar. Fyrir nokkrum dögum var opið hús í klukkutíma þegar ósköp venjuleg blokkaríbúð í Smárahverfinu var til sölu. Fólk í alls þrettán hópum, litlum sem stórum, kom til að skoða og þessi íbúð seldist á engri stundu.“ Svæði í Kópavogi, þar sem hefja á uppbyggingu á næstu árum, eru þrjú. Þar nefnir Vilhjálmur svonefnd Gustssvæði ofan Reykjanesbrautar, Rjúpnahæð og síðasta hluta Vatns- endahverfis. Nokkuð á annað þús- und íbúðir eru fyrirhugaðar á þess- um svæðum. Ljóst er þó að einhvern tíma mun taka að ganga frá skipu- lagi þar og svo byggja svo ferlið héð- an í frá gæti tekið 2-3 ár. Verðmunur er horfinn „Lengi var verðmunur á fast- eignum í Reykjavík og Kópavogi 10- 15%. Núna er þetta bil nánast horfið, enda hefur öll þjónusta og innviðir hér í bæ verið styrkt. Mikil hækkun eignaverðs á síðustu árum er sam- spil margra þátta. Laun hafa rokið upp og vextir voru mjög lágir á tíma- bili. Kaupmáttur hefur vaxið og því hafa verktakar og aðrir getað hækk- að verð eigna,“ segir Vilhjálmur. Nýtt skipulag rjúfi kyrrstöðu - Fátt er til sölu - Verðið rýkur upp Vilhjálmur Einarsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kópavogur Eignir í nýju hverf- unum efst í bænum er afar vinsælar. GO WALK OUTDOOR St. 41-47/ 16.995 kr. withMemory Foam KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS MEÐ STÖMUM GOODYEAR SÓLA OG MJÚKU INNLEGGI HERRA GÖTUSKÓR SKECHERS N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.