Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
Ú
kraína kallar á hjálp, ofbeld-
ismaðurinn veður uppi og það
duga engar fortölur á hann,
engin rök. Fréttamyndir af
framferði innrásarhersins
vekja óhug og hrylling; eru leikskólar, mun-
aðarleysingjahæli og fæðingardeildir jafn-
gild skotmörk? Lengra verður varla komist í
grimmdinni.
Óverðskulduð kvöl hins undirokaða er
brennandi spurning í trúarhugsun kristn-
innar.
Í atburðum föstudagsins langa erum við
minnt á ofbeldið sem harðstjórnin beitir,
þjáningu hins saklausa og hvar þú ætlar að
staðsetja þig á þessum pólum. Tekur þú
þér stöðu með hinum undirokaða eða
leggstu flatur undir ofríkið? Og hvað vilt
þú gera í því? Stríðið í Úkraínu er ekki
einkamál Rússa og Úkraínumanna; þessi
saga fjallar líka um þig.
Fá önnur ráð en að
taka höndum saman
Ég ætla mér ekki þá dul að halda að ég
hafi einhver svör eða bjargráð sem virka til að stöðva stríðið. Ekki
nema að sameinast milljónum manna – jafnvel hundruðum milljóna – í
bæn um að Drottinn stöðvi áform illvirkjanna og veiti friðinum fram-
gang.
Vafalítið notar hann hendur, huga og ráð mannanna til þess; allra
þeirra sem vilja ljá mannúð og friði krafta sína, orku og athygli. Við
getum gert margt til að styrkja frelsisbaráttu Úkraínu og það munar
um allt. Fjölmörg samtök á Íslandi, m.a. Hjálparstarf kirkjunnar,
hafa skipulagt aðstoð og öll getum við tekið þátt þar. Það munar um
hvert handtak. Að sýna samstöðu og biðja.
Með heitri bæn fyrir friði í frjálsri Úkraínu.
Kirkjan til fólksins
Friðarákall í
kirkjum landsins
Hugvekja
Sveinn Valgeirsson
Sveinn
Valgeirsson
Vafalítið notar
hann hendur,
huga og ráð
mannanna til
þess; allra
þeirra sem vilja
ljá mannúð og
friði krafta sína,
orku og athygli.
Höfundur er sóknarprestur í Dómkirkjunni.
Bæn Fólk safnaðist saman í kirkjum víða í Úkraínu til að biðja.
AFP/Yuriy Dyachyshyn
Markmiðið með því
að halda prófkjör er
að virkja kjósendur
Sjálfstæðisflokksins
til að hafa bein áhrif á
hverjir skipa fram-
boðslista flokksins í
borgarstjórnarkosn-
ingunum í maí 2022.
Það er ekki síður mik-
ilvægt að við veljum
einstaklinga sem eru
líklegir til að vinna
sigur og koma Sjálfstæðisflokknum
til valda í meirihluta í Reykjavík.
Við sjálfstæðismenn viljum taka til
hendinni á mörgum sviðum þar sem
óstjórn og óþolandi forræðishyggja
hefur tekið yfir. Þar ber hæst
skipulagsmálin sem eru þjökuð af
sérhyggju og þröngsýni fámenns
hóps sem veður uppi í borgarkerf-
inu. Í stað fjölbreytni og framboðs
lóða fyrir einbýlishús og raðhús
ásamt minni fjölbýlishúsunum hef-
ur verið einblínt á þéttingu byggðar
þar sem byggðar eru blokkir með
lúxusíbúðum. Afleiðingin er flótti
frá Reykjavík. Stöðva þarf þennan
flótta og tafarlaust að skipuleggja
hverfi þar sem horft er til fram-
tíðar. Í slíku hverfi ætti einnig að
vera tekið tillit til aldraðra og fatl-
aðra. Þjónustukjarni með fjöl-
breyttri starfsemi og
aðgengi fyrir alla. Í
stað þess að fólk þurfi
um langan veg að
sækja sér heilbrigðis-
þjónustu ætti að vera
læknisþjónusta og
heildstæð þjónusta fyr-
ir íbúana. Þjónustan
komi til þeirra en ekki
öfugt.
Marta Guðjónsdóttir
leggur áherslu á lægri
skatta og skilvirkari
þjónustu. Þessu má ná
fram með því að draga
úr yfirbyggingu Reykjavíkurborgar
og nýta nútímatækni á fleiri svið-
um.
Marta vill menntastefnu sem er
opnari og sveigjanlegri en nú er.
Má þar nefna að gera nemendum
kleift að færa sig milli skólastiga
eftir getu í ríkari mæli en tíðkast
nú.
Marta vill skipulagsstefnu í sátt
við borgarbúa. Greiða á fyrir allri
umferð – óháð ferðamáta. Í þeim
efnum er ýmislegt hægt að gera
strax til að auka umferðarflæðið.
Við þurfum t.d. nútíma umferð-
arljós sem nýta snjalltækni í um-
ferðarstýringu til hins ýtrasta.
Mæta þarf húsnæðisþörfinni með
úthlutun lóða á hagkvæmu verði
fyrir fjölbreytta byggð í nýjum
hverfum. Það er allur galdurinn.
Marta vill brúa bilið milli fæðing-
arorlofs og leikskóla þannig að öll-
um börnum 12 mánaða og eldri
verði tryggð leikskólavist. Til að
vinda ofan af þessum vanda þurfum
við fyrst og síðast gjörbreytt við-
horf. Setja þarf grunnþjónustu í
forgang og almenna virðingu fyrir
borgurunum, tíma þeirra og fjár-
munum.
Marta vill persónulegri og skil-
virkari þjónustu við eldri borgara.
Marta vill standa vörð um grænu
svæðin í borginni.
Ég vil hvetja kjósendur til að
kynna sér málflutning Mörtu. Með
Mörtu í forustu vinnum við sigur í
vor og þá hefst nýtt tímabil þar
sem frelsi og fjölbreytni eru höfð
að leiðarljósi. Ég styð Mörtu Guð-
jónsdóttur í 2. sæti framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu
18. og 19. mars 2022.
Eftir Bessí
Jóhannsdóttur » Það er mikilvægt að
við veljum ein-
staklinga sem eru lík-
legir til að vinna sigur
og koma Sjálfstæð-
isflokknum til valda í
meirihluta í Reykjavík.
Höfundur er sagnfræðingur.
Vertu með – nýtt tímabil
hefst með sterkri forystu
Bessí
Jóhannsdóttir
Mín kynslóð ólst upp við, að útvarps-
þulir morgunútvarpsins á Rás 1
sæju alveg um útvarpið þann morg-
uninn, sem þeir voru á vakt. Hér
nefni ég Jóhannes Arason, Jón Múla
Árnason, Axel Thorsteinsson og
Pétur Pétursson. Oftast nær voru
það þeir Jóhannes og Jón Múli, sem
voru á vaktinni á morgnana. Mér
kom þetta í hug þessa dagana, þegar
umsjónarmenn Morgunvaktarinnar
eru forfallaðir, og morgunútvarps-
þættir beggja rása hafa sameinast –
illu heilli, því að maður missir heil-
mikið vegna þess, t.d. eins og veður-
lýsingar og hitastig, sem hefur fylgt
morgunútvarpsmönnum allt frá
upphafi, svo sé nú ekki minnst á
færð á vegum. Nú eru á Rás 1 prýð-
isgóðir þulir, sem hafa góða reynslu
af dagskrárgerð og hafa gert marga
góða þætti, eins og Pétur Grétars-
son. Hvernig væri, að þessir ágætu
útvarpsþulir tækju við Morgunvakt-
inni á Rás 1 tímabundið í forföllum
stjórnendanna í stað þess að sam-
eina rásirnar? Það fyndist mér vitið
meira, og mundi treysta þeim vel til
þess. Þá mundi enginn missa af
neinu, sem verið hefur í morgun-
vaktinni til þessa.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Morgunútvarp Rásar 1
Ljósmynd/Unsplash, Mehmet Turgut Kirkgoz
Þar fornar súlur flutu á
land
við fjarðarsund og
eyjaband,
þeir reistu Reykjavík.
Hún óx um tíu alda bil,
naut alls, sem þjóðin
hafði til,
varð landsins högum lík.
–
Og þó vor höfn sé opin
enn
og enn þá vanti knerri og menn,
við vonum fast hún vaxi senn
og verði stór og rík.
(Reykjavík – Einar Benediktsson)
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík fer fram 18. og 19. mars
nk. Ég gef kost á mér í 4.-5. sæti.
Ástæðan fyrir framboðinu er ein-
föld. Ég hef miklar áhyggjur af
framtíðaráformum meirihlutans
hér í Reykjavík og djúpt inn að
hjartarótum tel ég að borgin okkar
eigi betra skilið. Þá tel ég að
ákveðnir mannkostir sem ég hef að
bera muni reynast vel á sviði
stjórnmálanna. Ég hef sett fram
þrjár áherslur um betri rekstur,
betri samgöngur og betra skipu-
lag.
Betri rekstur
Skuldasöfnun og fjáraustur
meirihlutans er til háborinnar
skammar. Í nóvember á síðasta ári
var sagt frá því að heildarskuldir
Reykjavíkur væru komnar yfir 400
milljarða (þær voru 350 milljarðar
í árslok 2019). Að hugsa sér! Þetta
er staðan eftir eitt mesta góð-
æristímabil sem sögur fara af. Við
skulum halda því til haga að á
sviði skattheimtu hefur ríkt for-
dæmalaus skattpíning hjá borg-
aryfirvöldum þrátt fyrir veiruvand-
ræði hjá öllum öðrum.
Í nokkur ár fyrir veirufár þegar
milljónir ferðamanna streymdu til
landsins stóð yfir langt skeið góð-
æris ef horft er á raunverulega
verðmætasköpun og alla hagvísa.
Samt var ekkert lagt til hliðar í
borginni. Þess í stað var gengið á
alla sjóði og haldið áfram að taka
lán fyrir hallarekstri. Slíkt gengur
aldrei til lengri tíma.
Skuldadagur kemur
og hann er ódælli við-
ureignar en málglaði
tvíburinn.
Braggamálið svo-
nefnda varpaði ljósi á
mikla vanþekkingu
meirihlutans á með-
ferð fjármuna og það
er alveg með ólík-
indum að enginn hafi
verið látinn sæta
ábyrgð. Viðreisn ber
einnig ábyrgð á því
máli. Það má ekki
gleymast.
Það þarf að fara vel með al-
mannafé og bera virðingu fyrir því
að það sem einn fær án þess að
vinna fyrir verður einhver annar
að vinna fyrir án þess að fá. Verði
ég borgarfulltrúi mun ég verða
óþreytandi í baráttunni fyrir betri
rekstri.
Betri samgöngur
Gatnakerfi Reykjavíkur hefur
ekki þróast með eðlilegum hætti í
samræmi við mannfjöldaþróun.
Með auknum mannfjölda fylgja
fleiri bílar. Framför væri að betr-
umbæta gatnakerfið þegar bílum
fjölgar. Afturför er það sem er að
gerast í borginni. Á sama tíma og
bílum fjölgar er brugðist við með
að fækka bílastæðum og akreinum.
Þetta er eitthvað sem gengur ekki
upp. Þetta er nánast eins og að
meðhöndla kransæðastíflu með
reykingum og skyndibita. Það seg-
ir sig sjálft að það þarf að reisa
umferðarmannvirki í samræmi við
mannfjöldaþróun. Ég myndi vilja
sjá nokkur mislæg gatnamót reist
á næsta kjörtímabili og að bíla-
stæðum verði fjölgað.
Allt tal um að borgarlína muni
hafa einhver áhrif á áratuga langa
vanrækslu gatnakerfisins er tál-
sýn. Borgarlínan er dýrasta gælu-
verkefni meirihlutans hingað til og
með framkvæmdinni er verið að
hengja myllustein um háls skatt-
greiðenda um ókomna tíð.
Í því samhengi má benda á að
kostnaður við borgarlínu verður að
lágmarki hundrað milljarðar eða
það sem kostar að gera Strætó
gjaldfrjálsan í hálfa öld. Í stað
þess að eyða pening í borgarlínu
ætti að fjárfesta í skilvirkara
gatnakerfi.
Betra skipulag
Á Reykjavíkurþingi Varðar 2022
lagði ég það til að Sjálfstæðis-
flokkurinn gerði það að stefnu
sinni að reist verði nýtt hverfi með
litlum einbýlishúsum og öðru sér-
býli með þarfir ungs fjölskyldu-
fólks í huga. Tillagan var sam-
þykkt og er nú orðin að stefnu
flokksins hér í borginni. Þegar
kemur að skipulagi á borgum þarf
að huga að fjölskyldum og sér-
staklega ungum fjölskyldum. Það
er ekki eðlilegt að hús og garður
standi ekki fjölskyldum til boða.
Sjálfur bý ég í litlu einbýlishúsi í
smáíbúðahverfinu. Það var reist á
sínum tíma af efnalitlu fólki eins
og önnur hús í hverfinu. Nú er
þetta hverfi það allra eftirsóttasta
í Reykjavík. Það þarf annað smá-
íbúðahverfi og það er alveg hægt
að byggja lítil sérbýli með ódýrum
og einföldum hætti.
Í þessu samhengi vil ég ekki að
rótgróin og fjölskylduvæn hverfi
verði þéttingarstefnu meirihlutans
að bráð. Verði ég borgarfulltrúi
mun ég leggja mig allan fram að
gera skipulag Reykjavíkur fjöl-
skylduvænna með lágreistri og
vænlegri borgarbyggð.
Betri borg
Samlegðaráhrif af betri rekstri,
betri samgöngum og betra skipu-
lagi mun skapa betri borg. Ég er
með skýra sýn með hvaða hætti
við sjálfstæðismenn getum sigrað
borgina. Ég vil að betur sé farið
með almannafé, ég vil að reist séu
umferðarmannvirki í samræmi við
mannfjöldaþróun og ég vil að
borgin fái fjölskylduvæna ásýnd.
Betri borg
Eftir Viðar
Guðjohnsen »Ég hef sett fram
þrjár áherslur um
betri rekstur, betri
samgöngur og betra
skipulag.
Viðar
Guðjohnsen
Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
www.betriborg.is