Morgunblaðið - 17.03.2022, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.03.2022, Qupperneq 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta byrjaði sem grín, eins og allt hjá Ukulellum, enda hverfist hljómsveitin um það að fá skapandi hugmyndir og framkvæma þær. Láta ekkert trufla sig, taka á móti gleðinni og framkvæma. Regla númer eitt hjá okkur er að Ukulell- ur tala sig aldrei niður, þar með er- um við einhvers konar ofurhetjur sem standa alltaf með sjálfum sér og eru tilbúnar í hvað sem er. Það er ágætt að hafa þá áminningu fasta á sér, í formi húðflúrs, ef maður er eitthvað að gefast upp,“ segir Hild- ur Heimisdóttir, ein af þeim konum sem skipa hljómsveitina Ukulellur, en þær tóku sig til um liðna helgi og létu flúra varanlega á sína húð mynd af hljóðfærinu sem hljóm- sveitin heitir eftir og spilar á, uku- lele. „Við erum þrettán í hljómsveit- inni en þrjár kusu að fá sér ekki flúr, enda var þetta ekki hópþrýst- ingur heldur meira áhrifavaldar,“ segir Hildur og hlær. „Flestar létu flúra á handlegg en við Gunna og Eva fengum okkur ukulele á kálfann. Þetta er alltaf sama mótívið en í þremur stærðum, rétt eins og raddir hljóðfæranna eru sópran, consert og tenór. Hljóm- sveitarnafnið, Ukulellur, er skrifað sem hluti af myndinni af hljóðfær- inu.“ Reynsluminni sigldu í kjölfar Hildur segir að hugmyndin hafi komið upp í spjallþræði þegar ein þeirra varpaði fram fullyrðingunni: „Næst hjá okkur er tattú.“ Við skiptumst á hugmyndum um hvern- ig flúrið ætti að líta út og allt varð öfgafyllra og meiri vitleysa eftir því sem á spjallið leið. Seinna sendi ein okkar flotta húðflúrsmynd af uku- lele og öllum leist nokkuð vel á. Þá bauðst önnur til að finna listamann sem gæti teiknað þetta fyrir okkur og þá var þetta ekki lengur grín. Áfram vatt þetta upp á sig, nokkrar sögðu strax já en aðrar höfðu efa- semdir, enda var meirihluti okkar að fá sér húðflúr í fyrsta sinn á æv- inni. Tvær þær elstu sem létu vaða eru 61 árs. Þær sem drifu okkur áfram voru auðvitað þær sem höfðu reynslu af því að láta flúra sig, á meðan þær reynsluminni sigldu í kjölfarið.“ Þegar komin var dagsetning fóru þær hver á fætur annarri um síðustu helgi til hennar Polu Mariu hjá Aura Tattoo, sem sérhannaði og útfærði ukulele sem hún svo flúraði á þær allar. „Þetta var hryllilega skemmti- legt. Ég hló svo mikið þegar Pola Maria var að flúra mig að hún þurfti að stoppa mig, hún sagðist ekki geta unnið því ég hristist of mikið. Hún hafði ógurlega gaman að þessu, þótt henni hafi í fyrstu ekki alveg litist á blikuna að fá heila hljómsveit í flúr til sín. Við komum til hennar hver á fætur annarri, sumar okkar gætu verið mömmur hennar og henni fannst þetta krúttlegt, skemmtilegt og óvenjulegt. Sjaldan hafa jafn margar konur á besta aldri verið tattúveraðar á sömu helginni,“ segir Hildur og bætir við að þær Ukulell- ur hafi sýnt hver annarri flúrin á hljómsveitaræfingu sl. þriðjudags- kvöld, það hafi verið afhjúpunar- kvöld. „Við erum allar himinsælar.“ Við erum einhvers konar ofurhetjur „Nokkrar sögðu strax já en aðrar höfðu efasemdir, enda var meirihluti okkar að fá sér húðflúr í fyrsta sinn á ævinni. Tvær þær elstu sem létu vaða eru 61 árs,“ segir Hildur um það þegar heil hljómsveit, Ukulellur, fékk sér varanlegt flúr á húð. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Stór stund Hér flúrar Pola Maria ukulele á Hildi sem reynir að hlæja ekki, en hún var beðin um að hætta að hlæja af því hún hristist of mikið fyrir flúr. Morgunblaðið/Eggert Himinsælar Nokkrar Ukulellur sýna stoltar flúrin sín sem ýmist eru á fram- eða upphandleggjum. F.v. Anna Jóhannsdóttir, Þóra Björk Smith, Ragnhildur Sverrisdóttir, Herdís Eiríksdóttir og Elísabet Thoroddsen. Glatt á hjalla Fyrsta hljóm- sveitaræfing eftir flúr. Listrænt Ukulele í einni línu með hljómsveitarnafninu. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins Reykjavík 18.-19. mars Með skynsemina að leiðarljósi og ferska sýn á málin fyrir framúrskarandi borg Herdís Anna Þorvaldsdóttir 4. sæti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.