Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Hundrað óhöpp Hemingways Höf. Lilja Sigurðardóttir Les. Lilja Sigurðardóttir, Örn Árnason ásamt öðrum leikröddum Meydómur Höf. Hlín Agnarsdóttir Les. Hlín Agnarsdóttir Líkblómið Höf. Anne Mette Hancock Les. Sara Dögg Ásgeirsdóttir Stormboði Höf. Maria Adolfsson Les. Birgitta Birgisdóttir Sextíu kíló af kjaftshöggum Höf. Hallgrímur Helgason Les. Hallgrímur Helgason Vetrarsól Höf. Auður Jónsdóttir Les. María Dögg Nelson Horfnar Höf. Stefán Máni Les. Rúnar Freyr Gíslason Stúlka A Höf. Abigail Dean Les. Birna Pétursdóttir vi ka 10 Feilspor Höf. Maria Adolfsson Les. Ólöf Rún Skúladóttir Orri óstöðvandi - kapphlaupið um silfur Egils Höf. Bjarni Fritzson Les. Vignir Rafn Valþórsson TOPP 10 vinsælustu hljóðbækur á Íslandi. » Fiðluleikarinn Sif Tulinius kom fram á tónleikum í Kristskirkju í Landakoti á þriðjudag. Á efnisskránni voru ein- leikssónötur eftir Jo- hann Sebastian Bach og splunkunýtt tónverk eftir Hjálmar H. Ragn- arsson, Partíta, en Hjálmar samdi það fyrir Sif. Þetta voru aðrir tónleikar hennar í þrennra tónleika röð. Sif Tulinius lék verk eftir Hjálmar og J.S.Bach Morgunblaðið/Eggert Einleikarinn Á tónleikum Sifjar hljómaði samtal tveggja tónskálda, Hjálmars og Bachs, með um 300 ára millibili. Tónlistarunnendur Sveinn Einarsson og Rut Ingólfsdóttir. Mættu Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur og Þór Tulinius leikari létu sig ekki vanta á tónleikana. Tónleikagestir Guðmundur Örn Guðmundsson og Margrét Rósa Jochumsdóttir voru meðal gesta. Arkitektinn Diebedo Francis Kere frá Búrkína Fasó hlýtur Pritzker- verðlaunin í ár, virtustu verðlaun sem veitt eru í faginu. Hann er fyrst- ur Afríkumanna til að hreppa þau á þeim rúmlega fimmtíu árum sem verðlaunin hafa verið veitt. Í umsögn valnefndar segir að Kere, sem er 56 ára og einnig þýsk- ur ríkisborgari, hanni frumlegar byggingar sem séu sjálfbærar fyrir jörðina og íbúa hennar. Kere hefur getið sér orð fyrir að hanna skóla- byggingar, sjúkraskýli og sjúkra- hús, félagslega búsetukosti og sam- komusvæði í mörgum afrískum löndum, þar á meðal í Benín, Búrk- ína Fasó, Malí, Tógó og Súdan. „Hann er í senn hönnuður og þjónn sem hefur bætt lífsgæði og upplifanir óteljandi íbúa á svæði sem aðrir íbúar jarðar gleyma á stund- um,“ segir valnefnd verðlaunanna. Meðal bygginga Keres sem hafa vakið mikla athygli má nefna grunn- skóla sem hann hannaði í þorpi í heimalandinu fyrir tveimur áratug- um. Í stað þess að nota hefðbundna steinsteypu eins og hafði tíðkast í skólabyggingum kallaði hugvitssöm hönnun Keres á að notaður væri leir af svæðinu, styrktur með sementi, og úr honum mótaðir hleðslusteinar sem viðhéldu svalara lofti innan- dyra. Breitt þak úr tini sem er fyrir ofan veggina skýlir skólanum fyrir regni en stuðlar að góðu loftflæði. Meðan á byggingu skólans stóð hvatti Kere íbúa svæðisins til að taka þátt í framkvæmdinni og jók svo áhugann á skólanum að nem- endum fjölgaði úr 120 í 700, segir í umfjöllun frá Pritzker-stofnunnni. Þá er fullyrt að með verkefnum sín- um „valdefli Kere og breyti sam- félögum gegnum hönnunar- og byggingarferlið, á svæðum þar sem auðlindir eru viðkvæmar og sam- staða fólks er lykilatriði“. Árið 2017 varð Kere fyrsti afríski arkitektinn sem boðið hefur verið að hanna árlegan sýningarskála sem reistur er við Serpentine-sýningar- salinn í Hyde Park í London. Í yfirlýsingu hvetur Kere fólk til að láta sig dreyma og taka áhættu – hann segir að þótt fólk sé ríkt eigi það ekki að sóa auðlindum og þá þýði fátækt ekki að fólk eigi ekki að reyna að skapa gæði. „Allir eiga gæði skilið og þægindi,“ segir hann. Fyrstu Pritzker- verðlaun til Afríku AFP/ Niklas Halle’n Stjörnuarkitekt Diebedo Francis Kere hlýtur Pritzker-verðlaunin. - Diebedo Francis Kere verðlaunaður One day er yfir- skrift sýningar kóresk-banda- rísku myndlistar- konunnar Jimin Lee sem verður opnuð í sýningar- sal Íslenskrar grafíkur hafnar- megin í Hafnar- húsinu í dag, fimmtudag, kl. 17. Lee verður viðstödd opnunina og býður upp á listamannaspjall. Jimin Lee er prófessor í myndlist og stýrir prentmiðladeild Kali- forníuháskóla í Santa Cruz. Hún stýrir þar líka Contemporary Print Media Research-miðstöðinni. Lee sýnir hér verk í blandaða grafík, meðal annars nýja seríu sem fjallar um viðkvæmni, hrörnun og missi og fjallar í senn um persónu- legar upplifanir og heimsmálin. Í verkum sínum hefur Lee lengi unnið með þemu á borð við hreyfanleika, atvinnu og það að vera strand á ýmsa vegu, persónu- lega sem félagslega. Jimin Lee sýnir í Grafíksalnum Hluti grafíkverks eftir Jimin Lee. Auður Gunnarsdóttir sópran syng- ur á viðburði á vegum Íslensku óp- erunnar í Kaldaklóni í Hörpu í kvöld, fimmtudag, kl. 20 verk eftir Wagner og Schumann. Með henni koma fram Bjarni Frímann, píanó- leikari, og dansarinn Lára Stef- ánsdóttir. Örlagaþræðir er yfirskrift við- burðarins, sem felst í samruna tón- listar, dans- og myndlistar. Ljóðin sem sungin verða voru samin af tveimur konum, Mariu Stuart og Mathilde Wesendonck sem lifðu á ólíkum tímum en áttu, samkvæmt tilkynningu, margt sameiginlegt. Stuart var tekin af lífi eftir valda- tafl og pólitískar tilfæringar og Wesendonck varð að beygja sig undir væntingar samfélagsins og fórna eldheitri ást Wagners. Ásta Guðmundsdóttir hannar leikmynd og búninga og Jóhann Bjarni Pálmason sér um lýsingu. Örlagaþræðir í Kaldalóni Hörpu í kvöld Söngkonan Auður Gunnarsdóttir. Heimildarkvikmynd hinnar úkra- ínsku Alinu Gorlovu, This Rain Will Never Stop, var af alþjóðlegri dóm- nefnd valin sú besta á IceDocs 2021. Myndin hefur hlotið fjölda annarra verðlauna á hátíðum. Kvikmyndin verður sýnd í Bíóhöllinni á Akra- nesi í kvöld, fimmtudags, kl. 20, með íslenskum og enskum texta. Frjáls framlög renna til Rauða krossins og Alinu Gorlovu sem er stödd í Kænugarði þar sem hópur kvikmyndagerðarfólks vinnur að því að skrásetja stríðið og miðla upplýsingum, auk þess að dreifa vistum og lyfjum til þurfandi. Verðlaunamynd Alinu Gorlovu sýnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.