Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það á að gera þetta á mjög vegleg- an hátt,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Í ár er hálf öld liðin frá einvígi ald- arinnar svonefndu, þegar skák- meistararnir Boris Spassky og Bobby Fischer mættust í Laug- ardalshöll. Skáksambandið hyggst standa fyrir mik- illi afmælishátíð af þessu tilefni í lok október. Að- aldagskrárliður hátíðarinnar verður heimsmeistara- mót í svokallaðri Fischer-slembi- skák. Þátttak- endur verða á bilinu 6-10, þar á meðal heimsmeistarinn í skák, hinn norski Magnús Carlsen. Þá segir Gunnar að frágengið sé að núver- andi heimsmeistari í slembiskák, Bandaríkjamaðurinn Wesley So, verði meðal þátttakenda auk full- trúa okkar Íslendinga. „Magnús Carlsen sjálfur er mikill Íslandsvinur og er sem slíkur ákaf- lega mikilvægur þegar kemur að undirbúningi og kynningu slíks móts hérlendis. Hann sló fyrst al- mennilega í gegn á alþjóðlegu móti í Nasa árið 2004 þegar hann gerði sér lítið fyrir og gerði jafntefli við Garry Kasparov og hefur borið miklar taugar til lands og þjóðar síðan. Kasparov yrði boðið að vera með en líklegra er að hann kysi að koma sem gestur,“ segir í kynningu Skáksambandsins á mótinu sem send var til Reykjavíkurborgar þar sem óskað var eftir styrk. Borg- arráð sendi styrkbeiðnina til um- sagnar í íþrótta- og tómstundaráði og menningar- og ferðamálaráði. ÍTR afgreiddi málið með þeim orð- um að umsóknarfrestur um styrki til borgarinnar hefði runnið út í október á síðasta ári og styrkir ver- ið afgreiddir. Erindi Skák- sambandsins hlyti því ekki stuðn- ing. Samkvæmt upplýsingum blaðsins verður ákvörðun um styrk- veitingu þó á endanum tekin í borg- arráði. Mikill kostnaður fylgir þessari veglegu afmælishátíð og hljóðar kostnaðaráætlun upp á 195 milljónir króna. Þegar hefur fengist vilyrði frá ríkisstjórninni um 43 milljóna styrk og óskar Skáksambandið eftir sömu upphæð frá borginni. Tæpar 100 milljónir á að sækja til annarra styrktaraðila. Ýmislegt fleira er á teikniborðinu, til að mynda kvennamót í samstarfi við Alþjóðaskáksambandið en árið 2022 er ár kvennaskákar, sýning á munum úr einvíginu, málþing og fyrirlestrar um einvígið auk gerð heimildarmyndar og fjöltefli Magn- úsar Carlsen. Gunnar kveðst gera ráð fyrir því að aðalmótið verði sýnt í beinni útsendingu á RÚV og NRK og að nokkur hundruð erlendra gesta kæmu til Reykjavíkur af þessu tilefni. Leitað er að heppilegu húsnæði fyrir aðalmótið eftir að í ljós kom að Harpa er bókuð á þeim tíma sem það verður haldið. „Einvígi aldarinnar er sennilega merkasti skákviðburður allra tíma og við þurfum að sýna því viðeig- andi sóma. Þess vegna leitum við nú styrkja og stuðnings en umfang við- burðarins fer eftir því hvernig það gengur,“ segir Gunnar. Vegleg afmælishátíð Einvígis aldarinnar - Magnús Carlsen teflir hér - Kostnaður 195 milljónir Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Einvígi aldarinnar Heimsmeistarinn Boris Spassky frá Sovétríkjunum t.v. og bandaríski áskorandinn Bobby Fischer í Laugardalshöll árið 1972. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gestur Heimsmeistarinn Magnús Carlsen sést hér á móti í Laugardalshöll árið 2015. Hann er væntanlegur til landsins í haust á mót í slembiskák. Gunnar Björnsson það byrjar allt með fjórum fræjum ENN HOLLARI OLÍA OMEGA 3 & 6 + D- & E-VÍTAMÍN sp ö r eh f. —Mósel & Rín — 6. - 13. september | Sumar 17 Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir Töfrandi ferð um Móseldalinn þar sem rómantík og náttúrufegurð láta engan ósnortinn. Við dveljum í Tríer, elstu borg Þýskalands, og förum þaðan í heillandi ferðir, m.a. til bæjanna Bernkastel-Kues og Rüdesheim og til glæsilegu borgarinnar Koblenz þar sem við förum í skemmtilega siglingu á Mósel. Við trompum þessa frábæru ferð í stórhertogadæminu Lúxemborg. Verð: 239.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjögmikið innifalið! Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík heilbrigðisráðherra um undanþágur frá sóttvarnareglum og framkvæmd þeirra í upphafi febrúar. Í svari Will- ums Þór Þórssonar um liðna helgi kom m.a. fram að tæplega þrjú þús- und slíkar beiðnir hefðu borist í far- aldrinum. Vegna annmarka á skjala- stjórnunarkerfi ráðuneytisins lægi hins vegar ekki fyrir hversu margar beiðnir hefði verið fallist á, en þær væru töluvert færri. Töluvert var fjallað um hvernig gestir brugðu frá sóttvarnareglum við afhendingu Íslensku bókmennta- verðlaunanna í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins (Rúv.) frá Bessastöð- um 25. janúar. Þá voru í gildi strangar sóttvarnareglur, sem meðal annars mæltu fyrir um skilyrðislausa grím- unotkun gesta á slíkum samkomum, þar sem fleiri en tíu væru saman- komnir. Talsvert fleiri voru í Bessa- staðastofu þar um kvöldið, um 40 manns samkvæmt forsetaembættinu. Þegar spurst var fyrir um hvernig á því stæði var sagt að Rúv. hefði var- anlega undanþágu „Rúv. má í þessum upptökuskilyrðum, miðað við að það sé viðeigandi bil á milli fólks, vinna með 40 manns í rými,“ sagði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari við mbl.is. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri sagði daginn eftir í samtali við mbl.is að Rúv. hefði ekki sótt um sérstaka undanþágu hjá heilbrigðisráðuneyt- inu fyrir verðlaunaafhendinguna. Hins vegar hafi áður verið sótt um al- menna undanþágu fyrir starfsemi Rúv. til þess að geta sent beint út frá viðburðum af þessu tagi. „Það gengur erfiðlega að senda út stærri viðburði í tíu manna samkomu- takmörkunum. Við höfum sótt um slíka undanþágu þegar þörf hefur verið á því,“ segir Stefán í samtali við Morgunblaðið. „Það er langt síðan það lá fyrir frá ráðuneytinu að regl- urnar sem gilda um sviðslistir gilda líka um útsendingar og framleiðslu á sjónvarpi og kvikmyndum og slíku.“ Í svari ráðherra kom hins vegar fram að engar varanlegar undanþág- ur hafi verið veittar frá sóttvarna- reglum. Willum sagði einnig að engar und- anþágur hefðu verið veittar vegna sérréttinda einstaklinga eða fyrir- tækja sem önnur lög kunni að veita. „Undanþágur [hafa] verið veittar til verndar lífi eða heilsu manna eða dýra, vegna samfélagslega ómissandi innviða sem ekki mega stöðvast, vegna kerfislega og efnahagslega mikilvægrar starfsemi og þegar sér- staklega hefur staðið á.“ Vandséð er að bein útsending Rík- isútvarpsins á verðlaunaafhendingu falli þar undir, hvorki til tímabund- innar né varanlegrar undanþágu. Engin undanþága á Bessastöðum - Ráðherra segir engar varanlegar undanþágur veittar - Stangast á við svör forsetaritara og útvarpsstjóra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bessastaðir Kátir handhafar bókmenntaverðlaunanna 2021 og gestgjafar. BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Ekki verður séð af svörum heilbrigð- isáðherra á Alþingi að nokkur und- anþága hafi verið veitt fyrir því að gestir við afhend- ingu bókmennta- verðlauna á Bessastöðum þyrftu að bera andlitsgrímur líkt og sóttvarnaregl- ur kváðu skýrt um. Bæði forseta- ritari og útvarps- stjóri héldu því fram í janúar að einhver slík und- anþága ætti við. Guðni Th. Jóhann- esson forseti Íslands baðst síðar af- sökunar á því að reglunum hefði ekki verið framfylgt í sínum húsum. Bergþór Ólason, þingmaður Mið- flokksins, lagði fram fyrirspurn til Bergþór Ólason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.