Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
Kverkatak
Sálfræðitryllir eftir KáraValtýsson
„Þú hefur ekki grafið lík í Leiruvogi, haldið
framhjá konunni þinni og sagt upp starfi þínu
– allt í samamánuðinum. Þetta gerði ég.
Og það kostaði mig allt.“
Komdu nær
Hrollvekjandi spennusaga eftir SöruGran
Hvort er Amanda, sem starfar sem arkítekt
og telur sig hamingjusamlega gifta, einfaldlega
geðveik eða raunverulega haldin kvendjöfli
aftan úr forneskju?
Feminísk hrollvekja af bestu gerð.
Nýjar bækur frá
Fást í verslunum Pennans-Eymundssonar,
Forlagsins og Bóksölu stúdenta,
penninn.is, forlagid.is og boksala.is
Örn sækist eftir 4.
eða 5. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
Örn Þórðarson
Borgarfulltrúi og fyrrverandi sveitarstjóri
Agi og festa í rekstri og stjórnun
Örn þekkir vel til allra viðfangsefna
borgarstjórnar og hefur reynslu og
kjark til að breyta því sem breyta þarf.
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Eitt ár verður liðið frá því eldgos
hófst í Geldingadal í Fagradalsfjalli á
Reykjanesi næsta laugardag. Gosið
vakti mikla athygli hérlendis sem er-
lendis enda var það mjög aðgengilegt
fyrir almenna borgara. Gosið reynd-
ist í meðallagi stórt en ekki hafði gos-
ið á Reykjanesskaganum frá því á
tímum Snorra Sturlusonar.
„Stóru tíðindin varðandi þennan
atburð eru að yfir höfuð sé farið að
gjósa á Reykjanesskaganum eftir
tæplega átta hundruð ára hlé. Þetta
markar því upphaf að nýju tímabili. Á
næstu hundrað árum gæti kannski
gosið að meðaltali á 20-25 ára fresti.
Það getur komið í
hrinum og einnig
geta komið tíma-
bil í 50 eða 100 ár
með engu gosi.
Þannig var það á
gostímabilinu
800-1240,“ segir
Magnús Tumi
Guðmundsson,
prófessor í jarð-
eðlisfræði, í sam-
tali við Morgunblaðið. Stærð-
argráðan á næsta gosi gæti orðið
svipuð þótt vitaskuld sé ekki hægt að
fullyrða um slíkt.
„Ekkert er hægt að útiloka varð-
andi stærðir en miðað við hvernig
skaginn hefur hegðað sér þá eru gos
af svipaðri stærðargráðu og þetta lík-
legust. En einnig geta komið aflmeiri
gos sem standa í styttri tíma.“
Atburðarásinni ekki lokið
Eldgosið í Fagradalsfjalli var afllít-
ið en ekki lítið á heildina litið.
„Gosið stóð í sex mánuði og því
lauk í september en í desember var
formlega tilkynnt um goslok. Þótt
gosið væri alltaf afllítið var það ekki
lítið á heildina litið og endaði sem
meðalstórt gos. Atburðarásin virðist
ekki vera alveg búin þar sem enn
mótar fyrir landrisi. Eftir að gosið
hætti fór landið að rísa aftur og í des-
ember fór af stað atburðarás sem var
svipuð þeirri sem átti sér stað í að-
draganda gossins. Þá var kvika í jarð-
skorpunni en það hætti áður en það
náði upp á yfirborðið og ekki varð
gos. Vísbendingar eru um að enn sé
landris en ekki eins mikið og var.
Ekki er því vitað hvort við sjáum fyr-
ir endann á þessari atburðarás. Það
verður bara að koma í ljós en vel er
fylgst með.“
Vekur athygli erlendis
Í gosinu í Fagradalsfjalli kom
hraunkvikan beint neðan úr möttl-
inum en hafði ekki viðdvöl í skorp-
unni og það er óvanalegt hér á landi.
„Flest gos á Íslandi eru þannig að
kvikan safnast fyrir í kvikuhólfi undir
megineldstöð og gýs svo upp eða leit-
ar til hliðar út frá hólfinu. Þannig
voru Kröflueldar, Skaftáreldar og
Holuhraun. Við getum litið á kviku-
hólfið sem pott þar sem kvikan hrær-
ist og því er stundum nánast enginn
breytileiki í efninu sem kemur upp. Í
því sem var að koma upp núna er alls
konar breytileiki sem jarðefnafræð-
ingar hafa verið að skoða. Þótt breyti-
leiki í efnasamsetningu sjáist oft í
gosum, t.d. í Heklu, þá hefur fólk get-
að rannsakað með sama hætti kviku
sem kemur beint úr möttlinum.
Gögnin sem tekin hafa verið saman
um þessa atburði vekja því mikla at-
hygli erlendis og sama á við um at-
burðarásina sem varð þegar landið
gliðnaði þegar kvikan var að finna sér
leið til yfirborðs,“ segir Magnús Tumi
en í gærkvöldi hélt hann erindi í
Grindavík um atburðinn.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tilkomumikið Eldgosið hófst 19. mars 2021 og reyndist mikið sjónarspil. Fjöldi Íslendinga sem og erlendra gesta lagði leið sína að gosinu til að berja náttúrufyrirbærið augum.
Markar upphaf á nýju tímabili
- Gosið í Fagradalsfjalli reyndist meðalstórt - Að meðaltali gæti gosið á 20-25 ára fresti á svæðinu
að mati Magnúsar Tuma - Enn er landris á svæðinu en þó töluvert minna en var í desember
Magnús Tumi
Guðmundsson
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is