Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 56
Það er margt sem
kemur upp í hugann
þegar ég minnist
Ingibjargar, fyrr-
verandi tengdamóður minnar.
Ingibjörg var gædd mikilli
manngæsku og réttlætiskennd,
hafði ákveðnar skoðanir á málefn-
um líðandi stundar og var ófeimin
við að láta þær í ljós.
Ingibjörg hafði afar þægilega
nærveru og var ávallt gaman að
spjalla við hana um hluti sem voru
í brennidepli þá stundina. Ég
heimsótti hana stundum í Gull-
smárann og þar voru alltaf góm-
sætar veitingar á boðstólum.
Eftir að hún flutti á hjúkrunar-
heimili fækkaði heimsóknum mín-
um sem mér þótti miður. Dætrum
mínum og barnabörnum þótti afar
vænt um ömmu og langömmu
sína og er söknuðurinn mikill.
Ingibjörg var frábær kokkur
og var steikta lambalærið og
kjúklingarnir í uppáhaldi hjá
mörgum í fjölskyldunni ásamt ísn-
um góða og nýbökuðum kökum.
Allt lék í höndunum á Ingi-
björgu, hún hafði yndi af sauma-
og prjónaskap ásamt því að mála
á fallega hluti og jólakortin henn-
ar eru sannkölluð listaverk sem
ég varðveiti á góðum stað.
Ég átti því láni að fagna að
ferðast með Ingibjörgu og Hjálm-
ari heitnum ásamt Birnu og dætr-
um okkar á erlendri grundu.
Leigðum við okkur bíl og ókum
um fallega staði í Austurríki og
Þýskalandi. Þetta var ferðamáti
sem okkur öllum líkaði.
Einnig hafði Ingibjörg mikið
yndi af því að ferðast um Ísland
og var sveitin hennar fagra, Snæ-
fellsnesið, í miklu uppáhaldi enda
fegurðin engu lík og var hún mik-
ill fróðleiksbrunnur um sögu og
Ingibjörg Sólbjört
Guðmundsdóttir
✝
Ingibjörg Sól-
björt Guð-
mundsdóttir fædd-
ist 2. júní 1931. Hún
lést 1. mars 2022.
Útför Ingibjarg-
ar Sólbjartar fór
fram 16. mars 2022.
staðhætti. Ég er af-
ar þakklátur fyrir
það að hafa átt Ingi-
björgu að tengda-
móður sem var
greiðvikin og yndis-
leg manneskja.
Tíminn flýgur
áfram og minninga-
brotin hrannast upp.
Vil ég að lokum
votta öllum aðstand-
endum mína dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning Ingibjarg-
ar.
Halldór.
Elsku amma mín. Elsku hjart-
ans Sólbjörtin mín. Millinafnið
þitt á vel við þig, það lýsir þér vel.
Þegar ég minnist þín er það kær-
leikur, óendanleg væntumþykja,
stuðningur, hlýja, góðmennska,
þakklæti og glettni sem kemur
upp í hugann.
Það var svo hlýtt að koma til
ykkar Hjálmars afa í Safamýrina.
Hlaupa inn á bangsateppið, fela
sig í skápnum, spila ólsen og
laumast í kandís. Oft um helgar
kom ég með mömmu þar sem ég
horfði á ykkur með stjörnur í aug-
unum meðan þú litaðir á henni
augabrúnirnar í fallega baðher-
berginu ykkar.
Eftir að þú fluttir í Gullsmár-
ann komstu oft að horfa á fótbolta
í Smáranum, ég var sannfærð um
það þegar þú mættir á leikina
með svörtu derhúfuna, að þú vær-
ir algjört „happa“ því við unnum
oftast leikina þegar þú komst.
Þegar ég gisti hjá þér, man ég eft-
ir að vakna við þig að breiða yfir
mig, þú vildir ekki að mér yrði
kalt, umhyggjan alltaf í algjöru
fyrirrúmi.
Eftir því sem ég varð eldri
dafnaði og dýpkaði vináttan. Þeg-
ar ég var í menntaskóla kom ég til
þín eftir skóla á föstudögum, við
fengum okkur flatkökur, kaffi og
súkkulaðirúsínur og spiluðum
rommý, fastir liðir eins og venju-
lega. Hlustuðum á Ragga Bjarna
og þú sagðir oft, taktu til við að
tvista, teygja búkinn og hrista.
Hlustuðum á Álftagerðisbræður,
spiluðum og töluðum um daginn
og veginn. Það var alltaf gott að
tala við þig um það sem manni lá á
hjarta. Þú varst ein merkilegasta
kona sem ég veit um, þótt þú hafir
stundum verið mjög hlédræg með
þitt, en þín ævi er svo ótrúlega
merkileg. Ég er þakklát fyrir
stundirnar sem ég átti þig fyrir
mig og gat spurt þig að svo mörgu
í þínu lífi.
Þér fannst svo gaman að vita
hvað ég væri að gera og spurðir
mikið um tungumálin sem ég
syngi á, þér fannst það svo áhuga-
vert. Þú fagnaðir öllum áföngum
með mér.
Þú kunnir aragrúa af ljóðum,
íslenskum textum við dægurlög
og hafðir gaman af músík. Þú
sagðir mér frá æskunni þinni á
Litla-Kambi, pabba þínum sem
söng mikið, dugnaðarkonunni
henni mömmu þinni sem og fjöl-
skyldunni þinni stóru og allri góð-
mennskunni sem hún hafði að
geyma og ekki má gleyma hund-
inum og kettinum, og lambinu
Imbu sem sem þér þótti svo vænt
um.
Að kynnast Hjálmari umturn-
aði lífinu, ást ykkar er sú falleg-
asta sem ég veit um.
Þú varst svo þakklát fyrir allt,
þótt það væri bara sunnudags-
matur í Melgerðinu, passaðir allt-
af að hrósa matnum og þakka fyr-
ir þig, þú vildir alltaf vera viss um
að þú værir örugglega búin að
kyssa alla bless og varst alltaf svo
ótrúlega fín og vel til höfð. Þykir
mér svo vænt um að þú sagðir
„njótið þið stundarinnar“ sem er
svo falleg og góð áminning.
Það er svo margs að minnast,
elsku amma. Mér finnst erfitt að
hugsa til þess að eiga ekki fleiri
stundir með þér. Það er erfitt að
finna eins þakkláta, góða og
hjartahlýja manneskju frá dýpstu
hjartarótum eins og þig. Það væri
gott ef það væru fleiri eins og þú.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að hafa þig í mínu lífi, sem
einstaka ömmu og ótrúlega dýr-
mæta vinkonu.
Elsku hjartans amma mín,
dreymi þig ljósið, sofðu rótt.
Þangað til næst.
Þín
Bryndís.
Elsku amma mín, við eigum
svo mikið af fallegum og góðum
minningum saman. Það sem ein-
kenndi þig svo mikið var yndis-
lega hjartalagið þitt. Þvílíkur
söngfugl, ég veit ekki um neinn
sem kunni fleiri dægurlagatexta
og fannst jafn gaman að syngja þá
og þér.
Tíminn með þér og afa í Safa-
mýrinni var svo yndislegur og þið
hugsuðuð svo vel um okkur og
pössuðuð að öllum liði vel. Við
systur fengum mikla athygli, um-
hyggju og þolinmæði frá ykkur og
voru ófá spilin tekin saman og
borðaður kandís með.
Nokkrum dögum áður en þú
fórst frá okkur vorum við kven-
leggurinn þinn að horfa á mynd-
band frá 80 ára afmælinu þínu og
það sem þú geislaðir og naust
þess að vera með fjölskyldu og
vinum. Það eru skemmtilegar
minningar um hversu skemmtileg
og góð þú varst.
Síðasti dagurinn á Grund með
þér, mömmu, systrunum og
frænkunum var mjög dýrmætur
og fengum við að fylgja þér þinn
síðasta spöl. Ég trúi því að þið
Hjálmar afi séuð sameinuð og líði
vel.
Ég kveð þig elsku amma mín
með hjartað fullt af þakklæti og
ást.
Þín
Gyða Rut.
Nú hefur elsku amma mín og
nafna farið yfir í sumarlandið. Það
var afar dýrmætt að eiga kveðju-
stund með henni þegar hún skildi
við en á sama tíma mikill sökn-
uður sem braust fram. Fallegar
og kærleiksríkar minningar
streyma fram í hugann á þessari
stundu. Ingibjörg Sólbjört amma
mín var einstaklega vönduð og
góð kona með hjarta úr gulli. Fal-
legri og kærleiksríkari sál er
vandfundin. Hún var ætíð orðvör
og hafði svo einstaklega fágaða og
fallega framkomu. Hún var sterk-
ur persónuleiki og bjó yfir mikilli
manngæsku. Amma hafði um-
hyggjusama og hlýja nærveru
sem gerði það að verkum að fólk
laðaðist að henni. Hún gat líka
verið mjög hnyttin og skemmtileg
í svörum þar sem ekki var langt í
kímnina. Amma var alla tíð mjög
sjálfstæð og hafði þurft að upplifa
tímana tvenna. Allt sem hún tók
sér fyrir sér hendur gerði hún vel
og fallega. Amma var framúrskar-
andi handlagin og bar rithöndin
hennar þessi merki sem og öll fal-
lega handavinnan sem hún prjón-
aði og saumaði af mikilli ástríðu í
gegnum árin. Amma var mikill
dugnaðarforkur og lét verkin tala.
Heimilið hennar var ávallt tand-
urhreint og fínt. Hún var lista-
kokkur og ekkert var betra en að
fá lambalæri með brúnni sósu og
sykurbrúnuðum kartöflum „a la“
amma eða nýbakaðar pönnukökur
og kleinur sem voru þær bestu í
bænum. Amma var mikil fyrir-
mynd og yndisleg vinkona sem
gott var að leita til með alla hluti.
Henni fannst gaman að lifa og
njóta og var alltaf svo glæsileg og
vel til höfð. Hún var stemnings-
kona og mikill unnandi tónlistar.
Hún samdi mikið af ljóðum og
kunni marga íslenska texta. Á síð-
astliðnum árum áttum við nöfn-
urnar margar ljúfar og góðar
samverustundir í eldhúskróknum
í Gullsmáranum þar sem við
spjölluðum um heima og geima
yfir kaffibolla og stundum var líka
gripið í spil. Amma var mikill sæl-
keri og sagði alltaf að súkkulaði
væri svo gott fyrir sálina. Hún
elskaði og unni okkur barnabörn-
unum og langömmubörnunum
mjög mikið. Það var svo yndislegt
að sjá hvað hún náði góðu sam-
bandi við Ástu Birnu mína þó svo
88 ára aldursmunur skildi þær að.
Ömmu fannst alltaf gaman að fá
símtal frá útlöndum þegar ég var
á ferðalagi og þá sagði hún ávallt
þessa fallegu setningu: „Njóttu
stundarinnar og guð veri með
þér.“ Henni var mikið í mun að
vita til þess að hennar fólk kæmist
öruggt heim.
Við söknum hennar sárt en
minningin um elsku bestu ömmu
og langömmu barna minna; Hall-
dórs Andra og Ástu Birnu, mun
ætíð vera ljóslifandi í hjörtum
okkar. Blessuð sé minning þín,
elsku amma mín. Hjartans þakkir
fyrir allt og guð geymi þig.
Þín
Ingibjörg Ásta Hall-
dórsdóttir.
Nú þegar elsku fallega og góða
amma mín hefur kvatt þennan
heim sitja eftir yndislegar minn-
ingar sem fara í gegnum hugann.
Mikið er erfitt og sárt að þurfa að
kveðja. Það er þó gott að geta ylj-
að sér við minningarnar og hvað
við vorum óendanlega heppin að
eiga þennan gullmola að. Þvílík
fyrirmynd í einu og öllu sem hún
amma var, heil og góð í gegn.
Amma var einstök kona, svo
blíð og góð. Hún var þekkt fyrir
að vera með eindæmum snyrtileg
og allt í röð og reglu. Fjölmörg
handverk liggja eftir ömmu og
var unun að sjá hversu vandvirk
hún var. Amma kunni marga
texta og fannst okkur alltaf gam-
an að spila íslenska tónlist og
syngja með. Hún var umhyggju-
söm og stolt af sínu fólki, og hvatti
okkur ávallt áfram í því sem við
tókum okkur fyrir hendur í lífinu.
Það var alltaf gott að koma í
heimsókn til ömmu og eru ófáar
stundirnar sem við áttum saman
yfir kaffibolla. Ég minnist yndis-
legu stundanna sem við áttum í
Gullsmáranum, þar var gott að fá
ömmukaffi og meðlæti. Hún
fylgdist vel með út um gluggann
þegar við vorum að fara frá henni,
en þá var veifað og sendur fing-
urkoss. Einnig bað hún okkur um
að láta sig vita þegar við værum
komin heim.
Mikið væri nú heimurinn fal-
legur ef allir væru eins og elsku
amma. Ég kveð ömmu með miklu
þakklæti í huga. Þakklæti fyrir
þær yndislegu samverustundir
sem við áttum og allt það góða
sem amma mín kenndi mér í
gegnum lífið.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, sem fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Minning Ingibjargar ömmu
minnar mun lifa áfram í hjörtum
okkar.
Takk fyrir allt elsku besta
amma mín, og takk fyrir alla þá
ást og umhyggju sem þú sýndir
öllum í kringum þig. Nú eruð þið
Hjálmar sameinuð á ný og hann
hefur tekið vel á móti þér í sum-
arlandinu.
Þitt barnabarn,
Hildur.
56 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
✝
Guðný Aðal-
björg Haf-
steinsdóttir fæddist
á Skagaströnd 13.
september 1936.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sléttunni 10. mars
2022. Hún var dótt-
ir hjónanna Lauf-
eyjar Jónsdóttur, f.
16.6. 1897, d. 25.12.
1969, og Hafsteins
Sigurbjarnarsonar, f. 11.2.
1895, d. 18.5. 1974, frá Reyk-
holti á Skagaströnd. Hún var
ein af sjö systrum. Hinar eru;
Jóninna Þórey, f. 1922, d. 1994,
Ragnheiður Birna, f. 1925, Pál-
ína Margrét, f.1930, Ingibjörg
Fríða, f. 1933, Áslaug Að-
alheiður, f. 1938, og Ólína
Gyða, f. 1941.
Aðalbjörg ólst upp á Skaga-
strönd og bjó þar allt fram til
2001 er hún fluttist til Reykja-
víkur.
Aðalbjörg giftist Herði Ragn-
ari Ragnars 1. janúar 1965. Þau
áttu þrjú börn. Þau eru; 1) Vil-
helm Björn, f. 13.8. 1963,
kvæntur Kristínu Kristmunds-
dóttur, f. 18.3. 1955, börn
þeirra eru Hörður Aðils, f. 19.4.
1986, kvæntur Lindu Þráins-
dóttur, börn þeirra
eru Vilhelm Björn
og Patrik Snær.
Ástrós Villa, f.
16.7. 1990, gift
Guðna Lýðssyni,
börn þeirra eru
Kristján Sölvi og
Guðbjörg Ebba.
Börn Kristínar eru
Kristín Jóna, f.
2.11. 1973, gift Vali
Valssyni, börn
þeirra eru Þóra Karen og Vala
Berglind. Hrefna Dögg, f. 25.7.
1977, gift Guðmundi Henrý
Stefánssyni, börn þeirra eru
Sigríður Kristín og Sæþór Daði.
2) Pálína Freyja, f. 6.3. 1969,
gift Kristmundi Halldórssyni, f.
2.7. 1962, börn þeirra eru Dag-
ur, f. 8.7. 1991, Aðalbjörg, f.
18.4. 1993, Halldór Kári, f. 16.9.
1998, Kristmundur Nicolai, f.
13.7. 2002, Júlía Sól, f. 26.9.
2009, Stormur Jarl, f. 21.1.
2013.
3) Drengur, f. og d. 21.4.
1972.
Útför Aðalbjargar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag, 17.
mars 2022, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat.
Elsku dásamlega amma mín,
það er komið að kveðjustund. Ég á
svo sannarlega eftir að minnast
þín svo lengi sem ég lifi. Oft hefur
mér verið líkt við þig og tel ég það
vera algjöran heiður því að líkjast
drottningu eins og þér er sko alls
ekki slæmt. Og nú segi ég bara
þína gullnu setningu „en það var
nú ekki það sem ég ætlaði að
segja“. Elsku amma nú fer ég yfir
farinn veg og er mér þakklæti efst
í huga. Öll matar- og jólaboðin á
pósthúsinu og eftirminnilegast er
auðvitað eftirrétturinn sem var yf-
irleitt ávextir í dós með þeyttum
rjóma í fallega matarstellinu sem
þú gafst mér síðan. Ég man hvað
mér þótti gaman að fá að „vinna“
með þér á pósthúsinu og eins þeg-
ar við Hörður bróðir fengum að
leika okkur í gömlu símunum sem
voru geymdir í kjallaranum.
Ferðalögin með ykkur afa á mín-
um yngri árum með nóg af nesti
og þegar þú byrjaðir að þylja upp
nöfnin á helstu sveitabæjum sýsl-
unnar. Allar næturgistingarnar
okkar frá því ég var lítil stelpu-
skotta og þangað til í júní 2021,
bara ég og þú saman í hjónarúm-
inu og aumingja afi alltaf sendur í
gestaherbergið svo við fengjum
frið til þess að spjalla saman og
bjóða hvor annarri a.m.k. 8-10
sinnum góða nótt en alltaf þurft-
um við aðeins að spjalla meira. Ég
minnist einnig allra gæðastunda
sem við áttum nánast öll kvöld
þegar ég var í Húsmæðraskólan-
um 2012. Þú hringdir yfirleitt á
undan mér til þess að bjóða mér í
mat og vissir þú alltaf hvað mig
langaði til þess að borða, að sjálf-
sögðu var ömmu soðið kjötfars
með öllu tilheyrandi fyrir valinu.
Þú varst með endalausa þolin-
mæði gagnvart mér og mínum
prjónaskap, alltaf varstu jafn
hjálpsöm og ekki bara varðandi
það heldur líka ef það væri eitt-
hvað sem þú gætir gert fyrir mig
átti ég bara að slá á þráðinn til þín.
Þegar þú hringdir í mig og talaðir
um daginn og veginn þá heyrði
maður alltaf þegar þú varst búin
að fá þér kaffi í bollann og kveikja
þér í filterslausa camelnum. Sú
lykt sem fylgdi Camelnum er nú
ekkert sérlega góð en mun hún
alltaf fá mig til að minnast þín,
elsku amma mín. Ég man svo hvað
þú varst ánægð með þá hugmynd
að taka okkur barnabörnin þín
með þér og afa út í Viðey árið
2012. Þú varst alltaf svo skemmti-
leg sögukona og sagðir okkur
margar sögur þar.
Elsku amma ég vil bara segja
takk takk takk fyrir allt alltaf.
Ég er endalaust þakklát að hafa
náð að vera með þér síðustu
klukkutímana áður en þú fékkst
hvíldina löngu. Og þegar ég hvísl-
aði til þín „amma ég er komin, Ást-
rós Villa, alla leiðina frá Reykholti
á Skagaströnd„ þú opnaðir augun
horfðir á mig lyftir upp enninu og
brostir til mín. Ég mun aldrei
gleyma þeirri stund. Ég elska þig
upp í geim og aftur heim. Þín
Ástrós Villa.
Sárt er að kveðja en minning-
arnar lifa og oft verður vitnað í
orð Öllu okkar. Við systurnar
fjórar ætluðum á Skagaströnd í
fyrra í tvo daga, þar ætluðu Vil-
helm og Stína að opna Reykholt,
æskustöðvar okkar, og dekra við
okkur. Tveimur dögum fyrir
brottför lærbrotnaði Alla og
ekkert varð af ferð. Skagaströnd
var Öllu kær: „Ég sé í huga allt
sem áður var og hef í anda alltaf
verið þar, á Skagaströnd.“ Þetta
var Alla.
Elsku Alla okkar, við systurn-
ar þrjár sem eftir erum óskum
þér góðrar ferðar yfir móðuna
miklu til fundar við systurnar
þrjár sem farnar eru, við biðjum
að heilsa.
Fríða, Áslaug og Ólína.
Það þykir ekki mikil upplifun að
skreppa á kaffihús í dag og þau
nánast á hverju götuhorni. Fyrir
hálfri öld, þegar einu staðirnir
voru Lækjarbrekka og Hressó,
var þetta stórviðburður og mikið
tilhlökkunarefni. Alla frænka mín
bauð mér gjarnan með á þessa
staði þegar hún kom í bæjarferð.
Heitt súkkulaði og eplatertur.
Alla var svo skemmtileg og hún
hlustaði á okkur krakkana, svo var
hún svo mikil sögumanneskja.
Hún var líka sigld og alltaf mjög
elegant og hún talaði reiprennandi
ensku og það voru nú ekki allir á
hennar aldri sem gerðu það. Ein af
sjö systrum, þessi yndislega móð-
ursystir mín og þvílíkar systur!
Það var líka gott að heimsækja
Öllu og hún var mjög gestrisin.
Heimabakað með kaffinu (kenndi
mér að baka vínarbrauð) og mikið
skrafað og hlegið og auðvitað
prjónað, prjónarnir alltaf skammt
undan.
Mín fyrsta ferð til Vestmanna-
eyja var með Öllu og síðast þegar
ég fór til Skagastrandar var það
með Öllu. Margar ljúfar minning-
ar!
Elsku frænka, takk fyrir allt
saman og góða ferð í Sumarlandið.
Elsku Hörður, Vilhelm, Pálína
og fjölskyldur, við Jón sendum
ykkur innilegar samúðarkveðjur.
Laufey Þórðardóttir.
Elsku kántrístelpan okkar, nú
ertu komin í blómabrekkuna þar
sem við lendum öll. Það eru svo
margar og allar svo fallegar minn-
ingarnar sem fylgja þér, elsku Alla
okkar. Ég gleymi aldrei þegar þú
leyfðir mér að leysa þig af á sím-
stöðinni á Skagaströnd, smástelpa
ekki komin á fermingaraldur. Að
vísu var símstöð á Molastöðum en
símstöðin þín var svo miklu tækni-
væddari en Molastaðastöðin. Það
var sko svona box sem fólk fór í til
að tala. Mér leið eins og ég væri
extra fullorðin þegar þú sagðir:
„Hafey mín, nú leysir þú mig af, ég
ætla í kaffi með mömmu þinni og
Ásu.“ Svo kom einhver karl að
panta símtal og hann treysti mér
alls ekki og þurfti aldrei að gefa
svona upplýsingar um sig, en ég
gaf mig ekkert og sendi hann í box
2 og þú varst svo ánægð með mig.
Við systkinin eigum svo góðar
minningar af ykkur systrunum sjö
og á ættarmótum höfum við troðið
upp með söng og leik og leikið
ykkur og Rikki bróðir lék þig allt-
af með kántríhattinn og sígarett-
una. Hann var einmitt að rifja upp
þegar hann var unglingur og þú
dróst hann út á gólf til að dansa,
honum fannst það ekkert mjög
gaman.
Kántrístelpan hún Alla okkar,
sem dýrkaði Kántríbæ sinn og
lærði að dansa kántrídans, alltaf
grönn og flott og heillaðir alla.
Við systkinin Lúlla sex þökkum
þér fyrir allt í lífinu elsku Alla okk-
ar og berum til þín kveðju frá öll-
um í okkar fjölskyldum. Minning
þín lifir.
Hafey, Birgitta, Ríkharð,
Helga Dóra, Hafsteinn, Jón
og fjölskyldur.
Aðalbjörg
Hafsteinsdóttir