Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Stærðir: 22-36 Verð: 6.995.- Vnr. BIS-92007 Stærðir: 22-36 Verð: 6.995.- Vnr. BIS-92007 Stærðir: 20-37 Verð: 6.995.- Vnr. BIS-92001 Stærðir: 20-37 Verð: 6.995.- Vnr. BIS-92001 Stærðir: 20-30 Verð: 6.995.- / 4 litir Vnr. BIS-92010 - vönduð og falleg stígvél STEINAR WAAGE KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS Ísland getur markað sér afgerandi sérstöðu í loftslagsmálum. Í því sambandi beinist at- hyglin réttilega að grænni orku og hvern- ig nýta eigi innlenda orkugjafa til að útrýma jarðefnaeldsneyti. En við höfum líka alla burði til að vera í far- arbroddi á fleiri svið- um, þar á meðal í þróun og innleið- ingu nýrra tæknilausna sem byggjast á íslensku hugviti. Stór áform Carbfix-tæknin, sem gerir kleift að binda CO2 varanlega í bergi, hefur í áratug verið notuð með góðum ár- angri á Hellisheiði. Mikill áhugi er á að nýta hana á mun stærri skala, bæði hér- lendis sem erlendis, og allmörg samstarfsverk- efni eru ýmist hafin eða í burðarliðnum. Einna hæst ber Coda-verkefni Carbfix sem miðar að því að binda árlega þrjár milljónir tonna af CO2 í Straumsvík. Til samanburðar nemur heildarlosun Íslands um fimm milljónum tonna á ári (með stóriðju en án millilandaflugs og landnotkunar). Fleiri dæmi mætti nefna um græn- ar íslenskar lausnir. Unnið er að nokkrum þeirra í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun, þar sem aðstaða er fyrir vísindafólk, frumkvöðla og fyrirtæki til að byggja upp umhverfisvæna starfsemi og efla þannig nýsköpun í atvinnulífi. Á nýafstöðnu Iðnþingi var fjallað um „Græna iðnbyltingu á Íslandi“. Þar ríkti einhugur um að metn- aðarfull markmið Íslands – um verða bæði kolefnishlutlaust og óháð jarð- efnaeldsneyti 2040 – fælu í sér stór tækifæri. Einnig að þau væru vel framkvæmanleg, þótt halda yrði vel á spöðunum. Úrbótahugmynd Margt gott hefur verið gert á und- anförnum árum til að greiða götu grænnar iðnbyltingar hér á landi. Endurgreiðslur til rannsókna- og þróunarkostnaðar hafa verið hækk- aðar og ný lög samþykkt um ívilnanir til grænna fjárfestinga, svo dæmi séu tekin. Á Iðnþingi leyfði ég mér að nefna fáein atriði sem huga mætti betur að. Eitt þeirra lýtur að opinberum stuðningi við íslensk frumkvöðla- verkefni sem leita fjármagns í er- lenda sjóði. Nýsköpunarsjóður Evrópu var stofnaður til að hraða uppbyggingu nýrra tæknilausna sem styðja við vegferð álfunnar að kolefnishlutleysi. Sjóðurinn styður hvort tveggja við verkefni á smærri og stærri skala. Stór verkefni sem hlutu stuðning frá sjóðnum á síðasta ári fengu að með- altali hvert um 15 milljarða króna í sinn hlut. Carbfix er meðal íslenskra fyrirtækja sem sótt hafa um stuðn- ing frá sjóðnum. Það eykur mjög möguleika slíkra umsókna ef stjórn- völd í heimalandinu styðja þær með vilyrði um fjárstuðning. Hann þarf ekki að vera hár, bara lítið brot af styrkupphæðinni, og getur auk þess verið með fyrirvara um að styrk- urinn sem óskað er eftir fáist. Við höfum því lagt til við stjórnvöld að komið verði á almennu kerfi um stuðning við slíkar styrkumsóknir. Ríkissjóður fær árlega miklar tekjur af sölu losunarheimilda, eða tæplega milljarð í fyrra. Skyn- samlegt og rökrétt virðist að nýta þær til að efla íslenskar grænar lausnir í loftslagsmálum. Þar með talið að styðja við íslenskar umsóknir um margfalt meira fjármagn að utan. Þetta myndi efla verulega möguleika íslensks hugvits í harðri samkeppni um alþjóðlegt fjármagn. Græn iðnbylting á Íslandi Eftir Eddu Sif Pind Aradóttur Edda Sif Pind Aradóttir »Ríkissjóður fær árlega miklar tekjur af sölu losunarheimilda. Skynsamlegt og rökrétt virðist að nýta þær til að efla íslenskar grænar lausnir. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Hægt væri að skrifa langa grein um hvað ekki hefur verið gert í samgöngumálum Reykjavíkur. Sam- gönguvandi borg- arinnar er skólabók- ardæmi um hvernig athafnaleysi leiðir í ógöngur. Umferð- arteppan eykst ár frá ári og svifrykið borðar upp styttingu vinnuvik- unnar. Á meðan er meirihluti borg- arstjórnar með hendur í vösum og hugsar upp töfralausn við vandanum sem er ætlað að kippa öllu í lag. Hver er staðan á framkvæmdum í samgöngu- málum? Í samgöngusáttmálanum milli rík- isins og allra sveitarfélaga höf- uðborgarsvæðisins, sem undirritaður var í september 2019, koma fram helstu áherslur í uppbyggingu á sam- gönguinnviðum á höfuðborgarsvæð- inu til 15 ára. En þar er „markmiðið að auka öryggi, bæta samgöngur fyr- ir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórn- valda og sveitarfélaga“. Rúmlega tvö ár eru liðin frá undirritun samgöngu- sáttmálans. Það bólar hins vegar ekkert á mörgum nauðsynlegum framkvæmdum í sam- göngumálum. Stafræn um- ferðarstýring Það stóð til að þegar í stað yrði ráðist í að inn- leiða stafræna umferð- arstýringu á höf- uðborgarsvæðinu. Snjallvæðing umferð- arljósa hófst fyrst árið 2007 og í dag er um helmingur umferðarljósa á höf- uðborgarsvæðinu með miðlæga stýr- ingu. Ekki er að sjá að aukinn kraft- ur hafi færst í innleiðinguna frá undirritun samgöngusáttmálans, og líkt og oft vill verða er samstarfs- hópur enn að skoða hvernig sé rétt að útfæra lausnir. Gatnamót við Bústaðaveg Framkvæmdir við gatnamót Bú- staðavegar áttu að eiga sér stað á árinu 2021. Þær framkvæmdir eru ekki enn hafnar og er unnið að frum- drögum vegna þeirra. Í ræðu innvið- aráðherra á alþingi hinn 28. febrúar sl. kom fram að stefnt væri að því að bjóða framkvæmdirnar út á næsta ári. Ekki þarf að fjölyrða meira um seinaganginn sem einkennir málið. Hvenær hljóma slæmar hugmyndir eins og góðar hug- myndir? Það hefur skort pólitískan vilja hjá meirihluta borgarstjórnar til að koma lausnum við samgöngu- vandanum í verk. Pólitísk afstaða meirihlutans birtist í athafnaleysi og framkvæmdaskorti. Þessum upp- safnaða vanda á að kippa í lag með borgarlínu – ýktustu, dýrustu og flóknustu útfærslu hraðvagnakerfis. Það eru hins vegar margvíslegir annmarkar á hugmyndum um borg- arlínu sem ekki er hægt að hunsa. Borgarlína felur í sér að þrengt verð- ur að þeim borgarbúum sem vilja kjósa sinn eigin ferðamáta. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur alltaf lagt áherslu á valfrelsi og eru samgöngu- mátar þar ekki undanskildir. Sjálf- stæðisflokkurinn í Reykjavík getur ekki stutt áform sem fela í sér tak- mörkun á valfrelsi borgarbúa. Þetta þarf að vera skýrt fyrir komandi kosningar. Við samgönguframkvæmdir þarf að bera virðingu fyrir valfrelsi og þörfum fólks. Núverandi hugmyndir um borgarlínu stangast á við þær undirstöðureglur. Í samgöngumálum þarf að láta verkin tala og taka mið af raunverulegum þörfum fólks. Það þýðir ekki að láta glepjast af töfra- lausnum. Samgöngur eða ógöngur Eftir Egil Þór Jónsson » Sjálfstæðisflokk- urinn getur ekki stutt áform sem fela í sér takmörkun á val- frelsi borgarbúa, þetta þarf að vera skýrt fyrir komandi kosningar Egill Þór Jónsson Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, sækist eftir 6. sæti í próf- kjöri flokksins 18. og 19. mars. egill1990@gmail.com Prófkjör í Reykjavík marka mikilvægan fyrsta áfanga á kosn- ingavori. Kjósendur velja nú þau málefni sem setja á í forgang og fulltrúa sem þeir treysta til þess að halda utan um verk- efnin sem eru fjölmörg. Ég er ein af frambjóð- endum í Reykjavík sem gefa kost á sér til starfa í borgar- stjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Þrátt fyrir ungan aldur hef ég fjöl- breytta starfsreynslu. Þannig hóf ég starfsferil minn aðeins 18 ára gömul þegar ég tók þátt í því að stofna mitt fyrsta fyrirtæki, Ad Astra, sem bauð upp á háskólanámskeið fyrir bráðger börn. Eftir Menntaskólann í Reykja- vík lá leið mín í lagadeildina og svo í lögmennsku. Árið 2018 tók ég við sem fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og frá vordög- um 2021 hef ég gegnt stöðu borgar- fulltrúa. Ég er alin upp í Breiðholti og bý þar með börnunum mínum tveim- ur. Úthlutun lóða á hagkvæmu bygging- arlandi, til dæmis á Keldum. .Ráðdeild í rekstri og rafræn stjórn- sýsla. .Úthverfin ekki út undan í þjónustu eða menningarviðburðum og leggja þarf áherslu á viðhald á eignum og innviðum borgarinnar sem eru komin til ára sinna. .Aukið frelsi í skólamálum og réttur hvers barns til þess að rækta hæfi- leika sína verði tryggður. .Skynsamleg nálgun í eflingu almennings- samgangna með hlið- sjón af staðháttum og veðurfari í borginni. .Huga verður að far- sælli öldrun í Reykja- vík, með heilsueflingu og blómlegu félagslífi. .Greiða leiðir fólks í daglegum verkefnum í borginni, til dæmis skutli. .Aðgengileg og auðveld flokkun og endurvinnsla. .Bættir innviðir fyrir nýja umhverf- isvæna fararmáta til þess að greiða fyrir orkuskiptum. .Heilsa og líðan í fyrirrúmi í Reykja- vík. Jórunni í fjórða sætið Ég þarf þinn stuðning til að koma þessum mikilvægu málefnum á dag- skrá í borgarstjórn. Því þætti mér afar vænt um ef þú hefðir mig ofar- lega í huga og merktir við mig í 4. sætið á kjörseðli þínum í prófkjörinu á morgun og á laugardaginn. Stillum upp sigurstranglegum framboðslista og stefnum hraðbyri inn í kosninga- sigur í Reykjavík. Kosningavorið er komið í Reykjavík Eftir Jórunni Pálu Jónasdóttur Jórunn Pála Jónasdóttir » Því þætti mér afar vænt um ef þú hefðir mig ofarlega í huga og merktir við mig í 4. sæt- ið. Höfundur er borgarfulltrúi og lög- fræðingur. jorunnpala.is Viðskipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.