Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík Verið velkomin í sýningarsal okkar að Höfðabakka 9 eða verið í sambandi við Gústa sölustjóra vinnufatnaðar, sími 888-9222, gustib@run.is KULDAFATNAÐUR Við sjáum um allar merkingar 9063 Húfa 100% ull 9015 %$*#+&)+!(($ '!!"! 6441 Fóðraður kuldajakki 6514 Fóðraðar kuldabuxur 6202 Fóðraður kuldagalli Hudson Bay 10061301 Loðfóðraðir öryggisskór SAFE & SMART monitor Ég ólst upp á Ísa- firði. Átti þar frábæra æsku. Lærði á hljóð- færi, lærði að syngja og var í kór. Ég lærði að keyra í kafaldi á Óshlíðarvegi áður en göngin voru opnuð. Ég lærði að náttúran er falleg en hættuleg og ég lærði að Reykjavík er höfuðborgin. Þá lexíu lærði ég enn betur þeg- ar ég gekk með mitt fyrsta barn og var send með hraði suður á Land- spítalann þegar ég fór af stað í fæðingu á 28. viku. Þá reyndist sjúkraflugvél ekki til taks og fór ég því með áætlunarflugi á Landspít- alann. Ég er ekki ein um það. Hingað í borgina sækja þúsundir Íslendinga sína þjónustu á hverjum degi. Hvort sem það er til Landspít- alans, í ráðuneytin eða aðra anga stjórnsýslunnar, í fyrirtækin, í há- skólana, í framhaldsskólana og svo framvegis. Fyrir mér hefur staða Reykjavíkur sem höfuðborg Ís- lands þannig miklu meiri þýðingu en bara einhver punktur á korti eða lína í al- fræðiorðabók. Reykja- vík er miðstöð þjón- ustu á Íslandi. Hún er í senn borg okkar Reykvíkinga en líka höfuðborg allra Ís- lendinga. Af því eig- um við Reykvíkingar að vera stolt. Ófriði þeim sem vinstri meiri- hlutinn háir nú gegn landsbyggð- inni og fólki sem velur að búa ann- ars staðar en í miðborginni verður að linna. Styrjöld meirihlutans gerir ekki neitt fyrir neinn, nema kannski Dag. Að egna fólk hvað upp á móti öðru er enda þekkt taktík stjórn- arherra sem halda vilja í völd. Þeg- ar öllu er á botninn hvolft erum við nefnilega öll saman í þessu. Í stað ófriðar og flokkadrátta ættum við að fagna stöðu Reykja- víkur sem höfuðborg landsins alls. Í lífi venjulegs fólks spila landa- merki milli sveitarfélaga nefnilega lítið hlutverk og milli hverfa Reykjavíkur enn minna. Fólk keyr- ir úr Hafnarfirði í Borgartúnið í vinnuna, kaupir í matinn hjá Fisk- búð Fúsa í Skipholtinu, verslar í Skeifunni, skemmtir sér í miðborg- inni, menntar sig í Vatnsmýrinni og svo framvegis. Ég, Ísfirðingurinn, endaði svo með manni úr Garðabænum í Safa- mýrinni. Höfnum styrjaldarpólitík meiri- hlutaflokkanna í vor. Veljum fólk sem tekur samtalið og kann að miðla málum. Sendum listamanninn í Ráðhúsið. Höfnum styrjaldarpólitík Eftir Helgu Margréti Marzellíusardóttir Helga Margrét Marzellíusardóttir »Fögnum hlutverki Reykjavíkur sem höfuðborg landsmanna allra og höfnum átaka- stjórnmálum og styrjald- arpólitík meirihlutans. Höfundur er tónlistarmaður, kór- stjóri Hinsegin kórsins og frambjóð- andi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. helgamarz@gmail.com Sveitarfélagið Ár- borg hefur vaxið mik- ið undanfarin ár og er fjöldi íbúa nú í kringum 11 þúsund. Flesta virka daga fer hluti íbúa til vinnu á höfuðborgarsvæðið eða til nágrannasveit- arfélaga sem er í sjálfu sér eðlilegt upp að vissu marki. Það verður þó með aukn- um íbúafjölda að huga að fjölgun fjölbreyttra atvinnutækifæra í Ár- borg með það að markmiði að íbú- ar geti haft fleiri valmöguleika um áhugaverð störf í nærsamfélaginu, stutt frá heimili og fjölskyldu. Atvinnustefna og skýr markmið Fyrirtækjum er í auknum mæli ýtt frá ákveðnum svæðum á höf- uðborgarsvæðinu og Árborg gæti verið kjörinn staður til uppbygg- ingar fyrir mörg þeirra. Nýtt skrifstofuhótel mun gefa aukin tækifæri en samfélag með góða skóla, öflugt íþrótta- og frístund- astarf, nægt landrými og góðar tengingar við helstu samgöngu- leiðir, ásamt inn- og útflutnings- höfn í næsta nágrenni ætti að vera kjörinn staður til frekari upp- byggingar á atvinnu- starfsemi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér og vil ég koma að því að leiða sveitarfélagið í samstarfi við hags- munaaðila að setja fram stefnu með skýr framtíðarmarkmið um hvernig atvinnu- uppbyggingu við vilj- um sjá í sveitarfé- laginu. Tækifæri til nýsköpunar Sveitarfélagið Árborg á að vera í virku samtali við fjölbreyttar at- vinnugreinar í samfélaginu. Þann- ig getur sveitarfélagið verið betur í stakk búið að skapa umhverfið sem eflir og hvetur til nýsköpunar og þróunar. Hvort sem um er að ræða verslun, ferðaþjónustu eða fjölbreyttan iðnað. Gott samstarf grunnskóla í Ár- borg, FSu, FabLab Selfoss, Há- skólafélags Suðurlands, atvinnu- lífsins og tengdra aðila er mikilvægt til að efla og ala upp nýsköpunarhugsun hjá ungmenn- um í samfélaginu. Slíkt samstarf getur búið til rétta umhverfið og alið af sér frumkvöðla sem fengu að byrja að prófa hluti í grunn- skóla, þróuðu áfram í framhalds- skóla og gerðu hugmynd að veru- leika í frumkvöðlasetri háskólafélagsins. Þorum að hugsa um stóru myndina og sköpum að- stæður þar sem ný tækifæri verða til. Viltu ræða málin frekar? Þar sem stutt er í prófkjörið laugardaginn 19. mars nk. vil ég nýta tímann vel og reyna að hitta sem flest fyrirtæki og íbúa. Það er því velkomið að senda erindi á bragibjarna1@gmail.com og óska eftir heimsókn til að spjalla um samfélagið okkar og hvernig við getum í sameiningu gert Árborg enn betri. Eftir Braga Bjarnason Bragi Bjarnason » Sveitarfélagið á að vera í virku samtali við atvinnulífið, efla ný- sköpun og vinna að því að fjölga atvinnutæki- færum í sveitarfélaginu með markvissum hætti. Höfundur er frambjóðandi í 1.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Sveit- arfélaginu Árborg, www.bragi- bjarna.is Nýsköpun og öflugt atvinnulíf í Árborg Það styttist í sveit- arstjórnarkosningar og flokkarnir eru hver af öðrum að setja sam- an framboðslista sína. Mikilvægt er fyrir eldri kynslóðina að í framboð veljist ein- staklingar sem hafa áhuga á málefnum þeirra sem eru nokkuð fjölbreytt. Hópur eldra fólks fer ört vaxandi og samfara því vex þjónustuþörfin við þann aldurshóp. Við þetta bætist stórkostlegur vandi sem blasir við á húsnæðismarkaði fyrir eldra fólk. Í skipulagsmálum sveitarfélaga verður að gera þá kröfu að hluti byggingarsvæða verði ætlaður fyrir almennar íbúðir, félagslegar íbúðir og leiguíbúðir fyrir eldra fólk. Eðli- legt er að sveit- arstjórnir hlutist til um byggingu leiguíbúða fyrir eldra fólk á við- ráðanlegu leiguverði. Fjölgum „lífsgæða- kjörnum“ Nauðsynlegt er að fjölga svokölluðum „lífsgæðakjörnum“ þar sem heimili og þjónusta eru tengd saman. Í lífsgæðakjörnum er að finna minni leiguíbúðir sem tengjast hvers konar þjónustu og skapa ör- yggi og samveru. Eldra fólk krefst fjölbreyttari búsetuúrræða með val- frjálsri þjónustu í tengslum við þjónustumiðstöðvar og heilsugæslu. Velferðartækni ætti að vera mik- ilvægur þáttur í öryggi og bættri að- stöðu í heimahúsum eldra fólks og nauðsynleg viðbót við aðra þætti heimahjúkrunar. Þá þarf að styðja við möguleika á heilsueflingu á veg- um sveitarfélaga, íþróttafélaga og félaga eldra fólks um land allt. Sér- stakan samning væri nauðsynlegt að gera milli sveitarfélaga, ríkisins, íþróttahreyfingarinnar og félaga eldra fólks um fjármögnun og fram- kvæmd heilsueflingarátaks meðal eldra fólks og með því ýta undir hvata til þátttöku. Afsláttur af fasteignagjöldum Afsláttur sveitarfélaga af fast- eignagjöldum er mikilvægur til að draga úr húsnæðiskostnaði eldra fólks en hann er mismikill eftir sveitarfélögum og tekjumörk breytileg. Í samanburði við sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu mætti Reykjavíkurborg gera betur hvað varðar þá sem eiga kost á 100% afslætti því tekjuviðmiðin eru svo lág og talsvert lægri en í öðrum sveitarfélögum. Mikilvægt er að af- slátturinn breytist í takt við breyt- ingar á fasteignasköttum og þannig sé tryggt að hann haldi verðgildi sínu. Ég hef átt þess kost að starfa með Ragnhildi Öldu, sem nú býður sig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins, í öldungaráði Reykjavík- urborgar, og treysti henni vel fyrir því að gera lagfæringar á málefnum sveitarfélagsins sem varða eldra fólk í okkar samfélagi. Hún er fljót að sjá lausnirnar á vandamálunum sem blasa við og áhugasöm um menn og málefni og mikill mann- vinur. Ég sé hana vel fyrir mér sem leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í borg- inni og treysti henni til góðra verka í okkar þágu. Tryggjum Öldu breyt- inga í þágu eldra fólks og veitum henni brautargengi í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, sem fram fer um helgina. Eftir Ingibjörgu H. Sverrisdóttur »Kjósum Ragnhildi Öldu Vilhjálms- dóttur í 1. sæti og tryggjum Öldu breyt- inga í þágu eldra fólks. Ingibjörg H Sverrisdóttir Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Ragnhildi Öldu í 1. sæti Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.