Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 34
Morgunblaðið/Árni Sæberg Tímamót Símamastrið víkur fyrir nýrri byggð á svæðinu. Í gær hófst nýr kafli í uppbygging- arsögu höfuðborgarinnar þegar þrjátíu metra hátt fjarskiptamastur var tekið niður að Eirhöfða 11, m.a. að viðstöddum Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Halldór Eyjólfsson þróunarstjóri fasteignafélagsins Klasa segir í sam- tali við Morgunblaðið að viðburð- urinn hafi gengið eins og í sögu. Hann marki tímamót. Verið sé að fara úr þróunar – og skipulagsfasa yfir í framkvæmdafasa á stærsta uppbyggingarsvæði Reykjavíkur næstu ára sem staðsett sé í nýjum borgarhluta á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. „Mastrið er í eigu Mílu en var búið að þjóna sínum tilgangi mjög vel í á þriðja áratug. Nú víkur það fyrir nýrri borgarþróun og nýrri íbúðabyggð. Við segjum bæði í gamni og alvöru að við séum að ein- hverju leiti að skila höfðanum aftur til borgarinnar og íbúa hennar.“ Sautján ára gömul hugmynd Sá hluti uppbyggingarinnar sem Klasi sér um kallast Borgarhöfði. „Nú er ekkert að vanbúnaði að hefja uppbygginuna. Við hjá Klasa erum búin að vera með þessa framtíðarsýn í undirbúningi í sautján ár. Við höf- um því lengi átt okkur þann draum að þessi staður yrði nýr borgarhluti. Okkar hluti, Borgarhöfðinn, verður fyrsti fasinn í þessu.“ Á Krossmýrartorgi, sem sjá má á meðfylgjandi mynd, verður tengi- stöð Borgarlínu við Austurborgina að sögn Halldórs. „Þar byggjum við upp verslun og þjónustu og atvinnu- starfsemi fyrir hverfið og austur borgina. Þetta verður allt að fimm- tán þúsund manna hverfi.“ Halldór segir að víkjandi starf- semi á svæðinu sé búin að vera í startholunum að fara á brott síðustu 5-7 ár, bílasölur, einingaverksmiðja og þungur iðnaður, m.a. „Þessir að- ilar eru ýmist farnir eða fara seinna á árinu. Innan okkar svæðis verða 1.250 íbúðir og 50 þúsund fermetrar af verslunar-, atvinnu- og menning- arhúsnæði.“ Aðspurður segir Halldór að 400 íbúðir verði komnar í uppbyggingu á þessu ári og þær fyrstu tilbúnar til afhendingar snemma árs 2024.“ Mastur víkur fyrir byggð - 400 íbúðir í uppbyggingu 2022 Byggð Tölvugerð mynd af Kross- mýrartorgi á Borgarhöfða. 34 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 25.995 kr. / St. 36-47 Vnr.: E-520804/ E-209703 25.995 kr. / St. 36-47 Vnr.: E-520804/ E-209703 ECCO STREET 720 ÞÆGILEGIR GÖTUSKÓR ÚR LEÐRI MEÐ GORE-TEX 24.995 kr. / St. 36-41 Vnr.: E-209713 24.995 kr. / St. 36-47 Vnr.: E-209713/ 520814 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Tap flugfélagsins Play nam á síðasta ári um 22,5 milljónum Bandaríkja- dala, sem er um 2,9 milljarðar króna ef miðað er við árslokagengi síðasta árs. Tapið er nokkuð umfram spá fé- lagsins sem kynnt var í aðdraganda hlutafjárútboðs þess sem fram fór í júní á síðasta ári. Þar var gert ráð fyrir því að tapið á árinu myndi nema um 16 milljónum dala, og er munurinn tæplega 900 milljónir sé miðað við sama gengi. Tekjur félagsins á árinu námu um 16,4 milljónum dala, um tveimur milljörðum króna. Það er töluvert undir fyrrnefndri spá félagsins þar sem gert var ráð fyrir 25 milljónum dala í tekjur. Rekstrarkostnaður fé- lagsins nam um 32,6 milljónum dala. EBITDA-hagnaður félagsins var neikvæður um 16,2 milljónir dala. Handbært fé frá rekstri var nei- kvætt um 10,9 milljónir dala en handbært fé frá fjármögnunarhreyf- ingum var um 81 milljón dala, sem skýrist að mestu af hlutafjárútboð- inu sem fram fór á síðasta ári og láni frá hluthöfum. Félagið hefur nú þeg- ar greitt um átta milljónir dala fyrir fram vegna leigu á flugvélum. Farþegafjöldi Play nam á síðasta ári um 101 þúsund og var sætanýt- ingin um 53%. Gert hafði verið ráð fyrir um 72% sætanýtingu í fyrr- nefndri spá fyrir útboðið. Rétt er að taka fram að Play hóf starfsemi um mitt síðasta ár. Í uppgjörstilkynn- ingu félagsins kemur fram að tekjur hafi verið lægri en vonast hafði verið til vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 en kostnaður sé samkvæmt áætlun- um. Olíugjald bætist við miðaverð Eldsneytiskostnaður Play nam á síðasta ári um sex milljónum dala og leiga á flugvélum um 5,8 milljónum dala. Í tilkynningu félagsins kemur fram að blikur séu á lofti vegna inn- rásar Rússa í Úkraínu en áhrif henn- ar hafi þó takmarkast við hækkandi olíuverð en bókanir haldi áfram að styrkjast. Gert er ráð fyrir að hækk- anir á olíuverði vegna innrásarinnar muni valda um tíu milljóna Banda- ríkjadala kostnaðarauka á þessu ári. Því verður mætt með aukinni ráð- deild í kostnaði og tilkomu sérstaks olíugjalds ofan á miðaverð líkt og margir stærstu samkeppnisaðilar PLAY hafa innleitt. Eins og áður hefur komið fram hefur Play ekki viðhaft virkar olíu- varnir í starfsemi sinni. Aftur á móti stóð til að innleiða og kynna stefnu í olíuvörnum en fallið var frá því eftir innrásina í Úkraínu. Í uppgjörstil- kynningunni kemur fram að félagið hyggist ekki taka upp olíuvarnir fyrr en meiri fyrirsjáanleiki á mark- aði næst því annað telst of áhættu- samt. Aukin starfsemi á þessu ári Í tilkynningu Play kemur jafn- framt fram að félagið geri ráð fyrir rekstrarhagnaði á síðari hluta þessa árs þrátt fyrir krefjandi rekstrar- umhverfi. Bókunarstaðan hafi verið sterk að undanförnu og félagið muni auka starfsemi sína í yfirveguðum skrefum á næstu vikum. PLAY verður með sex flugvélar í rekstri í sumar, sem er í samræmi við áætl- un, áfangastaðir verða tuttugu og sjö. „Árið var að sjálfsögðu litað af heimsfaraldrinum en með sveigjan- leika okkar tókst að lágmarka áhrif- in á reksturinn okkar og á sama tíma undirbúa næsta skref okkar sem er að byggja upp arðbært tengi- flugskerfi á milli Evrópu og Banda- ríkjanna,“ segir Birgir Jónsson, for- stjóri Play, í tilkynningu félagsins. „Með flugi til Bandaríkjanna hefst nýr og spennandi kafli í sögu PLAY og ég hlakka mikið til að takast á við þær áskoranir og vinna nýja sigra við hlið minna mögnuðu samstarfs- manna hjá PLAY.“ 80 starfsmenn Launakostnaður Play á síðasta ári nam um 8,6 milljónum dala, sem er um 1,1 milljarður króna, en stöðu- gildi voru 80 í árslok. Laun forstjóra félagsins námu um 209 þúsund döl- um á síðasta ári, sem er um 26,5 milljónir króna á árslokagengi. Birgir Jónsson var ráðinn forstjóri Play í apríl í fyrra. Stærsti eigandi Play er Fiskisund ehf., sem heldur á um 8,6% hlut í fé- laginu ásamt lífeyrissjóðnum Birtu sem á rétt tæplega 8,6%. Þá eiga Stoðir hf. um 6,4% í félaginu. Fiski- sund er í eigu Nolt ehf., B10 ehf. og Einis ehf., en félögin eru í eigu Ein- ars Arnars Ólafssonar, Höllu Sig- rúnar Hjartardóttur og Kára Þórs Guðjónssonar. Einar Örn, sem er fyrrverandi forstjóri Skeljungs, er jafnframt stjórnarformaður Play. Laun hans á síðasta ári námu um 33 þúsund dölum, rétt rúmlega fjórum milljónum króna. Fram kemur í uppgjöri Play að fé- lagið sé enn í uppbyggingu en stefnt sé að því, til lengri tíma litið, að greiða um 50% af hagnaði eftir skatta í arð. Fram kemur að engin áform séu uppi um hlutafjáraukn- ingu enda sé lausafjárstaða félags- ins sterk, bókunarstaðan góð og fyrirtækið beri engar vaxtaberandi skuldir. Meira tap en gert var ráð fyrir Morgunblaðið/Eggert Flugrekstur Birgir Jónsson var ráðinn forstjóri Play í apríl í fyrra. Hann leiddi hlutafjáraukningu félagsins sl. sumar og uppbyggingu þess á árinu. - Olíugjald leggst ofan á fargjöld - Bókunarstaðan góð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.