Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
Hannes Þór Halldórsson
lagði hanskana og takkaskóna á
hilluna í gær. Hannes er leikja-
hæsti markvörður íslenska
landsliðsins frá upphafi með 77
leiki og er eini markvörður karla-
landsliðsins til að leika á stór-
móti. Hannes lék alla leiki Ís-
lands á EM í Frakklandi 2016 og
HM í Rússlandi 2018.
Á HM vakti Hannes heims-
athygli þegar hann varði víta-
spyrnu frá engum öðrum en
Lionel Messi og átti risastóran
þátt í að Ísland náði ótrúlegu 1:1-
jafntefli við Argentínu.
Saga Hannesar er mögnuð
en hann þurfti að fara langa og
flókna krókaleið á toppinn.
Hannes lék sinn fyrsta leik í
efstu deild árið 2007 með Fram,
þá 23 ára, eftir að hafa verið
varamaður Leiknis úr Reykjavík í
2. deild um skeið. Þá áttu fáir
von á að Hannes ætti þann feril
fram undan sem raun varð.
Eftir fjögur flott ár með Fram
lá leiðin til KR þar sem hann
vann sína fyrstu Íslandsmeist-
aratitla árin 2011 og 2013. Var
Hannes afar traustur á milli
stanganna í Vesturbænum og
vakti í leiðinni athygli félaga er-
lendis, enda orðinn aðal-
markvörður landsliðsins.
Eftir nokkur ævintýri í at-
vinnumennskunni lauk Hannes
loks ferlinum með Val og varð Ís-
landsmeistari í þriðja sinn árið
2020. Samningi hans við Val var
hins vegar rift eftir síðustu leik-
tíð og ákvað Hannes að lokum að
kalla þetta gott.
Frá varamannabekknum í
Breiðholti í vítaspyrnuvörslu frá
Messi á HM er efni í góða skáld-
sögu. Hannes er afar fær leik-
stjóri og vonandi heldur hann
áfram að gleðja Íslendinga á því
sviði. Takk Hannes.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.isKnattspyrnukonan Sveindís Jane
Jónsdóttir meiddist aftan í læri í
5:1-sigri Wolfsburg gegn Köln í
þýsku 1. deildinni hinn 11. mars en
Sveindís skoraði tvö fyrstu mörk
Wolfsburg í leiknum áður en hún
fór meidd af velli í hálfleik.
„Sveindís er enn að glíma við smá-
vægileg meiðsli en við vonumst til
að hún verði klár sem fyrst,“ sagði
Tommy Stroot, þjálfari liðsins, í
viðtali sem birtist á heimasíðu fé-
lagsins í gær en Wolfsburg er með
eins stigs forskot á Bayern Mün-
chen á toppi deildarinnar.
Sveindís glímir
við meiðsli
Morgunblaðið/Eggert
Meidd Sveindís var ekki í hópi hjá
Wolfsburg í gær vegna meiðsla.
Fresta þurfti leik ÍBV og KA/Þórs
sem fara átti fram í úrvalsdeild
kvenna í handknattleik, Olísdeild-
inni, í Vestmannaeyjum í gærdag
vegna ófærðar til og frá Vest-
mannaeyjum í gær að því er segir í
tilkynningu sem Handknattleiks-
samband Íslands, HSÍ, sendi frá sér
í gær. Leikurinn mun fara fram í
dag klukkan 18 en um er að ræða
frestaðan leik úr áttundu umferð
deildarinnar.
KA/Þór er í fjórða sæti deild-
arinnar með 17 stig en ÍBV í
fimmta sætinu með 14 stig.
Frestað vegna
veðurs í Eyjum
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Fyrirliði Sunna Jónsdóttir sækir að
Akureyringum fyrr í vetur.
FÓTBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Hannes Þór Halldórsson, leikja-
hæsti markvörður í sögu íslenska
karlalandsliðsins í knattspyrnu, hef-
ur lagt hanskana á hilluna, 37 ára að
aldri.
Hannes lék 77 A-landsleiki á ár-
unum 2011 til ársins 2021 en hann
var í lykilhlutverki með íslenska lið-
inu á Evrópumótinu 2016 í Frakk-
landi og heimsmeistaramótinu í
Rússlandi árið 2018.
Markvörðurinn er uppalinn hjá
Leikni í Reykjavík en hann lék einn-
ig með Aftureldingu, Stjörnunni,
Fram, KR og Val hér á landi.
Þá á hann að baki farsælan at-
vinnumannsferil með Brann, Sand-
nes Ulf og Bodö/Glimt í Noregi,
NEC í Hollandi, Randers í Dan-
mörku og Qarabag í Aserbaídsjan.
Hannes lék síðast með Val hér á
landi en rifti samningi sínum við fé-
lagið í nóvember á síðasta ári og
hefur verið án félags síðan.
Hann varð þrívegis Íslandsmeist-
ari á ferlinum, tvívegis með KR og
einu sinni með Val, og tvívegis bik-
armeistari með KR. Alls á hann að
baki 205 leiki í efstu deild.
„Þegar allt kemur til alls þá er ég
ánægður með þessa ákvörðun
mína,“ sagði Hannes í samtali við
Morgunblaðið.
„Viðskilnaðurinn við Val var mjög
óvæntur og ég átti alls ekki von á
því að leiðir myndi skilja á þessum
tímapunkti. Það tók mig smá tíma
að meðtaka hann og svo að stokka
spilin upp á nýtt. Nokkrum vikum
síðar fann ég það hjá sjálfum mér að
því meira sem ég fjarlægðist fótbolt-
ann því minni varð löngunin til að
keyra þetta áfram. Ég hef vitað það
í einhvern tíma að þetta væri eflaust
það sem koma skyldi en hef samt
sem áður ekki alveg viljað gefa það
út opinberlega.
Þessi ákvörðun hefur því átt sér
langan aðdraganda en á sama tíma
hefur þetta líka legið fyrir núna í
einhvern tíma. Ég er búinn að vera
lengi að í íþróttinni, það er margt
annað í gangi hjá mér á öðrum víg-
stöðvum, og þetta er því orðið ágætt
ef svo má segja. Ég er mjög ánægð-
ur með minn tíma og feril í fótbolt-
anum og ég kveð hann bæði saddur
og sæll,“ sagði Hannes.
Fann ekki neistann
Framtíð Hannesar hefur verið
mikið í umræðunni allt frá því hann
rifti samningi sínum við Valsmenn
en til stóð að hann yrði í herbúðum
Vals út keppnistímabilið 2022.
„Þegar allt kemur til alls þá gaf
ég þessu eins mikinn séns og ég gat.
Ég hef verið í miklu sambandi við
vini míni í Leikni undanfarnar vikur
og það er mjög spennandi verkefni í
gangi í Breiðholtinu. Ég fór á
nokkrar æfingar hjá þeim og reyndi
eins og ég gat að kveikja þennan
margfræga neista en því miður gekk
það ekki eftir. Ég fann einfaldlega
ekki ástríðuna sem hefur verið svo
stór hluti af mínum ferli í gegnum
tíðina og það var því fátt annað í
stöðunni en að kalla þetta gott.
Vissulega átti sér stað ákveðin
stefnubreyting hjá mér þegar ég
hætti í Val enda var ég búinn að
gera ráð fyrir því að klára samning-
inn minn á Hlíðarenda og ég var
fullur eldmóðs fyrir komandi tíma-
bili. Við vildum bæta upp fyrir síð-
asta tímabil þar sem við misstum
mótið úr höndunum á okkur á síð-
ustu metrunum og ég ætlaði mér að
gefa allt í síðasta árið. Málin þróuð-
ust hins vegar á annan veg en á
sama tíma stóð það aldrei til hjá
mér að framlengja ferilinn fram yfir
komandi keppnistímabil.“
Reynslan gæti nýst vel
Markvörðurinn var meðal annars
orðaður við endurkomu í KR og
Fram þegar hann yfirgaf Hlíðar-
enda.
„Umhverfið á Íslandi er bara
þannig að flest liðin í efri hluta
deildarinnar eru vel sett þegar kem-
ur að markmannsstöðunni og þau
eru með menn á samningum nú þeg-
ar. Síminn var þess vegna ekkert
rauðglóandi þegar það varð ljóst að
ég yrði ekki áfram á Hlíðarenda.
Það áttu sér stað einhver samtöl og
pælingar en eins og ég kom inn á áð-
an var ég í langmestum samskiptum
við Leiknismenn. Ég hefði klárlega
haft gaman af því að loka hringnum
í Breiðholtinu og það hefði verið
ákveðin rómantík líka sem hefði
fylgt því.
Markmannshanskarnir eru hins
vegar komnir á hilluna en það kitlar
samt aðeins að reyna fyrir sér sem
miðjumaður eða framherji í 4. deild-
inni. Mig hefur lengi langað að prófa
mig sem útileikmann og það getur
vel verið að maður láti verða af því í
sumar,“ sagði Hannes í léttum dúr.
„Eins og staðan er núna þá er ég
ekki á leiðinni í þjálfun enda fylgir
því mikil skuldbinding. Kvikmynda-
bransinn gengur vel og það er nóg
að gera hjá mér í vinnunni en það er
klárlega eitthvað sem ég hef áhuga
á til framtíðar litið, sérstaklega ef
horft er til landsliðanna, þar sem ég
tel að reynsla mín gæti nýst vel.“
Eitt augljóst svar
Hannes upplifði mörg frábær
augnablik með íslenska karlalands-
liðinu á ferlinum en hann varði til að
mynda vítaspyrnu frá Lionel Messi í
leik Íslands og Argentínu í D-riðli
HM 2018 í Moskvu.
„Það eru nokkur atvik sem standa
upp úr með landsliðinu sem erfitt er
að gera upp á milli. Ég er með eitt
augljóst svar fyrir þig en ég ætla
ekki að nefna það sérstaklega því
það er einfaldlega of augljóst. Sigur-
markið gegn Austurríki á Evrópu-
mótinu í Frakklandi í París er klár-
lega einn af hápunktunum enda var
það ævintýri líkast. Að komast í 16-
liða úrslit á EM á þennan hátt verð-
ur ekki betra eða sætara.
Augnablikin sem mér þykir hins
vegar vænst um eru sigurleikirnir
gegn Króatíu og Tékklandi á fal-
legum sumarkvöldum fyrir fullum
Laugardalsvelli. Við vorum í mikilli
toppbaráttu í okkar riðlum á þess-
um tímum og stemningin á vellinum
og í þjóðfélaginu gagnvart liðinu í
raun ólýsanleg. Mér hlýnar mikið
um hjartaræturnar við að rifja þetta
allt saman upp.“
Allt tekur enda
Markvörðurinn horfir sáttur til
baka og sér ekki eftir ákvörðun
sinni um að kalla þetta gott.
„Það er engin spurning að það er
ýmislegt sem ég á eftir að sakna við
fótboltann. Ég sakna klefans nú
þegar en á sama tíma sakna ég þess
ekki að mæta á æfingar. Til þess að
vera í fótbolta þarftu að vera í hon-
um af bæði lífi og sál og ef maður
finnur ekki löngunina til að mæta á
æfingar þá er þetta erfitt. Það fylgir
því mikil skuldbinding að vera í fót-
bolta og það er ein af ástæðum þess
að ég er að hætta þessu.
Þú þarft að mæta alla daga og
helgar á æfingar og það er lítið sem
maður getur gert með fjölskyldunni.
Það er ekkert ólíklegt að söknuður-
inn muni gera vart við sig þegar líða
fer að sumri og þegar tímabilið hefst
en ég hef tekið mína ákvörðun og
allt tekur einhvern tímann enda,“
bætti Hannes við í samtali við
Morgunblaðið.
Bestu augnablikin
hlýja um hjartaræturnar
- Hannes Þór Halldórsson kveður fótboltann saddur og sæll eftir frábæran feril
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
París Hannes Þór Halldórsson fagnar 2:1-sigri Íslands gegn Austurríki á EM í Frakklandi sumarið 2016.
VÍS-bikar karla
Undanúrslit:
Stjarnan – Keflavík .............................. 95:93
Þór Þ. – Valur..................................... (33:32)
_ Stjarnan mætir annaðhvort Þór Þ. eða
Val í úrslitum í Smáranum í Kópavogi 19.
mars en leik Þórs og Vals var ekki lokið
þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi.
Evrópubikar FIBA
8-liða úrslit, seinni leikur:
Leiden – Crailsheim............................ 85:77
- Jón Axel Guðmundsson gaf tvær stoð-
sendingar fyrir Crailsheim og stal einum
bolta á 7 mínutum.
_ Leiden vann einvígið samanlagt 153:148
og er komið áfram í undanúrslit.
Rúmenía
Phoenix Constanta – Olimpia ............ 93:60
- Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 16 stig
fyrir Phoenix Constanta, tók fimm fráköst
og gaf fjórar stoðsendingar á 23 mínútum.
NBA-deildin
Indiana – Memphis........................... 102:135
Orlando – Brooklyn.......................... 108:150
Miami – Detroit .................................. 105:98
New Orleans – Phoenix.................... 115:131
>73G,&:=/D
KÖRFUKNATTLEIKUR
VÍS-bikar kvenna, undanúrslit:
Smárinn: Snæfell – Breiðablik ............ 17.15
Smárinn: Njarðvík – Haukar ................... 20
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Eyjar: ÍBV – KA/Þór ................................ 18
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin:
Egilshöll: Fjölnir – SR......................... 19.45
Í KVÖLD!