Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 52
✝ Aðalheiður Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 23. maí 1968. Hún lést að heimili sínu 5. mars 2022. Foreldrar Heiðu eru Einar Hall- dórsson, f. 17. júní 1942, og Ólöf Unn- ur Harðardóttir, f. 10. febrúar 1947. Heiða var fyrst í röð þriggja systra. Systur Heiðu eru Sigrún Gréta, f. 11. janúar 1975, og Eydís, f. 12 janúar 1978. Þann 28. ágúst 1993 giftist Heiða eiginmanni sínum Birni Kjartanssyni, f. 19. janúar 1967. Saman eiga þau þrjú börn, Einar Halldórsson, f. 2. ágúst 1987, sem kom úr fyrra sambandi Heiðu með Halldóri Hall- dórssyni, f. 24. maí 1966, Sóleyju Björnsdóttur, f. 20. nóvember 1995, og Ólöfu Rún Björns- dóttur, f. 24 apríl 1998. Barna- barn Heiðu er Heiðbjört Júlía Einarsdóttir, f. 6. október 2014. Útför Heiðu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 17. mars 2022, klukkan 13. Elsku dóttir mín, kvöldin munu verða mér tómleg, við áttum svo góð símtöl fyrir svefninn. Í ástandinu eins og það hefur verið ræddum við um heima og geima í okkar daglegu símtölum því að samverustundirnar voru færri og oft bara í garðinum eða inni í bíl- skúr. Við áttum mjög gott síðasta sumar sem við ferðuðumst saman. Ég var undanfari í Hólmavíkur- ferðinni og tók frá stæði. Þegar Heiða mín og Bjössi mættu var farið að dimma og hellirigning. Mógli, kötturinn hennar Heiðu, byrjaði á því að týnast, hann fannst þó aftur en rigningin var svo mikil að ég gat ekki tjaldað og fékk gistingu hjá Heiðu minni. Fékk ég svo mitt morgunkaffi í rúmið. Við áttum góðar stundir yf- ir landakortunum til að ákveða næstu áfangastaði. Næsta sumar ætluðum við í aðra ferð og þá ætl- aði ég ekki að vera undanfari held- ur eltihrellir. Aðra ferð fórum við saman til Noregs, eplaferðina, þar sem við nutum okkar í rigningu þar sem okkur var boðið í garð til að tína epli. Þú naust þess að fara í sveitina til ömmu og afa. Þú fékkst meira að segja að fara fyrr úr skólanum á vorin til að komast í sauðburðinn hjá afa. Þar áttir þú margar góðar stundir í æsku með frænda þínum samaldra, stífla langagilið, fara inn fyrir fjall og endaðir svo sum- arið í réttunum. Brottför þín hefur skilið eftir tómarúm fylli það með góðum minningum vináttu og gleðistundum ó já, ég á eftir að sakna líka. Þín mamma. Þung er sorgin og mikill er söknuðurinn og engin er sann- girnin í að kveðja þig, elsku systir mín. Þegar fólk kveður allt of snemma og svo margt sem við átt- um eftir að gera. Ein af minningum mínum úr æsku okkar er þegar þú, elsku systir mín, faukst í roki. Þú lentir á grindverki og rifbeinsbrotnaðir. Ég sem barn hafði miklar áhyggj- ur af þér næstu árin, að þú myndir fjúka en nú ertu flogin á brott. Við fórum þrjár systurnar og mamma til Boston eitt árið. Ynd- isleg helgi þar sem allir nutu sín vel en alltaf er sterkasta minning mín um ferðina um þig, elsku syst- ir mín. Þú fórst með uppáhalds- náttfötin þín í ferðina og herberg- isþjónustan setti þau ofan á náttborðslampann og þau brunnu. Það var sárt og hálfgerð reiði í garð þernunnar en við gátum hlegið að þessu mörgum sinnum í gegnum árin. Þú fékkst sárabæt- ur til að kaupa önnur náttföt en þú ákvaðst að kaupa fjóra boli, Bost- on-boli, handa okkur öllum, og sagðir að þú myndir aldrei henda náttfötunum, þau yrðu sett í ramma. Þú varst mikill húmoristi og yndislegt hvað mikil og skemmti- leg vitleysa gat oltið upp úr þér. Í síðasta símtali okkar var mikið hlegið og gerðum við grín að því hvernig lífið getur stundum látið með mann. Það er góð tilhugsun hversu gott þetta síðasta símtal var. Þú varst svo umhyggjusöm og góðhjörtuð. Ég með alla mína dýrahrúgu og ef ég missti eitt þeirra hringdir þú í mig til að styrkja mig. Þú máttir ekkert aumt sjá, þú reyndir alltaf að hjálpa. Það verður stórt skarð í fjöl- skyldunni og mörg tár sem munu koma, hvíldu í friði elsku systir mín. Þín systir, Sigrún Gréta. Elsku Heiða stóra systir mín, mikið ofboðslega er erfitt að setj- ast niður og ætla sér að skrifa minningarorð um þig, svo allt of fljótt. Hugurinn fer á flug, hvað á ég að skrifa, hvað á ég að gera, hvernig verður lífið án þín… í dag er það óhugsandi. En ég er heppin að eiga minningarnar mínar bæði góðar og slæmar, við vorum jú systur og hjá okkur var ekki alltaf sól og sumar. Allar góðu minning- arnar standa nú samt upp úr, fyrsta ljósmyndaferðin okkar þar sem við gistum á Skógum, tókum myndir af völdum stöðum, fossar, brýr, sandar, og fengum við kennslu á myndavélarnar okkar í leiðinni. Hugsa að þetta sé mín uppáhaldsferð af öllum okkar ljós- myndaferðum saman, alla vega ein af þeim eftirminnilegustu enda sú fyrsta, af mörgum sem við fór- um. Margar eru minningarnar mín- ar, elsku systir mín, og áttu að verða enn fleiri. Alltaf var fyrsta hugsun mín þegar ég var að fara að halda veislu að heyra í þér og ræða um skreytingar. Ég til að mynda kom með smá útfærslur og þú komst á flug í skreytingarnar og það var ekki annað hægt en að fara á flug með þér. Enda voru skreytingarn- ar ávallt glæsilegar. Ein minning- in mín er þegar mig langaði að hafa fiðrildi í einni veislunni og þú komst svo með fiðrildin til mín. Það dugði sko ekki ein tegund og einn litur heldur komstu með margar gerðir og í mörgum lita- tónum sem pössuðu að sjálfsögðu fullkomlega saman. Næsta veisla verður án efa erfið, að hafa þig ekki til að skipuleggja með mér, elsku Heiða mín. Mikið ofboðslega tekur það mig sárt að þurfa að kveðja þig svona allt of snemma, elsku Heiða systir mín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthól- um) Þín systir Eydís. Ég eignaðist svo hjartahlýja og góða vinkonu þegar leiðir okkar lágu saman, elsku Heiða mín. Litli saumaklúbburinn okkar og Helgu með vikulegum samverustundum voru fastir punktar í tilverunni. Ég ylja mér við hugsanir um allar frábæru stundirnar okkar saman, saumaklúbbshittinga, grillveislur, menningaferðir, jólagleði og margt fleira. Spilaklúbburinn sem við stofnuðum með mönnunum okkar var virkilega skemmtilegur og bætti gleði í hjartað, þið Bjössi voru svo miklir höfðingjar heim að sækja. Ég hugsa til þess þegar við grétum af hlátri yfir alls kyns vit- leysu sem okkur datt í hug, já við áttum margar skemmtilegar stundir saman. Elsku Heiða mín, þú varst svo sönn og góð vinkona og það finnast engin nógu stór orð yfir hversu vænt mér þótti um vin- skap þinn og söknuðurinn er því mikill. Hvíl í friði elsku vinkona. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Megi styrkur ykkar elsku fjöl- skylda Heiðu liggja í minningum um yndislega og fallega konu. Steingerður Steindórsdóttir. Aðalheiður Einarsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Heiða mín hvað mér þykir vænt um þig. Elsta stóra dóttir mín sem var svo lítil líka. Þú hefur glatt mann svo mikið með nærveru þinni. Mikið myndi ég óska þess að ég hefði hringt oft- ar í þig og hitt þig meira. Einhvern tíma hittumst við aftur á ný. Þinn pabbi. 52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 ✝ Sigríður Krist- ín Karlsdóttir fæddist á Stokks- eyri 28. apríl 1929. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 1. mars 2020. Foreldrar henn- ar voru Þuríður Sigurðardóttir og Karl Stefán Daní- elsson. Sigríður átti níu systkini samfeðra, fjögur þeirra eru enn á lífi, þau Jónína, Hulda, Ólafur og Björn. Sammæðra tvær systur. Einnig átti hún þrjú uppeldisystkini frá Bræðratungu á Stokkseyri. Eiginmaður Sigríðar var Björgvin Magnússon, f. 28. september 1928, d. 1. maí 2013. Þau giftu sig 31. desember 1953. Börn þeirra eru: 1) Magnús, f. 1947, eiginkona við að sauma og taka upp kart- öflur sem afi hennar seldi svo. Sextán ára fór hún til Vest- mannaeyja til móður sinnar. Árið 1946 lágu leiðir hennar og Björgvins saman og hófu þau búskap í Brautarholti, bjuggu á Brekastíg 33 og byggðu sér svo hús á Hólagötu 38 og bjuggu þar til ársins 1973 þeg- ar gosið hófst. Eftir gos fengu þau lánað sumarhús (Grunda- bæ) í Mosfellssveit og voru þar í eitt ár þar til þau keyptu hús í Kópavogi, Reynigrund 55. Ár- ið 2009 fluttu þau í Gullsmára 10. Björgvin lést árið 2013 og bjó Sigríður áfram í Gullsmár- anum þar til hún fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði. Sigríður var lengst af hús- móðir. Hún gerðist dagmamma 1977-1987.Eftir dagmömmu- hlutverkið tók hún bílpróf og fór út á vinnumarkaðinn í fyrsta skipti, þá um sextugt. Hún réð sig hjá Hverfiprenti og endaði starfsferilinn hjá Plastprenti. Útför Sigríðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 17. mars 2020, klukkan 13. Kristrún Ingi- bjartsdóttir (látin). Börn þeirra eru þrjú, níu barna- börn og þrjú barnabarnabörn. 2) Kristín, f. 1954, eiginmaður Ómar Jónasson (látinn). Börn þeirra eru þrjú og þrjú barnabörn. 3) Gísli, f. 1961, eiginkona Nanna Hreinsdóttir. Börn þeirra eru tvö og eitt barna- barn. 4) Ásrún, f. 1968, eigin- maður Karl Pálsson. Ásrún á tvö börn með Ólafi Ásbjörns- syni og tvö stjúpbörn sem Karl á. Sigríður ólst upp í Garðhúsi á Stokkseyri hjá móðurafa sín- um og -ömmu, Sigurði og Kristínu. Hún tók virkan þátt í heimilisverkum og hjálpaði til Elsku mamma mín. Með tár í augum kveð ég þig í dag. Ég á eft- ir að sakna þín svo mikið, að geta ekki skriðið í fangið þitt og fengið knús og hughreystandi orð. Ég var ekki alltaf sú auðveld- asta á mínum yngri árum en með sínu jafnaðargeði náði hún að allt- af að hemja vel uppreisnina í mér. Ég kunni síðar að meta allt sem hún sagði og ráðlagði mér. Við mamma settum oft plötu á fóninn og hlustuðum á alls konar tónlist. Það var alltaf gaman því hún hafði í raun smekk fyrir allri tónlist. Hlustaði á allt frá klass- ískri tónlist yfir í það sem er að heyrast í popptónlistinni í dag. Var hún t.d. mjög hrifin af ýmsu sem kom frá Frikka Dór. Mamma og pabbi voru dugleg að ferðast. Átti það bæði við inn- anlands og utan. Fórum við t.d. hringinn í kringum landið okkar í ófáar útilegurnar með A-tjaldið og prímus að vopni. Sunnudags- rúnturinn var einnig vinsæll og var oft farið á Þingvelli með smurt nesti og heitt á brúsa. Einnig var oft farið á Stokkseyri þar sem mamma ólst upp og var þá ætíð stoppað við gamla bæinn hennar (Garðhús) þar sem hún fylltist stolti og rifjaði upp sögur frá því í gamla daga. Mamma var mikil leikhús-, tónleika- og bíókona. Fannst fátt skemmtilegra. Ég man eftir fyrstu bíóferðinni. Ég var 5-6 ára þegar við sáum Sound of Music. Ég hafði aldrei áður upplifað því- líka fegurð og fallegan söng og áttu því bíóferðirnar eftir að verða mun fleiri eftir þetta ásamt leikhúsferðum. Óperan átti þó hug hennar allan. Hún var styrkt- araðili óperunnar og átti sín tvö sæti á þriðju sýningu. Hún bauð iðulega vinkonu sinni til margra ára, henni Addý, með sér. Við pabbi vorum ekki alveg að „fíla“ óperur. Í Reynigrundinni var alltaf op- ið hús, allir velkomnir í mat, kaffi og pönnukökur. Mamma og pabbi gerðu garðinn sinn að algjöru æv- intýralandi og voru dugleg að rækta hann svo eftir var tekið. Kirkjan, álfarnir, tjörnin, gos- brunnurinn og ýmislegt fleira gerðu garðinn ógleymanlegan fyrir þá sem sáu. Gamlárskvöldin voru einkar eftirminnileg. Þá kom fjölskyldan saman, ungir sem aldnir, ná- grannar og vinir og mikið var sungið og dansað fram eftir nóttu. Mamma hugsaði vel um sig og sína, gerði aldrei upp á milli, allir voru jafnir í hennar augum. Hún studdi mig í blíðu og stríðu. Ráð- leggingar, huggun, spjall og gam- an hent að hinu og þessu. Ómet- anlegar stundir. Það verður endalaus söknuður að geta ekki séð fallega brosið hennar og kær- leika áfram. En minningin mun hlýja, minningin mun lifa. Mamma er nú komin til pabba þar sem þau haldast hönd í hönd eins og þau gerðu alltaf. Elska þig og sakna þín elsku mamma mín. Þú kvaddir alltaf með þessum orðum og nú ætla ég að gera þín orð að mínum: Guð geymi þig. Þín dóttir, Ásrún. Elsku besta amma í Kóp. Mikið ofboðslega á ég eftir að sakna þín. Ég sit hér með súkkulaðirúsínur og kók og hugsa með hlýju í hjarta um allar minningarnar og góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég elskaði að fara í heimsókn og þá sérstaklega pössun til ykkar afa, því hjá ömmu og afa mátti nebbla allt, meira að segja drekka kók með soðnu ýsunni og setja sykur á morgunkornið! Elskaði að leika og dressa mig upp með allar fínu slæðurnar, skartgripina og hælaskóna þína, það var geggjað fyrir litlu Selmu að eiga svona litla ömmu því ég pass- aði svo fínt í skóna þína. Allar leikhúsferðirnar sem við fórum saman og seinna bíóferðirn- ar eru ómetanlegar. Mér þykir líka óendanlega vænt um þegar mamma og Íris líkja mér við þig þegar ég er lengi að hafa mig til, kalla mig frú Sigríði. Ég þarf samt að æfa mig í að nota varalit, þá verð ég jafn fín og þú varst alltaf. Elsku amma, núna færðu loks- ins að leiða afa aftur og þið gangið saman hönd í hönd og fylgist með okkur. Góða ferð og ég bið að heilsa öllum sem ég þekki. Guð geymi þig, þín Selma. Elsku besta amma mín. Ég er enn þá að meðtaka það að þú sért farin frá mér, en þegar ég hugsa til baka sé ég hversu heppin ég var með tímann okkar saman. Það var alltaf gaman og skemmtilegt að koma í heimsókn til þín og afa Björgvins í Reyni- grund. Ég átti afar eftirminnileg- ar og yndislegar stundir með ykk- ur þar. Ég mátti alltaf leika mér með skóna þína, veskin og ekki má gleyma öllum slæðunum sem þú áttir. Þær voru notaðar í alls kon- ar hluti eins og kjóla, höfuðbönd og ýmislegt fleira. Þú varst alltaf svo dugleg að fara með okkur Selmu í leikhús og bíó, sagðir aldrei nei ef við báðum þig að koma með okkur á eitthvert leikrit. Þú varst bara svo ánægð að fara með okkur, sem ég verð þér ævinlega þakklát fyrir. Alltaf þegar ég fer í leikhús núna hugsa ég til þín því þetta var svo mikið okkar stund. Einnig varstu alltaf til í að koma með í búðir, versla og kíkja svo á kaffihús. Það fannst þér svo æðislega gaman. Við áttum líka okkar stundir þegar við horfðum saman á Titanic og Sigla himin- fley. Ómetanlegar stundir. Elsku amma Sirrý. Þú varst besta amma sem hægt er að óska sér. Ég á eftir að sakna þín óend- anlega mikið, en það huggar mig mikið að vita að afi Björgvin tekur örugglega vel á móti þér og þið eigið eftir að leiðast hönd í hönd í göngutúrum um Draumalandið. Fíbí besta vinkona þín biður vel að heilsa þér. Elska þig elsku amma. Þín Íris. Nú hefur þú fengið hvíldina heimsins besta amma mín. Með hlýju og söknuði hugsa ég um allar skemmtilegu stundirnar okkar, í Reynigrund, Gullsmára og svo á Hrafnistu síðustu árin. Það var alltaf opið hús í Reyni- grund og ég velkomin á hvaða tíma sólahringsins sem var. Alltaf opin armur, stund fyrir spjall, leikir með slæðurnar, pönnukök- ur, ís og dundað í garðinum. Úti- legurnar á þeim tíma og gamlárs- kvöldin eru alveg ógleymanleg, allir að hafa gaman saman, ungir sem aldnir. Aðeins síðar voru það svo allar kaffihúsaferðirnar okkar. Stund- irnar okkar í Gullsmáranum þeg- ar við skreyttum jólatréð þitt, það var föst hefð að þá steiktir þú fyrir okkur fisk í raspi og auðvitað hrá- salat með. Mér fannst líka svo ótrúlega gaman þegar við sátum við hringborðið í eldhúsinu þínu og þú gafst mér svart kaffi, þá vissi ég að bollinn færi því næst á ofninn og svo lastu úr honum fyrir mig. Allra síðustu árin þín voru svo extra krúttleg. Það sem við gátum setið og skoðað símann minn, þér fannst svo skemmtilegt að sjá hvað var að gerast þarna úti í al- heiminum. Alltaf vildir þú skila kveðju til allra á netinu. Svo rúllaðir þú með göngu- grindina um alla ganga að sýna mér allt á Hrafnistu, við sungum, dönsuðum og tókum af okkur myndir, yndislegt. Þú þoldir illa pex, varst góð við alla í kringum þig og þekkt sem krúttið. Elsku amma, þú varst einstök kona, svo mikil fyrirmynd. Falleg- asta hrós sem ég fæ er þegar mér er líkt við þig. Takk fyrir að vera mér og stelpunum mínum alltaf svo góð, takk fyrir alla ástina, hlýjuna, all- ar súkkulaðirúsínurnar og þristana. Friðsæl og falleg ertu nú komin í sumarlandið, þar sem okkar fal- legustu englar, afi Björgvin og pabbi taka vel á móti þér. Flugeld- arnir að kvöldi 1. mars sl. segja mér allt um það. Góða ferð dýrmæta amma mín. Þín Karen. Sigríður Kristín Karlsdóttir Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.