Morgunblaðið - 17.03.2022, Side 22
22 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
. Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn á Icelandair
Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, fimmtudaginn 31. mars
2022 kl. 17:15.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningur 2021 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs.
3. Kynning á fjárfestingarstefnu.
4. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.
5. Kosning stjórnar. Kjörnefnd kynnir niðurstöðu rafræns stjórnarkjörs sem lýkur kl.
16:00 þann 30. mars 2022.
6. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags.
7. Ákvörðun um laun stjórnar.
8. Önnur mál.
Rafrænt stjórnarkjör
Rafrænt stjórnarkjör fer fram frá kl. 12:00 þann 24. mars til kl. 16.00 þann 30. mars
2022. Kosið verður um tvö laus sæti til aðalmanns sem skulu að þessu sinni skipaðir
körlum og hins vegar eitt sæti varamanns.
Upplýsingar um frambjóðendur og leiðbeiningar um fyrirkomulag kosninga er að finna
á www.almenni.is.
Frambjóðendur eru: Albert Þór Jónsson, Árni Gunnarsson, Elmar Hallgríms Hallgrímsson,
Frosti Sigurjónsson, Helgi S. Helgason, Kristinn Ásgeir Gylfason, Már Wolfgang Mixa,
Reynir Jóhannsson, Viktor Ólason og Þórarinn Guðnason.
Ársreikningur, tillögur um breytingar á samþykktum og nánari upplýsingar um árs-
fundinn eru á heimasíðu sjóðsins. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.
Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.
Nánar á:
www.almenni.is
Ársfundur 2022
fimmtudaginn 31. mars
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Færið var gott og leiðin greið þegar
hópur ungra jeppamanna af höf-
uðborgarsvæðinu fór á fjöll um síð-
ustu helgi. Nú er runninn upp sá
tími vetrar að menn flykkjast inn á
hálendið, þar sem eru talsverð
snjóalög þessa dagana. Aðeins þak
stóð upp úr skafli þegar fjallagarp-
arnir sem hér segir frá komu sl.
föstudagskvöld að skálanum á Sult-
arfit á Flóamannaafrétti. Sú bygg-
ing er í eigu Jeppaklúbbsins 4x4 og
er vinsæl sem sæluhús á öllum tím-
um ársins, ekki síst yfir vetrartím-
ann.
Puðið er skemmtilegt
„Menn urðu að taka til óspilltra
málanna og moka sig niður að dyr-
um hússins til þess að komast inn.
Svona puð er bara skemmtilegt og
kryddar leiðangurinn,“ segir Rúnar
Kjartansson úr Mosfellsbæ, einn
þeirra sem tóku þátt í ferð síðustu
helgar. Hann væntir þess að færi
gefst á fleiri leiðöngrum á næstunni,
svo sem um páskana.
Sultarfit er inni á reginfjöllum,
nokkuð norðan og vestan við Sult-
artangalón og -virkjun. Staðurinn er
vel þekktur meðal fjallamanna, sem
reyndar fara víða og þekkja landið
mörgum betur. Fólk á alls tíu breið-
dekkjuðum jeppum var í umræddri
ferð og lagt var upp frá Reykjavík á
föstudagskvöld. Nokkrir fóru reynd-
ar ekki af stað fyrr en að morgni
laugardags, en þá síðdegis voru allir
komnir í áfangastað þar sem gleðin
var ráðandi um kvöldið og inn í nótt-
ina. Þá var grillað, sungið og farið í
alls konar sprell, rétt eins og fylgir í
ferðum sem þessari.
Mixa vél og herða skrúfur
Veður á fjöllum var hið besta og
því gerlegt að bregða á leik og renna
sér í háar brekkur þegar ekið var í
bæinn aftur á sunnudag.
„Ég er á góðum bíl, Grand árgerð
1990, sem hentar vel í svona ferðir.
Bíllinn hefur verið tekinn rækilega
til kostanna, bættur og styrktur svo
henti í slark uppi á fjöllum. Sama má
segja um flesta aðra bílana í þessari
ferð; en þarna voru Toyota Land-
cruiser, Nissan Patrol og Willys svo
ég nefni nokkrar tegundir,“ segir
Rúnar og heldur áfram:
„Oft byrja svona fjallatúrar ann-
ars á alls konar brasi í bílskúrnum,
þegar gera þarf og græja með því að
herða lausar skrúfur, mixa eitthvað í
drifi og vél eða bara nefndu hvert
málið er. Stundum bilar líka eitthvað
í ferðunum og þá er bara að taka
fram verkfærin og kippa málunum í
lag. Viðgerðir í vetrarferðum eru
bara eitthvað sem fylgir en eru alltaf
skemmtilegar. Menn verða að gera
bjargað hlutunum.“
Eyðslufrekir bílar
Algeng eyðsla jeppa í fjallaferðum
er 12-15 bensínlítrar á hundraðið –
og verður reyndar talsvert meiri ef
allt er gefið í botn. Oft er slík raunar
hluti af þeirri stemningu sem menn
sækjast eftir og vilja skapa í vetr-
arferðum sem þessum.
„Jú, bensínverðið hækkar stöðugt
samanber þróun síðustu daga. Við
jeppastrákar sem elskum fjalla-
sportið hlæjum hinsv egar bara þeg-
ar lítrinn kostar orðið 300 krónur.
Sleppum þá bara einhverju öðru,
svona skemmtilegar eru þessar ferð-
ir. Maður verður að halda áfram að
lifa og leika sér, þótt í heiminum sé
stríð og bensínverðið sé hátt,“ segir
Rúnar Kjartansson.
Ljósmyndir/ Fjóla Margrét Markan
Fjallakarl Mikið hefur snjóað á hálendinu að undanförnu og húsin við Sultarfit voru nánast fennt í kaf, eins og Rúnar Kjartansson lýsir hér í greininni.
Bensínverðið er bara hlægilegt
- Fóru á fjöll á fjölda jeppa - Sultarfit á öræfunum - Sæluhúsið hafði fennt í kaf - Breiðdekkjaðir
bílar á fannhvítri jörð - Grand er góður og hentar vel - Bilanir og menn verða að bjarga hlutunum
Viðgerð Hófleg viðráðanleg vandræði gera ferðir á fjöll bara skemmtilegar.
Vetrarfæri Breiðdekkjuðum jeppum er flest fært og landið faðminn breiðir.