Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 58
58 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Elsku pabbi, nú er komið að kveðju- stund þann 11. mars og langar mig að minnast þín í fáeinum orð- um. Ég mun minnast föður míns með hlýhug og mun ávallt geyma hann í hjarta mínu. Hans verður ávallt minnst sem góðs föður og heimakærs fjölskyldumanns sem lagði áherslu á að skapa öruggt og hamingjusamt heimili. Sérstak- lega voru jólin skemmtilegur tími því pabbi var mikið jóla- barn sem skreytti heimilið frá toppi til táar. Hann var hjarthlýr og gjaf- mildur en dulur og ekki maður marga orða varðandi tilfinning- ar sínar en var skemmtilegur sögumaður og man ég sögur hans frá æskuárunum á Ísafirði er hann gætti kinda pabba síns eða skíðabrekknanna á Ísafirði. Síðustu misseri mun ég minnast tíma stórfjölskyldurnar í sumarbústaðnum sem pabbi nýtti til hins ýtrasta og var há- punktur ársins hjá honum. Ég mun minnast samveru- stunda okkar með hlýhug og þakka fyrir allt elsku pabbi. Þín verður sárt saknað. Ég vildi ég væri engill pabbi minn þá myndi ég klæða blómum himininn og loftin myndu óma af ljúfum söng sem leiftraði af gleði kvöldin löng. Og af því þú ert þreyttur vænginn minn, þú fengir til að hvílast; enn um sinn. Sængin þín verður öll mín ást og allt sem saman áttum við; ef þér er kalt og koddann færðu úr skýjaslæðum þeim sem sjálfur Drottinn gerði höndum tveim og stjörnurnar ég set á koddann þinn og sólina við hjartað, ljúfurinn. Sofðu í friði pabbi, sofðu rótt. Sofðu, ég vaki það er komin nótt. (Alvar Haust) Bjarni Jóhann Kjartansson. Í hinsta sinn þann 11. mars kvaddi ég elsku pabba minn. Ég mun ávallt minnast þín með miklum hlýhug og minnast þín eins og þú varst svo lengi sem ég lifi, sem yndislegs, örláts, gjafmilds, stríðins, glettins og góðs pabba og afa sem gerði margt fyrir okkur fjölskylduna. Þú gerðir margt fyrir mig, elsku pabbi, meira en þú gerðir þér grein fyrir og þakka ég þér fyrir það og allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Mikið jólabarn var hann pabbi, þar skein örlætið og gjaf- mildin hans í gegn og hann Kjartan Bjarni Bjarnason ✝ Kjartan Bjarni Bjarnason fæddist 23. maí árið 1951. Hann lést 22. febrúar 2022. Útför Kjartans fór fram 11. mars 2022. skreytti íbúðina frá lofti niður í gólf. Jólin munu ekki verða eins án þín, elsku pabbi, en ég mun reyna að halda í hefðina þína á jól- unum. Ég mun einnig minnast allra sum- arbústaðaferða fjöl- skyldunnar því það var eitt af því sem pabba fannst skemmtilegast að gera og hann dýrkaði að fara í þessar ferðir. Meira að segja rétt áður en hann dó sagði hann við mig að hann hlakkaði svo mikið til sumarsins því þá mynd- um við fara í sumarbústað sam- an og hann taldi dagana þangað til næsta ferð hæfist. Tíminn sem ég fékk með þér, elsku pabbi minn, var mér mjög dýrmætur. Ég mun alltaf vera þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með þér, sérstaklega eftir þú hættir að vinna þá fengum við mun meiri tíma til að eyða saman og eftir fráfall mömmu þá varst þú mín stoð og stytta og við gerðum okkar besta til að vera sterk fyrir hvort annað á þessu erfiða tímabili og er ég mjög fegin að hafa fengið auka- lega 4 til 5 ár með þér þó að sá tími væri allt of og stuttur þá er ég samt fegin að hafa fengið hann því hann gerði okkur nán- ari en við vorum þegar. Mér þótti innilega vænt um þig, elsku pabbi minn, og mun alltaf gera. Elskaði þig meira en orð geta lýst. Ég mun aldrei nokkurn tím- ann gleyma þér og ég mun sakna þín á hverjum einasta degi meðan ég lifi og þangað við hittumst á ný. Þegar minn tími kemur sameinast ég ykkur mömmu. Mun ég geta huggað mig við það að þú og mamma séuð saman á himnum og munið fylgjast með okkur fjölskyldunni af himnum ofan. Minning þín mun lifa áfram í huga og hjörtu fjölskyldu þinnar. Með sorg í hjarta kveð ég þig hinsta sinn, elsku yndislegi pabbi minn. Þín mun verða sárt saknað af fjöl- skyldunni þinni. Ég ætla að láta fylgja með fallegt ljóð: Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson.) Elísabet Kjartansdóttir. Elsku fóstri, afi og tengdapabbi. Ég sit við eld- húsborðið á Kirkjubraut 60 og ylja mér við allar minningarnar sem við áttum saman. Þegar ég var 6 ára gömul kynntist mamma þér og frá fyrsta degi tókst þú okkur systrum sem þínum. Þú varst gull af manni og mun ég ætíð sakna þín. Vildi óska þess að ég hefði getað fengið fleiri símtöl þar sem við spjölluðum um allt milli himins Reynir Guðmundsson ✝ Reynir Guð- mundsson fæddist 13. júlí 1951. Hann lést 1. mars 2022. Útför Reynis fór fram 12. mars 2022. og jarðar. Börnin mín voru svo heppin að hafa átt þig sem afa, það var alltaf stutt í grín og glens, barnabörnin þín voru stundum dug- leg í því að vera óþekk því þau vissu að afi myndi koma og hrista úr þeim óþekktina. Þú varst með rosalega hlýtt og gott hjarta, og ég veit að þú munt vaka yfir okkur. Mér er minn- isstætt þegar Sigga mín var lítil og við vorum íheimsókn hjá ykkur, þá vaknaði hún alltaf með þér til að eiga notalega morgunstund með afa sínum. Þið voruð í smá keppni hver væri undan á fætur. Einn morguninn sitjið þið saman að borða morgunmatinn, þegar Sigga litla segir við þig: „Afi það hefur svei mér þá snjóað í fjöllin í nótt“ aðeins þriggja ára gömul. Og alltaf á veturna þeg- ar það byrjaði að snjóa í fjöllin hringdir þú til að segja okkur það eða við hringdum í þig. Elsku Reynir pabbi, ég lofa að passa vel upp á mömmu fyrir þig. Hvíldu í friði elsku besti fóstri minn, tengdapabbi og afi, Jóna, Sigurður (Siggi), Sigríður Elín, Íris Björg og Jón Þór. Elsku besti Reynir afi. Það var okkur mikið áfall þegar mamma sagði okkur frá því að þú værir dáinn. Þó þú værir veikur þá vorum við bjartsýn á að þú myndir ná þér og að við gætum átt margar góðar samverustundir til við- bótar. Samverustundir á Kirkjubrautinni (Ólátagarði) þar sem þú værir nú að passa upp á að öllum liði vel og að enginn væri svangur. Samveru- stundir þar sem þú værir að segja góða fimmaura brandara. Samverustundir þar sem Þor- steinn og þú væruð að fagna sigrum Liverpool og samveru- stunda eins og á útskrift Þór- dísar Evu núna í vor. Það verður ótrúlega skrítið að koma austur og það sé eng- inn afi í hurðinni í þvottahúsinu þegar við komum og tekur utan um okkur og faðmar okkur. Það verður skrítið að sjá afa ekki stólnum sínum í stofunni og sjá ekki „hvolpaaugun“ hans afa aftur full af tárum þegar hann er stoltur af okkur. En elsku afi, við vitum að þú fylgist með okkur áfram. Við geymum allar góðu minningarn- ar um þig í hjarta okkar og við munum passa vel upp á ömmu. Elsku afi. Við elskum þig út í geim, til stjarnanna og alla leið aftur heim. Takk fyrir allt. Þín Þorsteinn Atli og Þórdís Eva. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FRÚ STEINUNNAR ÁSDÍSAR RÖGNVALDSDÓTTUR, Hverfisgötu 34, Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks HSN á Siglufirði fyrir einstaka umönnun og hlýju. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Geirlaug Helgadóttir Ægir Hallbjörnsson Guðný Helgadóttir Andrés Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku afi Ragn- ar er skyndilega fallinn frá. Það er erfitt að venjast tilhugsuninni. Hann var ekki maður margra orða en hann hafði risastórt hjarta. Það fór ekki mikið fyrir honum en hann skildi eftir stórt spor í hjörtum okkar allra. Hann var svo ljúfur, skipti sjaldan skapi, sallarólegur, alveg sama hvað á gekk, alltaf til staðar. Hann var kletturinn okkar. Svo var hann bráðskemmtilegur. Hann tók hlutunum eins og þeir voru, dæmdi aldrei. Það var svo gott að halla sér að honum og hann var líka fyrstur til að rétta fram hjálparhönd ef þurfti. Hann sýndi væntum- þykju sína ekki í orðum heldur í verki og barnabörnin hans fóru svo sannarlega ekki var- hluta af því. Afi minn var rosalega góður maður. Hann var alltaf í góðu skapi og mikill brandarakall. Mér fannst svo gott að koma til Íslands af því afi beið alltaf eftir okkur brosandi á flugvell- inum. Ég sakna hans og þess að horfa með honum á fótbolt- ann í sjónvarpinu. Ívar Alexandre Ruiz Kolbrúnarson. Nú er afi ekki með okkur lengur. Ég mun aldrei gleyma honum og hvernig hann var. Hann var góður og fyndinn maður. Alltaf að fylgjast með íþróttunum og spyrja mig hvernig mér gengi í fótbolt- anum í Noregi. Honum þótti kaffi líka mjög gott og drakk oft bónuskaffi úr pínulitlum bolla. Þegar hann var spurður út í þetta var honum mjög skemmt og sagði að dýrt kaffi væri vont á bragðið. Svo fór hann inn á skrifstofu með kaffibollann sinn í náttfötun- um. Afi minn var ljúfur og góður maður. Alltaf í góðu skapi. Ég mun alltaf sakna hans. Alvar Áki Ruiz Kolbrúnarson. 24. febrúar var fallegur sól- ríkur dagur. Ekki átti ég von á Ragnar Ragnarsson ✝ Ragnar Ragn- arsson fæddist 27. desember 1944. Hann lést 24. febr- úar 2022. Útför Ragnars fór fram 8. mars 2022. því að elsku bróðir minn Ragnar yrði bráðkvaddur þá um kvöldið. Við mannfólkið fáum engu að ráða. Ragnar var svo lánsamur að eiga 77 ár að baki. Það má þakka fyrir það. Við systkinin erum fjögur, tvennir tvíburar með rúmlega þremur árum á milli eldra setts, Ólafur Hinrik og Oddný Margrét og yngra setts, Krist- ín Ragnhildur og Ragnar Ragnarsbörn. Foreldrar okkar voru Ragnar Ólafsson hæsta- réttarlögmaður og endurskoð- andi og Kristín Ólafsson hús- móðir. Ragnar hafði einstaklega góða nærveru, var hugulsamur og kappsamur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, yfirveg- aður og traustur, vildi öllum vel. Hann minnti á föður okk- ar. Frá unga aldri stundaði hann íþróttir, borðtennis varð hans hugðarefni. Byrjaði í bíl- skúrnum heima í Hörgshlíð 28 að spila. Varð margfaldur meistari í borðtennis. Vinnu- herbergi hans ber vott um það, bikarar og gull o.fl. en hæ- verskur var hann, talaði ekki um sín afrek eða sigra. Ragnar var mjög vinnusam- ur og mikill námsmaður, varð stúdent frá MR 1964 og út- skrifaðist verkfræðingur frá HÍ og Kaupmannahöfn. Starf- aði lengst af hjá Fjarhitun, var meðeigandi þar. Sá um útgáfu Árbókar verkfræðingafélags- ins. Seinni árin kennari hjá HR um tíma og síðar starfaði hann með Óla bróður okkar í fyrirtæki hans Patice ehf. Ragnari tókst að klára niðjatal forfeðra okkar frá Kanada fyr- ir jól 2021 eftir mikla útrás og vinnu. Honum var augljóslega ætlað að klára það verkefni. Á okkar yngri árum sagði Ragnar við mig í gríni að kona hans skyldi vera falleg, vel greind og myndarleg húsmóð- ir. Þau fundu hvort annað en í kaupbæti var hún mjög tón- elsk og spilaði á píanó sem var góður kostur. Þau eignuðust yndislegar dætur, Kolbrúnu Rut fræðimann og kennara og Kristínu Björgu fiðluleikara og kennara. Fyrir átti Dóra Ást- vald Zen Traustason tónlistar- mann og skólastjóra og Ragn- ar átti Ásgeir Ragnarsson lögfræðing. Ragnar og Dóra áttu hamingjusamt hjónaband, vel uppalin börn og yndisleg barnabörn sem voru þeim mik- ils virði. Þegar stórfjölskyldan kemur saman er alltaf glatt á hjalla, spilað og sungið og barnabörnin taka þátt, eru mjög áhugasöm í tónlistinni og spila á hin ýmsu hljóðfæri. Ragnar missti ekki af þeirra tónleikum þó að hann sleppti öðrum. Við systkinin vorum mjög samrýnd og fylgdumst hvert með öðru í gegnum árin. Í tugi ára höfum við hist á kaffihúsi og rætt málin. Þá vorum við í gamla fasanum og létum í okk- ur heyra. Ef Ragnari fannst við ganga of langt stoppaði hann okkur af alltaf jafn róleg- ur og yfirvegaður. Makar voru með öðru hvoru. Minnisstæð er ferð í sumarbústað Ragnars og Dóru í Fljótshliðinni. Eina skiptið sem við höfum verið öll saman átta yfir nótt. Makar: Geir Gunnlaugsson, Hrafnkell Ásgeirsson og Jóhanna María Lárusdóttir. Höfðinglegar móttökur og ógleymanleg ferð Við fjölskylda mín kveðjum okkar elskulega Ragnar með hlýju og söknuði en með góðar minningar sem lifa. Elsku Dóra og fjölskylda. Megi góðir vættir vernda ykkur og styrkja í þessari miklu sorg og erfiðu tímum. Oddný M. Ragnarsdóttir. Tíminn er hverfull. Það sannaðist er við fengum fréttir af því að góður vinur okkar væri látinn. Ragnar Ragnarsson verk- fræðingur var vinur sem gott er að minnast og hugurinn leitar til elsku Dóru og allra góðu samverustundanna í gegnum áratugina sem við höf- um átt með þeim. Raggi, eins og hann var oftast kallaður, var ljúfur í vinahópi, skarp- greindur og vel að sér á mörg- um sviðum og ekki var verra þegar húmorinn og glettnin fylgdu með. Þær eru eftirminnilegar stundirnar sem við áttum með Ragga og Dóru á heimili þeirra og í hinu fallega sum- arhúsi sem þau byggðu, allt frá því að grunnur var lagður á sínum tíma. Seinna glödd- umst við með þeim yfir gróskumiklum vexti trjánna sem þau gróðursettu og Raggi skipulagði af mikilli natni sem honum einum var lagið. Raggi var mikill fjölskyldu- maður og lifði fyrir eiginkonu sína, börnin og tengdabörnin þegar þau komu til sögunnar. Gleðin yfir barnabörnunum var einlæg og hafði hann mikla ánægju af því að fylgjast með þroska þeirra og njóta sam- vista við þau. Fráfall hans er því þeim öllum mikill missir. Við hjónin þökkum fyrir all- ar hugljúfar samverustundir og vottum elsku Dóru, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum okkar innileg- ustu samúð og biðjum góðan Guð að gefa þeim styrk í sorg- inni. Hvíldu í friði, góði vinur! Sólveig Helga og Einar Long. Allt í einu fór hann, öllum að óvörum, félagi okkar Ragn- ar Ragnarsson. Liðsmaður okkar í baráttunni við stirða liði. Gefandi þeirrar gleði sem litla hvíta kúlan gefur á snú- inni hraðferð sinni yfir net og borð fram hjá spaðanum hin- um megin. Hann var íþrótta- maður, borðtennismaður, einn af frumkvöðlum íþróttarinnar sem keppnisgreinar fyrir svo sem hálfri öld. Keppnisliðin voru þá að skjóta upp kollinum víða um land, í Keflavík, Akra- nesi, Akureyri, það var Gerpla og það var KR, Fram, Vík- ingur og Örninn. Lúppið og smassið, bakhönd og forhönd voru nýyrði að taka sér stöðu og ryðja sér til rúms í hug- arheimi ungra manna og kvenna. Hjalli og Hjálmtýr, Bjössi og Birkir, Tommi og Ásta, Sveina og Karólína, Stebbi, Nonni Sig. og Hjörtur og miklu fleiri tóku að skrá sig í einliðaleik, tvíliðaleik, tvenndarkeppni. Íslandsmót og flokkakeppni. Það var líf og fjör og þeir Nixon og Maó sáu til þess að velja þurfti landslið til keppni við Kínverja. Ragn- ar var einn af þeim og hann fór til Finnlands eða Færeyja, landsliðsmaður. Fyrsta Ís- landsmót Borðtennissambands Íslands var háð 1973 og Ragn- ar var þar og Íslandsmeistari 1976 í tvíliðaleik með Gunnari Finnbjörns. Og ferill sigra varð langur og farsæll. Ekki lifir íþróttahreyfing á sigrum einum saman. Til þarf þá sem eru tilbúnir til þess að axla ábyrgð, skipuleggja og miðla málum. Þar átti hreyf- ingin traustan mann í Ragnari, dómara, formann Arnarins, þekkingarbanka um íþróttina um allar jarðir, tilbúinn til lið- veislu um lífs síns daga. Leið- sögn hans var hógvær, kímni- gáfan kankvís, nærvera hans veitti traust á báðar hendur. Það er ekki annað að gera en horfast í augu við þá döpru staðreynd að hann er farinn, kemur ekki aftur. Við söknum hans og sveiflu töskunnar á sinn stað, stöku sinnum seinn en ævinlega velkominn, styrk- ur hverjum hópi. Fátækari kveðjum við hann, félagarnir gömlu, og sendum aðstandend- um samúðarkveðjur. Aðalsteinn Eiríksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.