Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, átti í gær fundi með ráða-
mönnum Sádi-Arabíu og Sameinuðu
arabísku furstadæmanna í þeim til-
gangi að fá þá til auka olíu-
framleiðslu ríkja sinna og hvetja þá
til að fordæma innrás Rússa í Úkra-
ínu. Hvorugt ríkjanna hefur fram að
þessu tekið afstöðu til innrásarinnar
og þau eiga bæði náið samstarf við
Rússland í samtökum olíu-
framleiðsluríkja, OPEC.
Fundurinn í Sádi-Arabíu er hald-
inn á erfiðum tíma vegna alþjóð-
legrar fordæmingar á aftöku 81
fanga síðastliðinn laugardag. Þeir
höfðu verið dæmdir til dauða fyrir
ýmis afbrot. Johnson hitti krón-
prinsinn Mohammed bin Salman,
sem talinn er valdamesti maður
landsins, en margir vestrænir ráða-
menn forðast öll samskipti við hann
vegna þeirrar ábyrgðar sem hann er
talinn bera á morðinu á blaðamann-
inum Jamal Khashoggi í Ankara árið
2018. Hefur til að mynda Joe Biden
Bandaríkjaforseti ekki rætt við
krónprinsins frá því hann tók við
embætti í ársbyrjun í fyrra.
Boris Johnson sagði við blaða-
menn að hann myndi einnig gera
mannréttindamál og aftökur fang-
anna um helgina að umræðuefni á
fundinum með bin Salman.
Sádi-Arabía og furstadæmin eru
stærstu framleiðendur olíu til út-
flutnings í heiminum.
Johnson lagði áherslu á það á
fundi með blaðamönnum í gær að
vestræn ríki yrðu að verða algerlega
óháð Rússum um alla orkugjafa til
frambúðar. Þeir hefðu sýnt að þeim
væri ekki treystandi. AFP
AFP
Olíuframleiðsla Boris Johnson
kemur til fundar í Abu Dhabi í gær.
Arabaríkin auki
olíuframleiðsluna
- Johnson hitti leiðtoga ríkjanna í gær
Gerald Darm-
anin, innanrík-
isráðherra
Frakka, sagði í
gær að rík-
isstjórnin væri
reiðubúin að
veita Korsíku
heimastjórn. Á
eyjunni sem er
um 9 þúsund fer-
kílómetrar að stærð og liggur und-
an suðurströnd Frakklands búa á
fjórða hundrað þúsund manns. Öfl-
ug sjálfstæðishreyfing er á Korsíku
og þar hefur verið gífurleg ólga að
undanförnu og óeirðir. Ráðherrann
sagði að skilyrði fyrir viðræðum
um heimastjórn væri að röð og
reglu yrði komið á að nýju. Óeirðir
brutust út eftir að ráðist var á
þekktan fanga, Yvan Colonna, í
fangelsi í borginni Bastia. Hann sit-
ur inni fyrir morð á embættismanni
en þjóðernissinnar á Korsíku líta á
hann sem frelsishetju í sjálfstæð-
isbaráttunni.
FRAKKLAND
Ríkisstjórnin býður
Korsíku heimastjórn
Gerald Darmanin
Rússneska fjöl-
miðlakonan Mar-
ina Ovsyanni-
kova, sem vakti
heimsathygli
þegar hún mót-
mælti stríðinu í
Úkraínu í beinni
fréttaútsendingu
í sjónvarpi í
Rússlandi á
mánudaginn,
hefur verið dæmd til að greiða 30
þúsund rúblur í sekt fyrir tiltækið,
um 36 þús. ísl. krónur, en látin laus
úr varðhaldi. Marina, sem var
framleiðslustjóri fréttanna, birtist
óvænt fyrir aftan fréttaþulinn með
spjald þar sem áhorfendum var
sagt að það væri verið að ljúga að
þeim um stríðið í Úkraínu og hvatt
til þess að hernaðinum yrði hætt.
Útsending fréttanna var stöðvuð og
hún handtekin. Hugsanlegt er að
hún eigi frekari ákæru yfir höfði
sér og jafnvel fangelsisdóm.
RÚSSLAND
Sektuð en óvissa
um framhaldið
Mótmæli Marinu á
mánudaginn.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu,
ávarpaði bandaríska þingið í gær
með hjálp fjarfundabúnaðar og
hvatti Joe Biden Bandaríkjaforseta
til að taka forystu í friðarumleitun-
um. Ávarpið var tilfinningaþrungið
en Selenskí sýndi þingmönnum
myndskeið af eyðileggingunni sem
innrás Rússa hefur valdið í Úkraínu
á undanförnum dögum og vikum.
„Biden forseti, þú ert leiðtogi
þinnar þjóðar. Ég vona að þú verðir
leiðtogi heimsins en með því verður
þú leiðtogi friðar,“ sagði Selenskí
meðal annars en þingmenn risu úr
sætum í virðingarskyni þegar Sel-
enskí hafði lokið máli sínu.
Síðar í gær tilkynnti Biden um
stóraukna aðstoð til handa Úkraínu-
mönnum. Bandaríkin munu útvega
Úkraínu ný vopn og verða heildar-
framlög Bandaríkjanna þá komin
upp í 130 milljarða íslenskra króna. Í
erindi sínu hafði Selenskí biðlað til
Bandaríkjanna og NATO að koma á
flugbanni í lofthelgi Úkraínu vegna
loftárása Rússa.
NATO fundar í næstu viku
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
var einnig sýnilegur í gær því hann
ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi. Sagði
hann innrás Rússa ganga vel og væri
í takti við áætlanir, en gagnrýndi
Vesturlönd fyrir þeirra aðgerðir og
málflutning síðustu daga. Pútín full-
yrti að seðlabanki landsins þyrfti
ekki að prenta peninga og efnahags-
leg staða landsins væri góð.
NATO boðar til neyðarfundar í
Brussel í næstu viku vegna átakanna
og Joe Biden hefur boðað komu sína.
Úkraína fær aukna aðstoð
- Volodimír Selenskí ávarpaði Bandaríkjaþing í gær - Fór fram á aðgerðir vegna
loftárása - Bandaríkjamenn útvega ný vopn - Pútín segir allt vera á áætlun
AFP
Úti Kona og barn á flótta bíða á götu úti í pólska bænum Przemysl í gær.
Starfsemi liggur niðri víða í stór-
borgum Kína vegna þess að sett
hefur verið á útgöngubann eða
strangar samkomutakmarkanir
fyrirskipaðar til að stemma stigu
við mikilli útbreiðslu kórónuveir-
unnar í landinu. Á götum úti og
torgum má sjá langar biðraðir fólks
og heilbrigðisstarfsmenn í hlífð-
arfatnaði að skima eftir veirunni.
Það er ómíkron-afbrigðið sem veld-
ur þessum usla og hefur heima-
tilbúið bóluefni kínverskra stjórn-
valda litla vörn veitt gegn því.
Lokun verksmiðja og útgöngubann-
ið er þegar farið að hefta framboð á
ýmsum kínverskum útflutnings-
varningi. Þá hefur ástandið leitt til
minni eftirspurnar eftir eldsneyti í
landinu og við það lækkaði í gær ol-
íuverð á heimsmarkaði.
Gífurleg útbreiðsla kórónuveirunnar í Kína lamar atvinnulíf víða um landið
Útgöngu-
bann í mörg-
um borgum
AFP
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
LÝSTU
UPP
MEÐ