Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022
KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS
Flow blómavasi
Lítill H: 12,5 cm - 2.690,-
Miðstærð H: 19 cm – 4.990,-
Stór H: 25 cm – 7.690,-
Fjórir litir: Light Grey, Grey,
Champaign & Clear
Specktrum. Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
FRÉTTASKÝRING
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Óvissa á mörkuðum heldur áfram að
aukast vegna innrásar Rússa í
Úkraínu og tilheyrandi aðgerða sem
gripið hefur verið til gegn rúss-
neskum yfirvöldum af hálfu Vest-
urlanda. Spáð er að verð á hvítfiski í
Evrópu og Bandaríkjunum fari
hækkandi en að hærra olíuverð
kunni að draga úr því sem fæst úr
slíkum aðstæðum. Þá er einnig ótt-
ast að of hátt verð kunni að fæla
neytendur frá hvítfiskafurðum með
langvarandi áhrifum. Í Evrópu ótt-
ast vinnslustöðvar mikinn skort á
hráefni.
Rússneskt sjávarfang hefur á
undanförnum misserum í auknum
mæli verið flutt til Evrópu sem og
annarra áfangastaða. Rússar fluttu
úr landi um tvær milljónir tonna af
sjávarafurðum á síðasta ári að verð-
mæti um 7 milljarða bandaríkjadala,
jafnvirði um 916 milljarða íslenskra
króna, sem er 33,7% meira útflutn-
ingsverðmæti en árið 2020, að því er
fram kemur í skýrslu hollenska
landbúnaðarráðuneytisins um stöðu
rússneskra sjávarafurða frá 27. nóv-
ember 2021.
Lokun og opnun í Kína
Rússneski viðskiptablaðamað-
urinn Ivan Stupachenko skrifaði í
SeafoodSource í nóvember síðast-
liðnum að mikla aukningu í út-
fluttum sjávarafurðum til hinna
ýmsu ríkja mætti rekja til lokana
sem kínversk stjórnvöld gripu til
vegna útbreiðslu kórónuveirufarald-
ursins. Undir þetta er tekið í grein-
ingu ráðgjafafyrirtækisins HKTDC
í Hong Kong, en þar segir að á
fyrsta ársfjórðungi 2020 hafi verið
flutt um 253 þúsund tonn af sjáv-
arfangi frá Austur-Rússlandi til
Kína en aðeins 63 þúsund tonn á
fyrri árshelmingi 2021.
Rússneskar sjávarafurðir hafa
vegna ástandsins í Kína leitað á aðra
markaði og fóru afurðir frá Austur-
Rússlandi í fyrsta sinn inn á mark-
aði á Spáni, í Noregi, Eistlandi, Ja-
maíka, Kamerún, Benín, Tógó og
Gana, að því er segir í greiningu
HKTDC.
Það var því mikið fagnaðarefni
fyrir rússneskan sjávarútveg að
opnað var á ný fyrir rússneskt sjáv-
arfang í Kína í janúar, en það varð
skammlíf gleði. Lokað var á ný fyrir
rússneskar afurðir í kínversku hafn-
arborgunum Dalian og Qingdao
þann 6. mars síðastliðinn í kjölfar
þess að einn úr áhöfn rússnesks
skips hafði greinst með Covid-19.
Kína hefur verið mikilvægur
markaður þar sem rússneskur fisk-
ur hefur verið unninn þar í miklu
magni fyrir aðra markaði. Í skýrslu
hollenska landbúnaðarráðuneytisins
segir að löng lokun kínverska mark-
aðarins hafi meðal annars ýtt undir
fjárfestingu í aukinni vinnslugetu í
Rússlandi.
Vont varð verra
Á þriðjudag tilkynntu Evrópu-
sambandið og Bretland um stór-
hækkaða tolla á hvítfisk frá Rúss-
landi. Komu tilkynningarnar í
kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkj-
unum tóku sambærilega ákvörðun
föstudaginn 11. mars.
Staða rússneskra afurða hefur því
versnað til muna á fjölda þeirra
markaða sem hafa tekið við auknu
magni að undanförnu. Þar að auki
Verðhækkanir sagðar óumflýjanlegar
- Viðskiptahindranir á rússneskan hvítfisk leiða til verðhækkana - Tollar hækkaðir í Bretlandi,
Evrópusambandinu og Bandaríkjunum - Aukin eftirspurn eftir íslenskum og norskum hvítfiski
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fiskvinnsla Eftirpurn eftir íslenskum hvítfiski mun aukast og þar með mun verð einnig hækka.
Útflutningur rúss-
neskra sjávarafurða
2020 og 2021, nokkur valin ríki
Þús.tonn 2020 2021 Breyting
Suður-Kórea 627,0 935,2 49%
Holland 119,9 116,1 -3%
Japan 41,7 80,6 93%
Þýskaland 7,3 20,2 177%
Noregur 8,0 18,2 128%
Frakkland 4,3 9,1 112%
Pólland 3,9 8,7 123%
Bretland 4,9 7,0 43%
Spánn 4,4 5,5 25%
Portúgal 1,4 3,0 114%
Heimild: Ministerie van Landbouw,
Natuur en Voedselkwaliteit
Afurðaverð á markaði
16.mars 2022,meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 493,18
Þorskur, slægður 512,06
Ýsa, óslægð 456,78
Ýsa, slægð 467,98
Ufsi, óslægður 244,25
Ufsi, slægður 313,57
Djúpkarfi 336,00
Gullkarfi 407,20
Langa, slægð 379,08
Keila, óslægð 111,00
Keila, slægð 230,16
Steinbítur, slægður 202,62
Skötuselur, slægður 199,00
Skarkoli, slægður 587,33
Þykkvalúra, slægð 1.080,20
Skrápflúra, óslægð 29,00
Gellur 1.498,50
Grásleppa, óslægð 449,45
Hlýri, slægður 340,07
Hrogn/þorskur 562,52
Lúða, slægð 1.080,75
Lýsa, slægð 132,25
Skata, slægð 89,80
Undirmálsýsa, 184,00
Undirmálsþorskur, óslægður 301,00
Undirmálsþorskur, slægður 337,00