Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.03.2022, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það er þýðingarlaust að reyna að hafa áhrif á þróun mála í vinnunni í dag. Finndu út hvað er virkilega að. Kannski kem- ur þú sjálfum þér verulega á óvart. 20. apríl - 20. maí + Naut Gerðu ekki úlfalda úr mýflugu og veltu þér ekki upp úr smáatriðunum í dag. Aðrir líta til þín um forustu, ekki bregðast þeim. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú þarft áreiðanlega að kyngja ýmsu til þess að halda friðinn á vinnustaðn- um í dag. Láttu glósur annarra sem vind um eyru þjóta; þeir verða undir. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú átt það til að ganga of langt í samskiptum við aðra. Haltu þig við áætlanir þínar og fáðu alla þá í lið með þér sem þú mögulega getur. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú átt venjulega ekki erfitt með að ráð- stafa frítíma þínum en munt nú standa frammi fyrir erfiðu vali. Safnaðu saman öll- um tiltækum upplýsingum áður en þú tekur næsta skref. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þegar samband gengur ekki jafn smurt og þú vildir óska, reyndu þá að sjá líf- ið með augum hins aðilans. Vertu því skor- inorður við aðra. 23. sept. - 22. okt. k Vog Orðum þarf að fylgja einhver athöfn því annars missa þau marks. Gættu þess að láta ekki eitthvað vanhugsað út úr þér. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú mátt ekki láta hrokann ná tökum á þér í samskiptum við aðra. Ein- beittu þér að þeim verkefnum sem fyrir liggja og þá sjá aðrir þínar bestu hliðar. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Reyndu að láta starfið létta þér lífið en ekki vera þér byrði. Hafðu frið í hjarta og mundu að nú er tíminn til að njóta þess sem þú hefur. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Farðu þér hægt og reyndu að tryggja þig sem best fyrir óvæntum uppá- komum. Það er í góðu lagi að allt sé á öðrum endanum bara að það verði ekki viðvarandi. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Ef ytri öfl hafa meira yfir vilja- styrk þínum að segja en andinn skaltu taka því sem vísbendingu. Vertu opin fyrir því að gera málamiðlun. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Hafðu ekki of miklar áhyggjur af öðru fólki því þú þarft að hafa tíma fyrir sjálfan þig. Settu sjálfan þig í forgang í dag. maður og útgerðarmaður. Ólína og Björgvin bjuggu víða, m.a. á Eyrarbakka, Selfossi, Seyðisfirði, Reykjavík en lengst af á Hlíð- arvegi 2 í Kópavogi. Foreldrar Fjölskylda Eiginmaður Ólínu var Björgvin Jónsson, f. 15.11. 1925, d. 23.11. 1997, kaupfélagsstjóri, alþingis- Ó lína Þorleifsdóttir fæddist 17. mars 1927 í Neskaupstað og ólst þar upp. Hún var í sveit í Norðtungu í Borgarfirði hjá móðursystur sinni þegar hún var sex ára, og svo á Barðsnesi í Norðfiirði þegar hún var átta ára, en þá var mamma hennar kaupakona þar. „Ég var frekar feimið barn en þegar ég byrjaði í skóla sagði ég samt við skólastjórann: „Hún mamma mín segir að ég lesi nú svo vel að ég eigi að sleppa fyrsta bekk, og það varð.“ Ólína lauk svo gagnfræða- prófi í Neskaupstað 1942. Ólína vann sem símastúlka í tvö ár á stríðsárunum. „Þar voru öll skeyti handskrifuð og aðeins einn á hverri vakt en kaupið var gott. Árið 1944 fór ég svo í Samvinnu- skólann í Reykjavík og kynntist þar verðandi eiginmanni mínum, honum Björgvini frá Hofi á Eyr- arbakka. Við giftum okkur á Eyr- arbakka 1946 og bjuggum svo á Selfossi í fimm ár og á Seyðisfirði í 11 ár. Þegar við bjuggum á Seyð- isfirði var maðurinn minn kaup- félagsstjóri, alþingismaður, bæj- arfulltrúi og konsúll fyrir Norðmenn á síldarárunum. Þar voru mikil umsvif og nóg að gera á þeim árum. Frá Seyðisfirði flutt- um við til Reykjavíkur og svo í Kópavoginn þar sem við bjuggum lengst.“ Ásamt húsmóðurstörfum og barnauppeldi sá Ólína um launa- bókhald fyrir útgerðarfyrirtækið Gletting og rak bókabúðina Norðra sem þau hjónin áttu í nokkur ár. „Þegar börnin voru far- in að heiman vann ég í sjálfboða- vinnu fyrir Rauða krossinn all- lengi, bæði í spítalabúðunum og á bókasafninu, og sat í stjórn kvennadeildarinnar.“ Ólína starfaði líka í kirkjufélagi Digranessóknar og var í Félagi austfiskra kvenna þar sem hún var heiðursfélagi. „Mér finnst gaman að spila og þá sérstaklega brids. Ég bý nú í Mörkinni í yndislegri íbúð og líkar þar mjög vel og spila brids þegar tækifæri gefst.“ Björgvins voru hjónin Jón B. Stef- ánsson verslunarmaður, f. 10.2. 1889, d. 19.4. 1960, og Hansína Ásta Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 20.5. 1902, d. 13.3. 1948. Þau Ólína Þorleifsdóttir húsmóðir – 95 ára Með börnunum Frá vinstri: Ingibjörg, Jón Björgvin, Ólína, Þorleifur, Elín Ebba, Eyþór og Hansína Ásta. „Hef átt gott og viðburðaríkt líf“ Afmælisbarnið Ólína að spila brids í Mörkinni. Hjónin Björgvin og Ólína ung og ástfangin. Þessi myndarlegi hópur barna, ásamt nokkrum vin- um til viðbótar, safnaði samtals 45.079 krónum til styrktar mannúðarstarfi Rauða krossins. Þau söfn- uðu með því að ganga í hús, selja perlað handverk sem þau bjuggu til og með því að halda tombólur. Á myndinni eru Dagmar Steinþórsdóttir, Birnir Mar Steinþórsson, Kári Valur Steinþórsson, Anna Björg Steinþórsdóttir, Jón Valur Helgason, Þórhildur Eva Helgadóttir og Sóldís Lilja Magnúsdóttir. Rauði kross- inn þakkar þeim og hinum krökkunum sem tóku þátt í söfnuninni kærlega fyrir rausnarlegt framlag þeirra. Hlutavelta Hafnarfjörður Benedikt Ingi Gunn- laugsson fæddist á sumarsólstöðum þann 21. júní 2021 á Landspítalanum. Lengd hans við fæðingu var 52 cm og þyngd hans var 4.022 grömm eða 16 merkur. Foreldrar hans eru Gunn- laugur Jón Ingason og Kristín Óskarsdóttir. Nýr borgari SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 4. apríl Páskablað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 8. apríl Girnilegar uppskriftir af veislumat og öðrum gómsætumréttumásamtpáskaskreytingum, páskaeggjum, ferðalögumogfleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.