Morgunblaðið - 17.03.2022, Side 60

Morgunblaðið - 17.03.2022, Side 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2022 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það er þýðingarlaust að reyna að hafa áhrif á þróun mála í vinnunni í dag. Finndu út hvað er virkilega að. Kannski kem- ur þú sjálfum þér verulega á óvart. 20. apríl - 20. maí + Naut Gerðu ekki úlfalda úr mýflugu og veltu þér ekki upp úr smáatriðunum í dag. Aðrir líta til þín um forustu, ekki bregðast þeim. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú þarft áreiðanlega að kyngja ýmsu til þess að halda friðinn á vinnustaðn- um í dag. Láttu glósur annarra sem vind um eyru þjóta; þeir verða undir. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú átt það til að ganga of langt í samskiptum við aðra. Haltu þig við áætlanir þínar og fáðu alla þá í lið með þér sem þú mögulega getur. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú átt venjulega ekki erfitt með að ráð- stafa frítíma þínum en munt nú standa frammi fyrir erfiðu vali. Safnaðu saman öll- um tiltækum upplýsingum áður en þú tekur næsta skref. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þegar samband gengur ekki jafn smurt og þú vildir óska, reyndu þá að sjá líf- ið með augum hins aðilans. Vertu því skor- inorður við aðra. 23. sept. - 22. okt. k Vog Orðum þarf að fylgja einhver athöfn því annars missa þau marks. Gættu þess að láta ekki eitthvað vanhugsað út úr þér. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú mátt ekki láta hrokann ná tökum á þér í samskiptum við aðra. Ein- beittu þér að þeim verkefnum sem fyrir liggja og þá sjá aðrir þínar bestu hliðar. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Reyndu að láta starfið létta þér lífið en ekki vera þér byrði. Hafðu frið í hjarta og mundu að nú er tíminn til að njóta þess sem þú hefur. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Farðu þér hægt og reyndu að tryggja þig sem best fyrir óvæntum uppá- komum. Það er í góðu lagi að allt sé á öðrum endanum bara að það verði ekki viðvarandi. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Ef ytri öfl hafa meira yfir vilja- styrk þínum að segja en andinn skaltu taka því sem vísbendingu. Vertu opin fyrir því að gera málamiðlun. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Hafðu ekki of miklar áhyggjur af öðru fólki því þú þarft að hafa tíma fyrir sjálfan þig. Settu sjálfan þig í forgang í dag. maður og útgerðarmaður. Ólína og Björgvin bjuggu víða, m.a. á Eyrarbakka, Selfossi, Seyðisfirði, Reykjavík en lengst af á Hlíð- arvegi 2 í Kópavogi. Foreldrar Fjölskylda Eiginmaður Ólínu var Björgvin Jónsson, f. 15.11. 1925, d. 23.11. 1997, kaupfélagsstjóri, alþingis- Ó lína Þorleifsdóttir fæddist 17. mars 1927 í Neskaupstað og ólst þar upp. Hún var í sveit í Norðtungu í Borgarfirði hjá móðursystur sinni þegar hún var sex ára, og svo á Barðsnesi í Norðfiirði þegar hún var átta ára, en þá var mamma hennar kaupakona þar. „Ég var frekar feimið barn en þegar ég byrjaði í skóla sagði ég samt við skólastjórann: „Hún mamma mín segir að ég lesi nú svo vel að ég eigi að sleppa fyrsta bekk, og það varð.“ Ólína lauk svo gagnfræða- prófi í Neskaupstað 1942. Ólína vann sem símastúlka í tvö ár á stríðsárunum. „Þar voru öll skeyti handskrifuð og aðeins einn á hverri vakt en kaupið var gott. Árið 1944 fór ég svo í Samvinnu- skólann í Reykjavík og kynntist þar verðandi eiginmanni mínum, honum Björgvini frá Hofi á Eyr- arbakka. Við giftum okkur á Eyr- arbakka 1946 og bjuggum svo á Selfossi í fimm ár og á Seyðisfirði í 11 ár. Þegar við bjuggum á Seyð- isfirði var maðurinn minn kaup- félagsstjóri, alþingismaður, bæj- arfulltrúi og konsúll fyrir Norðmenn á síldarárunum. Þar voru mikil umsvif og nóg að gera á þeim árum. Frá Seyðisfirði flutt- um við til Reykjavíkur og svo í Kópavoginn þar sem við bjuggum lengst.“ Ásamt húsmóðurstörfum og barnauppeldi sá Ólína um launa- bókhald fyrir útgerðarfyrirtækið Gletting og rak bókabúðina Norðra sem þau hjónin áttu í nokkur ár. „Þegar börnin voru far- in að heiman vann ég í sjálfboða- vinnu fyrir Rauða krossinn all- lengi, bæði í spítalabúðunum og á bókasafninu, og sat í stjórn kvennadeildarinnar.“ Ólína starfaði líka í kirkjufélagi Digranessóknar og var í Félagi austfiskra kvenna þar sem hún var heiðursfélagi. „Mér finnst gaman að spila og þá sérstaklega brids. Ég bý nú í Mörkinni í yndislegri íbúð og líkar þar mjög vel og spila brids þegar tækifæri gefst.“ Björgvins voru hjónin Jón B. Stef- ánsson verslunarmaður, f. 10.2. 1889, d. 19.4. 1960, og Hansína Ásta Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 20.5. 1902, d. 13.3. 1948. Þau Ólína Þorleifsdóttir húsmóðir – 95 ára Með börnunum Frá vinstri: Ingibjörg, Jón Björgvin, Ólína, Þorleifur, Elín Ebba, Eyþór og Hansína Ásta. „Hef átt gott og viðburðaríkt líf“ Afmælisbarnið Ólína að spila brids í Mörkinni. Hjónin Björgvin og Ólína ung og ástfangin. Þessi myndarlegi hópur barna, ásamt nokkrum vin- um til viðbótar, safnaði samtals 45.079 krónum til styrktar mannúðarstarfi Rauða krossins. Þau söfn- uðu með því að ganga í hús, selja perlað handverk sem þau bjuggu til og með því að halda tombólur. Á myndinni eru Dagmar Steinþórsdóttir, Birnir Mar Steinþórsson, Kári Valur Steinþórsson, Anna Björg Steinþórsdóttir, Jón Valur Helgason, Þórhildur Eva Helgadóttir og Sóldís Lilja Magnúsdóttir. Rauði kross- inn þakkar þeim og hinum krökkunum sem tóku þátt í söfnuninni kærlega fyrir rausnarlegt framlag þeirra. Hlutavelta Hafnarfjörður Benedikt Ingi Gunn- laugsson fæddist á sumarsólstöðum þann 21. júní 2021 á Landspítalanum. Lengd hans við fæðingu var 52 cm og þyngd hans var 4.022 grömm eða 16 merkur. Foreldrar hans eru Gunn- laugur Jón Ingason og Kristín Óskarsdóttir. Nýr borgari SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 4. apríl Páskablað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 8. apríl Girnilegar uppskriftir af veislumat og öðrum gómsætumréttumásamtpáskaskreytingum, páskaeggjum, ferðalögumogfleira.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.