Morgunblaðið - 12.05.2022, Page 8

Morgunblaðið - 12.05.2022, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 Þó að kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sé almennt með daufara móti, sem stafar meðal annars af því að áherslumunur er ekki nægilega skýr, sker stöku framboð sig úr. Í Kópavogi hafa sjálf- stæðismenn til að mynda farið þá at- hyglisverðu leið að birta lista með 100 kosningaloforðum þar sem fyrsta lof- orðið er að loforðalistinn verði opinber þannig að kjósendur geti fylgst með hvernig gengur að efna hann á kjörtímabilinu. - - - Skýr stefna af þessu tagi er gagn- leg fyrir kjósendur og veitir kjörnum fulltrúum aðhald. Ekki er verra að á listanum er ýmislegt áhugavert, svo sem loforð um að „lækka fasteignaskatta á íbúa og fyrirtæki Kópavogs“ auk þess sem ætlunin er að stilla öðrum álögum í hóf og leita leiða til að lækka þær. - - - Því miður sést ekki mikið af slík- um loforðum, en þó eru sjálf- stæðismenn á Seltjarnarnesi einnig með áform um að lækka skatta. Þeir ætla að lækka útsvarið, ólíkt framboðum Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar, auk „óháðra“, sem hyggjast hækka útsvarið verulega. - - - Þá hafa sjálfstæðismenn í Reykjavík talað fyrir því að frysta fasteignagjöldin út kjör- tímabilið, sem er í áttina, en þau hafa hækkað mikið vegna svimandi hækkana á fasteignaverði í boði meirihlutans þar og allar líkur eru á að sú þróun haldi áfram. - - - Landsmenn greiða mjög háa skatta. Auðvitað eiga fram- bjóðendur sem ekki eru til vinstri að bjóða upp á skattalækkanir við slíkar aðstæður. Ásdís Kristjánsdóttir Háir skattar þurfa að lækka STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Kosning til kirkjuþings hefst í dag og henni lýkur 17. maí. Kosningin er rafræn. Þeir einir sem skráðir eru á kjörskrá og hafa aflað sér fullnægj- andi auðkenningar geta nýtt kosningarétt sinn. Hægt er að kanna hvort maður er á kjörskrá á vef þjóðkirkjunnar (https://kirkjan.is/kirkjan/kirkju- thing/). Kosið er til kirkjuþings á fjögurra ára fresti. Á kirkjuþingi eiga sæti 29 fulltrúar, 12 vígðir og 17 leikmenn. Nöfn þeirra sem eru í framboði má sjá á vef þjóðkirkjunnar. Þrjú kjördæmi vígðra eru á landinu þ.e. Reykjavíkurkjördæmi, Skálholtskjör- dæmi og Hólakjördæmi. Kjördæmi leikmanna eru níu og skiptast eftir prófastsdæmunum. Kirkjuþingi þjóðkirkjunnar svipar um margt til Aþingis. Það setur reglur fyrir kirkjuna, ályktar um hin ýmsu mál, mótar stefnu í málaflokkum sem varða kirkjuna, fer með fjárstjórnarvaldið og lítur eftir starfi yfirstjórnar kirkjunnar, að því er segir á vef þjóðkirkjunnar. Með nýjum þjóðkirkjulögum, sem tóku gildi 1. júlí 2021, fékk kirkjuþing almennt æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. gudni@mbl.is Kosning til kirkjuþings er hafin - Svipar til Alþingis - Æðsta vald í kirkjunni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kirkjuþing 2021 Nú er hafin kosning til nýs kirkjuþings og lýkur henni hinn 17. maí. Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, við- skipta- og menningarmálaráð- herra, veitti í gær Brynjólfi Björns- syni, kaupmanni í Brynju við Laugaveg í Reykjavík, viðurkenn- ingu og bókargjöf fyrir starf sitt og verslunarrekstur. Brynjólfur, sem starfað hefur í Brynju frá 1963, er nú áttræður og hyggst láta staðar numið og selja reksturinn. Brynja sem er á Laugavegi 29 var stofnuð 1919, en hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá árinu 1953. Hefðir og minni í starfseminni eru því sterk. Í Brynju fást járn- og byggingar- vörur ýmiskonar, verkfæri og fleira slíkt sem og trésmíðavélar. Búðin er sömuleiðis vel þekkt fyrir lása, lykla, póstkassa og fleira. „Mér finnst mikilvægt að þakka þeim sem hafa veitt mikilvæga þjónustu og staðið að farsælum rekstri í áratugi. Þess vegna gerði ég mér erindi til Brynólfs í Brynju, í byggingarvöruverslunina sem lengi hefur verið einn af föstu póst- unum hér í Reykjavík,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. sbs@mbl.is Ráðherrann heiðraði kaupmanninn í Brynju Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heimsókn Brynjólfur kaupmaður og Lilja ráðherra í Brynju í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.