Morgunblaðið - 12.05.2022, Page 72

Morgunblaðið - 12.05.2022, Page 72
www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 20% AFSLÁTTUR SÓFADAGAR * Afsláttur gildir af öllum sófum nema Construct og sérpöntunum. AF ÖLLUM SÓFUM* PASO DOBLE U-sófi, vinstri eða hægri. Ljósgrátt áklæði. Stærð: 386 x 258 x 80 cm. 447.992 kr. 559.990 kr. Continuum – Place nefn- ist sýning sem Ásdís Spanó opnar í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi í dag og stendur til 4. júní. Um er að ræða 13. einka- sýningu Ásdísar. Á sýn- ingunni er sjónum beint að óhlutbundinni skynjun á tíma og rúmi. Mörk þess óhlutbundna, arki- tektúrs og áferðar eru könnuð auk þess sem formum úr menningar- sögulegum kennileitum er teflt fram gegn tilvísunum í söguleg listaverk. Verkin eru byggð upp með lögum af þunnri málningu, útlínuteikningum, bleki, grafíti og út- strokunum. Nýju lagi af málningu er bætt ofan á eldra, stundum er það þurrkað út eða endurtekið yfir það sem áður var. Verkin vísa í tíma sem líður á óræðum og síbreytilegum stað og endurspeglar varðveislu og lof til fortíðarinnar og menningarlega mikilvægra kennileita. Ásdís Spanó sýnir í Gallerí Gróttu FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 132. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Breiðablik, KA og Valur hafa ekki tapað í fyrstu fimm umferðunum í efstu deild karla í knattspyrnu í upphafi sumars. Öll unnu þau leiki sína í gær og hafa slitið sig nokkuð frá öðrum liðum að svo stöddu. Breiðablik er á toppnum með fullt hús stiga en Valur og KA eru tveim- ur stigum á eftir. »60 Breiðablik, KA og Valur unnu og hafa enn ekki tapað leik í deildinni ÍÞRÓTTIR MENNING Sonja Sif Þórólfsdóttir skrifar frá Tórínó Kristín H. Kristjánsdóttir, fréttarit- ari Félags áhugafólks um Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES), segir það hafa komið sér þægilega á óvart þegar Ísland komst áfram í úr- slit Eurovision- söngvakeppn- innar. „Þegar Ar- menía komst áfram var ég al- veg klár á því að við færum ekki áfram, því mér fannst eins og þessi tvö lög myndu útiloka hvort annað. En ég hef aldrei verið eins glöð að hafa haft rangt fyr- ir mér. Þetta var æðislegt,“ segir Kristín í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, sem líkt og Kristín er staddur í steikjandi hitanum í Tór- ínó á Ítalíu. Hún segir áberandi hversu mörg róleg lög fóru áfram á þriðjudags- kvöldið. Moldóva og Noregur voru með einu stuðlögin. „Ég var óneitanlega hissa þegar Litháen fór áfram. Ekki af því að lag- ið væri eitthvað slæmt, heldur af því að ég hélt að það myndi bara týnast,“ segir Kristín. Hún hefur haft það náðugt í borginni undanfarna daga en mikið líf er á meðal FÁSES-liða. Vel á þriðja tug meðlima er komið hingað út til að fylgjast með keppninni. Ísland hækkar hjá veðbönkum Lag Systranna ber titilinn Með hækkandi sól og á titillinn svo sann- arlega við um þessar mundir því sólin er loksins farin að skína á föla húð Ís- lendinga í borginni. Þá fer frægðarsól Systranna einnig hækkandi eftir að þær komust áfram. Sömuleiðis er Ís- land á fleygiferð upp í veðbönkum, á álíka miklum hraða og blaðamaður ferðast um Tórínó á hlaupahjóli. Íslandi er nú spáð 23. sæti í Euro- vision en var áður spáð því 31. Það gæti þó breyst eftir kvöldið í kvöld, seinna undankvöld keppninnar. Þá munu keppendur 18 landa flytja at- riði sín á sviðinu í Pala Olimpico- höllinni en aðeins tíu komast áfram í úrslitin. Útsending hefst klukkan 19 í kvöld og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu á mbl.is. Alls munu keppendur frá 25 lönd- um etja kappi á laugardaginn en eftir blaðamannafund á þriðjudag kom í ljós að Ísland verður á meðal seinni helmings keppenda til að stíga á svið. Konur í lykilstöðum Í lykilstöðum í íslenska hópnum eru konur; systurnar Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur eru þar fremst- ar í flokki. Tónlistarkonan Lay Low er höfundur lagsins, Ellen Loftsdóttir er búningahönnuður, Maríanna Páls- dóttir er förðunarfræðingur og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir leikstjóri. Fjölmiðlamegin eru konur líka í að- alhlutverki en hópnum fylgdu hvorki fleiri né færri en sex fjölmiðlakonur frá fjórum fjölmiðlum. Björg Magn- úsdóttir er fyrir hönd RÚV, und- irrituð fyrir mbl.is, K100 og Morg- unblaðið. Frá Vísi eru þær Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfús- dóttir og frá Fréttablaðinu Ingunn Lára Kristjánsdóttir og Nína Richter. AFP/Marco Bertorello Systur Sigríður, Elín og Elísabet Eyþórsdætur flottar á sviðinu í Tórínó í undankeppninni í fyrrakvöld. Hækkandi sól í Tórínó - Þetta var æðislegt, segir einn fulltrúa FÁSES um Systur Kristín H. Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.