Morgunblaðið - 12.05.2022, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 12.05.2022, Qupperneq 72
www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 20% AFSLÁTTUR SÓFADAGAR * Afsláttur gildir af öllum sófum nema Construct og sérpöntunum. AF ÖLLUM SÓFUM* PASO DOBLE U-sófi, vinstri eða hægri. Ljósgrátt áklæði. Stærð: 386 x 258 x 80 cm. 447.992 kr. 559.990 kr. Continuum – Place nefn- ist sýning sem Ásdís Spanó opnar í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi í dag og stendur til 4. júní. Um er að ræða 13. einka- sýningu Ásdísar. Á sýn- ingunni er sjónum beint að óhlutbundinni skynjun á tíma og rúmi. Mörk þess óhlutbundna, arki- tektúrs og áferðar eru könnuð auk þess sem formum úr menningar- sögulegum kennileitum er teflt fram gegn tilvísunum í söguleg listaverk. Verkin eru byggð upp með lögum af þunnri málningu, útlínuteikningum, bleki, grafíti og út- strokunum. Nýju lagi af málningu er bætt ofan á eldra, stundum er það þurrkað út eða endurtekið yfir það sem áður var. Verkin vísa í tíma sem líður á óræðum og síbreytilegum stað og endurspeglar varðveislu og lof til fortíðarinnar og menningarlega mikilvægra kennileita. Ásdís Spanó sýnir í Gallerí Gróttu FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 132. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Breiðablik, KA og Valur hafa ekki tapað í fyrstu fimm umferðunum í efstu deild karla í knattspyrnu í upphafi sumars. Öll unnu þau leiki sína í gær og hafa slitið sig nokkuð frá öðrum liðum að svo stöddu. Breiðablik er á toppnum með fullt hús stiga en Valur og KA eru tveim- ur stigum á eftir. »60 Breiðablik, KA og Valur unnu og hafa enn ekki tapað leik í deildinni ÍÞRÓTTIR MENNING Sonja Sif Þórólfsdóttir skrifar frá Tórínó Kristín H. Kristjánsdóttir, fréttarit- ari Félags áhugafólks um Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES), segir það hafa komið sér þægilega á óvart þegar Ísland komst áfram í úr- slit Eurovision- söngvakeppn- innar. „Þegar Ar- menía komst áfram var ég al- veg klár á því að við færum ekki áfram, því mér fannst eins og þessi tvö lög myndu útiloka hvort annað. En ég hef aldrei verið eins glöð að hafa haft rangt fyr- ir mér. Þetta var æðislegt,“ segir Kristín í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, sem líkt og Kristín er staddur í steikjandi hitanum í Tór- ínó á Ítalíu. Hún segir áberandi hversu mörg róleg lög fóru áfram á þriðjudags- kvöldið. Moldóva og Noregur voru með einu stuðlögin. „Ég var óneitanlega hissa þegar Litháen fór áfram. Ekki af því að lag- ið væri eitthvað slæmt, heldur af því að ég hélt að það myndi bara týnast,“ segir Kristín. Hún hefur haft það náðugt í borginni undanfarna daga en mikið líf er á meðal FÁSES-liða. Vel á þriðja tug meðlima er komið hingað út til að fylgjast með keppninni. Ísland hækkar hjá veðbönkum Lag Systranna ber titilinn Með hækkandi sól og á titillinn svo sann- arlega við um þessar mundir því sólin er loksins farin að skína á föla húð Ís- lendinga í borginni. Þá fer frægðarsól Systranna einnig hækkandi eftir að þær komust áfram. Sömuleiðis er Ís- land á fleygiferð upp í veðbönkum, á álíka miklum hraða og blaðamaður ferðast um Tórínó á hlaupahjóli. Íslandi er nú spáð 23. sæti í Euro- vision en var áður spáð því 31. Það gæti þó breyst eftir kvöldið í kvöld, seinna undankvöld keppninnar. Þá munu keppendur 18 landa flytja at- riði sín á sviðinu í Pala Olimpico- höllinni en aðeins tíu komast áfram í úrslitin. Útsending hefst klukkan 19 í kvöld og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu á mbl.is. Alls munu keppendur frá 25 lönd- um etja kappi á laugardaginn en eftir blaðamannafund á þriðjudag kom í ljós að Ísland verður á meðal seinni helmings keppenda til að stíga á svið. Konur í lykilstöðum Í lykilstöðum í íslenska hópnum eru konur; systurnar Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur eru þar fremst- ar í flokki. Tónlistarkonan Lay Low er höfundur lagsins, Ellen Loftsdóttir er búningahönnuður, Maríanna Páls- dóttir er förðunarfræðingur og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir leikstjóri. Fjölmiðlamegin eru konur líka í að- alhlutverki en hópnum fylgdu hvorki fleiri né færri en sex fjölmiðlakonur frá fjórum fjölmiðlum. Björg Magn- úsdóttir er fyrir hönd RÚV, und- irrituð fyrir mbl.is, K100 og Morg- unblaðið. Frá Vísi eru þær Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfús- dóttir og frá Fréttablaðinu Ingunn Lára Kristjánsdóttir og Nína Richter. AFP/Marco Bertorello Systur Sigríður, Elín og Elísabet Eyþórsdætur flottar á sviðinu í Tórínó í undankeppninni í fyrrakvöld. Hækkandi sól í Tórínó - Þetta var æðislegt, segir einn fulltrúa FÁSES um Systur Kristín H. Kristjánsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.